Dagur - 08.10.1988, Page 11
8. október 1988 - DAGUR - 11
Endurhæílng og
verndaður vinnustaður
Ég fullyrði að þörf félagsmanna
fyrir endurhæfingu og verndaðan
vinnustað hafi haldist í hendur,
því margir þurftu endurhæfingu
til að geta unnið á vernduðum
vinnustað. Sem betur fór var
þrýstingur á félagið ekki ein-
göngu innan frá, hann fór alltaf
vaxandi frá aðilum sem stóðu
utan félagsins. Petta var gott því
það sýndi betur en margt annað
hversu mikil þörf var fyrir starf-
semi þess.
Þar sem ég hef minnst á erfða-
fjársjóð vil ég taka fram að sá
sjóður óx og dafnaði að framlög-
um, en í sjóðinn rennur erfða-
skattur og arfur sé enginn erfingi
fyrir hendi. Með hækkuðu fast-
eignamati fóru tekjur hans vax-
andi. Ég er þakklát fyrir að hafa.
átt sæti í endurhæfingarráði allan
gildistíma endurhæfingarlag-
anna.“
- En hvenær breyttust lögin
um málefni fatlaðra?
„Þau breyttust ekki meðan ég
sat í endurhæfingarráði en í
félagsmálaráðherratíð Svavars
Gestssonar, var fyrst farið að
ræða um að breyta lögunum
þannig að þau næðu til fatlaðra í
víðtækara samhengi og færa
forsjá málefna þeirra meira yfir
til ríkisins og þar af leiðandi
meiri miðstýringu. Þá fór skil-
greiningin á því hverjir væru fatl-
aðir að breytast. Ég hafði litið
svo á að með tilkomu Sjálfsbjarg-
ar hefði verið skilgreint hverjir
væru fatlaðir, þ.e. hreyfihamlað-
ir.
I dag er málum svo komið að
ríkið hefur ekki uppfyllt loforð
eða ákvæði í lögum um framlög
til framkvæmdasjóðs fatlaðra
sem tók við af erfðafjársjóði.
Þetta er auðvitað áhyggjuefni en
ég vil ekki ræða þá hluti nánar í
afmælisviðtali sem þessu. Álit
mitt er að nteð tilkomu laganna
um málefni fatlaðra hafi verið
stigið spor aftur á bak, í fleiri en
einum skilningi. Lögin voru
eflaust sett af góðum ásetningi en
þau eru ekki fullkomin frekar en
önnur mannanna verk og þarfn-
ast endurskoðunar.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að starfa að málefnum
fatlaðra um árabil og vonandi
hefur mér tekist að koma ein-
hverju gagnlegu fram. Ég vil
minnast allra þeirra fjölmörgu
aðila sem ég átti samstarf við,
ekki síst í endurhæfingarráði, en
þar áttum við Akureyringar
hauka í horni þegar á reyndi.“
- Ert þú bjartsýn á að Sjálfs-
björg eigi eftir að gegna áfram
um langa framtíð því mikilvæga
hlutverki sem félagið var stofnað
til?
„Það fer auðvitað eftir baráttu-
vilja fatlaðra sjálfra hvort þeim
tekst að halda í horfinu eða ekki.
Svo framarlega sem fatlaðir eru
framsæknir og huga að framtíð
sinni í þjóðfélaginu er ég ekki
uggandi um málefni þeirra.
Málefni fatlaðra þurfa sífelldrar
endurskoðunar við og þá þurfa
fatlaðir sjálfir að bera gæfu til að
fylgja þeim fast eftir.
Ef við hefðum ekki verið bjart-
sýn á fyrstu árum félagsins og
byggt skýjaborgir með sjálfum
okkur þá hefði rniðað hægt fram
á veginn. Félagið fékk alls staðar
dyggan stuðning við baráttumál
sín og ég vona að það hafi í ein-
hverjunt mæli getað endurgoldið
samfélaginu þann stuðning.
Segja má að við, sem í upphafi
stóðum að stofnun félagsins, höf-
um gert það í eigingjörnum til-
gangi í vissum skilningi, en starf-
semi á vegum Sjálfsbjargar hefur
orðið mörgum öðrum að gagni.
Fatlaðir verða að hafa hugfast að
þeir fá sjaldnast á silfurfati leið-
réttingu sinna mála. Ég er bjart-
sýn á framtíðina ef félög fatlaðra
halda fast við upprunaleg mark-
mið sín. EHB
„Það var ekki fyrr en með til-
komu laga um endurhæfingu um
1970. Þá voru endurhæfingarlög-
in svonefndu samþykkt á
Alþingi. í lögunum var tekið
fram að til verndaðra vinnustaða
væri skylt að greiða jafnmikið
framlag og viðkomandi félag afl-
aði á eigin vegum. Framlagið
skiptist þannig að helmingur þess
var lán til langs tíma og helming-
urinn beinn óafturkræfur styrkur
úr erfðafjársjóði. Þannig varð ein
króna alltaf að tveimur.
Þetta vissu þeir aðilar sem
styrktu Sjálfsbjörg og ekki var
legið á því að upplýsa fólk um að
hér væri fjáröflun á ferðinni sem
kæmi öllum til góða. Þar að auki
voru allar gjafir og áheit til
félagsins undanþegin skatti."
