Dagur - 12.11.1988, Blaðsíða 11
10 - DAGUR - 12. nóvember 1988
„Ég fór snemma að hugleiða
stjórnmál. Ein fyrsta endur-
minningin hvað þau varðar er
rifrildi við félaga minn, sem
bjó í sama húsi og ég á Eyr-
inni. Við deildum um hvorir
væru betri, Italir eða Abyss-
iníumenn. Þetta var víst árið
1936. En frómt frá sagt þá mun
ég hafa verið fremur óráðinn í
pólitík nokkuð fram eftir aldri.
Það var ekki fyrr en ég stund-
aði nám við Samvinnuskólann
- og hafði kynnst Jónasi Jóns-
syni frá Hriflu - að stefnan var
ákveðin.“ - Sigurður Jóhann-
esson, bæjarfulltrúi, hallar sér
aftur í hægindastólinn í hlý-
legri stofu heima í Hjarðar-
lundi 1. - „Og þarna kynntist
ég samvinnuhreyfingunni og
varð afar hrifinn af þeim hug-
sjónum sem bjuggu að baki.“
Sigurður Jóhannesson er rót-
gróinn Akureyringur - og mikill
framsóknarmaður. Hann sleit
barnsskónum á Eyrinni á þeim
árum er útlenskur her hafði reist
braggabyggð, kamp, á Eiðsvelli
og Akureyri var smám saman að
taka á sig þá mynd er við þekkj-
um í dag. Fjölmargir bæjarbúar
þekkja Sigurð fyrst og fremst sem
aðalfulltrúa hjá Kaupfélagi Ey-
firðinga eða bæjarfulltrúa Fram-
sóknarflokksins. Færri þekkja
Sigurð sem mikinn áhugamann
um tónlist eða scm fyrrum klari-
nettuleikara með Lúðrasveit Ak-
ureyrar - svo ekki sé talaö um þá
sem muna Sigurð sem útibús-
stjóra í kjörbúð KEA í Glerár-
hverfi, en þá var verslunin í Stór-
holti 1. Sú verslun á líka sérstak-
an og Ijúfan stað í minningunni.
Par hitti Sigurður fyrst Laufeyju
Garðarsdóttur sem síðar varð
eiginkona hans. Þau hjón eiga
fjögur börn. Og barnabörnin
hafa litið dagsins Ijós. Þegar
undirritaður kom á heimili þeirra
hjóna hjalaði átta mánaða gömul
telpa í barnastól milli þess sem
lnin nagaði leikfang. Bróðir
hennar, tíu ára var skammt und-
an og reyndi með miklum tilþrif-
um að læra utanbókar kvæði eftir
Jónas Hallgrímsson. - „Viö erum
barnapíur um helgina," sagði
Laufey þegar hún vísaði blaða-
manni inn í stofu.
„Þjóðmál voru mikiö rædd á
heimili mínu. Þangað kom líka
margt fólk úr Norður-Þingeyj-
arsýslu, heimabyggð forekira
minna. Hjá þessu fólki var ég
líka í sveit í nokkur sumur á
unglingsárum. Sú dvöl hafði mik-
il og góð áhrif á mig. Satt best að
segja tel ég slæmt að bæjarfólk
hefur ekki lengur sömu mögu-
leika á að senda börn sín í sveit.
Fátt er unglingum hollara en að
fá tækifæri til að kynnast því sem
þar gerist. Nú, það var einnig
mikill gestagangur fólks úr bæn-
um á heimili foreldra minna.
Fólk hafði meiri tima og ef til vill
áhuga á að ræða um það sem var
efst á baugi hverju sinni. Og að
sjálfsögðu tókum við börnin þátt
í þeim umræðum eftir því sem
föng voru á,“ sagði Sigurður.
Undir verndarvæng
Sigmundar
- Þú munt snemma hafa komið
nálægt verslunarstörfum.
