Dagur - 08.10.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 08.10.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 8. október 1988 *y egar við svo eftir versl- M ^ unina góðu í afsláttar- M—J búðinni fórum að huga JL að verði á hliðstæðum vörum í öðrum búðum, var verð- merking gjarnan sú sama og varan áður keypt á, eða þrjátíu og fimm prósentin, en nú ekkert hægt að prútta, því það var fast verð. Væri verslun þessara kaup- manna góð einn daginn lokuðu þeir gjarnan daginn eftir, var okkur sagt, og nutu lífsins og gróðans. Á annan stað er einnig rétt að geta um þau áhrif og eða völd sem gyðingatrúin raunverulega hefur og áþreifanlega verður vart. Laugardaginn 11. júní var ákveðið að skoða gömlu Jerúsal- em innan múra, en þá mættu bíl- stjórarnir ekki. Þeirra hvíldar- dagur, eða sunnudagur, er laug- ardagurinn okkar og þá þurfa þeir ekki að vinna og gera ekki einu sinni að keyra bíl. Og því er það að í ísrael eru um 30% færri umferðarslys en í nokkru öðru landi og er það rakið til lítillar laugardagsumferðar. Þessir ofsa- trúarmenn hafa reyndar ótrúlega mikil völd þótt ekki séu fjöl- mennir, því að í þinginu eru a.m.k. 19 flokkar og verður stjórnin hverju sinni að njóta stuðnings eða hlutleysis þeirra til að koma fram málum sínum. Þá setja þeir gjarnan ýmsa afarkosti að skilyrði eins og t.d. að E1 A1 flugfélagið, sem er eitt stærsta í heimi og á um 50 þotur, þar af 15 svona risaferlíki og flaug okkur austur, má engri þeirra fljúga í heilan sólarhring eða frá sólsetri á föstudag til jafnlengdar laugar- dags. Má svo reyna að geta sér til um hvað þau atkvæði kosta, að- eins í þessu eina tilfelli, hvað þá í allt það heila. En einn bílstjóri fékkst á stór- um bíl og öllum troðið í hann og ekið að Grátmúrnum, en þar var nú gyðingaþröng auðvitað við bænagjörð. Þeir hafa þann hátt- inn á að þeir safnast nokkrir sam- an við borð og söngla í sífellu einhverjar bænir eða söngva, sumir sitja á stól við vegginn og róa stöðugt að og frá honum sönglandi. Mest allt voru þetta eldri menn og í svörtum skikkj- um, auðvitað með skallakolluna litlu og gjarnan langa hárlokka framan við eyrun sem náðu niður á axlir eða háls, en þetta er þeirra einkenni gyðinganna. Eitt er svo hluti - frá ferð karlakórsins Heimis Við Grátmúrinn þar sem gyðingar stunda bænagjörð. Þeir skrifa gjarnan óskir sínar á blaðsnepil og troða þeiin í rifur milli steina í múrnum. sem að þeir skrifa gjarnan óskir sínar á blaðsnepil og troða í rifur milli steina í múrnum. Myndir mátti ekki taka þarna en ekki var það bann virt af öllum. í þessari ferð gengum við upp Via Dolorosa, eða veg þjáningar- innar, þann sem Kristur gekk með krossinn á leið til aftöku. Þá var stansað á nokkrum stöðum þar sem lesið var úr Biblíunni, en með í för og í kórnurn voru sr. Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup á Hólum og sr. Gísli Gunnarsson Glaumbæ. Sú ferð var ekki hvað síst áhrifamikil fyr- ir hugkvæmni Guðna fararstjóra, sem keypti útskorna Kristsmynd á krossinum, og bar í farar- broddi. Haldið til Egyptalands um Súesskurðinn Svo lýkur sæludögum í Landinu helga og fyrir dag er haldið af stað þriðjudaginn 14. júní og ekið yfir Sinai eyðimörkina, áleiðis til Kaíró í Egyptalandi og þar dvalist nokkra daga. Lang- dregið þjark á landamærastöðv- unum í brennandi sólarhitanum var ákaflega slævandi, ekki síst þar sem verðirnir höfðu mjög svo takmarkaðan skilning á ritmáli en reyndu þó að viðhafa sem trú- legasta sýndarmennsku á því sviði. Skriðdrekaflök og óhrjálegar menjar á stríðshrjáðu landi þjóta hjá er ekið er áfram um eyði- merkursandana og svo er komið að bílferju á Súesskurðinum og keyrt um borð. Beðið er lags að sigla yfir því ógnarlöng flutninga- skipin virðast óratíma að silast framhjá. Eftirminnilegast úr ferðinni er án efa aðbúnaðurinn á snyrting- um, en ofan í karlakiósettin