Dagur - 21.10.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 21.10.1988, Blaðsíða 7
 Þegar vel er að verki staðið fá jafnvel litlar hendur ótrúlega miklu áorkað. an tíma. Það er enginn saklaus í þeim rekstrarglundroða, sem við búum við. Hann er þjóðfélags- vandamál. Viðamíkill málaflokkur En víkjum frekar að umhverfis- málum. Umhverfismál er viða- mikill málaflokkur og nokkuð breytilegt eftir löndum hvað nákvæmlega er til hans talið. Þar má nefna skipulagsmál, náttúru- og gróðurvernd, hreinsun gatna og holræsa, sorphreinsun og sorpeyðingu, mengunarmál, mat- vælaeftirlit og heilbrigðiseftirlit almennt, kirkjugarða, garðlönd, unglingavinnu, skrúðgarða og opin svæði í þéttbýli, fegrun umhverfis af ýmsum toga og svona mætti lengi telja. Samkvæmt náttúruverndarlög- um skal í hverju héraði, sýslu- eða bæjarfélagi, starfa þriggja til sjö manna náttúruverndarnefnd, sem skal stuðla að náttúruvernd hver á sínu svæði. í nokkrum kaupstöðum hafa umhverfisráð yfirtekið störf þessara nefnda. í þeim 33 sveitarfélögum í landinu sem hafa yfir 1000 íbúa starfa umhverfisnefndir í 17 þeirra, en jafnframt starfa fegrunarnefndir og gróðurverndarnefndir. Aðeins í einu þeirra er engin slík nefnd starfandi. Tilviljanakennd tengsl Störf þessara nefnda eru með ýmsu móti. Það þekkist til dæmis að umhverfisnefndir starfi á ferða- málasviði og einnig heilbrigðis- og félagsmálasviði. Það er hins vegar nokkrum tilviljunum háð hversu náin tengsl eru á milli nefnda, sem vinna að stefnumót- un í umhverfjsmálum. Það má almennt segja það sama um þess- ar nefndir og nefndakerfi sveitar- félaganna almennt, - að störf þeirra gætu verið miklu meiri og betri. Forsendan fyrir skilvirku nefndakerfi sveitarfélaga, sem á að móta vel samhæfða almenna stefnu, er aðgengilegt upplýsinga- kerfi, sem er að sjálfsögðu hluti af þeirri „yfirbyggingu" sem aldrei fær að rísa. Þegar tannhjólin hafa sjálfstæðan snúning Sé gengið út frá góðum siðum, þá er framkvæmdavald sveitarfélaga falið framkvæmdastjóra einum, sem fær fyrirmæli sín í formi stjórnarstefnu og annarra sam- þykkta sveitarstjórna á formleg- um fundi. Pólitískar undirnefndir hafa engin formleg yfirráð í fram- kvæmdastjórn sveitarfélagsins nema í gegnum sveitarstjórn og sveitarstjórnir hafa engan form- legan aðgang að starfsmönnnum sveitarfélagsins framhjá fram- kvæmdastjóra. Allt of algengt er, að allt form sé álitið hjákátleg tímaeyðsla, og því eru greiðfærar og viðurkenndar boðleiðir ekki til staðar þegar til þeirra þarf að grípa. Þegar tannhjólin vilja hafa sjálfstæðan snúning er hlutverki vélarinnar lokið. Því miður virð- ast þessar vélar oft vera hreint klastur, bila oft ef ekki alveg ógangfærar. Á hinn bóginn leysir formið eitt aldrei allan vanda og því þarf að meta hverju sinni hversu stíft skal í taumana haldið. Það er síðan umræðuefni annarrar ráðstefnu hversu van- nærð við erum í lýðræðislegu uppeldi. Tilviljanakenndar hugdettur Meginhlutverk pólitísks nefnda- kerfis sveitarfélaga er að vinna að stefnumótun í viðkomandi