Dagur - 27.09.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 27.09.1988, Blaðsíða 15
27 september 1988 - DAGUR - 15 hér & þar Karl veiddi lax með gamalli kærustu - Díana pirruð út í húsbóndann sem aldrei er heima Þau eiga ekki sjö dagana sæla, Díana nokkur prinsessa og Karl prins. Áreiðanlegar heimildir segja ástandið á heimilinu ekki betra en það var á svokölluðu stjórnarheimili uppi á íslandi, áður en þeim samvistum lauk með skilnaði. Sjö ár eru nú frá því þau létu pússa sig saman með viðhöfn, en með haustskipum berast þær fréttir að nokkurs titr- ings gæti í hjónabandinu og stóra spurning bresku pressunnar er hvenær upp úr sýður. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um hvenær þreytunnar fór að gæta í hjónabandi þeirra Karls og Diönu, en hitt er vitað að að frúin verður pirraðri með hverjum deginum sem líður. Karl þykir sýna afar lítinn áhuga á eig- inkonunni og sonum sínum tveimur. Hann bókstaflega nennir aldrei að vera heima; er á sífelldum þvælingi með strákun- um. Og það sem verra er - hann hefur verið að leita uppi gamlar kærustur! Eins og við vitum öll, sem áhuga höfum á þessum með bláa blóðið, þá varð litli bróðir Karls faðir rétt um daginn; Sumsé Andy og Fergie eignuðust dóttur- ina Beatrice (nafngiftin vafðist mikið fyrir kóngafólkinu og varð Díana prinsessa var ekki par hrifin þegar Karl prins fór í laxveiðitúr til íslands með gamalli kærustu. Hann neitaði að stytta ferðina og fara með fjölskyldu sinni í heimsókn til Andrew bróður og Fergie mágkonu, en þau eignuðust sem kunnugt er dóttur fyrir skömmu. A myndinni hvíslar Dale Tyron, kærastan fyrrverandi, einhverju sætu í eyra prinsins. tilefni deilna innan fjölskyldunn- ar, en það er ekki til umræðu hér að sinni). Díana hugðist að sjálf- sögðu heimsækja mágkonu sína og fjölskylduna alla. En hvað gerir Kalli. Nennir ekki með. Er bara að veiða lax á íslandi. Og það ekki einn, ónei. Gömul uppáhaldskvenkynsvinkona var tekin með (reyndar með eigin- manni). Svona hefur þetta gengið hjá hjónakornunum æði lengi. Þegar mest ríður á að sýna konunglega samstöðu þá rýkur Karl að heim- an, fer að veiða, í póló eða bara eitthvað út í buskann. Bara ekki vera með. Hafa menn nú af þessu ástandi miklar áhyggjur og sýnist fátt geta komið til bjargar hjóna- bandinu. Við munum að sjálf- sögðu fylgjast með málefnum konungsfjölskyldunnar bresku og láta ykkur, lesendur góðir vita um leið og eitthvað gerist. Fylgist því með næsta þætti... nl dagskrá fjölmiðla SJONVARPIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. september 18.50 Fréttaágrip og táknmáls- fréttir. 19.00 Villi spæta og vinir hans. 19.25 Ólympíusyrpa. Ymsar greinar. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Fröken Marple. - Morð á prestssetrinu. Fyrri hluti. Nýr sakamálamyndaflokkur gerður eftir sögum Agötu Christie. 21.30 Húllumhæ til heiðurs Vrees- wijk. Nokkrir frægir skemmtikraftar frá Norðurlöndum komu saman á Börsen í Stokkhólmi á dögun- um til að safna fé í sjóð sem vísnasöngvarinn Comelis Vrees- wijk stofnaði skömmu áður en hann lést. Meðal þeirra sem þarna skemmta má nefna Lill Lindfors, Benny Anderson og Lars Forssell. 22.50 Útvarpsfréttir. 23.00 Ólympíuleikarnir ’88 - bein útsending. Frjálsar íþróttir. 03.55 Ólympíuleikarnir '88 - bein útsending. Handknattleikur. ísland - Sovétríkin. 05.15 Ólympíuleikarnir '88 - bein útsending. Frjálsar íþróttir. 