Dagur - 07.10.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 07.10.1988, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavfk), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Söguskýringar sjálfstæöismanna Sjálfstæðisflokkurinn setti sjálfan sig í pólitíska ein- angrun með framgöngu sinni í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. Tillögur Þorsteins Pálssonar á síðustu dögum stjórnarsamstarfsins undirstrikuðu þann djúpa málefnaágreining sem ríkir milli Sjálfstæðis- flokks annars vegar og Framsóknarflokks og Alþýðuflokks hins vegar. Síðarnefndu flokkarnir höfnuðu að lokum þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins að láta markaðsöflin alfarið um stjórn efnahags- og atvinnulífsins, enda var orðið sýnt að undirstöðu- atvinnuvegirnir voru að stöðvast. Gjaldþrotastefna Sjálfstæðisflokksins varð honum að falli. Síðan Þorsteinn Pálsson sprengdi ríkisstjórnina sína hafa sjálfstæðismenn kappkostað að finna aðrar skýringar á stjórnarslitunum. Þeir hafa reynt að fá þjóðina til að trúa því að ríkisstjórnin hafi sprungið vegna persónulegs ágreinings formanna stjórnarflokkanna en ekki vegna málefnaágrein- ings. Á eftirminnilegum fundi flokksins á Hótel Sögu var einnig gerð tilraun til að vekja upp svo- nefnda vinstri grýlu og skella skuldinni á hana. Sá fundur sýnir e.t.v. betur en allt annað hversu ein- angraður og óbilgjarn þessi stærsti stjórnmála- flokkur landsins er í dag. Þar flykktu flokksmenn sér um sinn fallna forsætisráðherra og formann og veittust harkalega að fyrrum samstarfsmönnum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og þá sérstaklega Steingrími Hermannssyni. Hin aldna kempa, Sigur- laug Bjarnadóttir, fyrrum þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, var sú eina í salnum sem virtist meðvituð um stöðu mála í þjóðfélaginu. Hún benti á að Steingrímur Hermannsson hefði mikið til síns máls er hann fullyrti að þenslan væri of mikil í Reykjavík og borgarstjóri mætti þess vegna að ósekju fresta framkvæmdum við skopparakringluna á Öskjuhlíð, svo dæmi væri nefnt. Sigurlaug benti einnig á að fjármagnskostnaður væri orðinn óheyrilega hár og væri á góðri leið með að kollsteypa fyrirtækjarekstri í landinu. Málflutningur Sigurlaugar fór óskaplega í taugarnar á viðstöddum og gengu sumir út undir ræðu hennar. Næsti ræðumaður fór háðuglegum orðum um Sigurlaugu og hlaut ómælt lof fyrir. Þröngsýnin reið greinilega ekki við einteyming. í Morgublaðinu í gær hampar Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, enn á ný fyrr- nefndri söguskýringu. Hann biðlar þar til Alþýðu- flokks og segir að viðreisnarstjórn sé tvímælalaust heppilegasta stjórnarmynstrið. Ástæða stjórnar- slitanna er að hans mati eftirfarandi: „Þriðji flokk- urinn, Framsóknarflokkurinn, gróf undan stjórnar- samstarfinu og sjálfstrausti Alþýðuflokksmanna, sem farið var að dvína vegna slæmrar stöðu í skoð- anakönnunum..." Slík er söguskýring varafor- manns Sjálfstæðisflokksins. Ef hann heldur að ein- hver leggi trúnað á svo barnalegan boðskap, fer hann villur vegar. Það sama má reyndar segja um alla forystu flokksins. BB. bœndur & búfé Holdanautarækt á uppleið - Sænskir neytendur kaupa nú mun meira af nautakjöti Bóndinn á Backa með eina af SRB-kúm sínum. Á bænum Bergby í nágrenni Arlanda-flugvallar hefur verið mikil nautakjötsframleiðsla frá því um miðjan sjötta áratuginn. Þetta er aðeins nokkra tugi kíló- metra norður af Stokkhólmi. Á jörðinni eru 100 hektarar ræktað- ir og þar stunduð akuryrkja, en 126 ha. eru skógur sem einnig er nýttur. Clas Johansson og kona hans Gudrun sem eru ábúendur á Bergby hafa í nokkur ár haft heldur lítið upp úr starfi sínu sem framleiðendur kjöts en nú virðist mjög að rætast úr, því neysla nautakjöts hefur mjög aukist og þar af leiðandi eftirspurnin. Eitt vandamál fylgir þó og það er að ekki gengur mjög vel að fá keypta kálfa. í fyrra voru pantað- ir 250 en einungis fengust 170. Það er erfitt að halda öllu í fullri starfsemi þegar skortur á kálfum er þetta mikill en um 95% af tekjunum á Bergby hafa hing- að til komið frá nautauppeldinu. 