mála- flokki með hliðsjón af öðrum markmiðum, sem sveitarstjórnin hefur sett sér. Þessum tillögum skal skilað til sveitarstjórna eða framkvæmdaráðs, sem vinnur að stefnumótun og fjárhagsáætlun til lengri tíma. I langtímaáætlun- argerð er einstökum verkum rað- að með ýmsum hætti í forgangs- röð og þá er hægt að vinna að nánari hönnunarvinnu og gerð nákvæmari kostnaðaráætlana fyr- ir næsta starfsár, þ.e. þau verk, sem eru efst á forgangsraðarlist- anum. Til að þetta sé mögulegt þarf að vera náið samstarf milli sveitarstjórnar og undirnefnda hennar og starfsmanna sveitarfé- lagsins í þeim tilgangi að pólitísk markmið sveitarstjórnarmanna og þekking og reynsla starfs- mannanna geti myndað skyn- sama heild. Því miður er það allt of algengt að undirnefndir komi fram sem hagsmunahópur gegn sveitarstjórn, sem þær þurfa frek- ar að verjast og varast en að vera opnar fyrir. Undirnefndir eru misvirkar og vinnubrögð þeirra einkennast alloft á tilviljana- kenndum hugdettum, eins og þegar meðlimir þeirra koma á vettvang til að stöðva eða hefja framkvæmdir!! Skammur fyrirvari Það heyrir til undantekninga að íslensk sveitarfélög vinni eftir áætlunum til lengri tíma. Slíkt þekkist þó m.a. hjá sumum hinna smærri. Sama er að segja um stefnumótun á sviði umhverfis- mála. Þar eru framkvæmdir of oft ákveðnar með stuttum fyrirvara og litlum undirbúningi, þar sem ásetningurinn að „drífa verkið af“ yfirgnæfir allt annað. Á slík- um stundum skiptir litlu máli hvað verk kostar og hvort skynsamlega sé að þeim staðið. Vegna fjölbreytileika umhverf- ismála og óljósra skila við marga aðra málaflokka vill það brenna við að ákvarðanataka sé óljós, undirbúningur mála strandi á milli manna og framkvæmdir dagi uppi. Mig grunar að fjárveiting margra smærri sveitarfélaga markist nokkuð af því að fjár- hagsáætlun er unnin í mesta skammdeginu, þegar úrkoman bylur á gluggum fundarsala sveit- arstjórnanna. Umhverfismál og útivist eru þá ekki öllum ofarlega í huga. Sama er að segja um margvíslegan undirbúning svo sem hönnunarvinnu og marghátt- aða útivinnu, sem allt eins má vinna að vetri. Þegar hinni árlegu vorhreinsun er lokið fyrir 17. júní þá er sest niður og spurt, - hvað eigum við að gera í sumar? Á miðju sumri kunna stjórn- málamenn að vera teknir á beinið fyrir aðgerðaleysi og ekki líður dagurinn að húskarl eins og ég sé ekki krafinn skýringa. Úrræða- og aðgerðaleysi Skipulagsleysi á sviði umhverfis- mála getur svo sem gengið í lang- an tfma, því að verkin eru oft mörg og smá og tiltölulega ein- föld. Á hinn bóginn er hætt við að þetta komi verulega niður á afköstum og gæðum verka. Fá sveitarfélög hafa fasta starfsmenn og starfsdeildir, sem vinna sér- staklega að umhverfismálum allt árið. Stór hluti af starfsfólki sveitarfélaga á þessu sviði eru börn og unglingar í sumarvinnu. Það er því mikilvægt að skipu- leggja störf þeirra sem best, því að eftir að sumarvinnan er hafin gefst lítill tími til hönnunarvinnu og áætlunargerðar. Ómetanlegt er að hafa notið aðstoðar fagfólks við