Dagur - 01.11.1988, Side 14
14 - DAGUR - 1. nóvember 1988
Matvöruverslanir KEA
Tilboð
vikunnar
frá 31. október til 5. nóvember
Viðmiðunarverð kr
Viðmiðunarverð kr
45 g í dósum Kr
Viðmiðunarverð kr
í lofttæmdum
umbúðum.
kg. Viðmiðunarverð kr
í lofttæmdum
umbúðum.
kg. Viðmiðunarverð kr
■■*] 1 mTí^l
Aðalfundur Bridgefélags Sigluíjarðar:
Níels útnefhdur
heiðursfélagi
Aðalfundur Bridgefélags Siglu- 2.-3. Birgir Björnsson -
fjarðar var haldinn mánudaginn
10. okt. 1988 að Hótel Höfn
Siglufirði. Á fundinum var kosin
ný stjórn og hana skipa eftirtaldir
menn: Bogi Sigurbjörnsson for-
maður, Rögnvaldur Pórðarson
ritari, Guðmundur Árnason
gjaldkeri, Hafliði Hafliðason
áhaldavörður og Þorleifur Har-
aldsson meðstjórnandi.
Á fundinum var Níels Frið-
bjarnarson útnefndur heiðursfé-
lagi bridgefélagsins fyrir mikil og
góð störf í þágu félagsins.
Þennan mánudag var spilað
svonefnt Eggertsmót, sem er til
minningar um Eggert Theódórs-
son, er lengi var formaður félags-
ins.
Úrslit mótsins urðu þessi:
1. Anton Sigurbjörnsson -
Bogi Sigurbjörnsson
2. -3. Sigfús Steingrímsson -
Sigurður Hafliðason
Stig
147
128
Þorsteinn Jóhannesson 128
4. Rögnvaldur Þórðarson -
Þorsteinn Jóhannsson 123
5. Björn Þórðarson -
Jóhann Möller 118
Mánudaginn 17. okt. sl. var
spilaður svonefndur landství-
menningur, en sömu spil voru
spiluð um land allt.
Úrslit urðu þessi:
Stig
1. Ásgrímur Sigurbjörnsson -
Jón Sigurbjörnsson 203
2. Sigfús Steingrímsson -
Sigurður Hafliðason 188
3. Anton Sigurbjörnsson -
Bogi Sigurbjörnsson 183
4. ísak Ólafsson -
Viðar Jónsson 171
5. -6. Haraldur Árnason -
Hinrik Aðalsteinsson 169
5.-6. Haukur Jónsson -
Örn Þórarinsson 169
Fjöldi para er þátt tóku í mót-
inu voru 14.
Bæjakeppni í bridds á Siglufirði:
Enn sigruðu
Akureyringar
Hin árlega bæjakeppni milli
Akureyrar og Siglufjarðar í
bridds, fór fram á Siglufirði 22.
og 23. október sl. Fimm sveitir
mættu til keppni frá hvorum
aðila. Akureyringar fóru með
sigur af hólmi, eftir jafna og
spennandi keppni, hlutu 738
stig gegn 662 stigum Siglfirð-
inga. Siglfirðingum virðist
ganga afar illa að bera sigurorð
af Akureyringum í þessari
íþrótt þegar bæjakeppnin er
annars vegar, þótt þeim sækist
það prýðilega í öðrum mótum.
Spilamennska hófst um hádegi
á laugardag og voru spilaðir 8
spila leikir milli sveita. Síðari
umferðin fór fram daginn eftir.
Lokastaða efstu sveita varð þessi:
1. Sveit Péturs Guðjónssonar,
Akureyri: 167 stig
2.-3. Sveit Soffíu Guðmunds-
dóttur, Akureyri: 157 stig
2.-3. Sveit Viðars Jónssonar,
Siglufirði: 157 stig
4. Sveit Steinars Jónssonar,
Siglufirði: 156 stig
5. Sveit Birgis Björnssonar,
Siglufirði: 150 stig
6. Sveit Gunnars Berg,
Akureyri: 146 stig
7. Sveit Hellusteypunnar,
Akureyri: 136 stig
8. Sveit Stefáns Vilhjálmssonar,
Akureyri: 132 stig
Mótttökur Siglfirðinga voru
þeim til mikils sóma að vanda.
Bæjakeppnin verður næst haldin
á Ákureyri að ári og er ekki að
efa að Siglfirðingar munu leggja
kapp á að hafa bikarinn með sér
heim að þeirri keppni lokinni.
Sungið af krafti
í Passíukómum
Passíukórinn á Akureyri æfir nú
af kappi fyrir aðventutónleika
sem haldnir verða í desember nk.
Viðfangsefni þessara tónleika eru
tvö, upprunnin í Frakklandi og
Þýskalandi: Messe de minuit eftir
Marc Antoine Charpentier og
Meine Seele erhebt den Herrn
eftir Georg Philipp Telemann.
Fyrra verkið er messa sem
byggð er á gömlum frönskum
jólalögum. Höfundurinn, Charp-
entier var uppi á sautjándu öld.
Verkið er skrifað fyrir blandaðan
kór, einsöngvara, hljómsveit og
orgel. Passíukórinn hefur áður
flutt þessa messu og var þeim
tónieikum útvarpað. Kórinn hef-
ur að undanförnu flutt nokkur
verka Telemanns og síðari hluti
tónleikanna verður eitt þeirra,
Magnificat, sem er fyrir kór,
hljómsveit og fjóra einsöngvara.
Verkið er einnig af kirkjulegum
toga og er textinn lofsöngur
Maríu meyjar, „Önd mín lofar
Drottin".
Passíukórinn hefur um árabil
staðið fyrir tónlistarflutningi á
Akureyri og heldur ótrauður
áfram á sömu braut. Að jafnaði
hefur hann haldið tvenna tón-
leika árlega þar sem hljóðfæra-
leikarar og einsöngvarar hafa
með kórnum flutt mörg tónverk.
Það er ánægjuleg þróun að á síð-
ustu árum hefur að mestu leyti
verið hægt að fá tónlistarfólkið
hér á heimaslóðum, sem gerir
tónleikahald auðveldara við-
fangs. Áhugi á þátttöku í kór- og
tónlistarstarfi fer nú vaxandi hér
á Akureyri. í framhaldi af því má
geta þess að Passíukórinn getur
enn bætt við sig fólki í allar radd-
ir og allir þeir sem áhuga hafa eru
hvattir til að hafa samband við
stjórn kórsins sem gefur fúslega
allar nánari upplýsingar um kór-
starfið, verkefni, æfingatíma og
framtíðaráætlanir.
Á aðalfundi Passíukórsins,
sem haldinn var fyrir skömmu
voru eftirtaldir kosnir í stjórn:
Sólveig Hallgrímsdóttir (s. 26557),
Amheiður Eyþórsdóttir (s. 24533),
Auður Árnadóttir (s. 24812),
Harpa Arnardóttir (s. 31112) og
Jos Otten (s. 21232). Kórinn er
nú á sínu sautjánda starfsári og
hefur Roar Kvam stjórnað hon-
um frá upphafi af fádæma elju-
semi.
Fréttatilk. frá Passíukórnum á Akureyri.