Dagur - 05.11.1988, Síða 17
sakamálasaga
5. nóvember 1988 - DAGUR - 17
f
Mord á færibandi
- Að loknum „heppileguin“ breytingum á
erfðaskrám sjúMinganna dóu þeir
í júlímánuði árið 1983 lést 84ra
ára gamall fyrrverandi heimilis-
læknir í hinum þekkta baðstað
Eastbourne í Sussex. Andláts
hans hefði að öðru jöfnu ekki
verið getið annars staðar en í
smáklausu í bæjarblaðinu. En
John Bodkin Adams var ekki
hvaða læknir sem var.
Bæjarslúðrið fullyrti, að hann
hefði komist upp með fjölda
morða og sloppið frá þeim án
refsingar. Það var ekki fyrr en
að honum látnum, sem blöðin
þorðu að birta málsskjölin frá
því Adams var dreginn fyrir
dómara í Old Baily, ákærður
fyrir að hafa myrt einn sjúklinga
sinna, Edith Morrell, 72ja ára
ekkju. Hefði hann verið dæmd-
ur sekur, hefði hann orðið að
svara fyrir mörg morð til við-
bótar. Tvö mál voru þegar til-
búin og talið var, að næg sönn-
unargögn væru fyrir hendi í
þrem málum þar til viðbótar.
Fljótlega eftir að rannsókn
hófst á atferli Adams, grunaði
Charles Hewitt, rannsóknarlög-
regluþjón frá Scotland Yard, að
Adams hefði myrt að minnsta
kosti níu aldraða sjúklinga sína.
Þegar á rannsóknina leið hafði
fjöldinn aukist í tuttugu og
fimm og jafnvel hélt Hewitt, að
fórnarlömbin gætu verið fleiri,
sem Adams hafði „hjálpað" yfir
móðuna miklu, eftir að þau
höfðu aðlagað erfðaskrár sínar
þörfum hans.
Ekki kom þetta þó fram við
réttarhöldin. Adams var sýkn-
aður eftir stórkostlegt einvígi
milli fulltrúa ákæruvaldsins, sir
Reginald Manningham-Buller,
sem þá var hirðlögmaður
drottningarinnar, og hins frá-
bæra verjanda Geoffrey
Lawrence.
Lawrence fyrirleit skjólstæðing
sinn innilega, en barðist vel og
ákaft og tókst að snúa vopnin úr
höndum hins sjálfumglaða
sækjanda með tæknibrellu, sem
enn er talað um meðal lögfræð-
inga. Manningham-Buller var
sannfærður um, að hann gæti
brotið á bak aftur alla andstöðu
frá Adams um leið og hann
kæmi í vitnastúkuna. En
Lawrence sagði Adams, að not-
færa sér rétt sinn til að þegja og
losna þannig við allar gagn-
spurningar. Þetta varð til þess,
að dómi lögreglu og ákæranda,
að hann slapp við gálgann.
Kviðdómurinn þurfti þegar til
kom ekki nema 25 mínútur til
að komast að niðurstöðu: Sýkn.
Réttarhöldin urðu slík von-
brigði, að saksóknarinn missti
alla von um að fylgja þeim eftir
með fleiri stefnum, svo hann gaf
út þá tilkynningu, að hann
hygðist ekki aðhafast neitt
frekar.
Erfði tvo Rolls Royce
Kviðdómurinn vissi ekki, og átti
samkvæmt lögum ekki að vita,
að lögreglan hafði rannsakað lát
400 sjúklinga, sem Adams hafði
annast. Tvær konur, sem ekki
höfðu verið brenndar, voru
grafnar upp. Lögreglan hafði
undirbúið ákæru í sambandi við
níu dauðsföll og taldi líkur á, að
enn fleiri morð hefðu verið
framin.
Lögreglan vissi, að á þeim 35
árum, sem Adams var læknir í
Eastbourne, hafði hann verið
nefndur í 132 erfðaskrám og
auk mikilla peninga fengið í arf
ýmiss konar góss, silfursmíði,
skartgripi, húsgögn og bíla, til
Fyrri
hluti
dæmis tvo Rolls Royce.
Var John Bodkin Adams ein-
ungis slunginn fjáraflamaður,
eða var hann kaldrifjaðasti
fjöldamorðingi síns tíma?