„Já, faðir minn starfaði hjá
„Verslun Eyjafjörður“ um langt
skeið eða fram að árinu 1945. Þar
átti ég margar góðar stundir með-
an ég fylgdist með störfum fólks-
ins og þeim viðskiptum sem þar
fóru fram. Einnig var ég sendill á
sumrin. Ég lauk gagnfræðaprófi
vorið 1947 og um haustið fór ég
að vinna í Vöruhúsinu. Þú mátt
ekki misskilja mig svo að þetta
hafi verið Vöruhús KEA því það
kom ekki til sögunnar fyrr en
löngu seinna. Þessi verslun var
þar sem Blómabúðin Laufás er
nú til húsa og eigandi hennar var
Páll Sigurgeirsson, sem einnig
átti Braunsverslun. Páll var
umsvifamikil! kaupmaður á þess-
um árum, ágætismaður og góður
vinnyveitandi. A þessum árum
var ég, eins og ungt fólk er
gjarnan, ungur og óráðinn og um
haustið 1950 hleypti ég heim-
draganum og fór til Svíþjóðar.
Þar settist ég í skóla og markmið-
ið var m.a. að læra sænsku. Að
loknu námi þarna um veturinn
vann ég um skeið í sænskri skipa-
smíðastöð og kom heim sumarið
1951 og fór að vinna hjá KEA. Á
þessum tíma var erfitt að fá vinnu
á Akureyri. Finnbogi heitinn
Jónasson, aðalbókari KEA og
félagi í Lúðrasveitinni, gat komið
mér til KEA.“
- Hvaða starf var það sem
Finnbogi fann handa þér?
„Eins og svo margir þá fór ég
undir verndarvæng Sigmundar í
Kjötbúðinni. Raunar var sú dvöl
ekki löng því fimm mánuðum
seinna var ég dubbaður upp í úti-
bússtjóra í Glerárhverfi. Á þess-
um tíma var kjörbúðin þar sem
Svæðisstjórn fatlaðra hefur að-
setur í dag.“
...strákurinn setti bara
skilyrði
- Hvernig leið þér rétt rúmlega
tvítugum manni að takast á hend-
ur starf útibússtjóra?
„Ekki sem verst. Þetta starf
þótti á þessum tíma mikil upp-
hefð og gjarnan var álitið að slíku
starfi ættu menn að gegna til lífs-
tíðar. Jakob Frímannsson hafði
líka gaman af að segja frá því síð-
ar að þegar hann bauð mér um-
rætt starf að „...strákurinn setti
bara skilyrði." Hann ætlaði ekki
að vera þarna nema í tæpt ár því
hann ætlaði að fara í Samvinnu-
skólann."
- Á þessum árum munu pen-
ingaráð fólks hafa verið fremur
lítil. Gerði sú staðreynd ekki
starfið stundum erfiðara en ella?
„Það má segja það en þó verð-
um við að gera okkur grein fyrir
því að á þessum tíma var fjárhag-
ur fólks yfirieitt mjög þröngur.
Ég tel að á þessum tíma hafi
menn líka reynt, mun meir en í
dag, að sníða sér stakk eftir
vexti. Fólk gerði ekki meiri kröf-
ur en fjárhagurinn leyfði. En í
nágrenni verslunarinnar eins og
annars staðar bjó fólk sem barð-
ist af hörku við að framfleyta sér
og sínum. Oft dáðist ég að nýtni
og dugnaði þeirra sem ég kynnt-
ist í þessu starfi.“
- Og þarna hittir þú hana
Laufeyju fyrst - er ekki svo?
„Jú, hún kom til starfa í útibú-
inu nokkru eftir að ég byrjaði
þar. En það var ekki fyrr en eftir
að ég kom úr Samvinnuskólanum
að við fórum að draga okkur
saman.“
- Má ekki segja að örlög þín
hafi ráðist þarna í búðinni?
