Dagur - 12.11.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 12.11.1988, Blaðsíða 6
6 - DÁGUR - Í Í. nóvember 1988 Leikfélag Sauðárkróks: Emil í Kattholti Irumsvndur á morgun Leikfélag Sauðárkróks frum- sýnir á morgun barnalcikritiö Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren, í þýðingu Vilborgar Dagbjartsdóttur. Leikstjóri er Kristjana Pálsdóttir og um útsetningu tónlistar sá Hilmar Sverrisson. Frumsýningin hefst kl. 16 í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki. í uppfærslunni taka hátt í 40 manns þátt og hlutverk eru um 20. Að sögn Kristjönu Pálsdóttur leikstjóra, sem er að leikstýra í fyrsta sinn hérlendis, hafa æfing- ar gengið vel, þrátt fyrir að ýmis ljón hafi orðið á veginum. Með helstu hlutverk fara Guðjón Baldur Gunnarsson, sem leikur Emil, Margrét Viðarsdótt- ir leikur ídu litlu. Foreldrana, Anton og Ölmu, leika Guðni Friðriksson og Elsa Jónsdóttir. Vinnuhjúin í Kattholti, Alfreð og Línu, leika Haraldur Sigurðsson og Ásdís Guðmundsdóttir og Týtuberja-Mæju leikur María Gréta Ölafsdóttir. Með önnur helstu hlutverk fara Lára Ang- antýsdóttir, Þórhallur Porvalds- son, Helga Haraldsdóttir, Atli Hjartarson, Páll Friðriksson, Sól- veig Jónasdóttir, Árni Björns- son, Agnes Benediktsdóttir og Sigurlaug Jónsdóttir. Flestum ætti að vera kunn sagan um Emil í Kattholti. Leikritið tekur fyrir helstu prakk- arastrik Emils, s.s. þegar hann festi sig í súpuskálinni, flaggaði Idu systur sinni á fánastönginni, Lögreglan (Atli Hjartarson) handsamar Alfreð og Balda í Bæ (Árni Björnsson) fyrir ólæti á markaðinum. Kristinn G. Jóhannsson skrifar Bakþankar En þaö bar til um þessar mundir er Steingrímur stofnaöi til nýrrar ríkisstjórnar okkar framsókn- armanna aö óg varö þversum ( umferðinni að morgni dags. Ekki átti hin nýja stjórn neinn þátt ( þessu kynlega hátterni nema sföur væri heldur helguð- ust þessar sviptingar af því einu aö ég var á vitlausum dekkjum miðaö við færö, árstíma og almenna skynsemi. Mór hefur hins vegar alltaf verið af því hin mesta raun aö fara á svona verkstæöi sem annast dekkjaskipti og er byggt á fyrri reynslu. Ég sá hins vegar í hendi mér aö í svona góöu stjórnarfari væri ósæmandi meö öllu að vera vanbúinn til hjólanna. Ég yröi þá öllu sæmilegu fólki og framsóknarmönnum til ama og leiðinda á hálum brautum bæjarins þegar mest riöi á aö halda nú strikinu. Af þessu tilefni dró ég fram dekkin mín meö nöglunum frá í fyrra og þessi dekk voru llka þannig búin auk naglanna aö á þeim var hvítur hringur öörum megin til skrauts og til skemmt- unar sundurgerðarmönnum eins og mér sem finnst svo undur fallegt aö hafa svoleiöis um vetrin í snjónum. Ég haföi eigin- lega látiö freistast til aö kaupa þessar negldu gersemar vegna hvftu hringjanna utan á þeim. Er nú ekki að orðlengja þaö að ég set dekkin þessi inn í bíl- inn og drff mig af stað, með hálfum huga að vísu en reyni þó aö vera dálítið Hrútafjarðar- legur í framan eins og viö á þegar maður býr sig undir slark- sama vetrarfærð. Ég er varla kominn f hlaö á verkstæðinu þegar glaðbeíttur starfsmaöur þess vindur sér út og að mér og segir dálítið rosa- lega: „Á ég aö rífa undan ’onum fyrir þig?" Eftir aö ég hafði litið í kringum mig og sóð aö viö- skiptavinir þessa stundina voru flestir kvenkyns skildist mér aö hann mundi eiga viö bflinn