Dagur - 05.11.1988, Síða 8

Dagur - 05.11.1988, Síða 8
8 - DAGUR - 5. nóvember 1988 Adalsteinn Svanur og myndin Land og synir. Myndir: EHB IUMFERÐAR • ráð (t : uy »•,"» -v . , VDef ^KRYLLAKK ^^innrétiiPg* húsgöjji0^ “USTMALNING Athyglisverð málverkasýning - Aðalsteins Svans Sigfússonar um síðustu helgi í Dynheimum Aðalsteinn Svanur Sigfússon, listmálari, hélt athyglisverða málverkasýningu í Dynheim- um um síðustu helgi. Aðal- steinn hefur tekið þátt í all- mörgum samsýningum en þetta var fjórða einkasýning Nu færðu málninguna í Hrísalundi Höfum opnaö málningadeild í Kjallaranum Hrísalundi Þar fæst allt er þarf til málningavinnu. Spartl, penslar, límbönd, bakkar, rúllur svo eitthvað sé nefnt. hans á Akureyri. Fjórtán verk voru á sýning- unni, sem var alira góðra gjalda verð að dómi undirritaðs. Mynd- irnar hafa yfir sér mjög persónu- legan blæ en erfitt er að kenna þær við ákveðna stefnu í myndlist, nenia einna helst blöndu af framúrstefnu og impressiónisma. Mörg verkin eru einkennilega grípandi og koma á óvart, t.d. myndin Flugmaður. Stærsta verkið á sýningunni var myndin „Land og synir," og sést hún hér að ofan. Aðalsteinn Svanur sagði að- spurður að það hefði vissulega verið slæmt fyrir myndlistarmenn á Akureyri og nágrenni að Gall- erí Glugginn skyldi leggja upp laupana. Þar hefði verið góð aðstaða til sýninga. Þó er það skoðun hans að rekstur gallería og slíkt eigi ekki að vera hlutverk listamannanna sjálfra heldur Syndafallið. bissnesmanna, eins og hann komst að orði. Sýning Aðalsteins, sem var sölusýning, var vel sótt. Aðal- steinn sagði að sér virtist áhugi fyrir myndlist vera stöðugur og hvorki meiri né minni en hefur verið í áranna rás á Akureyri. EHB af erlendum vettvangi i Austrænir kakkalakkar gera innrás í Florída SÍMI (96)21400 Kjallari, Hrísalundi 5 Óboðnir gestir hafa hreiðrað um sig hjá Bandaríkjamönnum. í nóvember 1985 eitruðu mein- dýraeyðar í Flórída þrívegis fyrir kakkalakka hjá einum af föstum viðskiptamönnum sínum. Yfir- ferðin var þrítekin sem venja mun vera, ef tryggt skal, að meindýrum þessum sé útrýmt í húsurn inni. En þegar meindýra- eyðarnir komu aftur á staðinn í febrúarmánuði 1986 urðu þeir meira en lítið undrandi, er þeir sáu að ennþá voru þarna kakka- lakkar - og ekki fáein kvikindi, heldur voru þeir þúsundum sam- an á flötinni fyrir framan húsið. Það kom í Ijós, að kakkalakkar voru um allt í nágrenninu. Þeir trufluðu fólk við að horfa á sjón- varpið, því að þeir lentu á björt- um skerminum, og morgun hvern varð hver fjölskylda að fjarlægja svo sem 200-300 kakkalakka und- an dyramottunni. Það stóð í sérfræðingunum að skilja þetta undarlega háttalag kakkalakkanna, þar til það rann upp fyrir þeim, að um var að ræða kakkalakka-tegund, sem heima á í Suðaustur-Asíu, Ind- landi og Suður-Kína, og hefur aidrei fyrr fundist utan Austur- landa fjær. Nú er komið í ljós, að kakka- lakkar þessir hafa dreift sér um ca. 1500 ferkílómetra svæði í Flórída milli Saint Petersburg og Lakeland. Sérfræðingarnir telja, að skepnurnar hafi borist til landsins um hafnarborgina Tarnpa, og þar sem um er að ræða tegund, sem lifir utan dyra, er ekkert sem getur stöðvað útbreiðslu þeirra nema vetrar- kuldar. Talið er, að á austurströnd Bandaríkjarína geti kakkalakk- arnir þrifist allt norður að Mary- land, og í vestri geti þeir farið norður að ríkinu Washington. Þar sem kvikindunum tekst að finna sér bústaði í gróðurhúsum eða öðrum hlýjum stöðum, má auðvitað gera ráð fyrir, að á sumrin sæki þeir út á graslendi og önnur ræktarlönd. (III. Videnskab. - Þ.J.) Svona líta þau út greyin, sem fluttu frá Austurlöndum tjær til Florída og una þar hiö besta.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.