Annars vegar hefst langur starfs-
ferill innan samvinnuhreyfingar-
innar og hins vegar hittir þú þar
lífsförunautinn.
Tónlistin kom snemma
til sögunnar
„Það má orða það svo. Haustið
1953 fór ég í skólann og naut þar
m.a. kennslu Jónasar frá Hriflu
eins og ég gat um áðan. Eftir
skólann starfaði ég um hríð á
Keflavíkurflugvelli við bókhalds-
störf eða þar til Jakob Frímanns-
son kallaði í mig til starfa í Vöru-
innkaupadeild KEA. Þar var ég í
fimmtán ár eða allt fram til þess
tíma að ég gerðist framkvæmda-
stjóri Bifreiðaverkstæðisins Þórs-
hamars. Árið 1979 er ég á nýjan
leik kominn í höfuðstöðvar KÉA
við Hafnarstræti og nú sem aðal-
fulltrúi kaupfélagsstjóra. í því
starfi er ég enn.“
- Mig langar ögn til að fræðast
um feril þinn sem tónlistar-
manns.
„Tónlistin kom snemma til
sögunnar. Sverrir bróðir minn
byrjaði snemma að spila á þver-
flautu í Lúðrasveitinni og ekki
var það til að slæva áhugann að
Jakob Tryggvason, orgelleikari
og stjórnandi Lúðrasveitar Akur-
eyiar, bjó í sama húsi og ég við
Norðurgötuna. Ekki veit ég
nákvæmlega af hverju klarinettið
varð fyrir valinu en á það lærði ég
í gegnum þá kennslu sem Lúðra-
sveitin gat veitt. Tónlistarskólinn
var ekki kominn til í því formi
sem síðar varð. Kennarinn sem
leiddi mig fyrstu sporin var ekki
af lakara taginu. Það var hann
Egill Jónsson rakari sem síðar
spilaði á klarinett með Sinfóníu-
hljómsveit Islands. Því miðurfyr-
ir mig þá flutti hann úr bænum og
ég þurfti að þreifa mig áfram
sjálfur. Það var ekki fyrr en eftir
að Svíþjóðardvölinni lauk að ég
komst í nám á nýjan Ieik en þá
var ég búinn að spila í fimm ár
með Lúðrasveitinni og hljóm-
sveitum. Kennari minn var Jose
Riba, ágætis kennari, og ég hafði
gott af verunni hjá honurn."
- Hvenær byrjaðir þú að spila
á böllum?
„Ætli það hafi ekki verið 1948 í
Gúttó, eða í Samkomuhúsinu
eins og það heitir í dag. í fyrstu
var þetta eingöngu „lausabisn-
ess“ eins og það var þá kallað.
Ekki var spilað fast á neinum
ákveðnum skemmtistað. Síðar
Laufey Garðarsdóttir og Sigurður Jóhannesson.
12. nóvember 1988 - DAGUR - 11
Þessi unnu í Vöruinnkaupum laust fyrir 1960. Neðri röð f.v. Sigurður Jóhann-
esson, Bryndís Brynjólfsdóttir og Arthur Guðmundsson. Standandi f.v.
Gunnar Hjartarson og Edwin Kaabcr.
var ég einnig í hljómsveitum á
Hótel Norðurlandi og Hótel
KEA. Veturinn 1949-1950 kom
oft ungur piltur og spilaði með
okkur á Hótel Norðurlandi.
Þetta var hann Ingimar Eydal
sem var að hefja sinn tónlistarfer-
il.“
- Var strákurinn efnilegur?
„Já, hann var bráðefnilegur en
miklu grennri en nú.“
Lúðrasveitin
menningarstofnun
- Nú hættir þú á þessari braut
um miðjan sjötta áratuginn en
hefur tónlistaráhuginn ekki alltaf
loðað við þig?