07.30 Dagskrárlok. SJONVARP AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 27. september 16.20 Líf og dauði Joe Egg. (A Day in the Death of Joe Egg.) Heimilislíf ungra hjóna tekur miklum breytingum þegar þau eignast barn, ekki síst þar eð barnið er flogaveikt og hreyfi- hamlað og getur enga björg sér veitt. Aðalhlutverk: Alan Bates og Janes Suzman. 17.50 Feldur. Teiknimynd með íslensku tah. 18.15 Denni dæmalausi. Teiknimynd. 18.40 Sældarlif. (Happy Days). Skemmtiþáttur sem gerist á gullöld rokksins. Aðálhlutverk: Henry Winkler. 19.19 19:19 20.30 Frá degi til dags. (Day by Day.) ( Gamanmyndaflokkur um hjón sem setja á stofn dagheimili fyrir böm á heimili sínu. Aðalhlutverk: Doug Sheehan, Linda Kelsey og C.B. Bames. 21.00 íþróttir á þriðjudegi. 21.55 Stríðsvindar II. (North and South n.) 3. hluti af 6. 23.30 Þorparar. (Minder) Spennumyndaflokkur um lífvörð sem á oft erfitt með að halda sér réttum megin við lögin. 00.20 Goðsagan Billie Jean. (The Legend of Bilhe Jean.) Sveitastúlka er sökuð um glæp sem hún er saklaus af. Þegar hún snýst til varnar hrífur hún með sér aðra unglinga sem hafa verið órétti beittir og verður þar með að hetju sem öll þjóðin fylg- ist með. Aðalhlutverk: Helen Slater, Keith Gordon og Christian Slater. Ekki við hæfi barna. 01.50 Dagskrárlok. © RÁS 1 ÞRIÐJUDAGUR 27. september 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsáríð með Má Magnússyni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forystugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfir- liti kl. 8.30. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. „Alís í Undralandi" eftir Lewis Carroll í þýðingu Ingunnar E. Thorarensen. (14) 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Vest- fjörðum. Umsjón: Finnbogi Hermanns- son. 10.00 Fróttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fróttir • Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fróttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir Til- kynningar. 13.05 í dagsins önn. 13.35 Miðdegissagan: „Hvora höndina viltu?“ eftir Vitu Andersen. (9). 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Djassþáttur. - Jón Múli Ámason. 15.00 Fréttir. 15.03 Ævintýri nútímans. Fjórði þáttur af fimm um afþrey- ingarbókmenntir. 16.00 Fróttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fróttir. 17.03 Tónlist á síðdegi eftir Serge Rakhamninoff. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Hamingjan og stjórnmálin. Svanur Kristjánsson flytur erindi. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Kirkjutónlist. 21.00 Landpósturinn - Frá Vest- fjörðum. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 21.30 Útvarpssagan: „Fugla- skottís" eftir Thor Vilhjálms- son. (13) 22.00 Fróttir • Dagskrá morgun- dagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Leikrít: „Lokaðar dyr“ eftir Jean-Paul Sartre. Leikendur: Arnar Jónsson, Guðrún Gísladóttir, Edda Heið- rún Backmann og Ámi Tryggva- son. 24.00 Fróttir. ÞRIÐJUDAGUR 27. september 7.05 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með fréttayfir- liti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. 9.03 Viðbit - Þröstur Emilsson. (Frá Akur- eyri.) 10.05 Miðmorgunssyrpa. - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfróttir. 12.45 Á milli mála. - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. 18.03 Sumarsveifla - Ólafur Þórðarson. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldtónar. 22.07 Bláu nóturnar. - Pétur Grótarsson. 