Dagur - 01.11.1988, Side 8

Dagur - 01.11.1988, Side 8
8 - DAGUR - 1. nóvember 1988 íþróttir Blak: Léttur sigur hjá KA KA átti í litlum erfíðleikum með HSK-liðið í 1. deildinni í blaki. KA sigraði með þremur hrinum gegn engri í Gierárskóla á laug- ardaginn og er nú efst í deildinni með sex stig eftir þrjá leiki. „Eg er nokkuð ánægður með þennan leik,“ sagði Fei, hinn kín- verski þjálfari KA, eftir leikinn. „Það var einhver óróleiki í mönn- um þarna í byrjun, en eftir að okk- ur tókst að yfirvinna það var leikur- inn góður. Vörnin gekk upp og við náðum að yfirspila frekar slakt HSK-liðið,“ sagði hinn geðþekki kínverski þjálfari ánægður á svip. Liðið hefur ekki spilað gegn HSK á þessu keppnistímabili og virtist KA-vélin eitthvað hiksta í byrjun fyrstu hrinunnar. Einfalt uppspil brást, uppgjafirnar fóru í netið og varnarleikurinn var mjög slakur. Afleiðingin var sú að HSK náði forystu 7:3. - gegn HSK 3:0 Fei þjálfara KA leist nú ekki á blikuna og skipti sjálfum sér inn á þegar hér var komið sögu. Pað var ekki að sökum að spyrja að leikur- inn snérist við og sigldu KA-menn hægt og örugglega fram úr og sigr- uðu 15:9: Önnur hrinan var einstefna. Ekki stóð steinn yfir steini hjá HSK- drengjunum og labbaði KA-liðið hreinlega yfir þá í þessari lotu. Uppspilið var gott hjá Hauki og einkum var það Stefán Jóhannsson sem nýtti sér það vel og skoraði fal- leg stig með smössum. Stefán, sem lék með Víkingum í fyrra, styrkir liðið mikið og verður gaman að sjá til hans seinna í vetur þegar hann hefur kynnst liðinu betur. Til að gera langt mál stutt sigraði KA örugglega 15:2 í frekar stuttri hrinu. Smá kæruleysi greip nú um sig í KA-liðinu við þessa litlu mótspyrnu og hresstust HSK-drengirnir örlítið í þriðju hrinunni. Fallegar laum- ur Sigurðar Arnar glöddu augu áhorfenda og þegar staðan var 8:2 fengu varamenn KA að spreyta sig. Ekki skipti það miklu máli fyrir úr- slitin og voru lokatölurnar 15:5 fyrir KA. KA-liðið kemur nú feiknasterkt til leiks í blakinu. Kínverski þjálf- arinn Fei styrkir liðið mikið og Stef- án Jóhannsson er hávaxinn og skemmtilegur leikmaður. „Görnlu" brýnin Stefán Magnússon og Hauk- ur Valtýsson standa alltaf fyrir sínu og ef liðið nær að halda haus ætti það að eiga góðan möguleika á að vinna titil í vetur. HSK er að mestu leyti skipað leikmönnum úr íþróttakennara- skólanum á Laugarvatni og vantar því tilfinnanlega leikæfingu. Þeirra besti maður var Jón Magnússon og vakti feiknastökkkraftur hans mikla athygli. Knattspyrna: Kátt á hjaJla hjá Tindastól Uppskeruhátíð yngri flokka Tindastóls í knattspyrnu fór fram í félagsaðstöðu Gagnfræðaskól- ans síðasta sumardag. Það var knattspyrnudeild félagsins sem hafði veg og vanda af þeirri hátíð og mættu um 100 ungmenni. Áður en afhending verðlauna fór fram fengu ungu knattspyrnu- mennirnir að gæða sér á pizzum og kók, eins og þeir gátu í sig látið, og var það nýtt til hins ýtrasta. Það voru þjálfarar flokkanna sem afhentu verðlaun og byrjað var á 7. flokki. Þar voru hlutskarpastir Ingi Elvar Árnason, Haukur Skúla- son og Birgir Óli Sigmundsson. Ingi var álitinn bestur, Birgir sá efnileg- asti og Haukur var með bestu ástundun. Þjálfari 7. flokks var Bjarni Jóhannsson. í 6. flokki var Davíð Rúnarsson bestur, Jón Kort Snorrason sá efni- legasti og Víðir Kristjánsson með besta ástundun. Daníel Kristjáns- son fékk verðlaun sem besti leikmaður 5. flokks og auk þess var hann markakóngur yngri flokk- anna, skoraði 21 mark. Hilmar