„Ég hef alltaf haft afar gaman
af henni. Það má raunar segja að
ég sé alæta á tónlist. Hlusta á allt
og ekki síst á fallegan klarinettu-
leik. Lúðrasveitin var t.d. mikil
og góð uppeldisstöð hvað tónlist
varðar á þessum árum. Þetta var
menningarstofnun. Félagar í
Lúðrasveitinnni gerðu á þessum
tíma tilraunir til að flytja sígild,
stærri verk. Þessi verk vöktu
áhuga okkar strákanna og gerðu
okkur móttækilegri fyrir hinum
ýmsu tegundum tónlistar."
- Sagðir þú alfarið skilið við
tónlistina þegar klarinettið hafn-
aði upp á hillu?
„Ég lauk minni veru í Lúðra-
sveit Akureyrar með því að vera
stjórnandi hennar um eins árs
skeið, 1965-1966. Síðan hefur
þátttaka mín á tónlistarsviðinu
verið á öðrum sviðum. Ég var
t.d. stjórnarformaður Tónlistar-
skóla Akureyrar á árunum 1973
til 1985. Nú, málefni þess skóla
hafa oft komið til kasta bæjar-
stjórnar og ég vona að mér hafi
tekist að leggja þeim lið. Ef við
horfum á þá uppbyggingu sem
hefur átt sér stað í Tónlistar-
skólanum þá er hún mikil og
jákvæð. Tónlistarnám er bæði
þroskandi og skemmtilegt og ég
hef haft mikla ánægju af því að
starfa ásamt öðrum að uppbygg-
ingu Tónlistarskólans á Akur-
eyri.“
- Ef við nú vendum okkar
kvæði í kross og höldum út í
pólitíkina þá langar mig til að
spyrja hvenær hefjast afskipti þín
af henni?
„Það var nú meira af tilviljun
en ásetningi að ég fór að skipta
mér af pólitík í nokkurri alvöru.
Þetta þróaðist svona vegna starfa
minna að félagsmálum verslun-
arfólks hér á Akureyri og í
Landssambandi íslenskra versl-
unarmanna. Og ég byrjaði nú
fremur í landsmálapólitíkinni en
í bæjarmálum. Þegar kosið var til
þings 1962 varð ég einn af vara-
þingmönnum Framsóknarflokks-
ins hér í kjördæminu, og varð
meðal annars fyrir þeirri lífs-
reynslu að sitja á þingi vorið
1965. Þetta var í þinglok og verið
var að taka lokaákvarðanir varð-
andi álverið í Straumsvík og um
fyrstu stórvirkjunina. Vissulega
var þetta skemmtilegur og fróð-
legur tími þó að ekki væri þing-
setan löng.“
- Þig hefur ekki langað til að
starfa meira á þessum vettvangi?
„Áhugi minn beindist alltaf
meira að málefnum bæjarins og
einnig kom fleira til. Ljóst var að
ég hefði þurft að gera þetta að
mínu aðalstarfi og einnig voru
reglurnar um niðurröðun á lista
flokksins í kjördæminu á þessum
árum þannig að þær hentuðu afar
illa Akureyringi sein vildi leggja í
slaginn.“
Framsókn var ekki kennt
um slæmt veðurfar!
- Hvenær komu bæjarmálin til
sögunnar?
„Árið 1966 fór ég að starfa fyr-
ir Framsóknarflokkinn í fram-
talsnefnd og síðar í stjórn sjúkra-
hússins. Kjörtímabilið sem hófst
sama ár var ég varabæjarfulltrúi
og bæjarfulltrúi á árunum 1970 til
1974. Framsóknarmenn höfðu
fjóra fulltrúa á þessum árum en
töpuðu einum þeirra í kosning-
unum 1974. Þar með varð ég
varabæjarfulltrúi á nýjan leik
næstu fjögur ár. Við guldum þess
í kosningunum 1974 að landsmál-
in voru framsóknarmönnum
erfið.
