Dagur - 01.11.1988, Side 4
4 - DAGUR - 1. nóvember 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (iþróttir),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON
(Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON,
FRI'MANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Óorðheldni
Bandaríkjastjómar
Bandaríkjastjórn hefur orðið uppvís að grófu
broti á samkomulagi því sem ísland og
Bandaríkin gerðu með sér vegna hvalveiða
íslendinga í vísindaskyni. Staðfestar fregnir
hafa borist af því að háttsettur bandarískur
embættismaður hafi í fullu umboði viðskipta-
ráðherra Bandaríkjanna lagt hart að Japönum
að hætta að kaupa hvalkjöt af íslendingum. í
staðinn hét hann þeim ákveðnum fríðindum
af hálfu Bandaríkjastjórnar. Japanir sýndu
drenglyndi er þeir höfnuðu þessu tilboði þeg-
ar í stað en létu utanríkisráðuneytið hér á
landi vita af því sem þarna hafði farið fram.
Þessar fréttir bárust hingað til lands aðeins
örfáum dögum eftir að George Schultz, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna fullvissaði Jón
Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
íslands, um að Bandaríkin myndu í einu og
öllu starfa samkvæmt því samkomulagi sem
ríkin gerðu með sér vegna hvalveiða íslend-
inga í vísindaskyni. Það er því full ástæða til
að bregðast harkalega við þessum tvískinn-
ungshætti bandarískra stjórnvalda.
íslenska utanríkisráðuneytið lítur þannig á
mál þetta, að bandarísk stjórnvöld séu að
teyma íslensk stjórnvöld á asnaeyrunum,
enda er vandséð að hægt sé að túlka þetta á
annan veg. Framkomu Bandaríkjastjórnar var
þegar mótmælt harðlega og Jón Baldvin
Hannibalsson, utanríkisráðherra, ítrekaði
mótmæli sín með því að aflýsa fundi sem
hann hafði ætlað að sitja með helstu ráða-
mönnum varnarliðsins í Keflavík. Utanríkis-
ráðherra skýrði sendiherra Bandaríkjanna hér
á landi frá því að fundinum hefði verið aflýst
gagngert til þess að koma þeim skilaboðum
ótvírætt til skila að íslendingar kynnu því illa
að vera hafðir að fíflum í viðræðum æðstu
ráðamanna landanna.
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð-
herra, hefur gengið vasklega fram í máli
þessu. Bandaríkjastjórn hefur ekki einungis
brotið gróflega það samkomulag sem ríkin
tvö gerðu með sér vegna hvalveiða okkar,
heldur einnig þær reglur sem Bandaríkja-
stjórn segist almennt fylgja í milliríkjavið-
skiptum. Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra hefur látið hafa eftir sér að Banda-
ríkjastjórn skuldi íslendingum afsökun vegna
þessa. Það er síst orðum aukið. BB.
viðtal dagsins
Margrét Skúladóttir, kaupkona á Blönduósi.
Það hlýtur að vera
þægilegra og ódýrara að
versla í sirnii heimabyggð
- segir Margrét Skúladóttir kaupkona
sem rekur tískufataverslun á Blönduósi
Það er Margrét Skúladóttir
sem er í viðtali dagsins að
þessu sinni. Hún rekur tísku-
fataverslunina „Búðin sér-
verslun“, á Blönduósi. Dagur
heimsótti Möggu Skúla, eins
og hún er yfirleitt kölluð, til að
fræðast um hvernig væri að
reka sérhæfða verslun í svo litl-
um bæ sem Blönduós er.
„Pað gengur nú svona og svona
vegna þess að í tískuvöruverslun
þarf að vera til fatnaður á fólk frá
tólf ára aldri til níræðs eða
hundrað ára. Bæði fyrir karl-
menn og konur þannig að vöru-
úrvalið þarf að vera mikið ef vel á
að siona þörfum viðskiptavin-
anna því sumir þurfa stórar flíkur
og aðrir litlar. Á svona litlum
stað gengur ekki að selja tvær
flíkur sem eru eins. Þú getur far-
ið til Reykjavíkur og keypt þér
fatnað án þess að þurfa að hugsa
um að einhver annar hafi keypt
eins föt. Það hverfur í svo stóru
samfélagi en gengur ekki hér,“
sagði Magga.
- En hvernig er hægt að
bregðast við svona vandamáli?
„Eg reyni að stíla upp á að
kaupa aldrei inn tvær flíkur sem
eru alveg eins en stundum er
maður skikkaður af seljendum
vörunnar til að taka meira og þá
reynir maður að losna við það
eitthvað í burtu. Þetta getur ver-
ið erfitt en það er mjög gaman að
standa í þessu.“
- Nú eru það fleiri en Blönd-
ósingar sem versla við þig. Ef
flíkurnar eru eins getur þú þá
ekki selt eina á Blönduós, aðra á
Skagaströnd og þá þriðju á
Hvammstanga?
