Dagur


Dagur - 08.10.1988, Qupperneq 7

Dagur - 08.10.1988, Qupperneq 7
8. október 1988 - DAGUR - nROt- ft Hliftftn - Á vegi þjáningarinnar, Via Dolorosa, þeim sem Kristur gekk með krossinn á leið til aftöku. í fararbroddi er Guðni Þórðarson fararstjóri með útskorna Kristsmynd á krossinum. athugun kom í ljós að voru rúmar 100 krónur ísl. En ökuferðin var sannkölluð vitfirring. Þrír bílar fóru nokkurn veginn samtímis af stað, götuljós eru ekki nema tak- markað virt og stöðugt er verið að taka fram úr og þeir fram úr hver öðrum allan tímann og komu svo auðvitað samtímis á áfangastað. A tveimur akreinum voru yfir- leitt fjórir bílar samtímis og nokkurn veginn stanslaust legið á flautunni, ýmist farið fram úr hægra eða vinstra megin, veifað og öskrað út um gluggann að næstu bílstjórum til áminningar fyrir sýnilegt umferðarlagabrot og svo hlegið að öllu saman. Bíl- arnir eru nær allir gamlir að sjá, Lada, Fíat, Volga og gamli Peug- eot ríkjandi, en einnig til Benz og Volvo, nær allir eitthvað dældað- ir, gjarnan handmálaðir. Jafnvel skráningarnúmerið málað með pensli, skröltið ærandi ef ójafna varð á vegi og farið með höndina út um gluggann til að opna hurð irnar að utanverðu. En merkileg- ast var þó að ekki varð ég vitni að neinum árekstri, enda eru þessir menn sjáanlega óhugnanlega nákvæmir og öruggir, með augun á báðum hliðarspeglum samtímis á^amt möguleikum á eyðu fram- undan einhvers staðar og bend- ingar notaðar með stefnuljósum eða í þeirra stað. Þegar við svo aftur höfum fast undir fótum við verslunartorgið og að reyna að koma hjartslætti og blóðþrýstingi í samt lag eftir ökuferðina, vindur sér að útsend- ari kaupmanna og spyr hvað okk- ur vanhagi um. Leðurvörur eru nefndar og upphefst eltingarleik- ur um ótal krókaleiðir í iðandi manngrúanum með stöðugum ótta um að næstu skref boði endalokin eða þó líklega eitthvað miklu verra. En hann veit sínu viti og þrátt fyrir látlausar áminningar Guðna fararstjóra um að tortryggja slíka menn elt- um við, og viti menn, inn í skín- andi vistlega leðurvöruverslun þar sem þjónusta var ágæt ásamt' vörugæðum. Sungið í Kaíró Þannig gekk þetta fyrir sig og innkaupaferð í verslunarhverfi í Kaíró kostar lítið meira en stöðugan ótta og spennu í steikj- andi sólarhitanum, þó með kitl- andi ívafi eftirvæntingar og for- vitni, a.m.k. af miðað er við verðlag á íslandi. Leðurjakki sem kostar 20 þúsund hér, á 4-5 þúsund kr. þar og karlmanns jakkaföt rúmar 2 þús. kr. Góð- málmar eins og gull og silfur hlið- stætt ásamt ilmvötnum, og þá er hægt að tala um ekta ilmvatn, sem ilmar og ilmar eftir sturtur og sápuþvott. Eins og áður sagði er það stór- fljótið Níl sem þarna lónar gegn- um borgina og einn liður ferðar- innar var sigling á seglbátum dagstund um fljótið. Það var verulega hressandi og skemmti- legt, vindsveipir flögra þarna um frá öllum áttum að því er virðist, en þó héldu þessir siglarar fyrir- fram ákveðnum rúnti og lentu í sömu vör að lokinni ferð, og lagt var frá. Fimmtudaginn 16. júní var sungið í listaháskóla í Kaíró, í geysistóru og nýlegu tónleikahúsi en ákaflega rykmettuðu og van- hirtu. Aðgangur ekki seldur, heldur boðið ýmsu fyrirfólki í borginni og e.t.v. af því tilefni reynt að þvo og þurrka það mesta af rykinu. Þarna virtist vera margt af embættismönnum en sendiherra Páfagarðs í Kaíró þó með einria mestum hefðarbrag. Ríkissjónvarpið egypska var þarna með allfornfáleg upptöku- tæki sín og var konsertinn tekinn upp. Segja má að hann tækist vel, miðað við aðstæður, en lítið fór fyrir bæði kór og áheyrendum í þessum ógnarstóru húsakynnum. Sólstingur með tilheyrandi... Laugardaginn 18. júní er svo ekið frá Kaíró til baka um Níl- arsléttuna, sömu leið og