Dagur - 01.11.1988, Side 7
1. nóvember 1988 - DAGUR - 7
Flugleiðadeildin í körfu:
- einn eða tveir júgóslavneskir leikmenn fylgja honum
tókst ekki aö fylgja þessum góöa
leikkafla eftir og Tindastólsmenn
sigu aftur fram úr.
Þórsarar reyndu örvæntingar-
fullir aö jafna leikinn undir lokin.
Konráö Óskarsson minnkaði
muninn niður í eitt stig með
þriggja stiga körfu þegar aðeins 30
sekúndur voru eftir. En það var
Haraldur Leifsson sem tryggöi
Tindastól sigurinn með því að
renna sér í gegnunt rauðklædda
vörnina og lauma boltanum
snyrtilega niður í körfuna 79:76.
Með smá heppni hefði sigurinn
getað endað Þórsara rnegin, en
lukkugyðjurnar voru á bandi
gestanna. Bestu menn liðsins
voru að vanda þeir Valur Ingi-
mundarson, sem að vísu var ansi
skotglaöur í leiknum, og Eyjólfur
Sverrisson. Sverrir Sverrisson
barðist vel og Haraldur Leifsson
átti einnig góðan leik.
Hjá Þór átti Kristján Rafnsson
mjög góöan leik og er þetta tví-
mælalaust hans besti leikur hjá
félaginu, en hann kom frá
Breiðabliki í haust. Konráð var
frískur að vanda og Jóhann Sig-
urðsson átti einnig góðan leik
þann tíma sem hann spilaði. En
það sem varð Þórsurum að falli
var hræðileg vítahittni og hittu
þeir varla úr helmingi vítaskota
sinna í leiknum.
Stig l’órs: Konráð Óskarsson 24, Kristján
Rafnsson 16, Jóhann Sigurðsson 14, Ei-
ríkur Sigurðsson 7. Birgir Karlsson 5,
Guðmundur Björnsson 4, Björn Sveins-
son 4. Einar Þ. Karlsson 2.
StigTindastóls: Valur Ingimundarson 28.
Eyjólfur Sverrisson 25, Haraldur Leifs-
son 11, Guðbrandur Stefánsson 6. Sverr-
ir Sverrisson 5, Björn Sigtryggsson 4.
Þórsarar réðu í gær Júgóslav-
ann Duricic Milan sem þjálfara
meistaraflokks karla fyrir
næsta keppnistímabil. Milan er
44 ára gamall og starfar nú sem
þjálfari hjá 2. deildarfélaginu
Osijek. Hann hefur starfað
sem þjálfari í 14 ár, en var áður
atvinnumaður hjá 1. og 2.
deildarfélögum í heimalandi
sínu.
í samtali við Dag sagðist Milan
lítast ágætlega á allar aðstæður
hjá Þór. Hann stjórnaði æfingum
með leikmönnum nú um helgina
og sagði að sín biðu mörg verk-
efni þegar hann kæmi í febrúar.
„Ég geri mér grein fyrir því að
leikmenn hér á íslandi eru áhuga-
menn, en ég er vanur að starfa
með atvinnumönnum. Þetta þýð-
ir að sjálfsögðu að ég verð að
aðlaga mig þeim aðstæðum, en
leikmennirnir verða líka að
aðlaga sig mfnum kröfurn," segir
hinn nýi þjálfari Þórs.
Milan kemur hingað til lands 1.
febrúar, en þangað til munu leik-
menn Þórs æfa eftir prógrammi
sem hann skilur eftir. „Eg mun
vega og meta hvern einstakan
leikmann og skilja síðan eftir
æfingar sem henta hverjum ein-
stökum,“ segir hann.
Duricic talar ekki ensku en
þýskan hjá honum er þokkaleg.
Aðspurður kvaðst hann ekki hafa
áhyggjur af tungumálaerfiðleik-
um. „Knattspyrnan er alþjóðleg,
en ég mun leggja mig fram við að
læra íslensku áður en ég kem
hingað til lands í febrúar," sagði
Duricic Milan hinn nýi knatt-
spyrnuþjálfari Þórs.
