Dagur - 08.10.1988, Page 13

Dagur - 08.10.1988, Page 13
8. október 1988 - DAGUR - 13 leiklist Kristjana Pálsdóttir leikstjóri á uppfærslu Emils í Kattholti. Leikfélag Sauðárkróks: Æfingar byrjaöar á Enul í Kattholti Leikfélag Saudárkróks hefur hafið æfingar á barnaleikritinu Emil í Kattholti, eftir Astrid Lindgren. Leikstjóri er Krist- jana Pálsdóttir, og er þetta hennar fyrsta leikstjórn hér- lendis. Þýðandi leikritsins er Vilborg Dagbjartsdóttir og útsetningar á tónlist gerði Karl Sighvatsson. Mikið er sungið í leikritinu og um tónlistina sér Hilmar Sverrisson. Stefnt er að því að hefja sýningar á Emil um miðjan nóvember. Leikstjórinn, Kristjana Páls- dóttir, er 28 ára, fædd á Siglu- firði. 11 ára gömul flutti hún til Reykjavíkur, lauk þar gagn- fræðaprófi og var í eitt ár við nám í framhaldsskóla. Árið 1981 byrj- aði hún hjá leiklistarskóla Helga Skúlasonar og var í honum til ’83. Þar kviknaði leiklistaráhugi hennar fyrir alvöru og ’84 fór Kristjana í leiklistarnám til London í leiklistarskólann East 15 Acting School, sem kennir jöfnum höndum leikstjórn og leiklist. Úr þeim skóla útskrifað- ist Kristjana í júlí 1987 sem leik- ari. í London var hún aðstoðar- leikstjóri Maureen Thomas á verki sem studdist við Völuspá, og var sett upp fyrir íslendinga- hátíð 1. des. ’86. Eftir að Kristjana kom aftur til landsins lék hún sl. vetur með Leikfélagi Akureyrar í leikritinu Pilti og stúlku. Síðan Iá leið hennar til Sauðárkróks að leikstýra Emil í Kattholti. í uppfærslunni á Emil munu um 30 manns taka þátt, en í því eru 19 hlutverk. Ágætlega hefur gengið að ráða leikara. Að sögn Maríu Grétu Ólafsdóttur formanns Leikfélags Sauðárkróks er þetta í fjórða sinn á fimm leikárum sem félagið setur upp barnaleikrit. Árið ’84 var það Galdrakarlinn í Oz, Lína Langsokkur ’86, Kardi- mommubærinn ’87 og nú er það prakkarinn Emil frá Kattholti. María sagði að ástæða þess að félagið setti upp Emil væri að sjálfsagt væri að sinna yngstu kynslóðinni í leiksýningum. Verður ekki annað sagt en Leik- félag Sauðárkróks hafi staðið sig vel í því undanfarin ár. „Fólk er líka tilkippilegra fyrir söng- og gamanleikjum, heldur en alvar- legri leikritum," sagði María Gréta. -bjb JC AKUREYRI er félagsskapur fyrir ungt fólk áaldrinum 18-40 ára JC er alþjóðlegur félagsskapur, sem hefur þjálfun einstaklingsins að leiðarljósi. JC á fjöl- mörg félagsmála- og stjórnunarnámskeið. Námskeið sem haldin verða á vegum JC Akureyrar fyr- ir áramót eru: ísbrjóturinn Eykur sjálfstraust, léttir af þeim hömlum, sem kunna aö vera á eðlilegri og frjálslegri tjáningu í töluðu máli. (6 kvölda námskeið). Hefst þriðjudaginn 11. október. Leiðbeinandi: Magga Alda Magnúsdóttir. Fundarsköp og fundarstjórn Þjálfar þátttakendur I að taka virkan þátt í fundastörfum og stjórna fundum samkvæmt réttum fundarsköpum. Verður haldið helgina 14.-16. október. Leiðbeinandi Eggert J. Levy. Óskipulagði stjórnandinn Sýnir þörf skipulags, forgangsröðunar og timastjórnunar. Höfðar vel til fólks i stjórnunarstörfum. Verður haldið föstudaginn 4. nóvember. Leiðbeinandi Þorsteinn Fr. Sigurðsson rekstrarhagfræðingur. Fundargerðaritun Kennir hvað skrifa á í fundargerðir á hinum mismunandi fundum. Haldið helgina 14.-16. október. Leiðbeinandi Rannveig Sigurðardóttir landsritari JC íslands. Bansettu fundirnir Kennir mikilvaegi góðrar skipulagningar á fundum. Verður haldið iaugardaginn 5. nóvember. Leiðbeinandi Þorsteinn Fr. Sigurðsson rekstrarhagfræðingur. Happdrætti Vinningshafar fá ókeypis þátttöku á ofangreind námskeið. Vinningsnúmer: 925, 937, 1260, 1313, 3252, 4006, 4007, 4980, 5023, 5430. Námskeiðin eru öllum opin. Upplýsingar og innritun í símum 26650 og 26511 (Halldór) eða 24509 og 27322 (Hallgrímur). María Gréta Ólafsdöttir formaður Leikfélags Sauðárkróks. ' I 2* 07 X $ ^ v, w W H wá ffl m B . M i % ' •1111 #1*J fl'HÍI a or *•! SiiiÉIÉIIlSf ÍiPíÍPÍBIÍIMfiHf'Flraú" ■ úíJí* ’■ * \ I MmkmKmagmz:' r* UíuUtlLm íifl I ÍI TFFFTMn > ■ SL*®. JLdl JL JL Lu L ™ VJ. % : J ||ff| 1§wi3313Bm Bragðbætt skagfirsk súrmjólk í handhægum hálfslítra fernum lljOp ^_^Dreifingaraðili ■ flsr -■■■ wí-í. • ■ "ffe" Mjólkursamsalan l . Æ. ÆBjjSmlí: ■ ^ í ' a ■fJL n ! -'■ ÆmýykVmfcK. . £ >--w' - | MjólkursamlagJ& * Sauðárkróki

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.