minn og játti þessu góöa boði feginn enda sjálfur dæmalaust vand- ræðalegur í umgengni viö tjakka og tól sem fylgja þessari athöfn. Hann rífur síðan undan hon- um og hefur snör handtök og virðist feginn aö geta svona bjargað aumingjum og er dálítið vaxtarræktarlegur í göngulag- inu þegar hann snarast inn meö þaö sem hann rífur undan en ég tipla á eftir meö nagladekkin mfn með hvítu hringjunum. Er nú snarað dekkjunum og óg só fram á aö allt ætli þetta að verða áhyggjulaust og blíölegra en oft áöur. Nú kemur hins veg- ar minn maður með fyrstu felg- una með snjódekki á og brá mér þá dálítiö þegar ég só pilt- inn herða á munteringunum <?g engan hvítan hring aö sjá. Ég ræskti mig töluvert hátt og spurði svo og sagöi svo hvort ekki væri hvítur hringur á mfn- um dekkjum. Nagladekkjamað- urinn sagði dálítiö snúðugt „nei“ og herti enn aö. Ég sagði að þaö væri víst hvítir hringir á mínum og benti honum á þá hlið sem inn sneri og þar var skrautið mitt auðvitað. „Já en þetta er hinum megin,” sagði þá minn maður dálítið sperrtur og hnykkti á síðustu muntering- unni. Ég varð eiginlega hvumsa en ætlaði þó að fara að halda dálítinn fyrirlestur um það að án verulegra tæknibragða væri hægt að koma dekkjunum svo- leiðis á felgurnar að hvítan sneri út og sæist þess vegna eins og til væri ætlast. I þann mund sem óg var búinn að semja ræðuna komu hins vegar hin dekkin rúllandi á felgunum út úr verkstæðinu og fagmaður- inn Ifka og viti menn: Skrautið sneri inn á þeim öllum. Mér fannst og það var í samræmi við langa kennarareynslu að þetta væri sennilega ekki heppilegur tími til að hafa uppi fræðslu eða yfirleitt aðra skoð- un en fagmennirnir enda dreif nú að fólk sem þurfti að láta rífa undan hjá sér og var nú mikill sláttur á mínum mönnum og felgujárnum og nagladekkjum og gaman að vera til. Ég kvaddi því með virktum, auömýkt, þakklæti og bukti og ók út í hversdagslífið með svertuna út en hvíta skrautið ósýnilegt. Petta er að sönnu dálítið undarleg hugleiðing en kemur mér þó æði oft í hug vegna þess að mér virðist nefnilega að allt of algengt só að við snúum hvíta skrautinu inn í umferðinni og má það eiga við bæði hinn venjulega akstur og einnig í samskiptum okkar á öðrum sviðum mannlífsins. Við ættum í lengstu lög að reyna að hindra að a'ðrir valdi þvf að við sn'úum skrautlausu hliðinni að sam- ferðafólkinu. Sýnum hvítu hringina. Við fengum þá öll í upphafi og það var ætlast til að þeir snúi út. Kr.G.Jóh. Allt fallið í Ijúfa löð í lokin og Emil hylltur fyrir afrek sín. læsti pabba sinn á kamrinum, reyndi að losa tönnina úr Línu o.m.fl. En Emil var ekki alvond- ur, hann gerði líka góðverk eins og við vitum. Sjón er sögu ríkari. Mikið er sungið í leikrit- inu og er óhætt að segja að Leik- félag Sauðárkróks býður upp á skemmtun fyrir alla fjölskylduna að þessu sinni. Sem fyrr segir er frumsýning á morgun, en næstu sýningar eru miðvikudaginn 16. nóvember kl. 20.30, laugardaginn 19. nóv. kl. 16.00 og sunnudaginn 20. kl. 15.00. Síðan halda sýningar áfram, alveg fram í desember. -bjb Alfreð (Haraldur Sigurðsson) á tali við Emil í smíðaskemmunni. Ida litla (Margrét Viðarsdóttir) syngur fyrir kisu sína. „Heyrið, góðu vinir, nú skal sögu ykkur segja...“ syngur Lína (Ásdís Guðmundsdóttir) af innlifun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.