Dagur - 27.09.1988, Side 10

Dagur - 27.09.1988, Side 10
10 ,Tí D^GUR ^)27..S9P,teo^>er 1?88 íþróttir Enska knattspyrnan: Norwich tapaði sínum fyrstu stigum Norwich tapaði sínum fyrstu stigum, á hcimavelli gegn Millwall um helgina í heldur slökum leik. Eftir markalausan fyrri hálfleik lifnaði heldur yfir leiknum í síðari hálfleik. Ian Crook náði fljótlega forystu fyrir Norwich með marki úr aukaspyrnu, en 15 sekúndum síðar jafnaði Tony Cascarino fyrir Millwall. Önnur auka- spyrna Crooks gaf Norwich aftur forystuna, Robert Rosar- io skallaði í mark eftir auka- spyrnuna. En Millwall gafst ekki upp og Kevin O’Callagh- an jafnaði eftir undirbúning Cascarino. Bæði lið verða þó að leika betur ef þau ætla sér að vera með í baráttunni í vetur. Man. Utd. vann j»óðan sigur heima gegn West Ham 2:0. Peter Davenport skoraði á 36. mín. fyrir Utd. sem hafði yfirburði í leiknum. Bryan Robson skaut í stöng úr dauðafæri, en það var Mark Hughes sem gerði út um leikinn með sínu fyrsta marki fyr- ir félagið síðan hann kom frá Barcelona. Hann skoraði á 69. mín. eftir sendingu frá Russell Beardsmore og fagnaði marki sínu mjög. Tveir nýliðar léku f liði Utd., Lee Sharpe í stöðu Úrslit nolíyíirÍTiTií 11* llclgdl lliilc 1. deild. II Aston Villa-Notthingham For. 1:1 Charlton-Newcastle 2:2 Derby-Q.P.R. 0:1 Everton-Luton 0:2 Manchester Utd.-West Ham 2:0 Norwich-Millwall 2:2 Sheflíeld Wed.-Arsenal 2:1 Southampton-Liverpool 1:3 Tottenham-Middlesbrough 3:2 Wimbledon-Coventry 0:1 2. deild. Barnsley-Manchester City 1:2 Blackburn-Birmingham 3:0 Bournemouth-Oxford 2:1 Ipswich-Bradford 1:1 Leeds Utd.-Chelsea 0:2 Leicester-Watford 2:2 Oldham-Hull City 2:2 Plymouth-W.B.A. 1:1 Portsmouth-Cristal Palace 1:1 Shrewsbury-Sunderland 0:0 Swindon-Brighton 3:0 Walsall-Stoke City 1:2 3. deild. Aldershot-Bolton 0:3 Brentford-Shefflcld Utd. 1:4 Bristol City-Port Vale 0:1 Bury-Mansficld 0:1 Chester-Huddersfleld 3:0 Chesterfield-Blackpool 0:2 Fulham-Wigan 1:1 Gillingham-Reading 0:1 Northampton-Bristol Rovers 1:2 Notts County-Preston 0:0 Southend-CardilT City 0:0 Swansea-Wolves 2:5 4. deild. Burnley-Colchester 2:0 Carlisle-Rotherham 0:2 Crewe-Stockport 1:1 Doncaster-Wrexham 2:2 Exeter-Scunthorpe 2:2 Grimsby-Rochdale 1:3 Halifax-Tranmerc 2:3 Hartlepool-Cambridge 3:2 Leyton Orient-Darlington 1:0 Lincoln-Hereford 2:0 Peterborough-York City 0:1 Scarborough-Torquay 5:2 - Liverpool og Man. Utd. komin á skrið - Everton og Arsenal tapa vinstri bakvarðar og Beardsmore sem kom inn á í síðari hálfleik sem varamaður. Paul McGrath lék ekki vegna meiðsla, en £700.000 sala hans til Tottenham var afturkölluð fyrir helgi þar sem samningar náðust ekki. Tott- enham lenti í kröppum dansi á heimavelli gegn Middlesbrough, en tókst þó að sigra. Bernie Slav- en náði forystu fyrir Boro um miðjan fyrri hálfleik með skalla- marki eftir hornspyrnu. Chris Waddle jafnaði fyrir Tottenham, en gestirnir léku betur og náðu á ný forystu með marki Tony Mowbray eftir sendingu frá Gary Hamilton. AUt leit út fyrir sigur John Aldridge skoraði mark og fisk- aði víti gegn