Svo mikið er víst, að hann var
þekktasti læknirinn í
Eastbourne, bæ, þar sem eldra
fólk kaus að eyða ævikvöldinu í
íburðarmikilli kyrrð. Adams
kom til Eastbourne beint frá
prófborði og heppnaðist að
koma svo undir sig fótunum, að
rjóminn af broddborgurum
bæjarins var á sjúklingaskrá
hans.
Hann var ófríður, 170 cm á hæð
en 114 kg, fölur með poka í
andliti, lítil augu, þunnar varir
og undirhöku, sem vall út.yfir
harðstífaða flibbana, sem hann
var vanur að bera. En eldri kon-
um fannst hann heillandi. Hann
strauk þeim um handarbakið og
klappaði þeim á lokkana.
Ein sú mynd, sem rannsóknir
Hewitts og félaga hans, Bert
Hannam, dró upp var svona:
Adams gerði sjúklinga sína
háða ávanabindandi lyfjum.
Þeir þurftu á hjálp hans að
halda til að fá sitt morfín eða
heróín. Að loknum „heppileg-
um“ breytingum á erfðaskrám
sjúklinganna dóu þeir.
Morðaðferðir hans voru, að
sögn lögreglunnar, ósköp ein-
faldar og ekki ógnvekjandi á
neinn hátt. Hann gaf sjúkling-
um sínum einfaldlega of stóran
skammt.
„Eftirláttu mér
eigur þínar“
Rannsóknir Scotland Yard
sýndu að 68% af öllum þeim,
sem Adams gaf út dánarvottorð
fyrir, dóu af heilablóðfalli eða
blóðtappa í höfði.
Skömmu fyrir stríð gekk sá orð-
rómur, að Adams færi í vitjanir
með morfínflösku í vinstri vasa
og óútfyllt eyðublað fyrir erfða-
skrá í þeim hægri. Árið 1936
arfleiddi ungfrú Alice Whitton
hann að 3.000 pundum, mikilli
fjárhæð á þeim tíma. Systur-
dóttir hennar reyndi allt upp í
hæstarétt að fá erfðaskrána
dæmda ógilda, en Adams vann
málið og fékk féð.
Orðrómurinn lifði góðu lífi, en
það var ekki fyrr en 1956 að lög-
reglurannsóknin hófst og lík-
urnar hlóðust upp gegn Adams.
Sem dæmi má nefna William
Mawhood, auðugan heildsala,
sem var gamall og góður vinur
Adams. Hann hafði lánað
lækninum 3.000 pund á sínum
tíma, þegar sá síðarnefndi
keypti fyrsta húsið sitt. Þegar
Mawhood lá banaleguna, bað
Adams eiginkonu hans, Edith,
að leyfa þeim að vera einum.
Hún heyrði þá Adams segja:
„Eftirláttu mér eigur þínar og
ég skal sjá um konu þína.“
Frúin æddi aftur inn í herberg-
ið. Þannig sagðist henni frá
síðar:
„Ég greip göngustaf og elti
lækninn um herbergið. Hann
flúði og þegar hann hljóp niður
stigann, kastaði ég stafnum á
eftir honum. Því miður þá hitti
ég hann ekki, en braut blóma-
pott í staðinn. Ég æpti á eftir
honum að koma sér út fyrir fullt
og allt og láta mig ekki sjá sig
oftar. Það mátti ekki gerast, að
á hann væri minnst í erfðaskrá
mannsins míns.“
Annað dæmi var Emily
Mortimer. Fjölskylda hennar
gætti þess vel, að ættarauðurinn
héldist innan ættarinnar. Þegar
einhver af ættinni dó, þá skiptist
dánarbúið milli þeirra
Mortimer, sem eftir lifðu.
Adams fékk Emily til að brjóta
hefðina. Árið, sem hún dó,
gerði hún viðbótarerfðaskrá,
þar sem lækninum voru ánöfn-
uð hlutabréf, sem virt voru á
3.000 pund. Og skömmu fyrir
dauða sinn gerði hún aðra
breytingu, sem jók arf Adams
læknis um 5.000 pund og gerði
nokkra úr fjölskyldunni arf-
lausa. Adams gaf út dánarvott-
orðið. Dánarorsök: Blóðtappi í
heila.