- Flaug þér í hug að hætta
afskiptum af bæjarpólitíkinni eft-
ir að flokkurinn tapaði fjórða
manninum?
„Nei, enda var ekki verið að
dæma frammistöðu framsókn-
armanna í bæjarstjórn í kosning-
unum 1974 - ekki frekar en í
kosningunum 1986 þegar þriðji
maðurinn tapaðist. Framsóknar-
tlokkurinn var við stjórnvölinn í
ríkisstjórn í báðum tilvikum og
slæmt gengi okkar í bæjarstjórn-
arkosningunum má að miklu leyti
tengja við landsmálapólitíkina.
Um það leyti sem kosið var síðast
voru stjórnvöld, með Framsókn-
arflokkinn í forsvari, að skera
verðbólguna niður úr 3ja stafa
tölu. Á árunum 1980 til 1984
voru lífskjör fólksins í landinu
skert um 15% vegna ýmissa ytri
aðstæðna svo sem minnkandi
fiskafla og aðgerða í efnahags-
málum. Fólk fann svo sannarlega
fyrir þessu og andstæðingum
okkar í bæjarpólitíkinni tókst að
matreiða málið þannig að lífs-
kjaraskerðingin væri gamla bæj-
arstjórnarmeirihlutanum að
kenna. Vandamál bæjarfélagsins,
sem að stórum hluta til voru
vegna utanaðkomandi áhrifa,
voru skrifuð á okkur framsóknar-
menn. Ekki man ég þó eftir því
að okkur væri t.d. kennt um
slæmt veðurfar en það var líka
nánast það eina sem við sluppum
við að heyra að væri okkar sök.
Þetta hefur breyst. Nú heyrast
ekki sambærilegar raddir enda er
ósanngjarn málflutningur hreint
ekki að mínu skapi. Vel má vera
að hægt sé að flokka það undir
klaufaskap að okkur tókst ekki
nægjanlega vel að benda á stað-
reyndir málsins í síðustu bæjar-
stjórnarkosningum.“
- Hvaða breytingar hafa eink-
um átt sér stað í bæjarstjórn frá
Lúðrasveit Akureyrar um 1958. Stjórnandinn Jakob Tryggvason situr fyrir miðju. Á myndinni má þekkja ýmsa ágæta Akureyringa sem því miður hafa lagt
frá sér hljóðfærin.
hagsstaðan verður þegar því
lýkur. Hitt er svo aftur annað mál
að framkvæmdir í bænum á þessu
kjörtímabili hafa síður en svo
verið meiri en oft áður. í skýrslu
fráfarandi hagsýslustjóra, Úlfars
Haukssonar, frá því í vor kemur
skýrt og greinilega fram hvert
stefnir. Það er oft sárt að þurfa
að viðurkenna sannleikann og
sumir reyna að sniðganga hann
svo lengi sem þeir geta. Það
reyndi meirihluti bæjarstjórnar í
þessu máli því eftir að Úlfar skil-
aði skýrslunni liðu margir mán-
uðir þar til ég fékk því framgengt
að hún var rædd í bæjarráði."
- Skuldabréfalán bæjarsjóðs
hefur líka vakið töluverðar
umræöur.
„Já, og ekki að ófyrirsynju.
Það skal þó tekið fram að við
framsóknarmenn stóðum að því
að heimila lántöku, enda var það
í samræmi við þá fjárhagsáætlun
sem við höfðum samþykkt. En
lánið var tekið á röngum tíma.
Tími lántökunnar er fram-
kvæmdaatriði og tímasetning
hennar er að sjálfsögðu ákvörðun
meirihluta bæjarstjórnar. Þegar
lánið var tekið var þenslan hvað
mest og vextirnir hæstir. Þeir
lækkuðu nokkrum vikum eftir aö
lánið var boðið út. Nú situr
bæjarsjóður eftir með sárt ennið
og greiöir háa, fasta vcxti næstu
fimm árin. Lánið var svo sannar-
lega óhagstætt bæjarsjóði sem
sést e.t.v. bcst á því að skulda-
bréfin runnu út eins og heitar
lummur."
