Dagur - 01.11.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 01.11.1988, Blaðsíða 15
1. nóvember 1988 - DAGUR - 15 Þessar duglegu stúlkur, þær Brynja Kristjánsdóttir og Hildigunnur Magnúsdóttir héldu hlutaveltu um daginn og söfnuðu 1200 krónum. Peningana afhentu þær Rauða krossinum, þar sem þær sögðust vilja hjálpa hungruðu börn- unum í heiminum. Mynd: tlv Kvöldnámskeið á Akureyri: Andleg þróun og sambúð 7., 8. og 10. nóvember næstkom- andi verður haldið á Akureyri kvöldnámskeið um andlega þró- un og sambúð. Stjórnendur nám- skeiðsins eru Jytta Eiríksson frá Norræna heilunarskólanum og Geir Viðar Vilhjálmsson, sál- fræðingur. Ásamt yfirliti um þróunar- kenningu og fíngerðari vitunar- svið mannsins, mun Jytta Eiríks- son fjalla um forlagatengsl, geislasamræmi, tvíburasálir og þróunarstig með tilliti til maka- vals og framvindu sambúðar. Geir Viðar mun gera grein fyr- ir hinu tvíþætta erfðaeðli manns- ins og skýra áhrif karl- og kven- hlutverkanna í sambúðarferlinu. Hann mun einnig fjalla um „aukaverkanir ástarinnar“, hvernig samsömun getur leitt af samkenndinni, eignarréttartil- finning af einingarkennd eða persónudýrkun komið í stað þeirrar gagnkvæmu virðingar sem nauðsynleg er til viðvarandi farsældar í sambúð. Með æfing- um verður leitast við að skýra hugmyndir þátttakenda um „hið fullkomna hjónaband" og tæki- færi gefst til þess að skoða með aðstoð greiningarlista að hvaða marki núverandi sambúð full- nægir þörfum viðkomandi á nokkrum mikilvægum sviðum mannlífsins. Ekki er nauðsyn á að hjón eða sambýlisfólk komi saman á nám- skeiðið. Né heldur er það for- senda þátttöku að vera í sambúð. Þeir þátttakendur sem hafa hug á því að yfirfæra innsýn sína frá námskeiðinu yfir í samskipti sín við makann geta óskað eftir þvf að vera með í sérstökum hópi. fyrir pör, sem efnt verður til ef áhugi reynist til staðar. Mögu- leiki er einnig á því að fylgja námskeiðinu eftir með vinnu í einkatíma. Þátttökugjald er 2500 kr. fyrir kvöldin þrjú, nemendur Heilun- arskólans greiða 1500 kr. Skrán- ing er í síma milli kl. átta og níu eftir hádegi: 22093 Anna Björg, 24283 Fríða, 26836 Sigríður. og aðrir hestaáhugamenn Munið 60 ára afmælishátíðina í Alþýðuhús- inu laugardaginn 5. nóvember nk. — Glæsilegur þríréttaður matseðill. Jóhann Már Jóhannsson syngur. Hljómsveit Geirmundar leikur t'yrir dansi. Ávörp ★ Glens ★ Gaman ISIú má enginn láta sig vanta. Miðar seldir í Hestasporti og hjá Jóni Ól. Sigfússyni Grund- argerði 2b til niiðvikudagskvölds 2. nóvember. Allir hjartanlega velkomnir. HESTAMANNAFÉLAGIÐ LÉTTIR. FJORÐUNGSSJUKRAHUSIÐ Á AKUREYRI 1/2 staða bókasafnsfræðings við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Halldórs Jónssonar framkvæmda- stjóra, fyrir 15. nóvember nk. Nánari upplýsingar gefur Björg Þórðardóttir bóka- vörður í síma 96-22100 (246). Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Óskum eftir starfsfolki til þjónustustarfa í fullt starf. Einnig fólki í aukavinnu. Eldri en tuttugu ára æskilegt. Upplýsingar á staðnum milli kl. 17 og 18. Ráðhustí Ráðhústorgi 9. Verðköimun NAN N.A.N. gerði verðkönnun á hárgreiðslustofum nú í október, er könnun sem þessi aldrei alveg sambærileg vegna þess að misdýr efni eru notuð á stofunum, einnig verður oft að meta sídd á hári og þykkt og getur verðið þá breyst lítillega. í þessari könnun er ekki svokallað kollapermanent eða strípur sem aðeins eru settar í kollinn. Skrifstofa Neytendafélags Akureyrar og nágrennis er opin sem hér segir alla virka daga frá kl. 9-13 og símatími er sömu daga frá kl. 11-13. Nafn á hárqreióslustofu Klipp- ing Barna- klipp- ing Perman- ent stutt hár Perman- ent milli sitt hár Perman- ent sitt hár Hár- þvott- ur Djúp- næring Blást- ur Lagn- ing Skol Hár- litun Stripur stutt hár Stripur milli- sitt hár Strij sitt hár Monika Hafnarstræti 71 850.- 750.- 2050.- 2300.- 2610.- 150.- 550.- 820.- 720.- 600 .- 1120.- 1280.- 1450.- 1600. Hárfin Geislagötu 10 890.- 790.- 2200,- 2400.- 2600,- 150.- 350.- 700.- 700.- 600.- 900.- 1200.- 1400.- 1600. Þórunn Pálsdóttir Grundargerói 6H 830.- 765.- 2130.- 2450.- 2650.- 215.- 450.- 740.- 690,- 620.- 1155,- 1350.- 1535.- 1700. Salon Hlió Bakkahlið 41 850.- 730.- 2060.- 2270.- 2640,- 170.- 495.- 820.- ■700.- 760.- 1140.- 1300.- 1410.- 1645. B jörk Mánahlið 2 650.- 650,- 1930.- 2200.- 140 .- 400,- 700.- 700.- 1400.- 1000.- 1300.- 1500. Eva Ráóhústorgi 1 840.- 720.- 2075.- 2335.- 2600,- 200.- 520.- 720.- 700.- 510.- 1100.- 1230.- 1460.- 1600. Hárgreiöss. Steinunnar Hafnarstræti 101 850.- 740.- 2080.- 2340.- 2763.- 200,- 550.- 780.- 700.- 550.- 1150.- 1280.- 1470.- 1680. Snyrtihúsið Skipagötu 1 825.- 735.- 2155.- 2365.- 2740.- 180.- 495 .- 795.- 705.- 660.- 1170.- 1295.- 1420.- 1585. Hártiskan Kaupangi vió Mýrav. 850.- 710.- 2100.- 2300.- 2575.- 190.- 485.- 740.- 710.- 660.- 1150.- 1150.- 1330.- 1515. Steinunn Jónsdóttir Háageröi 3 860.- 740.- 2095.- 2330.- 2550.- 170.- 535.- 820.- 695.- 810.- 1135.- 1340.- 1470.- 1600.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.