undirbúning verka og vita nákvæmlega hvernig hvert verk skal unnið, geta gengið að sam- þykktri verkáætlun, sem viðeig- andi aðilar hafa tekið þátt í að móta, og geta framkvæmt verkin hvert af öðru. Þegar vel er að verki staðið fá jafnvel litlar hend- ur ótrúlega miklu áorkað. Aukin þátttaka íbúanna Ýmis smávægileg atriði geta vaf- ist fyrir leikmönnum svo árum skiptir og orðið að hjákátlegum deilum. Það er einmitt úrræða- leysið sem oft á tíðum er helsta orsök aðgerðaleysisins. Hafi sveitarfélög aðgang að góðri ráðgjöf, sem skilar sér í bættri stefnumótun, skapast for- sendur til aukinnar þátttöku íbú- anna bæði á sviði stefnumótunar og framkvæmda. Aukinn árangur skilar sér í auknum áhuga, sem skilar sér í auknum framlögum til umhverfismála á fjárhagsáætlun- um sveitarfélaga. En það er dýrt að leita aðstoðar fagmanna og oft kemur sorglega lítið út úr þeirri vinnu. Þá er stundum farið inn á vafasamar brautir og skipulagt af fingrum fram meðan á fram- kvæmdum stendur, siglt í strand, - kallað á fagmann, - beðið og síðan borgaður tvöfaldur kostn- aður fyrir umdeilt verk. Vaxandi kröfur En það horfir margt til bóta á þessu sviði. Kröfur almennings um betra umhverfi hafa stórvaxið á undanförnum árum og umhverf- ismál eru hægt og sígandi að þok- ast ofar á forgangsraðarlista sveitarfélaga. Sum sveitarfélög eru þokkalega á vegi stödd hvað þetta varðar. Mismunur sveitar- félaga er þó mikill í þessum efn- um sem öðrum. Sums staðar eru náttúrulegar kringumstæður hag- stæðar, tekjur góðar en hjá öðr- um eru erfiðar náttúrulegar kringumstæður, gamall uppsafn- aður sóðaskapur og vanhirða. Brýna nauðsyn ber til að bæta umhverfi hafna og fiskvinnslu- fyrirtækja víða um land og er mér ekki grunlaust að samhengi sé á milli umhverfis hafna og fiskvinnslufyrirtækja og álits margra íslendinga á sjálfri lífs- björginni? Áhugi sveitarfélaga og fyrirtækja til úrbóta er mjög mis- munandi en í mörgum tilfellum ræðst hann af ólíkum aðstæðum þeirra. í opinberri stjórnarstefnu er ekki stefnt að mismun í heil- brigðisþjónustu eftir byggðarlög- um, - en hversu mikinn mismun ætlum við að líða á sviði umhverfismála? Hallgrímur Guðmundsson. (Höfundur er sveitarstjóri á Höfn í HornufírAi.) Aðalfundur Sálarrannsóknarfélags Akureyrar veröur haldinn laugard. 5. nóv. kl. 14.00 í gamla starfsmannasal KEA, Hafnarstræti 91-93, 4. hæö. Almenn aðalfundarstörf. Stjórnarkjðr. Félagar hvattir til að mæta Stjórnin. ^--------------------s Karlmannaföt, stakir jakkar, buxur, skyrtur, peysur, frakkar og margt fleira í glæsilegu úrvali. Smókingföt Kjólföt Klæðskeraþjónusta Verslið hjá fagmanni ATH. Verslunin er opin á laugardögum frá kl. 10-12. I Hafnarstræti 92 (Bautahús suðurendi), sími 26708. Pöstudags- og laugardagskv/öld Skemmtikvöld með Svavari Qests Hljómsveit Örvars Kristjánssonar leikur fyrir dansi. Laugardagskvöld Free-style hárgreiðslukeppni. Sunnudagskvöld Tónleikar Bubbi Mortens Qlæsilegur matseðili. Kjallarínn opinn öll kv/öld

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.