Hilmarsson var efnilegastur í 5. flokki og Þráinn Björnsson sýndi bestu ástundum við æfingar í þeim flokki. Þjálfari 6. og 5. flokks var Árni Ólason. Finnur Kristinsson ber titilinn besti leikmaður 4. flokks í ár og sá efnilegasti var kjörinn Smári Björnsson. Hinrik Heiðar Gunn- arsson var með bestu ástundun í 4. flokki. Meðal stórafreka 4. flokks á þessu ári má nefna ferð á Norway cup í Ósló, þar sem strákarnir stóðu sig prýðisvel. Þjálfari 4. flokks var Páll Brynjarsson. Það var erfitt hlutskipti þjálfara 3. flokks, Þórarins Thorlacíus, að tilnefna verðlaunahafa síns flokks. Margir stóðu sig vel í sumar en það var Smári Eiríksson sem var kjör- inn sá besti og Orri Hreinsson sá efnilegasti og um leið iðnaðstur við markaskorun, jafnt í 3. flokki sem 2. flokki. Þá fékk markvörður 3. flokks, Stefán Vagn Stefánsson, verðlaun fyrir ástundun við æfing- ar, en Stefán stóð sig vel í sumar og er framtíðarmarkvörður Tinda- stóls. Að lokum voru veitt verðlaun til 3. flokks kvenna, en það var í fyrsta skiptið í sumar sem félagið sendi lið til keppni í þeim flokki. Stelpurnar stóðu sig með ágætum þar undir stjórn Eysteins Kristinssonar þjálf- ara liðsins. Besti leikmaður 3. flokks kvenna var valin Berglind Pálsdóttir, Arney Þórarinsdóttir var sú markhæsta og efnilegasta og mesta ástundun og framfarir sýndi Heba Guðmundsdóttir. Þá hlaut Árni Þóroddur Guð- mundsson úr 6. flokki verðlaun fyr- ir að sýna mestu framfarir í yngri flokkum Tindastóls í sumar. Kjötvinnsla KS gaf pizzur á upp- skeruhátíðina og gosið kom frá Magnúsi Svavarssyni, að vanda. -bjb Verðlaunahafar úr yngri flokkum Tindastóls í knattspyrnu samankomnir að lokinni uppskeruhátíð. Kínverjinn Fei tekur hér á móti uppgjöf. Nafnarnir Stefán Jóhannsson og Stefán Magnússon fylgjast spenntir með. Mynd: ehb Evrópumót í knattspyrnu: Guðjón og Sæmundur í lögreglulandsKðinu - sem keppti gegn Svíum og Irum fyrir írum 3:1. Guðjón skoraði mark íslendinga gegn Irum úr víta- spyrnu en Karl Sæberg Júlíusson skoraði markið gegn Svíum. Það voru Svíar sem sigruðu í þessari undankeppni og komast áfram í keppninni. Þess má geta að Guðjón hefur samið við KA um áframhaldandi þjálfun liðsins næsta sumar og eru þá bæði Akureyrarliðin komin með sín þjálfaramál á hreint. Tveir liðsmenn lögreglunnar á Akureyri kepptu með lögreglu- landsliðinu í undankeppni Evrópu- keppni lögreglulandsliða í knatt- spymu sem fram fór í Svíþjóð um helgina. Þetta voru þeir Guðjón Þórðarson og Sæmund- ur Sigfússon. Andstæðingar íslendinga voru írar og Svíar og töpuðum við báð- um leikjunum, fyrir Svíum 4:1 og Guðjón Þórðarson og Sæmundur Sigfússon galvaskir þrátt fyrir töpin. Guðjón hefur nú gengið frá samningi við KA. Skíði: Mótaskrá SKÍ 1988 komin út Mótaskrá Skíðasambands Islands er komin út. Fyrstu punktamót vetrarins verða hald- in á Siglufírði dagana 28. og 29. janúar, bæði í alpagreinum og norrænum greinum fullorðinna. Dagur mun fylgjast með skíða- vertíðinni að vanda og munum við fljótlega birta mótaskrána í heild sinni. Þá munum við einnig ræða við afreksfólkið sem nú er á fullu að undirbúa tímabilið. Ekki má gleyma yngri kynslóðinni, en nú er stór fjöldi barna og unglinga sem stundar skíðaæfingar af kappi um allt Norðurland. Ef þið lesendur kærir hafið ein- hverjar hugmyndir um hvernig er best að standa að þessum málum værum við þakklát ef þið hefðuð samband við íþróttadeild Dags og skýrðuð frá hugmyndum ykkar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.