Lögreglan komst einnig að því,
að tvær systur fólu Adams, eftir
fortölur af hans hálfu, að selja
húsið sitt og fluttu inn í íbúð í
staðinn. Að sölunni lokinni
fengu þær ekki andvirði hennar
fyrr en þær tveim árum síðar
hótuðu lækninum málssókn.
Vitnisburðir Iögfræðinga og
bankastarfsmanna bentu ein-
dregið til geypilegs áhuga
læknisins á erfðaskrám sjúkl-
inga sinna og þar komu í ljós
ýmis atriði, sem rétt þótti að
athuga nánar. Þeir sögðu frá
því, að hann kom með sjúkling-
um í bankann til að breyta þeg-
ar gerðum erfðaskrám, þeir
sögðu frá símtölum, þar sem
beðið var um tafarlausar breyt-
ingar eða gerð nýrra erfða-
skráa, þeir sögðu frá meðvit-
undarlitlum sjúklingi, sem
undirritaði erfðaskrá sína með
stóru x. Einnig sögðu þeir frá
erfðaskrám, sem breytt var
þannig, að hinn látni hafði ósk-
að eftir að verða brenndur í
stað venjulegrar greftrunar. Þá
komu einnig til tals 32 ávísanir,
samanlagt 18.000 pund, gefnar
út á lækninn af gamalli konu
síðustu viku ævi hennar, undir-
ritaðar ólæsilega af skjálfandi
hendi.
Þótt þetta og fleira í sama dúr
væri fyrirlitlegt í augum lögregl-
unnar, þá voru þetta engar
sannanir um morð af ásettu
ráði. En það var þó nokkuð um
önnur sönnunargögn, sem
bentu til slíks.
Var hluthafi
í hvíldarheimilinu
Clara Neil-Miller var gömul
piparjúnka, sem hafði búið með
systur sinni Hilda í 13 ár. Þegar
Hilda dó, ánafnaði hún Clara
öllu, sem hún lét eftir sig. Þrett-
án mánuðum síðar dó Clara og
arfleiddi Adams að öllu sínu,
5.000 pundum.
Þrem árum seinna lét lögreglan
grafa þær systur upp og líkskoð-
un leiddi í ljós, að Clara hafði
dáið úr lungnabólgu, ekki
hjartaslagi eins og sagði í dánar-
vottorði því, sem Adams hafði
gefið út. Einn dvalargesta á
hvíldarheimilinu, þar sem Clara
dó, sagði svo frá við yfirheyrslu
lögreglunnar:
„Doktorinn var kallaður til
Clara kvöldið áður en hún dó.
Hún var með flensu. Doktorinn
var hjá henni í þrjú korter.
Nokkru eftir að hann fór,
heyrði ég úr herbergi hennar
eitthvert hljóð, sem vakti óhug í
mér. Ég opnaði og þið megið
trúa að mér brá.
Læknirinn John Bodkin Adains.
Þetta var á nístingsköldu vetrar-
kvöldi. Rúmfötin hennar lágu á
fótagaflinum á rúminu. Nátt-
skyrtan var öll í kuðli uppi við
handarkrika. Allir gluggar
stóðu á gátt og ískaldur næðing-
ur blés um herbergið. Þannig
hafði doktorinn farið frá
henni."
Lögreglan komst einnig að því,
að auk arfsins hafði Clara gefið
út tvær ávísanir til Adams
skömmu fyrir dauða sinn, sam-
tals að upphæð 800 pund. Til
hvers vissi enginn. Ekki gat ver-
ið um að ræða læknishjálp eða
lyf, því að ekki gekk annað að
henni en flensan og hún notað
lyf mjög lítið annars.
Ádams var hluthafi í hvíldar-
heimilinu og sendi marga sjúkl-
inga þangað. Elizabeth Sharp,
forstöðukona þess, gat því
hugsanlega orðið aðalvitni lög-
reglunnar. Hcwitt rifjar upp
kynni sín af henni:
„Ungfrú Sharp var að því kom-
in að trúa okkur fyrir einhverju,
en einmitt þá urðum við að fara
frá Eastbourne til London. Við
vorum í burtu vikutíma og
gerðum saksóknara grein fyrir
gangi mála. Ungfrú Sharp var
það vitni, sem við þurftum, því
að hún vissi vel, hvað gerðist í
samskiptum Adams og sjúkl-
inga hans. Hún vissi einnig hvar
þeir látnu voru grafnir, en hún
var hrædd og æst. Ein einasta
heimsókn til hennar hefði nægt
okkur, hún hefði örugglega sagt
frá. En því miður lést hún með-
an við vorum í London. Við
fréttum það ekki fyrr en við
komum aftur til Eastbourne, en
þá hafði líkbrennslan þegar átt
sér stað samkvæmt fyrirmælum
frá Adams lækni.