01.10 Vökulögin. Að loknum fréttum kl. 2.00 verð- ur endurtekinn frá föstudegi þátturinn „Ljúflingslög" í umsjá Svanhildar Jakobsdóttur. Fréttur kl. 2.00 og 3.55 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöng- um kl. 6. Veðurfregnir frá Veður- stofu kl. 1.00. 4.00 Ólympíuleikrnir í Seoul - Handknattleikur. Lýst síðasta leik íslendinga í A- riðli, við Sovétmenn. 5.15 Vökulögin, framhald. Fróttir eru sagðar kl. 2,4,7,7.30, 8, 8.30, 9,10,11,12,12.20,14,15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. jKJSÚIVA._____ aakureyru Svæðisútvarp fyrir Akureyrí og nágronni. ÞRIÐJUDAGUR 27. september 8.07-8.30 Svæðisútvarp Norður- lands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norður- lands. Hljóðbylgjan FM 101,8 ÞRIÐJUDAGUR 27. september 07.00 Kjartan Pálmarsson vekur Norðlendinga af værum svefni og leikur þægilega tónlist í morgunsárið. Kjartan lítur í blöðin og segir fréttir af veðri. 09.00 Rannveig Karlsdóttir leikur góða tónlist og spjallar við hlustendur. Afmælisdagbókin á sínum stað. 12.00 Ókynnt tónlist með matnum. 13.00 Pétur Guðjónsson leikur tónlist við allra hæfi, léttur að vanda. 17.00 Kjartan Pálmarsson verður okkur innan handar á leið heim úr vinnu. Tími tækifæranna kl. 17.30-17.45. Síminn er 27711. 19.00 Ókynnt kvöldmatartónlist. 20.00 Valur Sæmundsson leikur vandaða tónlist. Breið- skifa kvöldsins tekin fyrir. 22.00 B-hliðin. Sigriður Sigursveinsdóttir leikur lög sem litið hafa fengið að heyr- ast, en eru þó engu að síður allr- ar athygh verð. 24.00 Dagskrárlok. FM 104 ÞRIÐJUDAGUR 27. september 07.00 Árni Magnússon. Lifleg og þægileg tónlist, veður, færð og hagnýtar upplýsingar auk frétta og viðtala um málefni liðandi stundar. Fréttir kl. 8. 09.00 Morgunvaktin. Seinni hluti morgunvaktar með Gísla Kristjánssyni og Sigurði Hlöðverssyni. Fréttir kl. 10 og 12. 12.10 Hádegisútvarp. Bjarni Dagur í hádeginu og veltir upp fréttnæmu efni, innlendu jafnt sem erlendu, í takt við góða tónhst. 13.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Gamalt og gott, leikið með hæfi- legri blöndu af nýrri tónlist. Fréttir kl. 14 og 16. 16.10 Mannlegi þátturinn. Þorgeir Ástvaldsson. Tónlist, spjall, fréttir og frétta- tengdir viðburðir. Fréttir kl. 18. 18.00 íslenskir tónar. Innlend dægurlög að hætti hússins. 19.00 Stjörnutíminn á FM 102.2 og 104. Stjömutónlist i klukkustund. 20.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Helgi leikur spánnýjan vin- sældalista frá Bretlandi og stjömuslúðrið verður á sínum stað. 21.00 Oddur Magnússon. Óskadraumurínn Oddur sér um tónlistina. 01.00-07.00 Stjömuvaktin. BYLGJAN, ÞRIÐJUDAGUR 27. september 08.00 Páll Þorsteinsson - tónlist og spjall að hætti Palla. Fréttir dagsins kl. 8.00 og 10.00. Úr heita pottinum kl. 9.00. 10.00 Anna Þorláks - morguntónlistin og hádegis- poppið allsráðandi. Brávallagötuhjónin* Bibba og Halldór líta inn milli kl. 10 og 11. Aðalfréttir dagsins kl. 12.00 og 14.00. Úr pottinum kl. 11.00 og 13.00. Simi fréttastofunnar er 25390. 12.10 Anna heldur áfram með tónlistina þína. - síminn er 611111. 14.00 Þorsteinn Ásgeirsson og síðdegistónlistin. Tónlist eins og þú vilt hafa hana. Brávallagatan milh kl. 17 og 18. 18.00 Fréttir dagsins. 18.10 Reykjavík síðdegis - Hvað finnst þér? Hallgrímur Thorsteinsson spjall- ar við hlustendur um allt milli himins og jarðar. Sláðu á þráðinn til Hallgríms. Síminn er 611111. 19.00 Bylgjan og tónlistin þín. Meiri músík minna mas. Síminn fyrir óskalög er 611111. 22.00 Bjarni Ólafur Guðmunds- son. Bjami heldur uppi stuðinu með óskalögum og kveðjum. Síminn hjá Bjama er 611111. 02.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.