- Nú styttist óðum í næstu
bæjarstjórnarkosningar. Ég geri
ráð fyrir að framsóknarmenn
muni leggja á það áherslu að fá
3ja bæjarfulltrúann.
„Já, það mun verða barist og
allt mun veröa gert sem í okkar
valdi stendur til að rétta hlut okk-
ar framsóknarmanna. Ég veit
líka að margir þeir sem hafa kos-
ið Framsóknarflokkinn, en
studdu síðast aöra flokka munu
koma til baka. Þeir og aðrir hafa
séð, að allt talið um kraftaverka-
mennina sem töldu sig geta öllu
bjargað, í atvinnulífi sem ööru -
aðeins ef þcir yrðu kosnir í
bæjarstjórn Akureyrar - var
blaðra sem sprakk. Þetta sést
best á síðustu fréttum um at-
vinnuhorfurnar í bænum. Það
þarf hvorki kraftaverkamenn eöa
sjónhverfingamenn til að stjórna
þcssum bæ, heldur þarf fólk sem
af heiðarleika og einurð getur
leitt bæinn fram til heilla um alla
framtíð. Ég hef alltaf verið þeirr-
ar skoðunar að það séu fram-
sóknarmenn sem þar geta mark-
að dýpstu og farsælustu sporin."
Siguröur Jóhannesson, þakka
þér fyrir spjallið. -áþ
þeim tima er þú ferð að taka virk-
an þátt í starfi hennar?
„Mér fannst fyrst fara að bera
á því á síðasta kjörtímabili að
menn höguðu oft inálflutningi
með tilliti til fjölmiðla. Menn
fóru að vera með uppákomur í
þeirri von að komast á síður
blaðanna eða í útvarp. Slíkt
hvarflaði ekki að mönnum á
þeim árum er ég kom fyrst í
bæjarstjórn. Auðvitað rifust
menn og voru ekki sammála en
mun minna var gert úr því og
menn leituðust við að komast að
málefnalegri, sameiginlegri nið-
urstöðu. Því má líka bæta við að
litríkir persónuleikar eins og
Jakob Frímannsson, Sigurður Óli
Brynjólfsson og Jón G. Sólnes
settu sinn svip á bæjarstjórnina
þegar ég fyrst fór að fylgjast með
þeim málum á árunum milli 1960
og 1970. Vinátta og samstarf
þeirra Jóns og Jakobs hlaut líka
að hafa áhrif inn í bæjarstjórn-
ina. Aldamótakynslóðin og
hennar sjónarmið og vinnubrögð
voru við líði fyrst eftir að ég er
kosinn í bæjarstjórn. Satt best að
segja sé ég eftir þeim vinnu-
brögðum sem hún hafði tileinkað
sér. Nú gætir þess mun meira að
þeir flokkar, sem eru í meiri-
hluta, telji enga þörf á að ná
breiðri samstöðu um mál.“
Kröfur hafa aukist
- en ekki tekjur
- Var auðveldara á þessum árum
að stjórna bænum, að reka
bæjarfélagið eins og stundum er
sagt?
„Á því leikur enginn vafi.
Segja má að þar komi tvennt til. í
fyrsta lagi hafa kröfur bæjarbúa á
hendur bæjarfélaginu stöðugt
aukist og í öðru lagi hafa tekju-
möguleikar þess ekki vaxið í
sama hlutfalli. Kröfurnar eru
flestar afar eðlilegar og eiga full-
an rétt á sér en ríkisvaldið hefur
svo sannarlega ýtt ýmsu til bæjar-
félaganna án þess að gera þeim
kleift að fá tekjustofna á móti.
