Dagur - 12.11.1988, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - 12. nóvember 1988
Otrúlegur frami Kylie
litlu Minogue
- en hvernig á að bera nafn hennar fram?
Hún Kylie Minogue, litla (152 cm!)
tvítuga stelpan frá Astralíu er að
gera allt vitlaust í Bretlandi þessa
dagana. Eitthvað er hún nú að
verða vinsæl hér á landi líka og
hafa plötusnúðarnir á bullútvarps-
stöðvunum rifist mikið um hvernig
bera skuli nafn stúlkunnar fram en
enginn hefur ennþá álpað nafninu
rétt út úr sér. En vinsældir hennar
hér nálgast lítið það æði sem gripið
hefur um sig í Bretlandi. Þar eru les-
endadálkar popptímaritanna upp-
fullir af fyrirspurnum frá örvænt-
ingarfullum ungmeyjum sem vilja fá
að vita hvar Kylie hefur fengið jakk-
ann sem hún var í þarna eða hvar
hún hafi fengið skóna sem hún var í
hérna o.s.frv.
En frami Kylie litlu hefur verið
ótrúlega skjótur og jafnvel eins og í
lygasögu eins og sagt er.
Þegar Kylie hafði lokið skyldu-
námi, 15 ára gömul, var henni boðið
hlutverk í framhaldsmyndaflokknum
Nágrannar, sem þá var orðinn gam-
all og lúinn. Einhverra hluta vegna
varð umrædd sápa skyndilega
vinsælasta sjónvarpsefni í Ástralíu
frá upphafi. Síðan datt henni í hug
að syngja lagið gamalkunna, Loco-
motion, inn á smáskífu og öllum á
óvart varð þessi skífa sú vinsælasta
í Ástralíu síðan 1978.
Enn eykst frægð
telpunnar
Nágrannar voru á dagskrá í Bret-
landi og þegar að þeim punkti í
seríunni kom, að Kylie birtist, varð
þátturinn skyndilega sá 3. vinsæl-
asti f bresku sjónvarpi. Síðan gaf
hún út lög í Bretaveldi og fyrsta
smáskífa hennar, I should be so
lucky, komst í efsta sæti vinsælda-
lista og næstu tvær náðu báðar
öðru sæti. Þó ekki báðar i einu. Þar
með var ísinn brotinn og Evrópa féll
öll að fótum Kylie.
Þessi skjóti frami er ótrúlegur,
sérstaklega í Ijósi þess að Kylie er
bara ósköp venjulegt telpukorn.
Með miðlungs leikhæfileika, miðl-
ungs sönghæfileika ... bara eins og
önnur hver stelpa á þessum aldri.
Og ábyggilega fullt af þeim sem hef-
ur dreymt um að verða fræg leik-
eða söngkona. Fáar hafa sjálfsagt
trúað því að þetta sé hægt en Kylie
hefur sýnt og sannað að þetta er
hægt. Drffiði ykkur stelpur, þið gæt-
uð orðið eins heppnar og Kylie.
Því miður fyrir þá karlkyns les-
endur, sem hefur dottið eitthvað
saurugt í hug við að lesa þetta, þá
er stúlkan „að öllum líkindum" á
föstu. Kærastinn er Jason Donov-
an, sem einnig er í poppbransan-
um. Það sem meira er, hann leikur
einnig kærasta Kylie í Nágrönnum.
Vel á minnst, ég sagði áðan „að öll-
um líkindum" um kærastann, vegna
þess að þetta er ekki alveg á hreinu.
Þau eru búin að þekkjast síðan þau
voru 13 ára og það er ekki alveg
víst að þau séu meira en vinir, þó
að flest bendi til þess. Þetta mál er
allt hið merkilegasta og þætti mér
vænt um ef einhver mér fróðari gæti
látið mig vita hvort Kylie eigi kær-
asta eða ekki. (Ekki það að ég hafi
verið að hugsa neitt saurugt!)
Svona að lokum þá er hérna við
hliðina (eða neðan við eða a.m.k.
einhvers staðar í grenndinni) ýmis-
Allt sem þig langaði
að vila um Kylie Minogue
Nafn: Kylie Minogue.
Fædd: 28. maí 1968.
Hvað var skemmtHegast í skúlanum?
Allt, en ekki fyrr en það var búið.
Hvað var leiðinlegast í skólanum?
Leiðinlegast þegar maður hafði
ekki lært heima.
Fyrsta platan sem þú keyptir:
Diskósafnplata.
Síðasta platan sem þú keyptir: FSick
Astley.
Uppáhaldsplatan þín: Roll with it
með Steve Winwood.
Uppáhaldsbíómynd: Líf mitt sem
hundur og Garpur.
Uppáhaldsleikari: Robin Wiiliams
og William Hurt.
Uppáhaldsbók: Engin.
Uppáhaldsmatur: Thailenskur
matur, maís og súkkulaðibollur.
Hvað óttastu mest?Aö vera óham-
ingjusöm.
Hvað elskarðu mest? Foreldra
mína.
Áttu gæludýr? Já, ég á hund, sem
heitir Gabby.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta: Prince og Lisu Bonet.
Áhugamál: Hestamennska og
skíði.
nonnsíðnn
Seiðandi augnatillit Kylie litlu getur brætt hvern sem er. Takið líka eftir
hárinu.
legt persónulegt varðandi stúlkuna.