Southampton. Boro, en er 10 mín. voru til leiksloka gerði Terry Venables breytingar á liði Tottenham. Hann tók Paul Walsh og Brian Statham út af, en sendi þá David Howells og Paul Moran inn á. Þessi skipting bjargaði leiknum, því þegar 5 mín. voru til leiks- loka jafnaði Howells fyrir Tott- enham og á lokamín. leiksins braut Gary Pallister á Moran og Terry Fenwick skoraði sigur- markið úr vítaspyrnunni. Pallist- er hinn sterki miðvörður Boro hefur verið mjög eftirsóttur að undanförnu og allar líkur á að Man. Utd. keypti hann í stað Paul McGrath, en þar sem McGrath mun líklega vera áfram hjá Utd. gæti Tottenham hæglega snúið sér að Pallister. Þrátt fyrir mikil meiðsli í liði sínu vann Liverpool öruggan sig- ur á útivelli gegn Southampton. Þrátt fyrir öll meiðslin var Ian Rush aðeins varamaður ásamt Kenny Dalglish og þurfti hvorug- ur þeirra að koma inn á. Fyrri hálfleikur var jafn, John Aldr- idge kom Liverpool yfir, en Der- ek Statham jafnaði úr vítaspyrnu fyrir Southampton 3 mín. síðar og þannig var staðan í leikhléi. Peter Beardsiey náði forystu fyrir Liverpool eftir 90 sek. í síðari hálfleik og meistararnir tóku öll völd á vellinum. Jan Molby skor- aði þriðja mark liðsins úr víta- spymu eftir að markvörður South- ampton John Burridge hafði fellt Aldridge sem kominn var einn í gegn. Mike Hooper átti góðan leik í marki Liverpool og Step- hen Staunton sem skoraði gegn Arsenal í afmælismótinu í vik- unni var óheppinn að skora ekki einnig gegn Southampton. Liverpool hefur nú mikinn áhuga á miðverði danska landsliðsins Lars Olsen frá Brondby og er til- búið að greiða £700.000 fyrir hann. Everton gerði sér miklar vonir um velgengni í vetur og því kom 2:0 tap þeirra á heimavelli gegn Luton mjög á óvart. Tony Cottee sem byrjaði svo vel hjá Everton hefði hæglega getað skorað þrjú mörk í leiknum, átti skot í stöng auk þess sem honum mistókst í tveimur upplögðum tækifærum. Neville Southall markvörður Everton stóð þó fyrir sínu og varði mjög vel frá Mick Harford og Danny Wilson, en réði ekki við skot David Oldfield á 75. mín. 6 mín. síðar bætti Kingsley Black síðara marki Luton við og aðdáendur Everton trúðu vart sínum eigin augum, en fyrsti sig- ur Luton í deildinni í höfn. Arsenal hefur gefið eftir að undanförnu og tapaði á útivelli gegn Sheff. Wed. á laugardag. Bæði liðin léku stífa rangstöðu- taktík og leikurinn því lítt fyrir augað. Gary Megson náði forystu fyrir Sheffield eftir hálftíma leik með skalla óvaldaður og þannig var staðan í leikhléi. Alan Smith jafnaði með öðru skallamarki fyrir Arsenal 5 mín. eftir hlé og Arsenal hélt undirtökunum um stund, en illa útfærð rangstöðu- taktík þeirra brást skömmu síðar. David Hirst slapp í gegn, renndi fyrir á Nigel Pearson sem átti ekki í vandræðum að skora sigurmarkið. Liðið hefði getað bætt við marki því Mel Sterland misnotaði vítaspyrnu og Arsenal verður að laga leik sinn til muna. Aston Villa var óheppið að ná ekki þremur stigum úr leik sínum á heimavelli gegn Nottingham For. Kevin Gage varnarmaður David Howells kom inn á undir lok- in og jafnaði