Dagur - 05.11.1988, Qupperneq 9
5. nóvember 1988 - DAGUR - 9
Kynning
ci ensku
li&ununn
Aftasta röð frá vinstri: Paul Rideout, Andy Townsend (nú hjá Norwich), Matt-
hew Le Tissier, Colin Clarke, Alan Shearer. Miðröð: Rodney Wallace,
Gordon Hobson (nú hjá Lincoln), Graham Baker, Tim Flowers, Glenn Cock-
erill, John Burridge, Andy Cook, Gerry Forrest, Derek Statham. Fremsta röð:
Don Taylor (sjúkranuddari), Russell Osman, Kevin Moore, Chris Nicholl,
framkvæmdastjóri, Jimmy Case, Danny Wallace, Dennis Rofe (þjálfari).
SOUTHAMPTON
Southampton kom mjög á óvart
í upphafi leiktímabilsins og sigr-
aði í sínum fyrstu þrem leikjum
og var því um tíma í efsta sæti
deildarinnar. Þeir voru nærri að
sigra í fjórða leiknum, en
Arsenal jafnaði er sjö mín. voru
komnar fram yfir venjulegan
leiktíma. í þeim leik missti liðið
tengiliðinn Clenn Cockerill
kjálkabrotinn út af, en þessi
byrjun liðsins er sú besta síðan
liðið varð í öðru sæti 1984 á eft-
ir Liverpool. Undanfarin ár hefur
liðið verið um miðbik 1. deildar
þar til í fyrra að liðið lenti í basli
og þegar Southampton tapaði
heima gegn Charlton í mars var
útlitið Ijótt, en 13 stig úr síðustu
8 leikjum liðsins björguðu því
frá falli í 2. deild. í þessum síð-
ustu leikjum lék 17 ára nýliði,
Alan Shearer stórt hlutverk og
varð yngsti leikmaðurinn til að
skora þrjú mörk í 1. deildarleik.
Hann er einn margra unglinga
sem eru að koma upp hjá Sout-
hampton um þessar mundir.
Tvíburabræðurnir Rodney og
Raymond Wallace eru taldir
mjög efnilegir, en eldri bróðir
þeirra Danny er einnig alinn upp
hjáfélaginu og hefur hann leikið
landsleik fyrir England. Matt-
hew Le Tissier hávaxinn sókn-
armaður er einnig mjög efnileg-
ur og skorar mikið af mörkum.
En í liðinu eru einnig eldri og
reyndari leikmenn, markvörður-
inn John Burridge 36 ára með
nærri 600 deildaleiki að baki og
vörnin, Gerry Forrest, Kevin
Moore, Russell Osman og Derek
Statham hafa samtals yfir 1.600
deildaleiki að baki. Statham var
keyptur frá W.B.A. fyrir
£100.000 í ágúst á síðasta ári
og var hann kjörinn leikmaður
ársins hjá félaginu í fyrra. Hann
hefur leikið 3 landsleiki fyrir
England og um tíma leit út fyrir
að hann færi til Liverpool, en við
læknisskoðun kom í Ijós hjarta-
galli og Liverpool hætti við
kaupin.
Jimmy Case 34 ára hefur 13
ára reynslu í 1. deild. Miðvallar-
Framkvœmdasflórinn
Chris Nicholl er nú að hefja sitt fjórða ár með liðið og hefur nýlega
gert samning til næstu tveggja ára. Hann tók við af hinum gamal-
kunna Lawrie McMenemy og þrátt fyrir hrakspár hefur honum
tekist að ná góðum árangri með liðið. Aðstoðarmaður hans, Tony
Barton var hins vegar rekinn í sumar. Nicholl erfyrrum miðvörður
hjá Southampton og lék 51 landsleik fyrir N.-írland á sínum tíma.
Hann var leikmaður og aðstoðarframkvæmdastjóri hjá
Grimsby í tvö ár áður en hann tók við stjórninni hjá Southampton
í júlí 1985.
Undir hans stjórn hefur Southampton tvívegis komist í undan-
úrslit í bikarkeppni, en var slegið út af Liverpool í bæði skiptin.
Þ.L.A.
