Dagur - 07.10.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 07.10.1988, Blaðsíða 15
7. október 1988 - DAGUR - 15 fþróttir i Ólympíuleikar fatlaðra: Stór hópur til Kóreu - þrír Norðlendingar þar á meðal Ólympíuleikar fatlaðra hefjast í Seoul 15. þessa mánaðar og standa fram til 24. október. A vegum Ólympíunefndar Iþróttasambands Islands fer 23 manna hópur, 14 keppendur og 9 fararstjórar. I þessum hópi eru þrír Norðlendingar: Jónas Óskarsson í Völsungi keppir í sundi, Rut Sverris- dóttir frá íþróttafélagi fatlaðra á Akureyri keppir I sundi og Elvar Thorarensen einnig frá Akureyri keppir í borðtennis. Rut Sverrisdóttir, sem keppir í flokki sjónskertra, er yngsti keppandi íslands að þessu sinni en hún er 14 ára gömul. Hún var að vonum spennt er blaðamaður ræddi við hana rétt áður en hún lagði af stað til Reykjavíkur. „Þetta verður mikið ævintýri," sagði Rut. „Ég stefni nú ekki að neinum stórárangri núna, en lít frekar á þetta sem góða æfingu fyrir næstu Ólympíuleika," sagði þessa unga sundkona. Jónas Óskarsson frá Húsvík býr nú í Reykjavík, en er enn skráður félagi í Völsungi. Hann sigraði á síðustu leikum og ætti því að eiga möguleika á því að standa sig vel í Kóreu. Jónas keppir í sundi, eins og Rut. Elvar Thorarensen keppir í borðtennis í flokki hreyfihaml- aðra, en ásamt honum keppir annar íslendingur í borðtennis á þessum Ólympíuleikum. Allur hópurinn hittist í gær- kvöld og þar var lagt á ráðin fyrir þessa löngu ferð. Á sunnudaginn er síðan kveðjusamsæti í íþrótta- miðstöðinni í Laugardal og sama dag heldur hópurinn út á Kefla- víkurflugvöll. Þaðan er fyrst flogið til New York og síðan yfir þver Banda- ríkin og alla leið til Kóreu. Áætl- að er að koma þangað á miðviku- dag, en leikarnir hefjast síðan á laugardaginn. Eftirtaldir íslendingar fara á Ólympíuleikana: Sund Jónas Óskarsson Völsungi Gunnar V. Gunnarsson íþr.fél. fatlaðra á Suðurlandi Lilja M. Snorradóttir Tindastól Geir Sverrisson Umf. Njarðv. Rut Sverrisdóttir íþr.fél. fatlaðra á Akureyri Handknattleikur: Förum suður til að sigra í öðrum leiknum - segir Birgir Björnsson Þórsliðið í handbolta heldur suður um helgina og spilar tvo kappleiki í 2. deildinni. Sá fyrri er við Aftureldingu Mosfells- bæ á laugardag klukkan 14. Sá síðari er við Ármann, annað hvort í Laugardalshöll eða Seljaskóla, á sunnudag kl. 14. Birgir Björnsson þjálfari Þórs- ara er bjartsýnn fyrir leikina og segir að liðið eigi góða mögu- leika á að vinna a.m.k. annan leikinn. „Við ættum að vinna leikinn gegn Aftureldingu, en róðurinn verður erfiðari daginn eftir gegn Ármanni. Ástæðan er sú að Ármann er með gott lið og einnig að við erum ekki komnir í alveg nægjanlega góða leik- æfingu. Menn þurfa að vera í góðu formi til að spila tvo leiki á Lokahóf Knattspymuráðs Akureyrar Hið árlega lokahóf Knatt- spyrnuráðs Akureyrar verð- ur haldið í Dynheimum laugardaginn 8. október kl. 14. Þar verða veitt verðlaun fyrir mót sumarsins á vegum