Dagur - 08.10.1988, Side 4
4 - DAGUR - 8. október 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR, 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (iþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR,
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960),
EGILL H. BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Sjálfsbjörg á
Akureyri 30 ára
í dag eru 30 ár liðin frá stofnun Sjálfsbjargar á Akur-
eyri. Sjálfsbjargarfélögin eru sannarlega merkileg
samtök. Þau voru stofnað af fötluðu fólki sem sætti
sig ekki við að litið væri á það sem annars flokks
þjóðfélagsþegna. Frá upphafi hafa þau unnið ötul-
lega að því að bæta. hag fatlaðs fólks og hjálpa því
til sjálfsbjargar. Sjálfsbjörg ber því nafn með rentu.
Akureyrarfélagið var eitt fimm Sjálfsbjargar-
félaga sem stofnuðu með sér landssamband árið
1959. Þannig efldu Sjálfsbjargarfélögin samtaka-
mátt sinn strax í upphafi og síðan hefur landssam-
bandið vaxið og dafnað og samanstendur nú af 15
félögum víðs vegar um landið.
Starfsemi Sjálfsbjargar á Akureyri er fjölþætt.
Innan vébanda þess eru nú fjórar rekstrardeildir,
Ako-plast, Plastiðjan Bjarg, Endurhæfingarstöðin
og stjórnunardeild. Síðan eru minni deildir eins og
göngudeild fyrir psoriasis- og exemsjúklinga og
veggtennissalir, sem er það nýjasta í starfsemi
félagsins. Starfsemin hefur því vaxið ört á fáum
árum. Þar er unnið viðamikið endurhæfingar- og
uppbyggingarstarf, sem hefur skilað ótrúlegum
árangri. Markmiðið er að gera fötluðu fólki kleift að
lifa sem eðlilegustu lífi; komast út á vinnumarkað-
inn og fara sinna ferða án hindrana.
Heiðrún Steingrímsdóttir, formaður Sjálfsbjargar
á Akureyri um 15 ára skeið, rifjar það upp í viðtali í
blaðinu í dag að á stofndegi Akureyrarfélagsins fyr-
ir 30 árum, var samþykkt ályktun um að hækka
skyldi tryggingabætur. Enn þann dag í dag er þetta
eitt af baráttumálum fatlaðra, þótt heilbrigðis- og
tryggingakerfið hafi smám saman tekið breyting-
um í þá átt að koma í auknum mæli til móts við þarf-
ir fatlaðra. Heiðrún vekur einnig athygli á því að rík-
ið hefur ekki uppfyllt þau ákvæði laga er lúta að
framlagi ríkisins til Framkvæmdasjóðs fatlaðra.
Ljóst er að þarna er úrbóta þörf.
Þrátt fyrir ötula baráttu Sjálfsbjargar í áratugi er
enn langt í land með að fatlaðir njóti jafnréttis á við
aðra í þjóðfélaginu. í lögum sem samþykkt voru á
Alþingi árið 1978 er að finna ákvæði sem tryggja
eiga jafnan rétt allra, þar á meðal hreyfihamlaðra
og annarra sem erfitt eiga með að komast ferða
sinna. Þótt lögin hafi verið í gildi í heilan áratug er
pottur víða brotinn að þessu leyti. Tröppur, gang-
stéttarbrúnir, þröskuldar, of þröng dyraop o.fl. eru
hindranir á vegi þeirra sem eru hreyfihamlaðir. Shk-
ar hindranir sjást allt of víða, jafnvel í nýjum bygg-
ingum í eigu hins opinbera. Slíkar hindranir bera
vott um þröngsýni meirihlutans og setja svartan
blett á það velferðarþjóðfélag sem við höfum byggt
upp. Þessum hindrunum þarf að ryðja úr vegi.
Dagur færir Sjálfsbjargarfélögum á Akureyri árn-
aðaróskir á merkum tímamótum í sögu félags
þeirra. Megi félagið starfa um ókomin ár af þeim
eldmóði og krafti sem einkennt hefur starfið frá
upphafi, þjóðinni allri til heilla og framfara. BB.
Kirkjukórinn á æfingu sl. þriðjudagskvöld. Stjórnandi kórsins er Björn Steinar Sólbergsson. Myndír: tlv
Kirkjukór Akureyrarkirkju:
í æfingabúðir að
Skútustöðum um helgina
- æfa fyrir vígslu nýja íslenska orgelsins
Um þessar mundir er kirkju-
kór Akureyrarkirkju að hefja
vetrarstarf sitt. Talsvert af nýj-
um kórfélögum hefur bæst við
frá því í fyrra, en alls eru kór-
félagar um 35-40 talsins.
Björn Steinar Sólmundsson
orgelleikari er stjórnandi kórsins
og sagði hann í spjalli við Dag,
að um helgina ætlaði kórinn að
fara í æfingabúðir austur að
Skútustöðum í Mývatnssveit og
dveija þar í skólanum frá föstu-
degi og fram á sunnudag. Með
kórnum fer eitthvað af mökum
og börnum svo alls ætla 60 manns
að dvelja á Skútustöðum um
helgina. „Við erum aðallega að
undirbúa vígslutónleika vegna
nýja orgelsins, en þeir verða
haldnir 23. október nk. Á tón-
leikunum verður leikið á nýja
orgelið, kórinn syngur og Margrét
Bóasdóttir syngur einsöng. Auk
þess verður strengjakvartett með
á tónleikunum.
Mikill áhugi
Kór Akureyrarkirkju æfir að
jafnaði einu sinni í viku og eitt
kvöld i viku er Margrét Bóas-
dóttir með raddþjálfun. „Það er
mjög mikill áhugi í kórnum,“
sagði Björn Steinar. „í kórnum
eru fleiri konur en karlar, sem
segja má að sé ójafnrétti á öfuga
veginn, en það var ánægjulegt
hversu margir nýir karlar bætt-
ust við í haust. Við stöndum því
nokkuð vel núna. Þá er þetta
yfirleitt ungt fólk og mjög hress
og góður hópur.“
Nýja orgelið sem væntanlegt er
til Ákureyrar í næstu viku er
smíðað af íslenskum orgelsmið,
Björgvin Tómassyni og er fyrsta
íslenska orgelið sem tekið er í
notkun við kirkju á íslandi. Þetta
verður annað orgelið í Akureyr-
arkirkju, en það gamla stóra fær
að sjálfsögðu að vera áfram á sín-
um stað. Nýja orgelið verður
staðsett niðri í kirkjuskipinu og
er hugsað sem viðbót t.d. við
flutning á kammertónlist og þeg-
ar kórinn heldur tónleika, en þá
getur kórinn staðið niðri og áhorf-
endur séð hvað um er að vera.
Björn Steinar sagði hljóðfærið
kosta 900 þúsund krónur. Af því
greiddi sóknarnefnd 600 þúsund
og innan kórsins var stofnuð fjár-
öflunarnefnd sem aflaði afgangs-
ins. „Sú fjáröflun gekk vel.
Akureyrarbær og menningar-
sjóður KEA styrktu okkur, ég
hélt eina tónleika og svo tók einn
kórfélaga sig til og gekk á milli
tannlækna. Með því söfnuðust
112 þúsund krónur og sýnir þetta
hve áhuginn í kórnum er mikill.“
VG
Núverandi stjórn Kirkjukórs Akureyrarkirkju. Talið frá vinstri: Kristín Alfreðsdóttir, Jón Árnason, Margrét Sig-
urðardóttir formaður, Anna María Blöndal og Gunnfríður Hreiðarsdóttir.