fyrir Tottenham. Villa skoraði í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en í lokin að Franz Carr jafnaði fyrir Forest. Charlton hafði mark yfir gegn Newcastle í hálfleik, en snemma í síðari hálfleik var Paul Miller rekinn af velli hjá Charlton og Darren Jackson jafnaði. Brian Tinnion náði síðan forystu fyrir Newcastle, en Charlton náði að jafna í lokin og taka þannig stig. Mark Stein sem áður lék með Luton skoraði sigurmark Q.P.R. á útivelli gegn Derby snemma í leiknum. Bikarmeistarar Wimbledon eru nú í neðsta sæti'l. deildar, hafa aðeins eitt stig og liðið tap- aði á heimavelli gegn Coventry. Gary Bannister skoraði mark Coventry í fyrri hálfleik. 2. deild Chelsea sigraði Leeds Utd. á Elland Road með tveimur mörk- um á 6 mín. kafla í fyrri hálfleik. John Bumstead og Gordon Durie skoruðu mörk Chelsea sem hafði yfirburði gegn Leeds Utd. sem lék illa í vörninni og tengiliðir liðsins höfðu ekkert fram að færa nema baráttu og hörku. Heima- menn léku þó betur í síðari hálf- leik, en 26.000 áhorfendum duld- ist ekki að Chelsea var betra liðið og Kevin Wilson átti skot í þverslá á marki Leeds Utd. í lokin. Ipswich jafnaði gegn Bradford er 3 mín. voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, en Ipswich var þó miklu betra liðið í leiknum. Brian Mitchell skoraði fyrir Bradford, en Dalian Atkinson gerði mark Ipswich. Tony Humes hjá Ipswich var borinn af leikvelli og Neil Woods kom inn á í hans stað, en var sjálfur borinn út af aðeins 7 mín. síðar. Watford er efst í 2. deild með 16 stig, gerði 2:2 jafntefli á úti- velli gegn Leicester. Blackburn hefur einnig 16 stig eftir auðveld- an sigur gegn Birmingham. í 3. deiid er Sheffield Utd. með 15 stig, Port Vale 13, Wolves 13 og Mansfield 12 stig. Rotherham er efst í 4. deild með 16 stig, Hartlepool 15 og Burnley með 13 stig. Þ.L.A. Staðan 1. deild Norwich 5 4-1-0 10: 5 13 Liverpool 5 3-2-0 9: 3 11 Millwall 5 3-2-0 10: 5 11 Southampton 5 3-1-110: 610 Man.Utd. 5 3-1-1 5: 1 10 Coventry 4 3-0-1 6: 2 9 Arsenal 5 2-1-2 13:10 7 Everton 5 2-1-2 7: 5 7 Aston Villa 5 1-4-0 9: 8 7 Derby 5 2-1-2 4: 3 7 QPR 5 2-1-2 3: 2 7 Sheff.Wed. 5 2-1-2 5: 6 7 Tottcnham 4 1-2-1 8: 8 5 Nott.Forest. 5 0-4-1 5: 6 4 Luton 5 1-1-3 5: 7 4 Charlton 5 1-1-3 5:12 4 West Ham 5 1-1-3 4:11 4 Middlesbro 5 1-0-4 5: 8 3 Newcastle 5 0-2-3 4:12 2 Wimbledon 5 0-1-4 3:10 1 2. deild Blackburn 6 5-1-0 12: 3 16 Watford 7 5-1-113: 5 16 Ipswich 6 4-2-0 13: 5 14 Portsmouth 7 3-3-1 14: 8 12 Bradford 7 3-3-1 7: 4 12 Oldham 7 3-2-2 15: 9 11 Bournem. 6 3-2-1 7: 4 11 Man.City 7 3-2-2 11:1111 W.B.A. 7 2-4-1 7: 5 10 Swindon 6 2-3-1 9: 6 9 Leicester 7 2-3-2 8:10 9 Oxford 7 2-3-2 8:10 9 Plymouth 6 2-2-2 9: 7 8 Hull 7 2-2-3 7: 9 8 Walsall 6 1-4-110: 6 7 Barnsley 7 1-4-2 5: 7 7 Clielsea 7 1-3-3 7: 9 6 Leeds Utd. 6 1-3-2 4: 8 6 Stoke 7 1-3-3 5:10 6 C.Palace 6 0-5-1 4: 6 5 Sunderland 6 0-4-2 4: 7 4 Shrewsbury 6 0-3-3 4:10 3 Birmingham 6 1-0-5 5:18 3 Brighton 6 0-0-6 5:14 0 Mark Hughes opnaði markareikning sinn hjá Man. Utd. gegn West Ham.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.