Dagur - 07.10.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 07.10.1988, Blaðsíða 5
T. október 1988 - DAGUR - 5 Ásgeir Leifsson: Tfllaga um átaksverkefiii Stjórnskipulag sveitarfélaga byggir á áratuga hefð og jafnvel aldagamalli. Þar er forráðsaðil- um falin framkvæmd og ábyrgð mála með ákveðnu skipulagi. Markmið átaksverkefna er „að gerð sé skipuleg leit (átak) raun- hæfra verkefna sem eru til þess fallin að efla jákvæða ímynd byggðarlagsins og einhver hópur íbúa kýs að framkvæma". Átaksverkefni geta þannig orðið að farvegi til framkvæmda hugmynda sem eru hugmynda- smiðum einum ofviða. Átaksverkefni þurfa að þróast eftir því sem kunnátta og færni í vinnubrögðum fer fram og traust fæst að þarna sé fundið form til að takast á við stærri verkefni. Pað er því best í upphafi að setja markið ekki of hátt heldur ein- falda framkvæmdina eins og hægt er og að byrja á auðveldum verk- efnum sem skila strax árangri. Það er því mat mitt að sú áhersla sem lögð er á að átaks- verkefni eigi að móta byggðarlag- ið sé a.m.k. í upphafi nokkuð langsótt heldur verði fyrst að sýna hæfni þessarar vinnu- aðferðar til að ná árangri. Fram- kvæmd skiptir meira máli en undirbúningur. Átaksverkefni verða að hafa ákveðið og markvisst skipulag til að skila árangri. Einfaldast er að ganga sem beinast til verks til að leita að verkefnum og fólki til að framkvæma þau. Upphaf átaksverkefnis er að skipa hóp áhugasamra einstakl- inga í svonefndan tengihóp. Hlutverk tengihóps er að stjórna verkefninu, afla því vinsælda, afla hugmynda, leita að áhuga- sömu fólki og veita um verkefnið upplýsingar. Upphaf skipulagningar verk- efna er að ákveða markmið. Tengihópurinn á að setja ramma utan um verkefnið með því að skilgreina og ákveða markmið þess. Markmið geta verið eftirfar- andi: 1) Að efla og auka fjölbreytni í atvinnulífi í byggðarlaginu. 2) Að bæta umhverfið í byggðar- laginu. 3) Að bæta mannlíf í byggðar- laginu. Framkvæmd átaksverkefnisins gæti orðið eftirfarandi: - Tengihópur hittist og ræðir átaksverkefnið, forsendur þess, markmið og hvernig og hvort hægt væri að skapa stemmningu fyrir verkefninu. - Rætt verður hvernig hægt verði að afla hugmynda og ná til fólks sem hugsanlega myndi vilja taka þátt í átaksverkefni. - Verkefni verða metin með tilliti til framkvæmanleika og færð í búning svo hægt verði að gera grein fyrir þeim á fundi. Ýmsar leiðir eru mögulegar til hugmyndaöflunar: - Hugmyndasamkeppni með verðlaunum. Stjórn Kvikmyndasjóðs íslands hefur ákveðið að örva gerð kvik- mynda fyrir börn með því að veita nokkrum höfundum kvik- myndahandrita fyrir barna- og unglingamyndir viðurkenningu fyrir handrit sín. Viðurkenningin verður í formi fjárframlags til frekari vinnslu handritanna, og er til hennar efnt í tengslum við „Markað möguleikanna", sem haldinn verður hér á landi 17.-21. október nk. „Markaður mögu- leikanna" er haldinn að frum- kvæði Norræna starfshópsins um börn og barnamenningu, og verður fjallað þar um börn og lif- andi myndir. Þriggja manna dómnefnd, tilnefnd af stjórn Kvikmyndasjóðs, mun lesa þau handrit sem berast, og velja nokkur úr til viðurkenningar. Handrit, eða handritsútdrættir, - Kynning og umræða á hug- myndum sem hafa borist (t.d. völdum hugmyndum úr hug- myndabönkum). - Mynda vinnuhópa (4-7) manns sem hafa það hlutverk að benda á verkefni (hugarflugs- fundir). Nauðsynlegt er að einhver starfskraftur (ráðgjafi) starfi að verkefninu við að koma því af stað og veita verkefnishópum stuðning. Þegar hugmyndaöflun er lokið er tímabært að setja leitarráð- stefnu af stað. Tilgangur ráð- stefnunnar er að velja endanlega verkefni og setja saman verkefn- ishópa. Öllum íbúum byggðarlagsins er heimil þátttaka í henni. Húsavík 23. september 1988. (Höfundur er iðnráðgjafi á Húsavík.) eigi lengri en nemur 20 vélrituð- um síðum, berist skrifstofu Kvik- myndasjóðs, pósthólfi 320, 121 Reykjavík, í lokuðu umslagi, eigi síðar en 15. janúar 1989. Niðurstöður dómnefndar munu liggja fyrir 15. febrúar 1989. Þá hefur úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs ákveðið að afturkalla framleiðslustyrk þann, sem veittur var Bíói hf. til gerðar kvikmyndarinnar „Maffí“, við aðalúthlutun úr sjóðnum fyrr á þessu ári. Afturköllun sína bygg- ir úthlutunarnefnd á því, að for- sendur, sem gefnar voru við umsókn um styrk, séu nú brostnar. Stjórn Kvikmyndasjóðs hefur lýst einróma stuðningi sín- um við þessa ákvörðun úthlutun- arnefndar. Kvikmyndasjóður íslands: VIII örva gerð kvik- mynda fyrir böm Ávana- og fíkniefnamál Upplýsingafundur Samstarfsnefnd dómsmálaráðuneytis, félags- málaráðuneytis, fjármálaráðuneytis, mennta- málaráðuneytis og heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis um ávana- og fíkniefnamál hef- ur ákveðið að boða til fundar með fulltrúum þeirra félaga, samtaka og stofnana, er fást við meðferð og afskipti af þessum málafokki, í Borgartúni 6, þriðjudaginn 11. október 1988 kl. 12.00. Gert er ráð fyrir tveimur fulltrúum frá hverjum samtökum. Markmiðið með fundinum er að gefa fulltrúum stjórnvalda innsýn í starfsemi félaga og sam- taka, er fást við ávana- og fíkniefnamál, og jafn- framt að vera vettvangur skoðanaskipta þess- ara aðiia um sömu mál. Þátttaka tilkynnist í síma 91-25000 fyrir 8. októ- ber nk. Sparifjár- eigendur Hjá okkur fást nánast öll örugg veröbréf sem bjóöast á veröbréfamarkaöi á hverjum tíma. Vextir umfram Tegund bréfs verðtryggingu Einingabréf 1, 2 og 3 ........ 10,0-13,0% Bréf stærri fyrirtækja ....... 10,5-11,5% Bréf banka og sparisjóða . 9,0- 9,5% Spariskírteini ríkissjóðs .... 7,0- 8,0% Skammtímabréf ............... 7,0- 8,0% Hlutabréf ............................. ? Verðbréf er eign sem ber arð. Gengi Einingabréfa 7. október 1988 Einingabréf 1 ............................ 3.307.- Einingabréf 2 ........................... 1.890.- Einingabréf 3 ............................ 2.130.- Lífeyrisbréf ............................ 1.663,- Skammtímabréf ........................... 1,162 éálKAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 Akureyri Sími 96-24700

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.