Dagur - 08.10.1988, Síða 2

Dagur - 08.10.1988, Síða 2
2 - DAGUR - 8. október 1988 vísnaþáttur Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar Skattsvik. Yfirvöldin gefa ei grið, girnast fé í landssjóðinn, og vel sé þeim sem veita lið við að svíkja skattinn minn. Sá er sagði mér næstu vísu vildi ekki nefna höfund hennar. Hátt skal það standa sem hugsjónin byggir, menn horfa á þess skýrasta vottinn: Hótel KEA á kirkjuna skyggir, en kaupfélagsstjórinn á Drottin. Jakob Ó. Pétursson kvað næstu vísu og nefnist hún Breyting. Breytti um slóð og batt sér fljóð sem bónda góðum sæmdi. Niður óðar ómegð hlóð, alla sjóði tæmdi. Jakob orti einnig þessa fögru vor- vísu: Vorið kveður sitt Ijúflingslag, leiftrar gleðin á bránum, ég leit í gær og ég lít í dag laufið spretta á trjánum. Hallfreður Örgumleiðason: Sveinbjörn Beinteinsson gerði vin- konu sinni þetta kostaboð: Mælist varla meir en spönn mittið fagra og netta, þú ert orðinn allt of grönn. Á ég að laga þetta? Næstu vísu kvað Eiríkur Jónsson frá Keldunúpi á Síðu. Seggjum bjóða sómir þér sjóð með óðar tökum. Faðir Ijóða fá þú mér flóð afgóðum stökum. Jóhann Óiafsson í Miðhúsum kvað er maður dæmdist til að greiða barnsmeðlag: Pað ergir marga að sjá af sínu svona bara fyrir snatt, en Bjössi varð að borga Stfnu bæði þunga og vegaskatt. Ásgrímur Kristinsson í Ásbrekku kvað þetta um grobbinn karl: Heilsaði karl í himnareit, heimaði pundið vegið en þegar hann kom þar í sveit, þá var mikið hlegið. Bragi Jónsson frá Hoftúnum orti þetta um brúðhjón: Eftir kjag inn kirkjugólf klukkan níu fóru að hátta, vöknuðu aftur tíu, tólf, tvö og fjögur, sex og átta. Þá finnst mér tilvalið að birta fjórar skagfirskar hringhendur. Jónas Jónasson frá Torfmýri kvað þessa fallegu vísu: Sólin þaggar þokugrát, þerrar saggans úða. Fjólan vaggar kolli kát klædd í daggarskrúða. Líklega hefur Jón Þorgrímsson frá Þönglaskála kveðið þessa í róðri: Upp þó springi aldan blá ára kringum jóa hörkuslingir hafið á Hofsósingar róa. Jón Sigurðsson frá Gilhaga kvað þessa haustvísu: Snævi skrýðast fögur fjöll, fer að tfðin svala. Sumar blfðu blómin öll blikna í hlíðum dala. Næstu vísu kvað Jóhann Magnús- son frá Mælifellsá. Skýin vindur hrekur hart, hátt í tindum lætur. Hylur strindi húmið svart, himinlindin grætur. Þá koma heimagerðar vísur. Maður dó í kosningahrinu. Ef til vill mun einhver gráta, öndin hvarf úr slysarokk. Það var honum líkt að láta lífið fyrir þennan flokk. Mynd á vegg. Herrann Kristur hátt á vegg í húsum okkar situr harla Ijós á hár og skegg, hæpinn Gyðingslitur. Hvftir vilja svipinn sjá sinn á ásýnd þekkri. Kristnir negrar litinn ljá lausnaranum dekkri. Allir skapa almættið eftir sínum vilja. Mynda síðan málalið menn sem þykjast skilja. Næstu vísurnar tvær kvað Benedikt Ingimarsson á Hálsi. Vellyginn gestur. Ekki er góður gesturinn. Gremjulegt að heyra hvernig lygalesturinn lengist mér við eyra. Ágirnd annara. Sérhverju er sannara, en synd um það að skrifa að fyrir ágirnd annarra ekki er hægt að lifa. Þá koma tvær vísur eftir Kristján Benediktsson málarameistara. Kuldaleg lífspeki: Fyrst löngum galt þér lánið valt lífssvið kalt og hroðið þiggja skalt með þökkum allt það sem falt er boðið. Góðan daginn, mínir elskanlegu lesendur. Fjarskalega varð ég ánægður þegar ég sá opnuauglýs- inguna í Mogganum á dögunum þar sem kynnt voru undrakrem, gædd þeim eiginleikum að vinna á hvers kyns líkamslýtum. Því miður hefi ég fregnað að heilbrigðisyfirvöld hafi gert athugasemdir við þessa auglýs- ingu, en undraefnin hljóta þó að vera á boðstólum samt sem áður. Áralöng sektarkennd íslendinga, óánægja