Dagur - 07.10.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 07.10.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 7. október 1988 ' Kynnum ' RANK XEROX Ijósritunarvélar og margs konar skrifstofubúnað dagana 11.-13. október 1988 á Hótel KEA, Akureyri. Opnunartímar: 11. október kl. 14.00-22.00 12. október kl. 14.00-22.00 13. október kl. 10.00-18.00 Sýningin er opin öllum. GÍSLI J. JOHNSEN SF. n i ■Bókabúðin EddaH ■■■ Hafnarstræti 100 Akureyri Sími 24334 HIH V J Almennir stjómmálafundir á Akureyri og Húsavík Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- ráðherra og Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður þalda almenna stjórnmálafundi sem hér segir: Hótel KEA Akureyri föstudaginn 7. október kl. 20.30. Á þann fund mætir einnig Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Félagsheimili Húsvíkur sunnudaginn 9. október kl. 15.00. Kjördæmissamband framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra. HOTEL KEA Laugardagur 8. október Hljómsveitin Miðaldamenn ásamt Hermanni Jónssyni harmonikkuleikara leika fyrir dansi Húsiö opnaö fyrir aöra en matargesti kl. 23.00. Fjölskyldutilboð á sunnudag Sveppasúpa og villikryddað lambalæri. Verð aðeins kr. 690,- Frítt fyrir börn 0-6 ára, Vz gjald fyrir 6-12 ára (i /i Bordapantanir í sima 22200 Um 200 manns mættu á stofnfund Samtaka áhugamanna um áfengisvandamálið var í Borgarbíói á Akureyri fyrir skömmu. - Norðurlandsdeild, sem haldinn Vel sóttur stofnfundur SÁÁ-N: Leitað að húsnæði undir starfsemina Stofnfundur SÁÁ-N var hald- inn í Borgarbíói á Akureyri á laugardaginn. Fundinn sóttu tæplega 200 manns og var kos- ið í stjórn og framkvæmda- nefnd samtakanna. I stjórn sitja níu menn og voru þeir kosnir á fundinum, og þrír til vara, en í framkvæmdanefnd sitja þrír menn sem og einnig í varastjórn. í stjórn SÁÁ-N, voru kosnir: Heimir Ingimarsson bæjarfull- trúi, Áslaug Einarsdóttir bæjar- fulltrúi, Sigmundur Sigfússon geðlæknir, Kristinn Eyjólfsson læknir, sr. Pálmi Matthíasson, Albert Valdimarsson, Davíð Kristjánsson, Stefán B. Einars- son og Jóna Sigurgeirsdóttir. í varastjórn voru kosin þau Guð- mundur Ólafsson, Sonja Helga- dóttir og Ása Þorvaldsdóttir. Stjórnin kaus þrjá í fram- kvæmdanefnd og var Davíð Kristjánsson kosinn formaður, Jóna Sigurgeirsdóttir gjaldkeri og Stefán B. Einarsson ritari. í vara- stjórn sitja Áslaug Einarsdóttir og Albert Valdimarsson. Stjórn samtakanna leitar nú að hentugu húsnæði undir starfsem- ina, en fyrirhugað er að opna inn- an skamms skrifstofu á Akureyri. Þá er einnig leitað að starfsmanni til starfa á skrifstofunni. Starfs- maður á vegum SÁÁ var til stað- ar á Akureyri fyrir nokkrum árum, en frá árinu 1985 hefur enginn sinnt daglegri starfsemi samtakanna á staðnum. Fólk sem á við áfengisvandamál að stríða hefur því orðið að leita sér aðstoðar til Reykjavíkur og á síð- asta ári fóru 83 einstaklingar í meðferð suður vegna áfengis- drykkju sinnar. mþþ Reglur um notkun aukefna og merkingu neytendaumbúða fyrir matvæli: Gruraiur lagður að mnflutn- ingseftirliti á matvælum - aðlögunartími matvælainnflytjenda og framleiðenda að reglunum til áramóta Sett hefur verið reglugerð um merkingu neytendaumbúða fyrir matvæli og aðrar neyslu- vörur og einnig reglugerð um aukefni í matvælum og öðrum neysluvörum. Þessar reglu- gerðir hafa nú verið birtar og eru því gengnar í gildi en mat- vælaframleiðendur hafa aðiög- unartíma til áramóta, varðandi breytingar sem gera þarf í framleiðslunni. Auk þessa hef- ur verið útbúinn listi með númerum og heitum aukefna og verður honum dreift til almennings. Með þessum reglugerðum er lagður grunnur að því að hægt sé að taka upp innflutningseftirlit á matvælum en slíkt eftirlit hefur verið mikið til umræðu á undan- förnum misserum. Á síðasta þingi voru samþykkt lög um holl- ustuhætti og heilbrigðiseftirlit er kveða á um að komið verði upp raunhæfu eftirliti með innfluttum matvælum og skuli Hollustu- vernd ríkisins sjá um framkvæmd þess máls. Eftirlit með innlendri matvælaframleiðslu verður hins vegar í höndum heilbrigðisfull- trúa sem starfandi eru um allt land. Hjá þessum aðilum er unnt að fá sérprentun reglugerðanna og aukefnalista. Um merkingar neytenda- umbúða segir í reglugerðinni að þær skuli merktar á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku. Koma skal fram heiti vörunnar, upplýsingar um fram- leiðanda og pökkunaraðila, dreifingaraðila, innflytjanda eða umboðsaðila. Tilgreina skal geymsluþol, geymsluskilyrði, nettóþyngd og innihald. Sérstak- ar reglur eru settar um merkingu aukefna sem seld eru til heimilis- nota t.d. sætuefnatöflur, matar- liti og rotvarnarefni eins og bensósýru og saltpétur. Þessar vörur skal merkja á íslensku og Hollustuvernd ríkisins skal viður- kenna umbúðamerkingar áður en vörunum er dreift til sölu. Nauðsyn var á endurskoðun aukefnalista hér á landi enda hef- ur notkun þeirra aukist mjög á síðustu áratugum. Þessi efni eru notuð við framleiðslu matvæla eða annarra neysluvara, bæði sem tæknileg hjálparefni og til að hafa áhrif á geymsluþol, lit, bragð eða aðra eiginleika vör- unnar. Framleiðendum og inn- flytjendum aukefna ber skylda til að tilkynna starfsemi til Hollustu- verndar ríkisins. Þá mun verða sett á fót aukefnanefnd sem skip- uð verður af heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra og fjallar hún um umsóknir um heimild til notkunar aukefna, um bráða- birgðaleyfi og breytingar á gild- andi lögum. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.