Dagur - 07.10.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 07.10.1988, Blaðsíða 13
fí'SfctöiSÉiMSss - ÖJtólift - ft „Lopi og band“ komið út Lopi og band 3. tbl. ’88 er komið út. Fjallað er um ýmsa þætti sem tengjast fjölþættum áhugasviðum kvenna og hefur blaðið jafnframt tekið nokkrum stakkaskiptum. Nýr þáttur „Að saunta sjálfur" hefur göngu sína í þessu blaði, enda hafa fjölmargir áskrifendur og lesendur Lopa og bands óskað eftir slíku efni. Þættinum fylgja ítarlegar leiðbeiningar, ljós- myndir og snið. Fatnaðurinn er að þessu sinni fyrst og fremst þægilegur en jafnframt fallegur og hentugur við margvísleg tæki- færi. Sigrún Ólafsdóttir fatahönnuð- ur í París fjallar um haust- og vetrartískuna. Snyrtivörukynning á vörum jafnt fyrir húð sem hár er einnig á síðum blaðsins og að auki umfjöllun um nýjungar á sviði ilmefna. Lopi og band geymir að þessu sinni einstakt úrval sérhannaðra prjónauppskrifta ásamt tilheyr- andi ljósmyndum. Flíkurnar eru jafnt fyrir börn sern fullorðna og er ástæða til að geta sérstaklega um fjölskrúðugar og fljótprjón- aðar barnapeysur. Þá er þáttur um „Heilsufæði", matargerð og neysluvenjur. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Hafnarbraut 23, (Sólgaröur), Dalvík talinn eigandi Frank Róbertsson, miðvikudaginn 12. okt. 1988, kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur eru: Othar Örn Petersen hrl., Ólafur Birgir Árnason hdl., Gunnar Sólnes hrl., Ólafur Gústafsson hrl., Veðdeild Landsbanka (slands og Ólafur Garðarsson. Laufásgötu 1, Akureyri, talinn eigandi Jón Steindórsson, mið- vikudaginn 12. okt. 1988, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjar- sjóður Akureyrar, Tómas Þor- valdsson hdl. og Ólafur Birgir Árnason hdl. Lerkilundi 9, Akureyri, þingl. eig- andi Sveinbjörn Vigfússon, mið- vikudaginn 12. okt. 1988, kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnað- arbankl íslands hf. og Ásgeir Thoroddsen hdl. Lækjargötu 3, e.h. Akureyri, þingl. eigandi Ragnheiður Páls- dóttir, miðvikudaginn 12. okt. 1988, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjar- sjóður Akureyrar, Gunnar Sólnes hrl. og Veðdeild Lands- banka íslands. Móasíðu 2c, Akureyri, þingl. eigandi Helgi Stefánsson, mið- vikudaginn 12. okt. 1988, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjar- sjóður Akureyrar, Gunnar Sól- nes hrl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Sunnuhlíð 12, G-hl., Akureyri, þingl. eigandi Huld sf., miðviku- daginn 12. okt. 1988, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnað- arbanki íslands hf., innheimtu- maður ríkissjóðs, Gísli Baldur Garðarsson hrl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaöurinn í Eyjafjarðarsýslu. Lifmdi orð „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru. “ „Ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur syndara. “ Matt. 9.12-13. Lærisveinar Jesú voru spurðir: „Hvers vegna etur meistari yðar með tollheimtu- mönnunum og bersyndug- um?“ Jesús heyrði þetta og sagði: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru.“ Rétt og enginn maður er syndlaus frammi fyr- ir honum. Jesús kom ekki til þessarar jaröar að leita sér- staklega að þeim vænlegustu meðal manna, og láta hina lakari afskiptalausa. Með þessum ummælum vakti hann athygli á því að Guð leggur annað mat á það, hverjir séu góðir eöa vondir meðal manna. Mein mannsins er hið synd- uga eðli hans og Drottinn kom til þess að lækna það mein. Hann kallaði á þá sem fundu hjá sér syndavitund og þörf á frelsara. Hann kom til þess að kalla á þá sem fúslega vildu hlusta og beygja sig fyrir boð- skap sannleikans frá Guði. Hann sagði sjálfur: „Manns- sonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það.“ Lúk. 19.10. Kall Krists gengur út til allra þeirra, sem vilja koma til hans og taka við hon- um sem náðargjöf frá Guði. Hann kom ekki til þess að gera hina skástu eitthvað skárri. Hann kom til þess að skapa nýja menn með því að veita þeim fyrirgefningu og nýtt líf. „Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til." 2. Kor. 5.17. Hin andlega lækning fólst í því, að hann vildi sjálfur koma og lítillækka sig og taka þátt í mannlegum kjörum. Hann var reiðubúinn að mæta hinum almenna borgara og segja honum allan sannleikann. Lækningin felst enn í því aö „þann sem þekkti ekki synd, gjörði hann að synd vor vegna, til þess að vér skyldum verða réttlæti Guðs í honum“. 2. Kor. 5.20. Það er fyrir trúna á Krist sem við mennirnir öðl- umst verðleika fyrir Guði. Hinir kristnu í Efesus voru minntir á þetta: „Því að af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. Þetta er ekki yður að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því.“ Ef. 2.8-9. Foreldrar! Geymið öll hættuleg efni þar sem börnin ná ekki til. Vandað vörumerki, veit á gott Glæsilegt úrval afpeysum Hugheilar þakkir til allra sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, heillaóskum og aðstoð á sjötugs afmælinu mínu 29. sept. sl. og gerðu mér daginn svo skemmtilegan. Alúðar kveðjur. GUÐRÚN S. FRIÐRIKSDÓTTIR. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR, frá Steðja, Elnilundi 2 b, Akureyri, sem andaðist að Dvalarheimilinu Hlíð þann 30. september verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 10. október kl. 13.30. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinar- hug við fráfall eiginmanns míns, föður og afa, SKARPHÉÐINS ÁSGEIRSSONAR, Helgamagrastræti 2, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim, er veittu honum umönnun á liðnum árum í veikindum hans. Laufey Vairós Tryggvadóttir, Brynjar Hartmann Skarphéðinsson, Guðlaug Hermannsdóttir, Birkir Skarphéðinsson, María Einarsdóttir, Kristján Viðar Skarphéðinsson, Marta Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.