Og nú er ríkisvaldið e.t.v. að
gera enn eina aðförina að sveitar-
félögunum. Auðvitað vona sveit-
arstjórnarmenn að með breyttum
lögum komi eðlilegri verkaskipt-
ing og að sveitarfélögunum verði
útvegaðir þeir tekjustofnar sem
nauðsynlegir eru til að sinna
þeirri þjónustu. En ég er jafnviss
um það að ríkið er með þessari
skipulagsbreytingu að létta viss-
um þunga af ríkissjóði. Þessi
þróun er öll afar sérkennileg þeg-
ar það er haft í huga að á Alþingi
situr fólk sem flest hefur mikla
reynslu í sveitarstjórnarmálum.
Og þó að meirihluti þingmanna
komi ekki af Reykjavíkursvæð-
inu þá finnst manni að sjónarmið
landsbyggðarinnar fái of oft lít-
inn hljómgrunn meðal alþingis-
manna.
Þessi staðreynd ásamt því fjár-
málaumhverfi sem við höfum bú-
ið í undanfarin misseri hefur
óneitanlega sett sinn svip á fjár-
hag bæjarins. Þetta er þeim sem
skulda afar erfiður tími. Nú má
segja að t.d. Akureyrarbær skuldi
ekki mikið miðað við eignir en
óhætt er að fullyrða að bærinn
skuldar mikið miðað við þá
tekjumöguleika sem hann hef-
ur.“
- Hefur svipað ástand áður
hrjáð bæjarsjóð?
„Nei, ég man ekki eftir því.
Þetta er ástand sem við höfum
aldrei staðið frammi fyrir áður.
Skuldaþunginn hefur aldrei verið
jafn mikill. Vissulega hafa komið
erfiðleikatímabii í rekstri bæjar-
ins. Nefna má t.d. þann tíma
þegar staða Ú.A. var hvað erfið-
ust og bærinn lagði fram verulega
fjármuni til styrktar félaginu. Þá
var t.d. lítið malbikað í mörg ár.
Fjármunir seni annars hefðu far-
ið í gatnagerð voru látnir renna
til Ú. A. Nú er það liins vegar svo
að svo gott sem allar tekjur
bæjarins fara í rekstur og fyrir-
sjáanlegt er að með þeirri þróun
sem verið hefur á fjármálum
bæjarins undanfarin ár verða inn-
an nokkurra ára ekki til peningar
til framkvæmda. Þetta er stað-
reynd sem menn ættu að hafa í
huga.“
Meirihlutinn hefur ekki
borið gæfu til...
- Heldur þú því fram að núver-
andi meirihluti hafi farið, eða
fari, óskynsamlega með fjármuni
bæjarbúa?
- „Miðað við fjármagnsstöð-
una og ef við höfum í huga hve
fjármagn er dýrt í dag þá er Ijóst
að meirihlutinn hefði átt að gæta
meira aðhalds í rekstri bæjarins
og meðferð fjármuna. En þetta
er viðkvæmt mál og sjálfsagt vill
ekki nokkur bæjarfulltrúi benda
á þjónustu við bæjarbúa sem ætti
að skera niður. Einnig er vert að
hafa í huga að aukin gjaldtaka á
bæjarbúa er ætíð viökvæm. Þegar
takast á við vanda af þessu tagi
verður að ríkja um það algjör
eining meðal bæjarfulltrúa. Auð-
vitað á meirihluti bæjarstjórnar
að taka frumkvæðið og leita lciöa
en því miður hefur hann ekki
borið gæfu til að takast á við
vandann. Meirihlutinn vill sýna
sem mestar framkvæmdir á kjör-
tímabilinu og svo virðist vcra sem
það skipti hann engu hver fjár-
Þessi mynd er svo sannarlega komin til ára sinna. Börnin sein brosa svo blitt erti í dag að nálgast sextugsaldurinn.
Sigurður var í þcssum bekk, en liér er á ferð forskóli Kristfinns Guðjónssonar og var myndin tekin 1937 eða 1938.