Kaup og sölur
leikmaður sem lék lengi með
Liverpool, en varseldurtil Sout-
hampton að því talið er vegna
þess hve honum þótti bjórinn
góður.
Norður-írski landsliðsmið-
herjinn Colin Clarke var keyptur
frá Bournemouth fyrir rúmum
tveim árum og hefur verið aðal
markaskorari liðsins síðan.
Southampton hefur aldrei
sigrað í 1. deild, en liðið varð
sigurvegari í 3. deild 1922 og
1960. Þeirra stærsti sigur kom
þó árið 1976 er liðið sigraði
Manchester Utd. í úrslitaleik
FA-bikarsins, en þá var Sout-
hampton í 2. deild. Haustið eftir
kom liðið til íslands og lék þá
m.a. á Akureyri.
Möguleikar Southampton til
að lenda ofarlega í 1. deild í ár
geta oltið á því hversu vel leik-
mönnum tekst að forðast meiðsli,
en vegna þess hve breiddin er
lítil hjá félaginu gætu meiðsli
haft mikil áhrif á gang mála hjá
liðinu. Þ.L.A.
Paul Rideout var keyptur í sumar
frá ítalska liöinu Bari og hefur staðið
sig vel í haust.
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2
Sveinbjöm og
Sigurður heija leikinn
Þá tökum við upp þráðinn frá síðasta vetri í getraunaleiknum.
Sigurvegararnir frá því í fyrra þeir Sigurður Davíösson og Svein-
björn Sigurösson etja kappi saman nú í byrjun og verður spenn-
andi að sjá hvernig til tekst.
Eftir að hafa selt tvær af sínum
skærustu stjörnum í upphafi
síðasta keppnistímabils, þá
Peter Shilton og Mark Wright
til Derby, fækkaði Southamp-
ton enn í leikmannahópi sín-
um og seldi þrjá leikmenn sem
ekki áttu fast sæti í aðalliðinu.
Phil Parkinson til Bury, Keith
Granger til Darlington og
Steve Baker til Leyton Orient
fyrir samtals £75.000 sl. vor.
Enn voru leikmenn seldir í
sumar, Andy Townsend
£300.000 til Norwich, Gordon
Hobson £60.000 til Lincoln og
fyrirliðinn Kevin Bond fór fyrir
£60.000 til Bournemouth.
Ungur miðherji, Craig Maskell
fór til Huddersfield á £20.000
og Allen Tankard fékk frjálsa
sölu til Wigan. Southampton
hafði því næga peninga til að
kaupa þá Russell Osman frá
Leicester og Paul Rideout frá
ítalska liðinu Bari. Osman sem
er miðvörður lék lengi með
Ipswich áður en hann fór til
Leicester og lék auk þess
nokkra landsleiki fyrir England.
Hann kostaði Southampton
£325.000. Rideout kostaði lið-
ið £350.000, hann lék áður
með Aston Villa og enska
landsliðinu undir 21 árs, en
stóð sig ekki sem skyldi á
Ítalíu. Miðherji sem skoraði tvö
mörk gegn West Ham í fyrsta
leik Southampton í deildinni í
haust. Tveir af bestu leik-
mönnum liðsins hafa farið
fram á sölu, markvörðurinn
John Burridge og miðherjinn
Colin Clarke, en félagið vill
halda þeim báðum og reynir
nú að telja þeim hughvarf.
Þ.L.A.
Sveinbjörn:
Coventry-West Ham x
Liverpool-Middlesb. 1
Man. Utd.-Aston Villa 1
Millwall-Luton 1
Q.P.R-Newcastle x
Sheff.W.-Everton 2
Southampton-Charlton 1
Tottenham-Derby 1
Wimbledon-Norwich 2
Leicester-Man.City x
Watford-Chelsea 1
W.B.A-Oxford 2
Sigurður:
Coventry-West Ham 1
Liverpool-Middlesb. 1
Man. Utd.-Aston Villa 1
Millwall-Luton x
Q.P.R-Newcastle 1
Sheff.W.-Everton 2
Southampton-Charlton 1
Tottenham-Derby 1
Wimbledon-Norwich x
Leicester-Man.City 1
Watford-Chelsea x
W.B.A-Oxford 1
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2