Dagur - 08.10.1988, Page 20

Dagur - 08.10.1988, Page 20
,,l( CHICOGO Snvrtivörur í úrvali - TBiodroqa COSmetics Snyrtivörudeild Okkar merki - Snyrtivörur í úrvali Sjópróf á Dalvík: Óvíst um orsakir lekans á Sæljóninu Um miönætti sl. fimmtudags- kvöld lauk sjóprófum á Dalvík sem haldin voru vegna þess aö Sæljónið EA-55 sökk norður af Siglunesi á miðvikudag. Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri yfirheyrði áhöfn Sæljóns- Veðrið: Kalt um helgina „Það verður í fyrsta lagi kalt,“ sagði Guðmundur Hafsteins- son veðurfræðingur á Veður- stofunni þegar við spurðumst fyrir um helgarveðrið á Norðurlandi. Norðaustanáttin á þó að ganga niður og í dag spáir hann hægri norðanátt með éljum á stöku stað. Á sunnudag verður stillt veður, en Guðmundur bjóst við að eitthvað myndi rætast úr eftir helgina, en þá er spáð suðvest- lægri átt. Ekki þótti Guðmundi helgin gæfuleg til kartöfluupp- töku, en sem kunnugt er eiga ein- hverjir kartöflubændur eftir að taka talsvert upp. mþþ ins og einnig áhöfnina á Bjarma EA-13, sem kom skip- verjum til bjargar, og lagði þau gögn fyrir sjórétt. Ekki fengust áþreifanlegar niðurstöður úr sjóprófunum en Rannsóknarnefnd sjóslysa vinnur áfram að málinu. Menn leita skýringa á því af hverju leki komst að Sæljóninu og sagði Gunnþór Sveinbjörnsson, útgerðarstjóri hjá Rán hf. sem gerði Sæljónið út, að ein tilgátan væri sú að báturinn hefði lamist við bryggju áður en hann fór út. „Það var mikill sjógangur hérna dagana áður en hann fór út og það er jafnvel haldið að bátur- inn hafi skemmst eitthvað þá og síðan hafi það ekki komið í ljós fyrr en veðrið fór að versna á miðunum. Þetta kom alveg flatt upp á skipverja,“ sagði Gunnþór. Hann sagði að Sæljónið hefði sokkið niður á 190 faðma dýpi og hann reiknaði því ekki með að reynt yrði að ná bátnum upp, né að óyggjandi skýringar myndu fást á þessum leka. Sæljónið EA-55 var 60 tonna trébátur, smíðaður í Danmörku 1955. Rán hf. gerir einnig út Sæ- nesið, sem er ársgamall bátur, smíðaður í Svíþjóð. SS Akureyri: Lánveiting til stúdentaíbúða - Félagsstofnun stúdenta verður að veruleika um miðjan mánuðinn Allt bendir til að Húsnæðis- stofnun ríkisins gefi formlegt vilyrði fyrir iánafyrirgreiðslu til kaupa á íbúðum fyrir Félags- stofnun stúdenta við Háskól- ann á Akureyri innan skamms. Undirbúningsnefnd starfar að stofnun Félagsstofnunar stúd- enta og verða íbúðirnar í eigu og umsjón hennar. Guðmundur Stefánsson, for- maður Skjaldar - félags áhuga- manna um Háskólann á Akur- eyri, sagði að Skildi hefðu borist fregnir af því að Húsnæðisstofn- un hefði afgreitt jákvætt umsókn um íbúðir fyrir stúdenta, en ekki hefði borist formleg staðfesting þess efnis ennþá. Slík staðfesting væri fljótlega væntanleg. Byggðastofnun gaf nýlega hálfa milljón króna sem á að renna til kaupa á íbúðum fyrir stúdenta á Akureyri. Pá hefur Akureyrarbær gefið vilyrði fyrir stuðningi sínum á næsta ári. Sér- stök fjáröflunarnefnd hefur undanfarið rætt við sveitarfélög og fyrirtæki um stuðning við kaup á stúdentaíbúðum og víða fengið ágætar undirtektir. Ætlunin er að stofnfundur Félagsstofnunar stúdenta verði haldinn þriðjudaginn 18. Októ- ber, og verða íbúðirnar sem keyptar verða á hennar vegum, eins og tíðkast almennt um slíkar félagsstofnanir. Félagið Skjöldur verður áfram starfandi að hags- munamálum háskólans. Að sögn Guðmundar Stefáns- sonar er ekki ljóst hversu margar íbúðir verða keyptar en stefnt er að kaupum á þremur til fjórum íbúðum í haust. Að ári liðnu er stefnt að því að búið verði að ganga frá kaupum á mun fleiri íbúðum fyrir háskólann. EHB Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra, heimsótti nemendur unglingadeilda Glerárskóla á Akureyri í gær. Tilefnið var að um þessar mundir er að hefjast sérstakt átak til að efla heilbrigt líferni og vellíðan meðal íslenskra unglinga. Ráðherra afhenti nemendunum veggspjald, barmmerki og límmiða og ræddi við þá um þessi mál. Mynd: TLV Deyfð á vinnumarkaði á Akureyri: Fjölmargir á skrá ráðningar- stofa en hreyflngin lítil - fleiri atvinnulausir nú en á sama tíma í fyrra Mikil lægð er á vinnumarkað inum á Akureyri. Talsvert fleiri eru á atvinnuleysisskrá nú miðað við sama