með eigin líkama, brostnar vonir, minnimáttar- kennd; allt þetta er á enda. í stuttu máli sagt eiga undrakremin að stækka brjóst, græða bruna- og bólusár, vinna á húðsliti, stöðva hárlos og flösu, endurnýja litfrumur, eyða hinni alræmdu appelsínuhúð (cellulite), deyfa hrukkur, endur- lífga húðina og megra ákveðna líkamshluta. Þessu til staðfesting- ar eru birtar myndir af fólki fyrir og eftir notkun undrameðalanna. Flatbrjósta kona skartar stinnum barmi, bólótt húð er orðin slétt og mjúk, gömul brunasár eru skyndilega gróin, og svona mætti lengi telja. Eg er ekki í aðstöðu til að meta sannleiksgildi auglýsinga af þessu tagi, en auðvitað vonar maður að þarna sé satt og rétt sagt frá. Þeir sem fletta bandarískum tímarit- um kannast ábyggilega við alls konar undraefni, megrandi pillur og krem sem stækka brjóst. Auglýsingar um slík efni þekja margar blaðsíður í hverju tíma- riti og framleiðendur heita jafn- I vel endurgreiðslu ef loforð um fegurri líkama ganga ekki eftir. Því skyldu íslendingar fara á mis við þessi undur? Mér til mikillar hrellingar hef ég tekið eftir því að þessar auglýsingar eru undantekninga- laust stílaðar upp á konur; einu undralyfin sem höfða sérstaklega til karla eru skallalyf. Nú er vitað mál að ekki eru allir karlar jafn stinnir, spengilegir og góðir í húðinni og mér finnst það argasta ójafnrétti ef þeir mega ekki endurheimta fyrri fegurð eins og konurnar. Að vísu þurfa karl- menn hvorki að hafa áhyggjur af of litlum brjóstum, eða húðsliti eftir barnsburð og varla appelsínuhúð heldur, en einhver ástæða hlýtur að liggja að baki þessu kynjamisrétti. Kannski, lesendur góðir, kannski leyfist karlmönnum frek- ar að vera eilítið of holdugir, bólóttir og hrukkóttir. Kannski eru gerðar meiri kröfur til kvenna um slétta húð og lýtalaus- an líkama fram eftir öllum aldri. Ekki stjórnum við karlmennirnir þessum fordómum; þetta hljóta að vera tiktúrur kvennanna sjálfra. Aliar vilja þær líkjast ein- hverri ákveðinni fyrirmynd, hin- um staðlaða kvenmanni, vera 172 cm að hæð, 56 kg að þyngd og geta státað af málunum 90-60-90. Það er þeirra höfuðverkur. Eins og dyggustu lesendur muna eftir hafði ég eitt sinn þungar áhyggjur af eigin líkama. Sorgir mínar voru þungar sem blý og þetta endaði með harka- legri meðferð á líkamsræktar- stöð, svo harkalegri að ég gafst upp og reyndi að sættast við aukakílóin. Fljótlega tók ég upp syndsamlegt líferni á nýjan leik og öðlaðist sálarró fyrir vikið. Ættingjar og vinir hörmuðu þessi málalok og svo virtist sem allir vildu að ég endurheimti hinn íþróttamannslega vöxt sem ég hafði um fermingu. Fráleitt, a.m.k. hefði það kostað ómælda vinnu og slíkt puð hentar mér ekki. Loksins get ég fullnægt kröfum þjóðfélagsins án mikillar fyrirhafnar. Þótt ekki sé ég kvenmaður ætla ég að panta bíl- hlass af undraefnum og fara að gera eitthvað í mínum málum, eins og stundum er sagt. Ég mun sem fyrr liggja fyrir framan sjón- varpið, þamba kók og úða í mig súkkulaði, kófreykja og panta hamborgara í hvert mál. Eini munurinn verður sá að nú mun ég ávallt hafa kremdollu við höndina og einu sinni á dag ætla ég að maka megrandi kremi um allan líkamann, hrukkueyðandi kremi á andlitið, græðandi kremi á öll gömul sár og hella skalla- vökva yfir höfuðið. Eftir nokkurra mánaða legu get ég skammlaust sýnt mig utandyra, spengilegur sem aldregi fyrr og það án þess að hafa í nokkru breytt mataræðinu eða stundað sprikl. Þvflíkur munur, lesendur góðir, þvílík undur og stórmerki. Bless í bili, hittumst heil, stinn og stælt. Stærri brjóst og minna spik

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.