KRA. Einnig verður greint frá kjöri knattspyrnumanns Akureyrar fyrir árið 1988. Sporthúsbikarinn verður að sjálfsögðu veittur, en hann hlýtur það lið sem flest stig hefur hlotið í mótum sumars- ins. Þess má geta að áhöfnin á Akureyrinni EA 10 gefur alla verðlaunapeningana, en þeir eru hvorki fleirri né færri en 260 að tölu. ' AP tveimur dögum,“ sagði Birgir í samtali við blaðið. Hins vegar taldi Birgir að ef lið- ið næði vel saman væri hægt að veita Ármenningum verðuga keppni og það væri góður hugur í mönnum að standa sig. Mjög góð mæting hefur verið á æfingar hjá Þórsurum og mæta að jafnaði um 20 manns á æfingar. AP Ólafur Eiríksson íþr.fél. fatlaðra í Reykjavík Halldór Guðbergsson íþr.fél. fatlaðra í Reykjavík Kristín R. Hákonardóttir íþr.fél. fatlaðra í Reykjavík Sóley Axelsdóttir íþr.fél. fatlaðra í Reykjavík Sigrún Pétursdóttir íþr.fél. fatlaðra í Reykjavík Frjálsar íþróttir Haukur Gunnarsson íþr.fél. fatlaðra í Reykjavík Reynir Kristófersson íþr.fél. fatlaðra í Reykjavík Árnar Klemensson íþr.fél. Viljanum, Seyðisf. Borðtennis Elvar Thorarensen íþr.fél. fatlaðra á Akureyri Með íþróttamönnunum fara 9 fararstjórar, þjálfarar og aðstoð- armenn. Þeir eru: Elvar Thorarensen og Rut Sverrisdóttir. Aðalfararstjóri: Sveinn Áki Lúð- víksson Læknir: Magnús B. Einarsson Þjálfarar: Erlingur Jóhannsson, Stefán Jóhannsson og Markús Einarsson Aðstoðarmenn: Ólafur Magnús- son, Sigrún Kjartansdóttir, Þórð- ur Árni Hjaltested og Anna K. Vilhjálmsdóttir. AP Karfa: Fyrsti heimaleikur Þórsara í vetur - skemmtileg uppákoma í hálfleik Þórsarar leika sinn fyrsta heimaleik í Flugleiðadeildinni í körfubolta á sunnudagskvöldið í íþróttahöllinni. Andstæð- ingurinn er að þessu sinni lið ÍS og hefst leikurinn kl. 20. „Ég er þokkalega bjartsýn fyrir þennan leik,“ segir Kristín Jóns- dóttir formaður körfuknattleiks- deildar Þórs. „Það er alltaf mikil- vægt að standa sig á heimavelli og ég vil hvetja allt körfuknattleiks- áhugafólk til að mæta og styðja strákana inni á vellinum,“ sagði formaðurinn í samtali við Dag. Lið Þórs og ÍS töpuðu stórt í fyrstu leikjum sínum í deildinni og munu sjálfsagt berjast um botnsætið í Ameríkuriðlinum. Það verður því sjálfsagt hart bar- ist í leiknum, enda hvert stig dýr- mætt í þessari hörðu keppni. En það verður líka slegið á léttari strengi í Höllinni á sunnu- dagskvöldið. Sigfús Jónsson bæjarstjóri og Gestur Einar Jónasson útvarpsmaður munu reyna með sér í vítaskotakeppni í Enska knattspyrnan: Watford í efsta sæti í vikunni var leikin heil umferð í 2. deild og urðu úrslit leikja sem hér segir. Birmingham-Plymouth 0:1 Chelsea-Walsall 2:0 Crystal Palace-Ipswich 2:0 Hull City-Leicester 2:2 Stoke City-Shrewsbury 0:0 Sunderland-Leeds Utd. 2:1 Watford-Oldham 3:1 Bradford-Blackburn 1:1 Brighton-Barnsley 0:1 Manchester City-Portsmouth 4:1 Oxford-Swindon 1:1 W.B.A.