Dagur - 07.10.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 07.10.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 7. október 1988 spurning vikunnar Guðlaug Þorsteinsdóttir: Ég hef ekki ákveðið það ennþá. Við erum að stofna leikskóla í Reykjadal og það er mitt aðal- áhugamál eins og er. Ég ætla aö vinna við leikskólann frá 1 -5 á daginn og bara hafa það gott á kvöldin. Þorgeir Magnússon: Ég ætla að lesa góðar bækur og horfa á sjónvarpiö. íþróttir stunda ég ekki, frekast að ég fari í gönguferðir. Hugsanlega skreppur maður eitthvað út fyrir landsteinana í vetrarfrí. Erna Sigurðardóttir: Ég hef engar tómstundir. Jónas Egilsson: Að sjálfsögðu ætla ég að eyða mestu af tómstundum mínum í að leika mér við hestana. Svo eru félagsmál og fleira sem ég hef áhuga fyrir og að vera heima hjá mér í rólegheitum. Guðmundur Hermannsson: Ég býst við að ég verði bara í hljómsveitinni sem ekki er búiö að skíra ennþá, við verðum fjór- ir saman sem vorum líka í hljómsveit í fyrravetur. Ég býst við að við spilum popp og eyð- um öllum frítíma í þetta. Hvað ætlar þú að gera í tómstundum í vetur? (Spurt á Húsavík) Glaumur og gleði á Grenivík: Grýtubakkahreppur eign■ ast Jyrsta vimbmnn Grýtubakkahreppur hefur eignast sinn fyrsta vinabæ, sem er Stryn í Noregi. í síöustu viku kom stór hópur í heimsókn í Grýtubakkahreppinn og léku menn við hvurn sinn fingur í tilefni af Norömannaheimsókninni. Hópurinn taldi um fimmtíu manns og skipaði samkór frá Stryn stærsta hluta hans. Auk samkórsins voru í hópnum oddviti og sveitarstjóri Stryn auk fleiri ráðamanna og einnig höfðu blaðamenn norskir slegist með í förina. Tekið var á móti hópnum að Skarði, sem er fyrirmyndarbýli hið mesta og húsráðendur þau Hjördís Sigurbjörnsdóttir og Skírnir Jónsson biðu gestanna er blaðamenn bar þar að garði. Borð voru hlaðin veitingum að íslenskum sið, kleinum og flat- brauði með hangikjöti ásamt ýmsu öðru góðgæti úr eldhúsi Hjördísar. Tóku Norðmenn hraustlega til matar síns, enda nýkomnir úr skoðunarferð um Mývatnssveit. Þegar menn höfðu nært sig að Skarði var haldið að Laufási. Þar skoðaði hópurinn kirkjuna undir leiðsögn séra Bolla Gústavssonar og að skoðunarferð lokinni var farið til Grenivíkur. Um kvöldið voru haldnir tónleikar í gamla barnaskólanum þar sem söngur hljómaði úr norskum jafnt sem íslenskum börkum, en ásamt Samkór Stryn hélt Kirkjukór Grenivíkurkirkju einnig tón- leika. Tónleikarnir voru vel sóttir og þóttust takast einkar vel. Hallur á Heiði og harmonikan þanin Að afloknum tónleikum var haldið í „efra,“ eins og það heitir á grenvísku, en það er nýi barna- skólinn, sem stendur ögn ofan við þann gamla. Þar var efnt til samsætis og bornar fram veiting- ar og er menn voru saddir orðnir var formlega stofnað til vina- bæjatengslanna. Tengslin voru innsigluð með því að menn risu úr sætum og skáluðu í frosnu íslensku brennivíni. En dagskránni var ekki lokið. Skírnir Jónssun á Skarði tekur á móti norsku gestunum. Gestirnir sem sóttu Grýtubakkahreppinn heim samankomnir á hlaðinu á Skarði. Á myndinni má sjá Guðnýju Sverr- isdóttur sveitarstjóra, við hlið hennar er Inger Hoff sveitarstjóri í Stryn og Sigríður Sverrisdóttir er henni á hægri hönd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.