lá rör niður að vatninu og endinn beygður upp og sprautaði neðan í þann er á sat þegar skrúfað var frá krana. Úti fyrir kvennaklós- ettunum sat aftur á móti strákur og seldi klósettpappír í smá- skömmtum þeim er slíkan tepru- skap vildu viðhafa. í Kaíró beið okkar fimm stjörnu Seraton hótelið með iúxus aðbúnaði á all- an máta, á okkar mælikvarða. Hér í þessu landi er sagan ekki ný því að öruggar heimildir eru til frá því fyrir um 20 þúsund árum, en ekki verulega glöggar nema 5 þúsund eftir í tímanum. Aðalmarkmið manna á þeirri tíð var að búa sig undir næsta líf og þungamiðja allra starfa var sú. Auðvitað höfðu konungar eða Faraóarnir til þess besta aðstöðu og notuðu sér líka vel, þess bera mestu undur veraldar, píramít- arnir, vitni. Einn áhrifamesti Faraóinn var Ramses II og hann átti að sögn 40 konur og með þeim 51 dóttur og 110 syni. Af honum sáum við stórfenglegt líkneski, 16 metra langt, liggj- andi á bakinu og vó 120 tonn. Að vísu með ellimörkum nokkrum en þó að mestu heilt, 3300 ára gamalt! Engar fiskiflugur að sjá Þarna er það stórfljótið Níl sem rennur gegnum borgina og er líf- gjafi þessa landsvæðis. Áveitu- skurðir frá fljótinu eru um nær- liggjandi landsvæði og gegna hreint ótrúlega margþættu hlut- verki. Við keyrðum meðfram einum slíkum borgarmegin þó, og á hinum bakkanum stóðu hrörlegir leirkofar sem kallaðir voru bændabýli. í skurðinn sóttu konurnar vatn til eldunar og þvotta, fóru þangað með matar- ílátin til þvotta innan um suliandi endurnar og þar voru líka uxar, asnar, kindur og geitur böðuð í lítt bærilegum miðdegishitanum. Auðvitað var þarna líka auðveld- asta leiðin til að koma frá sér því sem þurfti, enda sást dauð belja fljóta þar við bakkann. Einkennilegt var það að engar flugur voru á sveimi eins og ætla skrúðinn virðist óskemmdur, ógrynni af skartgripum, verkfær- um, farartækjum og helgríman sjálf úr hreinu gulli, 120 kg. Því miður mátti engar myndir taka þarna af ótta við skemmdir af flassljósum, en það er reyndar hvorki hægt að lýsa þessu með myndum eða orðum, slíkt verður hver og einn að sjá sjálfur til að komast að raun um hvílíku ógrynni af fé, orku og tíma var varið til að gera vistina hinum megin sem besta. Ökuferðin sannkölluð vitfirring Eitthvert sérstæðasta fyrirbærið í Kaíró var umferðarmenningin. Hin gífurlega fólksfjölgun hefur í samyrkjubúi í ísrael þar sem kúrínn söng fyrír íbúa. Um 400 mjólkandi kýr eru í búinu og unga stúlkan á myndinni er fjósameistarinn. mætti í þessum hita, hvorki innanhúss eða utan. Það lá við að maður saknaði þess í öllum þess- um kirkjuskoðunum að sjá ekki fiskiflugurnar, þessar voða voða stóru með bláa rassgatið, og sem eru svo vinsælar á gluggum ís- lensku kirknanna. í þjóðminjasafni sáum við í sérstakri deild saman komið allt það sem kom upp úr einu Far- aóagröfinni sem fundist hefur órænd. Þarna voru saman komin reiðinnar ósköp af öllu því sem nöfnum tjáir að nefna. Þessi Far- aó hét Tutankhamsun, var uppi um 1350 f. Krist og var aðeins‘18 ára þegar hann lést en þó eru þarna 1750 hlutir númeraðir. Sáðkornið spírar ennþá eftir 3300 ár, lokkur úr hári móður hans og gjörsamlega sprengt af sér fjötra og aðhald umferðarreglna og iðandi manngrúinn æðir nú að því er virðist stjórnlaust um götur og stræti milljónaborgarinnar. Þar ægir saman gangandi vegfar- endum, hestvögnum, asnakerr- um og svo bílunum sem auðvitað var aragrúi af. Við tókum leigubíla frá hótel- inu niður á aðal verslunartorgið en kringum það voru allar þær verslanir sem við þurftum að koma í. Gjaldmiðillinn þarna er egypskt pund og pundið rúmar 20 krónur íslenskar. Fyrst var samið um verðið við bílstjórann og var það 5-6 pund fyrir bílinn, sem við svo vorum að skipta bróðurlega milli okkar í hugsunarleysi á leið- inni, 4-6 farþegar, en við nánari

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.