Dagur - 05.11.1988, Síða 6
6 - DAGUR - 5. nóvember 1988
Það var ekki minni maður en Winston Churshill sem sagði eitt sinn: „Ef þú
vilt gera barninu þínu gott, gefðu því hest.“ Margir eru honum sammála og
einn þeirra er Jón Olafur Sigfússon formaður hestamannafélagsins Léttis, en
félagið er 60 ára í dag. Félagsmenn í Létti eru nú tæplega 300 talsins, en
margt hefur borið á góma frá stofnun og mikið verk verið unnið. Eitt af því,
er bygging nýs félagsheimilis sem vígt verður í dag. Dagur kom við í nýja fé-
lagsheimilinu og fékk Jón Ólaf til þess að rekja sögu félagsins í stuttu máli.
Þessi mynd er nokkuð komin til ára sinna, en hér er kominn Steingrímur
Matthíasson héraðslæknir, sonur þjóðskálds íslendinga.
Léttir 60 ára í dag:
„Bœdi skemmtiledr og letöinlegir
atburðir ofarlega í hugaa
- afmælisspjall við Jón Olaf Sigfússon formann í tilefni dagsins
„Félagið var stofnað 5.
nóvember 1928 af nokkrum
áhugasömum hestamönnum á
Akureyri. Fyrsti formaður þess
var Pálmi Hannesson en með
honum í stjórn voru Sigurður
Hlíðar dýralæknir og Þorsteinn
Þorsteinsson ferðamáiahöfðingi
og faðir Tryggva Þorsteinssonar
skátaforingja. Árið 1932 má
segja að deyfð hafi fallið yfir
félagið í tíu ár, þó allan tímann
hafi það verið virkt. Árið 1942
var haldinn nokkurs konar annar
stofnfundir og ný stjórn kjörin.
Formaður hennar var Jón Geirs-
son, ritari Hjörtur Gíslason og
gjaldkeri Ragnar Ólafsson. Eftir
það hefur félagið starfað sam-
fleytt.
Tamningastöð
á Eyrarlandsholti
Fyrstu mál félagsins, bæði frá
upphafi og endurvakningu voru
fyrst og fremst kappreiðar, haga-
mál og hin venjulegu hagsmuna-
mál félagsins eins og þau eru í
dag. Fyrstu stóru tíðindin gerast
1944, en þá er keypt fyrsta húsið
sem félagið eignast. Húsið var
keypt undir tamningastöð á Eyr-
arlandsholti þar sem Verk-
menntaskólinn á Akureyri stend-
ur núna, en þar var rekin tamn-
ingastöð samfleytt til 1962. Auk
þess að þjóna sem tamningastöð,
var húsið félagsmiðstöð þess
tíma.“
Félagið réðst í það stórvirki
1962 að kaupa jörðina Kaup-
vangsbakka fram með Eyjafjarð-
ará og þá jörð á félagið enn í dag.
Hún er notuð til sumarbeitar fyr-
ir hesta félagsmanna, en hver veit
nema sú jörð eigi eftir að verða
verðmæt þegar áin fer að verða
dýrmæt laxveiðiá. „Við fengum í
fyrsta skipti í sumar greiddan arð
af ánni, svo hún er farin að skila
okkur örlitlusagði Jón Ólafur.
Landssamband hestamannafé-
laga var stofnað 1949 og árið eftir
gekk Léttir í það samband. „Við
erum þriðja elsta hestamannafé-
lagið á landinu á eftir Fák í
Reykjavík og Glað í Dalasýslu,
en það félag var stofnað nokkr-
um mánuðum á undan okkur.
Það má segja að það hafi verið
tímaskekkja þess tíma, en strax
Hið nýja og glæsilcga félagsheimili Léttis verður vígt í dag.
Mynd: TLV
- *f
WWEYm
'Á afmæli Akureyrarbæjar á síðasta ári, fóru félagsmenn Léttis skrautreið
um bæinn og hér situr Birgir Árnason hestinn Aron t.v. og Hólmgeir Valde-
marsson er á Jörva.
um 1950 var farið að ræða um
orlofsbúðir fyrir hestamenn og
talað um að við reyndum að
komast inn á Fnjóskadal. Var
þetta mál í deiglunni allt til 1981
en þá var gerður samningur við
hreppsnefnd Hálshrepps um
afnot af eyðijörðinni Sörlastöð-
um, sem við höfum í dag. Jörðina
erum við búnir að byggja veru-
lega upp og hyggjumst halda því
áfram. Menn fara þarna austur á
sumrin með sína hesta og fjöl-
skyldur og halda þarna til um
lengri eða skemmri tíma. Mér er
nær að halda að Léttir sé fyrsta
hestamannafélagið á landinu sem
kemst yfir svona aðstöðu.
Öflug kvennadeild
í kringum 1970 förum við að
huga að framtíðar mótssvæði fyr-
ir Léttismenn og þá erum við
búnir að vera með skeiðvöll í
dálítinn tíma á Stekkjarhólma
fram með Eyjafjarðará. Sá völlur
var alltaf dálítill vandræðagripur,
því hann átti til að fara á kaf í
vatni alltaf þegar átti að nota
hann svo það þurfti að hugsa fyrir
betri stað. Það var farið að líta í
kringum sig og staðnæmst inn við
Melgerðisntela. Árið 1975 náð-
um við tangarhaldi á þeim stað
með leigusantningi við Saurbæj-
arhrepp og erum búnir að byggja