Ég hef síðan haft það á tilfinn-
ingunni, að læknirinn hafi haft
hönd í bagga með dauöa
hennar, cn ekki get ég sannað
það. Það var allt of mikil tilvilj-
un, að hún skyldi deyja í þessari
viku.“
Fengu 10% fyrir að
lána nöfn sín
Vitnin sögðu einnig frá Julia
Bradnum. Hún var 82ja ára og
við hestaheilsu þrátt fyrir aldur-
inn. Dag nokkurn þegar hún
vaknaði, kvartaði hún yfir verk
í maga. Adams var kallaður til.
Hann var inni hjá henni í fimm
mínútur. Tíu mínútum síðar
var hún liðið lík.
Þegar líkið var grafið upp, var
það svo rotnað, að ekki var með
vissu hægt að greina dánaror-
sökina, en svo mikið var víst, að
ekki var það heilablóðfall eins
og Adams hafði skrifað í dánar-
vottorðið.
Nokkrum vikum áður en Julia
Bradnum lést, kom Adams
læknir til hennar með nýja
erfðaskrá. Julia sagði vinkonu
sinni, Mary Hine, aö læknirinn
hali talið, að eldri erfðaskrá
hennar væri ógild. „Hún bað
mig að votta nýju erfðaskrána,"
sagði ungfrú Hine. „Adams
læknir sagði mér til um, hvar ég
ætti að skrifa. Ég sneri blaðinu
við til að sjá, hvað ég undirrit-
aði, en Adams setti höndina yfir
textann og sneri síðan blaðinu
aftur."
Annar sjúklingur, Harriet
Maud Hughes, var 66 ára, er
hún dó af „blóðtappa í heila".
Andlátið bar að þrem mánuö-
um eftir það, að Adams hóf að
stunda hana. Hún talaði eitt-
hvað um í byrjun, að breyta
erfðaskrá sinni þannig, að
læknisins yrði minnst. Nokkrum
vikum fyrir andlátið veiktist
hún. en náði sér nægjanlega til
að geta farið í fylgd læknisins í
bankann.
Læknirinn bað þá bankafull-
trúann, í viðurvist ungfrú
Hughes, að verða skipaður
skiptaráðandi búsins. Þegar
ungfrúin kom heim, sagði hún
við þjónustustúlkuna: „Þú hefð-
ir átt að sjá svipinn á fulltrúan-
um. Sá var hissa á vali mínu á
skiptaráðanda."
Að henni látinni kom í ljós, að
tvær breytingar höfðu verið
gerðar á erfðaskránni. Önnur
var ósk um líkbrennslu. Hin,
sem gerð var mánuði síðar,
ánafnaði „herra og frú
Thurston" eitt þúsund pundum
hvoru. Þau hjón voru vinir
læknisins og síðar kom í Ijós, að
læknirinn hirti megnið af fénu.
Hjónin fengu 10% hlut fyrir að
lána nöfn sín.
James Priestly Downs var
ekkjumaður, ríkur fyrrverandi
bankastjóri. Níu sinnum reyndi
hann síðustu dagana, sem hann
lifði, að undirrita erfðaskrá
sína. Meðan á þessu stóð, var
hann undir sterkum áhrifum
deyfilyfja. í tíundu tilraun tókst
honum að skrifa stórt x með
dyggri aðstoð Adams læknis,
sem nánast hélt fyrir hann á
pennanum. í erfðaskránni voru
lækninum ánöfnuð þúsund
pund fyrir ómakið. Það eina,
sem hrjáði Downs, þegar
læknirinn var kallaður til hans,
var að hann hafði misstigið sig
og fann til í fætinum. Tveim
vikum síðar var hann nánast
meðvitundarlaus og mánuði
síðar iátinn.
Framhald í
næsta Helgarblaði