-Bournemouth 0:0 Watford komst í efsta sæti 2. deildar með 3:1 sigri á heimavelli gegn Oldham. Gamla kempan Luther Blisset lék nú með Wat- ford að nýju eftir tvö töp liðsins að undanförnu og stóð sig vel. Hann skoraði sjálfur fyrsta mark leiksins og lagði síðan upp annað af tveim mörkum sem Paul Wilkinson skoraði. Frank Bunn skoraði mark Oldham. Á sama tíma tapaði Ipswich sem var í efsta sætinu á útivelli gegn Crystal Palace, Ian Wright og Mark Bright skoruðu fyrir Palace. Tommy Tynan skoraði sitt 7 mark í haust fyrir Plymouth og það nægði til sigurs gegn Birmingham. Kerry Dixon skoraði sitt fyrsta mark í haust fyrir Chelsea sem sigraði Walsall 2:0. • Leeds Utd. leitar nú logandi ljósi að nýjum framkvæmda- stjóra og á þriðjudag neitaði Derby þeim um leyfi til að ræða við framkvæmdastjóra sinn Arth- ur Cox, en Leeds ætlar þó ekki að gefast upp við hann strax. Þeim hefur áður verið meinað að ræða við Graham Taylor hjá Ast- on Villa og Joe Royle Odham. Aðrir sem orðaðir hafa verið við stöðuna eru John Toshack hjá Real Sociedad, Lennie Lawrence Charlton og Howard Wilkinson Sheffield Wed. sem er orðinn valtur í sessi hjá Sheffield. • Everton er einnig farið að hugsa sinn gang eftir slaka byrjun og stjóri þeirra Colin Harvey fær ekki langan tíma til að rétta liðið af. Talið er að Brian Clough hjá Nottingham For. sé efstur á óska- lista Everton ef breytingar verða gerðar, en Leeds Utd. er einnig talið líta Clough hýru auga þrátt fyrir að hann væri rekinn frá félaginu eftir 43 daga fyrir nokkr- um árum. • Tottenham þarf að svara til saka síðar í mánuðinum vegna frestunar á leik sínum gegn Coventry á fyrsta degi keppnis- tímabilsins, fjársekt eða jafnvel missir á stigum er talin líkleg hegning. • Dave Beasant hinn frábæri markvörður Newcastle sem liðið keypti frá Wimbledon í sumar er nú farinn að sjá eftir að hafa farið til Newcastle þar sem liðið stend- ur sig ekki eins vel og hann hafði vonað. Tottenham hefur mikinn áhuga á að fá hann til sín. • Fyrrum félagi hans hjá Wimbledon Brian Gayle sem Man. City keypti í sumar fyrir £325.000 hafði ekki langan stans í Manchester því Charlton hefur nú keypt hann fyrir sömu upphæð. • Og að lokum, Norwich hefur boðið £150.000 í David Kerslake hjá Q.P.R. Þ.L.A. leikhléi og má þar búast við öflugri keppni. Báðir eru þekktir fyrir að vera miklir keppnismenn og þola illa að tapa. Heimildir Dags segja að Gestur sé nú á dag- legum æfingum að fullkomna hin frægu „húkkskot" sín og ætli sér að klekkja á bæjarstjóranum með þessu leynivopni. Konráð Óskarsson og félagar hans í Þór mæta ÍS á sunnudagskvöldið. Blak: Haustmót í fíöllinni Haustmót Blaksambands íslands verður haldið í Höll- inni um helgina. Þar mæta öll sterkustu blaklið landsins, í karla- og kvennaflokki, og blaka um alla helgina. Fjallað var um mótið í Degi á miðvikudaginn og því er óþarfi að tíunda dagskrána í smáatrið- um. Hins vegar er rétt að taka það fram að mótið byrjar eftir hádegi á laugardag og aðgangur er ókeypis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.