komið var, yfir Súesskurðinn og þá til Tel Aviv, þar sem dvalist var í tvo daga. Það var því líkast að fólkið væri komið heim til sín, svo mikill var léttirinn þegar aft- ur var komið til ísrael. Gafst þá tækifæri til að slaka vel á eftir nær stöðuga spennu þessara Kaíró- daga. Síðasti konsert ferðarinnar var svo að kvöldi mánudagsins 20. og var hann á útileiksviði í skemmti- garði. Borgin heitir Natanaya og er ákaflega vestræn og skemmti- leg, líkt og Tel Aviv, en stutt var milli þeirra. Það var mjög svo notalegt að aka og ganga um í hinni vest- rænu, snyrtilegu og gróðursælu borg, Tel Aviv, í vel agaðri og hægri umferðinni. En slík afslöppun, ásamt miklum hita og loftslagsbreytingum, lýsir sér gjarnan í meltingartruflunum og eða kvefi. Þarna fékk sá er þetta ritar líka að kynnast nýrri eða áður óþekktri hegðan líkamans eina kvöldstund þegar snertur af sólsting hertók mig eftir ágætlega hegðun á baðströndinni. Nær 40 gráðu hiti með þungum höfuð- verk ásamt gríðarlegum skjálfta og kuldahrinum, sem mætt var með sífelldum bökstrum með handklæðum vættum ísvatni, af þeim er tilfellið töldu sig þekkja. Eiginlega hálf ógætileg meðferð fannst mér á, að því er virtist, fársjúkum manni en hafði skjót i og góð áhrif. Heimferðin Árla þriðjudaginn 21. júní hófst svo heimferðin með svipuðu sniði og koman hingað til Tel Aviv var, utan að nú eru menn orðnir allveraldarvanir og taka með jafnaðargeði næstum hverju sem að höndum ber. Alllangur tími leið milli flugs að og frá Heath- row flugstöðinni og notuðu sumir hann til verslunarferðar inn í London. Hluti hópsins settist þar um nokkra daga til að versla og slappa af en aðal hópurinn hélt um borð í Flugleiðavél á leið norður í hina nóttlausu voraldar veröld. Mikið var nú gott að heyra aft- ur gömlu góðu íslenskuna þegar komið var um borð, mjólkin og fiskurinn hreinasta sælgæti og ekki spillti ánægjunni að flug- stjórinn, Ólafur Indriðason, og yfirflugfreyjan Jófríður Björns- dóttir voru fyrrum nágrannar og Norðlendingar frá Dalvík og Svarfaðardal. Þegar litið er til baka yfir slíka ævintýraferð sem þessa, er manni efst í huga þakklæti fyrir að vera kominn heim aftur. Og með lífs- reynslu er færir manni enn og einu sinni heim sanninn um það, að hvergi er eins gott að vera og á íslandi. Þá vitneskju eigum við fyrst og fremst að þakka farar- stjórn og skipulagi Guðna Þórð- arsonar, sem er heill hafsjór af fróðleik unt þennan fjarlæga heimshluta. En þrátt fyrir frábær- lega vel og hnökralaust skipu- lagða ferð, er hver og einn þátt- takandi alltaf miklu ráðandi um hvernig til tekst, og samhentari hópur á ferðalagi en þessi var, er vandfundinn. Með bestu kveðju og þökk, Kristján Stefánsson Gilhaga II (millifyrirsagnir eru blaðsinsf 16 metra langt, 120 tonna þungt og 3300 ára gainalt líkneski af konungnum Rames II. Talið er að Rames hafi átt 40 konur og með þeim 51 dóttur og 110 syni! 1 _ .............""“V | Leiöbeinendur í skyndihjálp Kynningarfundur á nýju námsefni í skyndihjálp verður haldinn að Gránufélagsgötu 49, Akureyri, laugard. 15. okt. kl. 13.00. Á sama staö kl. 17.00 verður boöiö upp á endur- menntun í hjartahnoði fyrir leiðbeinendur í skyndi- hjálp. Skráning og nánari upplýsingar veittar í síma 91- 26722. ^ + Fjölnýtikatlar til kyndingar meö rafmagni, olíu eða timbri, margar geröir. Mjög góö hitanýt- ing og möguleiki á stýrikerfum, til aö fá jafnara hitastig. C.T.C. Total er öflugur nýr ketill fyrir rafmagn, timb- ur og olíu með inn- byggðu álagsstýri- kerfi.sem nýtir vel rafmagnið fyrir þá sem kaupa árskílóvött. UÓSGJAFINN HF. GRÁNUFÉLAGSGÖTU 49 • SÍMI 23723 • 600 AKUREYRI FYRIRTÆKISNÚMER 6148-9843

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.