„Auðvitað, en þú sérð það
sjálfur að ég get ekki sagt við
Skagstrendinginn, getur þú ekki
keypt þessa flík vegna þess að
það er einn hér á Blönduósi
búinn að kaupa aðra eins.
Ég get heldur ekki sagt, þú ætt-
ir ekki að kaupa þessa flík af því
að hún Gunna er búin að kaupa
aðra eins. Þetta er allt svolítið
flókið og þess vegna reyni ég,
þegar ég verð að kaupa fleiri en
eina flík sem eru eins, að hafa
þær a.m.k. ekki í sama lit. Þetta
vandamál á auðvitað einungis við
um tískufatnaðinn.“
- Hvenær byrjaðir þú að
versla hérna?
„Það var um síðustu áramót,
en það var búin að vera hliðstæð
verslun hér á staðnum áður.
Þessar verslanir voru yfirleitt í
fyrstu reknar í bílskúrum sem
voru dálítið út úr og fólk fór ekki
þangað nema það væri að leita að
einhverju sérstöku. Fólk rakst
ekki bara inn til að skoða hvað
væri á boðstólum. Síðan þetta
fluttist hingað í Alþýðubanka-
húsið hefur verið vaxandi
straumur af fólki. Þá getur fólk
komið hér við án þess að taka á
sig sérstakan krók. Það eiga svo
margir leið hér um aðalgötuna í
bænum.
Aftur á móti þori ég að full-
yrða að það eru að minnsta kosti
40% Blöndósinga sem ekki hafa
svo mikið sem litið hérna inn.
Þannig að það fólk hefur ekki
hugmynd um hvað er boðið upp á
hér nema það sem það hefur frétt
hjá nágrannanum. Blöndósingar
fara mikið í burtu til að versla og
geta lent í því að koma heim með
sams konar flíkur og ég er búin
að selja hérna vegna þess að ég
flyt vöruna ekki inn sjálf en kaupi
hana af öðrum, heildsölum eða
einkafyrirtækjum. Fólk getur
lent í því að kaupa samskonar
fatnað og ég hef selt hér heima,
bæði í Reykjavík og á Akureyri
og jafnvel á Selfossi.
Fólki finnst bara allt annað að
lenda í þessu ef flíkin er keypt
annars staðar en ef ég er með
tvær flíkur eins til sölu.“
- Verslar þú við marga heild-
sala og fylgja þessu ekki mikil
ferðalög vegna innkaupa?
„Jú, ég kaupi inn frá nokkuð
mörgum en ferðalögin eru ekki
mjög mikil vegna þess að þeir
sem ég versla við eru mjög
almennilegir og senda mér stórar
sendingar sem ég má velja úr það
sem ég vil versla með og senda
hitt til baka. Það eru daglegar
ferðir héðan svo þetta er mjög
þægilegt.“
- Eru viðskiptavinirnir fólk á
öllum aldri?
„Já, það finnst mér vera og ég
reyni að eiga til föt á alla aldurs-
hópa. Ég þarf að hafa mjög breitt
svið. Ég verð að eiga til hvers-
dagsfatnað og svo þegar verða
einhverjar uppákomur verð ég að
hafa sparifatnaðinn til. Fólk úti á
landi gerir mjög miklar kröfur til
fatnaðar og fylgist vel með og vill
alltaf fá það sem er nýjast á
markaðinum hverju sinni."
- Ef þú fréttir af því að það
eigi að fara að halda árshátíð eða
þorrablót, ferð þú þá og gerir
stór innkaup?
„Þá er bara legið í símanum og
hringt í allar áttir og allt sett í
gang til að útvega það sem
vantar."
- Er ekki salan að stórum
hluta bundin einhverjum sérstök-
um viðburðum í skemmtanalíf-
inu?
„Jú, þessi sparilína er bundin
árshátíðum og öðru slíku og í
þeirri línu er markaðurinn hjá
mér mestur yfir veturinn. En ég
verð líka að hafa til peysur og
gallabuxur og svoleiðis fatnað
sem alltaf er gengið í en svo verð-
ur allt vitlaust þegar eitthvað
sérstakt er að um að vera. Þá
vantar alla allt á sama degi.“
- Hvenær er Búðin opin?
„Búðin er opin frá klukkan eitt
til sex alla virka daga og frá eitt
til fjögur á laugardögum. Ég er í
annarri vinnu alla virka daga fyrir
hádegi.“
- Er ekki slæmt fólk skuli ekki
nýta betur þá þjónustu í verslun
sem boðið er upp á hér heima?
„Mér finnst skrítið að fólk
skuli ekki kanna hvað það getur
fengið í heimabyggðinni áður en
það leitar annað því það hlýtur
að vera bæði ódýrara og þægi-
legra að versla heima heldur en
að sækja þá þjónustu lengra til,“
segir Magga að lokum. fh