Dagur - 07.10.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 07.10.1988, Blaðsíða 3
7. október 1988 - DAGUR - 3 Húnaþing: Erlendir ferðamenn v.......... Barnanáttföt Stærðir 100-140. Verð kr. 520,- Flugvellir á Norðurlandi: Framkvæmdir gengu vel í sumar Framkvæmdir við flugvelli á Norðurlandi hafa gengið nokk- urn veginn samkvæmt áætlun í sumar og haust og er reiknað með að víðast hvar takist að Ijúka við fyrirhuguð verk. Samkvæmt upplýsingum frá Rúnari Sigmundssyni umdæmis- stjóra, er enn unnið af fullum krafti við öryggissvæðið með-' fram flugbrautinni á Akureyrar- flugvelli. Verktakinn hefur tíma til 10. nóvember og ef tíð helst góð, ætti það að nást. Næsta verkefni á Akureyrarflugvelli verður væntanlega að fara út í tækjakaup og ber þar hæst kaup á nýjum vörubíl með snjótönn, flugbrautarsóp og næsta sumar að ganga endanlega frá öryggis- svæðunum með sáningu og fleiru. Á Húsavík er nú sömuleiðis unnið við öryggissvæðin og var meiningin að klára þau í sumar. Rúnar sagði að það hefði ekki gengið eins vel og áætlað var, vegna slæmrar tíðar í september. „Það rigndi mikið og þar sem mikið er um keyrslu á mold og jarðvegi, hefur verið erfitt að jafna vegna mikillar bleytu, en vonandi klárast þetta að mestu í október.“ Á Blönduósi er hafin bygging flugstöðvar. Búið er að steypa sökkla og vinnan hafin við timbureiningar í húsið sjálft sem verður timburhús. Sömu sögu er að segja frá Sauðárkróki, en þar er einnig búið að steypa sökkla undir nýja flugstöð. Reiknað er með að flugstöðin á Blönduósi verði tilbúin í lok janúar og á Sauðárkróki í lok mars. Þá er aðeins eftir frágangur sem gæti tekið einhvern tíma. í Mývatnssveit hefur verið unnið að lengingu flugbrautar og öryggissvæða meðfram henni. Flugbrautin var lengd úr 500 metrum í 900 og er gert ráð fyrir að þessar framkvæmdir klárist að mestu í haust. Með þessu skapast mun meira öryggi fyrir flugvélar á vellinum, auk þess sem stærri vélar geta þá lent þar. VG Stofnfundur um gjaldheimtu á Austurlandi: Ákveðið að semja við sýslumenn og fógeta - um innheimtu gjalda Formlegur fundur um stofnun gjaldheimtu á Austurlandi var haldinn á Egilsstöðum í vik- unni. Af 33 sveitarfélögum, sendu 24 fulltrúa sína eða umboð á fundinn. í skoðanakönnun um hvaða leiðir skuli fara, vildu 14 aðilar af þeim 24 sem á fundinum voru fara þá leið að semja við sýslu- menn og bæjarfógeta um inn- heimtu gjalda og 9 vildu stofna sjálfstæða gjaldheimtu. Reikna má með, að farið verði að vilja fundarins, en á honum var kosin stjórn sem falið var að ná samn- ingum. Egilsstaðabær var þeirrar skoðunar, að stofna skyldi sjálf- stæða gjaldheimtu og sagði Sigurður Símonarson bæjarstjóri í samtali við Dag, að ekki hefði verið tekin formleg afstaða í bæjarstjórn um hvort lúta skuli ákvörðun stofnfundarins. „Málið var rætt lauslega á bæjarstjórn- arfundi og þar voru mjög skiptar skoðanir, en engin ákvörðun var tekin enda ekki komin formleg beiðni frá stjórn gjaldheimtunn- ar.“ VG Bridds: Stórmóti BA frestað Fyrirhuguðu Stórmóti Bridge- félags Akureyrar, sem halda átti dagana 22. og 23. október nk., hefur verið frestað um óákveðinn tíma. í fréttatilkynningu frá stjórn Bridgefélagsins segir að ljóst sé að mótið verði ekki haldið fyrr en eftir áramót, en nánari tímasetn- ing verði ákveðin síðar. Leikandi og létt! Upplýsingasími: Réttar tölur í lottói eru milljóna virði. Nýr milljónamæringur bætist i hópinn nánast á hveiju laugardagskvöldi. Hafðu þínar tölur á hreinu næsta laugardags- kvöld. Þeir sem hafa fjórar tölur réttar og bónus- töluna líka, fá bónusvinning. velja ódýrari ferðamáta - íslendingar nýta ferðaþjónustu bænda í auknum mæli Erlendir ferðainenn sem hing- að koma virðast vera farnir að ferðast meira á eigin vegum og ekki vera tilbúnir til að leggja jafn mikið fé í íslandsferðir og áður var. Vitað er að fjöldi erlendra ferðamanna sem komu til landsins á liðnu sumri var síst minni en undanfarin ár þó að þeim hafi fækkað sem ferðast hér á vegum ferðaskrif- stofa. Verulegur samdráttur varð hjá Hótel Blönduósi, bæði í gisting- um og veitingum. Hjá Hótel Eddu á Húnavöllum var nokkur aukning frá fyrra ári enda var aðsókn að því hóteli slök á árinu 1987. Þeir bændur sem reka ferðaþjónustu í Húnaþingi eru nokkuð ánægðir með sinn hlut eftir sumarið og virðast vera sam- mála um að íslendingar séu farnir að nýta sér þá þjónustu í auknum mæli. Erlendir ferðamenn virðast aftur á móti vera farnir að leggja mikið upp úr sparnaði á ferðalög- um. Hefur aðsókn að tjaldstæð- um og farfuglaheimilum aukist á sama tíma og samdráttur verður hjá þeim sem bjóða meiri og dýr- ari þjónustu. í samtali við Dag sagði Kristófer Kristjánsson, formaður Ferða- málafélags Húnavatnssýslu að útgáfa bæklings sem félagið dreifði hefði orðið til þess að ferðamenn sem áttu leið um hér- aðið hefðu lagt lykkju á leið sína og skoðað áhugaverða staði sem bent er á í bæklingnum. Ferðir sem Ferðamálafélagið auglýsti fyrir Vatnsnes og Skaga hefðu ekki náð tilætluðum vinsældum á þessu sumri. Þar má sennilega að nokkru kenna um þeirri óhag- stæðu veðráttu sem var í Húna- þingi sl. sumar og þá sérstaklega á annesjynum. fh T elpnanáttkjólar Stærðir 2-6. Verð kr. 510,- Barnanáttföt Stærðir 2-6. Verð kr. 660,- Skíðahanskar bama Stærðir 4-10. Verð frá kr. 275,- EYFJÖRÐ m Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 IV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.