tíma í fyrra, eða alls 51 á móti 32 síðasta haust. Fleiri konur en karlar eru skráðar atvinnulausar eða 32 á móti 19 körlum. Fjöl- margir eru á skrá hjá ráðninga- skrifstofum í bænum og ber viðmælendum blaðsins saman um að ástandið hafi ekki verið svo slæmt um langan tíma. Gunnar Jónsson hjá Felli sagði að um 100 manns væru á skrá hjá fyrirtækinu og væri hann hættur að skrá fólk niður vegna þess hve erfiðlega gengi að útvega atvinnu um þessar mundir. Einkum sagði hann að fólkið væri að leita að verslunar- og skrifstofustörfum, en lítil sem engin hreyfing væri á þeim markaði. Sagði hann að mikið af þessu fólki sem á skrá er væri á bilinu 20-30 ára gamalt með stúdentspróf og jafnvel hluta af háskólanámi. Sú vinna sem það væri að leita að virtist ekki vera fyrir hendi í bænum. Gunnar auglýsti eftir starfs- manni til afgreiðslustafa og sagði hann að 20 manns hefðu sótt um þetta eina starf og annað eins hefði verið hringt. Hjá Ábendi eru 220 manns á skrá núna og sagði Stefanía Arnórsdóttir að aldrei hefðu eins margir verið á skrá hjá fvrirtæk- inu. Konur eru ívið fleiri en karlar, eða ríflega helmingur þeirra sem á skrá eru. Hún sagði að ágætlega hefði gengið að útvega fólki vinnu f sumar, en mikil lægð væri á markaðinum núna. Þorleifur Þór Jónsson atvinnu- málafulltrúi Akureyrarbæjar sagði að atvinnurekendur hefðu markvisst haldið að sér höndum varðandi mannaráðningar í haust Ákvarðanir fyrrverandi menntamálaráðherra dregnar til baka: Vil færa ákvaröanir út úr menntamálaráðiineytinu - segir Svavar Gestsson menntamálaráðherra 99 Birgir Isleifur Gunnarsson, fráfarandi menntamálaráð- herra, lét það verða eitt af sín- um síðustu verkum í starfi að skipa nefnd til þess að fjalla um íþrótta- og æskulýðsmál og stefnu í þessum málaflokkum til aidamóta. Svavar Gestsson hefur nú leyst þessa nefnd frá störfum. Ný nefnd verður skipuð með svipuð verkefni. Að sögn Svavars Gestssonar verður munurinn sá að nú verður leitað eftir aðild æskulýðs- og íþróttasamtaka landsins að nefndinni auk þess sem þar verða fulltrúar mennta- málaráðuneytisins. Svavar Gests- son átelur einnig forvera sinn fyr- ir vinnubrögð við skipun for- manna skólanefnda flestra fram- haldsskóla landsins. Hann hefur því afturkallað tilmæli fyrrver- andi ráðherra um skipun annarra fulltrúa í skólanefndir við þá skóla sem ríkið rekur nú og legg- ur jafnframt áherslu á að hann sem menntamálaráðherra vilji færa sem mest af ákvörðunum út til fólksins. „Ég vil færa ákvarðanir til fólksins, út í fræðsluumdæmin, út til fræslustjóranna, út úr mennta- málaráðuneytinu. Sú tilhneiging til miðstýringar sem mér hefur fundist ríkjandi í menntamála- ráðuneytinu, ekki aðeins í skóla- málum heldur á öðrum sviðum, tel ég að sé óæskileg og mun reyna að leggja þar inn á aðrar brautir," segir Svavar Gestsson, menntamálaráðherra. JÓH vegna þess óvissuástands sem ríkti í þjóðfélaginu. í mörgum til- fellum hefði ekki verið endurráð- ið í þau störf sem hafi losnað og nýframkvæmdir af ýmsu tagi séu með minnsta móti. mþþ Stofnfundur gjaldheimtu: Húsvíkingar ekki með Stofnun gjaldheimtu í Norður- landskjördæmi eystra verður tekin fyrir á fundi sem Fjórð- ungssamband Norðlendinga boðar til á Húsavík nk. mánu- dag. Bæjarstjórn Húsavíkur samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag að taka ekki þátt í stofnun gjaldheimtunnar og vera ekki með, að minnsta kosti fyrst um sinn. í greinargerð sem fylgdi tillög- unni, sem tekin var fyrir og sam- þykkt á fundinum, kom fram að með stofnun gjaldheimtunnar væri haldið áfram á þeirri óheilla- braut að flytja opinbera þjónustu frá sveitarfélögunum til eins stað- ar í hverju kjördæmi að því leyti sem hún væri ekki flutt til Reykjavíkur. I máli bæjarfulltrúa kom fram að þeir óttuðust að þjónusta gjaldheimtunnar yrði sveitar- félögunum dýr og fækkun á störf- um væri alvörumál fyrir Húsavík. Tryggvi Finnsson sagði m.a. að rétt væri að beita neitunarvaldi á þessu stigi, ekki væri hægt að keyra málið svona í gegn og það hlyti að verða tekið upp aftur. Hið eðlilega markmið væri að bæjarfógetaskrifstofurnar sæju um innheimtuna á kostnaðar- verði. IM

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.