- Var ekki mjög hvetjandi fyr-
ir fólk að styrkja félagið þegar
þetta kerfi var í gildi?
„Jú, svo sannarlega, því við
gátum tvöfaldað allar upphæðir
sem við eignuðumst. En ég held
að sú mikla samheldni sem var
um félagið á Akureyri hafi mikiö
komið til af því hvað félagið
Hann var beðinn um að hraða
ákvörðuninni því fljótlega ætti að
halda landssambandsþing Sjálfs-
bjargar í bænum. Daginn fyrir
þingið kom ákvörðunin. Fatlaðir
máttu skilja bíla sína eftir við
stöðumæla án þess að greiða í þá.
Honum var bent á að við hefðum
aldrei farið þess á leit að fá að
sleppa við greiðslu. Sýslumaður
sagði að það væri rétt en þeir
hefðu ákveðið að hafa þetta
svona. Þetta var í fyrsta skipti hér
á landi sem yfirvöld viðurkenndu
sérstakar reglur um bifreiðastöð-
ur fatlaðra.
Hér er lýsandi dæmi um
afstöðu stofnana og félaga til fatl-
aðra á Akureyri. Alltaf var tekið
vel í beiðnir félagsins um aðstoð
hér í bæ og velviljinn í garð fatl-
aðra var og er ómetanlegur."
Með endurhæfíngar-
lögunum tvöfölduðust
öll framlög
- Hvenær varð breyting í þá átt
að hið opinbera fór að leggja
fram fé til uppbyggingar fyrir
fatlaða?
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sæmdi Heiðrúnu fálkaorðunni
árið 1985 fyrir störf að málefnum fatlaðra.
Frá byggingu Gamla Bjargs, húsið rétt orðið fokhelt þegar myndin var tekin.
Haukur Þórðarson yfirlæknir á Reykjalundi, Heiðrún Steingrímsdóttir, Hildur Bergþórsdóttir og Magnús Ólafsson
sjúkraþjálfari við opnun endurhæfingarstöðvarinnar að Hvannavöllum.
- Voru endurhæfingarlögin
aðalhvatinn til áframhaldandi
uppbyggingar á vegum Sjálfs-
bjargar á árunum upp úr 1970?
„Vissulega voru þau okkur
hvatning en þörfin fyrir þá þjón-
ustu sem félagið veitti fyrir gildis-
töku laganna var alltaf að aukast.
Gamla Bjarg sprengdi utan af sér
og þá fórum við að hugsa til meiri
framkvæmda. Þegar endurhæf-
ingarstöðin í gamla Bjargi tók til
starfa missti félagið fundarsalinn
því hann var notaður fyrir plast-
iðjuna. Eftir það voru félags-
fundir haldnir innan um tækin í
endurhæfingarstöðinni.
lífsbaráttunni og hafði búið við
erfið kjör. Þegar fólkið fór að
starfa í félaginu var eins og það
yrði fyrst að manneskjum. Það
var stórkostlegt að fylgjast með
þessu, þetta var svo gleðilegt að
því verður varla með orðum lýst.
Minningin um þetta er mér mjög
dýrmæt.“
Góður andi ríkti
gagnvart Sjálfsbjörg
- Var ekki eitt aðalverkefni
Sjálfsbjargar að breyta viðhorf-
inu til fatlaðra og færa þá í meira
samband við þjóðfélagið?
„Með tilkomu Sjálfsbjargar-
félaganna var það haft að mark-
miði að fatlaðir skyldu lifa sem
íslenskir þjóðfélagsþegnar með
í sömu réttindum og skyldum og
aðrir. Við vildum uppfylla skyld-
ur okkar jafnt og aðrir þegnar
þótt við fengjum einnig aðstoð.
| Sem dæmi um þetta var að við
’ fórum að leita eftir því hjá bæjar-
fógetaembættinu á Akureyri að
fatlaðir fengju að leggja bílum
sínum þar sem styst væri fyrir
viðkomandi að fara. Þá voru
komnir stöðumælar í Hafnar-
stræti, en þar eru stærstu stofnan-
irnar, t.d. pósthúsið, útibú
Tryggingastofnunar ríkisins,
fógetaembættið og fleira. Við
sendum sýslumanninum erindi
þess efnis að fatlaðir mættu
leggja bílum sínum við stöðu-
mælana án þess að fá sektir þótt
tíminn á mælinum væri útrunn-
inn. Þetta var árið 1966.
Sýslumaðurinn tók við erind-
inu og sagði að formaður félags-
ins mætti koma og vitja um
niðurstöðuna eftir nokkra daga.
sýndi mikinn dugnað og þrótt.
Álmenningur vissi að félagið
meinti það sem frá því kom og
það sást e.t.v. best á byggingu
gamla Bjargs að Hvannavöllum
10. Skoðun mín er sú að allt það
fólk sem styrkti Sjálfsbjörg gerði
það í þeirri vissu að félaginu væri
treystandi til að fara með þá
fjármuni sem af hendi voru
látnir.
Magnús frá Mel, fjármálaráöhcrra, sést á þessari mynd ásamt Magnúsi Ólafs-
syni, yúkraþjálfara. Þeir eru að skoða vél til plastframleiðslu.