1975 var byggt fjós á Bergby sem tekur 210 stærri gripi og yfir áttatíu smákálfa. Byggingarkostn- aður er ekki hár og segir Clas að það hafi verið létt fyrir sig því vel gekk í þessari grein á þeim tíma. Sláturvigt þessara nautgripa er yfirleitt frá 225-250 kg og árlega hefur verið slátrað um 250 gripum að meðaltali nú undan- farin ár. Skortur á kálfum gerir greininni erfitt fyrir Þar sem framboð af kálfum er mjög lítið þá verður það til þess að Clas og Gudrun þurfa að kaupa kálfa sem ekki eru af holda- kynjum, en þeir kálfar eru ódýr- ari í innkaupi heldur en holda- kálfarnir en verð á þeim hefur hækkað mjög nú undanfarið. Clas segir að fólk þurfi ekki að gera svo mikinn greinarmun á kjöti holdagripa og annarra teg- unda því enginn munur sé á bragði þegar á borðið sé komið. Hann segist hafa af því áhyggjur að þegar verð á kálfum sé orðið svona hátt, eða um 9000 kr. ísl. fyrir stykkið, að þá aukist svartur markaður með kálfa og verðið hækki enn meir. Það tekur um fjórar vikur að bíða eftir hverjum kálfi sem pantaður er, svo mikil er eftirspurnin og þessi langi bið- tími kemur til með að minnka umsvifin á Bergby í bili að minnsta kosti. Aukist skorturinn enn, þá hyggjast sænskir bændur slátra gripum sínum seinna og hafa þá þyngri til þess að kjöt- kílóin verði ekki allt of fá. Bænd- ur sem byggja búskap sinn á því að kaupa kálfana verða að sætta sig við að auka ekki umsvif sín Charolais fer fjölgandi í Svíþjóð enda sem toppgripir. Umsjón: Atli Vigfússon þótt þeir hafi til þess nægileg hús, en kálfar í þau eru einfaldlega ekki til. Smákálfaslátrun er í lágmarki Eftir langvarandi offramleiðslu á nautakjöti, standa Svíar nú frammi fyrir því að neysla þessa kjöts er orðin meiri heldur en framleiðslan og kemur margt til. Sláturkostnaðurinn var lengi vel gífurlega hár og byrði á bæði framleiðendum og neytendum, en nú hefur hann lækkað mjög mikið, eða allt að sexfalt sem er kærkomin breyting og lækkar það kjötið í verði. Það kann neytandinn vel að meta og eykur um leið kjötkaup sín. Sláturleyf- ishafar reka fyrir því áróður að bændur komi sér upp holdakúm og láti mjólkurkýr eiga holda- blendinga. Smákálfaslátrun er einnig í algeru lágmarki til að bregðast við aukinni neyslu. En það þarf að líta til framtíð- arinnar og koma á góðu skipulagi en margir óttast það að nú verði fjölgun búa af þessari tegund of mikil og nýtt offramleiðslutíma-! bil hefjist. Það mun þó nokkur hafa þeir fengið þar mörg verðlaun tími líða því skortur á kálfum er það mikill að erfitt er að byrja í greininni. Aukapeningar mjólkurframleiðenda Nokkuð er misjafnt hvort mjólk- urframleiðendur ali kálfa sína sjálfir og stundi kjötbúskap. Mun því líkt farið og hér á landi. Á bænum Backa sem er 50 km norður af Stokkhólmi eru allir kálfar seldir jafnóðum og þeir fæðast, þ.e.a.s. þeir sem ekki eru ætlaðir til endurnýjunar í eigin búi. Backa er 250 ha. býli og eign skógræktarfyrirtækis en þar eru yfir 50 mjólkurkýr af sænska kúastofninum SRB með meðal- nyt um 6000 kg. Bændur á Backa segja smákálfana vera góðan aukapening með litlum tilkostn- aði meðan verðið sé svona hátt. Áherslan liggur á kornrækt sem bændurnir segja að gefi mun bet- ur af sér heldur en kálfaeldið. Hverjir eru stærstir og bestir? Sænskir bændur sem byggja holda nautarækt sína á eigin holdakúm keppast nú við að koma sér upp sem bestum bústofni og nokkrir þeirra hafa nýlega flutt gripi inn í landið. Hinn 1. júlí sl. komu fjór- ar kvígur og eitt naut af franska kyninu Blonde d’Aquitaine frá Durham á Englandi. Þetta eru dýrir gripir og kostuðu alls sem Inemur um 900 þús. ísl. Hlutfall kjöts á þessum skepnum er mjög mikið og meira heldur en á mörg- um þekktum tegundum holda- nauta. Afkomendur þessara inn- flytjenda koma til með að vera seldir dýrum dómum en það mun vera hagkvæmt að blanda þessum stofni við sænsku SRB kýrnar og ala blendingana í sláturstærð. Alls eru nú 54 gripir af þessari tegund í Svíþjóð. Aðrir hafa veðjað á Charolais og segja að þeir séu stærstir og bestir. Naut af þessum stofni vega allt að 1400 kg. Síðustu tuttugu ár hefur kyn þetta dreifst víða um lönd enda mjög eftirsótt. Tvö naut sem komu frá Dan- mörku til Svíþjóðar í sumar kost- uðu u.þ.b. 280 þús. ísl. hvort og eins árs alikálfur gerir rúmar 90 þús. krónur. Bændur sem búa með Charolais segja að mjög hagkvæmt sé að búa með þennan stofn og kjötgæði séu ótvíræð og það sé það sem neytandinn vilji.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.