Samkvæmt heimildum blaðsins
munu einn eða tveir júgóslavn-
eskir leikmenn fylgja Duricic
hingað til lands og leika með
Þórsliðinu næsta sumar.
Tindastóll sigraði Þór á Akur-
eyri 79:76 í Flugleiðadeildinni í
körfu á sunnnudagskvöldið.
Leikurinn var jafn og spenn-
andi, að vísu ekki sérstaklega
vel leikinn, en hin besta
skemmtun fyrir fjölmarga
áhorfendur sem leið sína lögðu
í Höllina þetta kvöld.
Það var mikil stemmning á
áhorfendapöllunum, því stór
hópur stuðningsmanna Tinda-
stóls var mættur frá Sauðárkróki
til að styðja sína menn. Þetta
hleypti blóði í Þórsara á pöllun-
um og var því óspart flautað,
gargað, blístrað og kallað inn á
völlinn.
Stórskytturnar Valur Ingi-
mundarson og Eyjólfur Sverris-
son gáfu tóninn fyrir Sauðkræk-
inga með því að skora fimmtán
fyrstu stig gestanna. Þórsarar létu
það ekki á sig fá og náðu jafn-
harðan að jafna leikinn og var
þar Jóhann Sigurðsson fremstur í
flokki.
Mikil barátta var í leik-
mönnunum og kom það niður á
gæðum leiksins. Kappið var það
mikið að hittnin var afleit hjá
báðum liðum. Tindastóll var þó
ívið sterkari aðilinn framan af og
náðu þeir að komast sex stig yfir
um miðjan fyrri hálfleik.
Þórsarar voru þó ekki á því að
hleypa þeim neitt lengra, og náðu
að jafna leikinn rétt fyrir leikhlé,
en það var síðan Valur sem átti
síðasta orðið í fyrri hálfleik þannig
að Tindastóll var einu stigi yfir
38:37 þegar gengið var til bún-
ingsklefa.
Gestirnir byrjuðu síðari hálf-
ieikinn af miklum krafti og skor-
Samningar undirritaðir. Duricic Milan og Sigurður Arnórsson, formaður
knattspyrnudcildar Þórs. Mynd: GB
uðu grimmt fyrstu mínúturnar.
Skyndilega voru þeir komnir niu
stigum yfir og fór að fara um
aðdáendur Þórsliðsins á pöllun-
um. Á sama tíma kættust Sauð-
krækingar og virtust leikmenn
liðsins geta gert hvað sem er inni
á vellinum.
Heimamenn tóku sig þá saman
í andlitinu og söxuðu smám sam-
an á forskot gestanna og náðu að
jafna leikinn 53:53. En þeim
Það var hart barist ■ leik Þórs og Tindastóls á sunnudagskvöldið eins og sést á þessari mynd.
Mynd: EHB
Staðan í
Flugleiða-
deildinni
Flugleiðadeildin í körfubolta
Ameríkuriðill:
Njarðvík 8 8-0 727:582 16
Vaiur 8 5-3 699:629 10
Grindavík 8 2-6 637:619 4
Þór 8 1-7 634:731 2
ÍS 8 0-8 553:801 0
Evrópuriðill:
IBK 8 7-1 681:578 14
KR 8 6-2 637:589 12
Haukar 8 5-3 760:671 10
ÍR 8 4-4 598:572 8
Tindastóll 8 2-6 676:736 4
Úrslit uin helgina:
Þór-UMFT 76:79
KR-ÍS 108:71
UMFG-ÍR 59:61
Valur-Haukar 77:69
ÍBK-UMFN (framlengt) 82:84
Næsti leikur Tindastóls er í
kvöld er Grindvíkingar koma í
heiinsókn á Sauðárkrók.
Þór leikur á fimmtudaginn viö
KR fyrir sunnan.
Knattspyrna:
Þórsarar ráða Duricic
Tindastóll lagði Þór í hörkuleik
- með aðeins þriggja stiga mun 79:76