Þetta eru svör hennar við áleitnum
spurningum danska poppritsins
MIX. Ég tek þetta traustataki í þeirri
trú að Dagur sé ekki lesinn á
ritstjórn þeirra mixara. Og ef hann
er lesinn þar, vonandi er honum þá
bara flett. Að lokum bendi ég á að
önnur af eftirlætiskvikmyndum
stúlkunnar er sænska myndin Líf
mitt sem hundur og í viðtali við hana
í MIX segir hún aðspurð að þessi
mynd sé það eina sem hún viti um
Norðurlöndin. Þetta er ábyggilega
töluvert meiri vitneskja um okkur en
margir Ástralir búa yfir. Að hafa
séð sænska bíómynd og fundist
hún góð, mynd sem heitir í
ofanálag Líf mitt sem hundur, er
ekki bara afar óvenjuleg vitneskja
heldur líka ofboðslega fyndið.
Þannig er nú það.
Vinsældalistar
Hljóðbylgjan
- vikuna 5/11-12/11 1988
Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi
1. (N) (1) l’m gonna be The Prodaimers
2. (L) (5) When it’s love Van Halen
3. (N) d) Cocomo Beach Boys
4. (9.) (3) Where did I go wrong UB-40
5. (3.) (3) De smukke unge mennesker Kim Larsen
6. (17.) (2) Domino dancing Pet Shop Boys
7. (4.) (3) Pípan Sjöund
8. (N) (1) Je ne sais pas pourqoui Kylie Minogue
9. (12.) (2) Desire U2
10. (13.) (3) One moment in time .... Whitney Houston
Rás 2
-vikuna 4/11-11/11 1988
Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi
1. (1.) (9) Groovy kind of love
2. (9.) (2) I'm gonna be
3. (2.) (6) Don’t worry, be happy Bobby McFerrin
4. (5.) (7) De smukke unge mennesker Kim Larsen
5. (4.) (9) Cocomo
6. (7.) (6) Where did I go wrong UB-40
7. (6.) (4) Desire
8. (15.) (2) The harder I try
9. (3.) (14) Foxtrot
10. (28.) (2) Handle with care . Traveling Wilburys
íslenski listinn
- vikuna 5/11-11/11 1988
Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi
1. (2.) (7) Cocomo Beach Boys
2. (1-) (8) Dont worry be happy Bobby McFerrin
3. (12.) (3) I’m gonna be 500 miles Prodaimers
4. (4.) (8) Where did i go wrong UB-40
5. (3.) (5) Desiree U2
6. (9.) (8) Groovy kind of love Phil Collins
7. (8.) (6) Push it Salt’n’peppa
8. (7.) (8) One moment in time ... Whitney Houston
9. (11.) (3) The harder I try Brother Beyond
10. (13) (5) Working in a goldmine Aztec Camera
Molar og mylsna
Ég er að hugsa um það hvort ég
ætti að efna loforðið sem ég gaf sl.
laugardag um að minnast á nýút-
komnar og væntanlegar plötur úr
hinum harða heimi hevímetalsins.
Eftir langa íhugun hef ég enga
ástæðu rekist á sem réttlætir að
ég geri það ekki. Þannig að ég
ætla núna að ausa því litla út sem
ég hef hlerað af tíðindum úr þunga-
rokki.
Ef ég mætti byrja á að minnast á
plötur sem eru rétt nýlega komnar,
þá mætti t.d. nefna plötu með
þeim félögum í Motörhead, og jafn-
vel einnig State of Euphoria með
Anthrax. Kanarnir í Testament voru
iika að senda frá sér plötu. Sú
heitir Live in Eindhoven og er eins
og nafnið bendir til, hljómleika-
plata, tekin upp í Hollandi. Ein
þungarokkshljómsveit enn sem
var rétt í þessu að gefa út plötu,
heitir Great White og man ég ekki
eftir að hafa heyrt minnst á þessa
hljómsveit en það er kannski
ekki að marka þar sem ég er nú
enginn bárujárnsblesi. En engu að
síður hef ég heyrt slatta af plöt-
unni og get fullvissað þá sem
þekkja ekki til sveitarinnar að
þarna er grenjandi þungarokk á
ferðinni.
Þá er best að fara að snúa sér
að efni sem ekki ennþá hefur litið
dagsins Ijós, a.m.k. ekki ennþá
komið til norðlægari héraða
íslands. Fyrst ber að nefna nýja
plötu frá Ratten þeir eru orðnir eitt
af stærstu númerunum í þunga-
rokkinu. Þá er ekki úr vegi að
minnast á fyrstu þlötu hljómsveitar
sem kallar sig Private Life en það
var enginn annar en Eddie Van
Halen sem uppgötvaði sveitina og
stjórnaði einnig upptökum á plöt-
unni.
Fyrrum Van Halen söngvarinn
David Lee Roth sló í gegn á Don-
ington í sumar og í framhaldi af
þvf var ákveðið að gefa plötu hans
Skyscraper út aftur og bæta inn á
hana lögunum Just A Gigolo og
Californian Girls.
Núna er plássið að verða búið
svo best er að fara fljótt yfir sögu.
Barndaríska hljómsveitin Dokken
er að gefa út nýja plötu, sú heitir
Beast fram the East og innihaldið er
að sjálfsögðu grjóthart rokk. Þá
eru QuietRiotenn á lifi og plata er
á leiðinni. Að lokum er vert að
minnast á sólóplötu eins besta
hljómborðsleikara þungarokksins,
Don Airey, sem m.a. var í Rainbow.
Platan hans heitir Tales of triumpf
and tragedy.
Þá er þetta nokkurn veginn búið
en það verður framhald síðar. Þið
bíðið bara.
m&k
David Lee Roth gaf út plötuná,,
Skyscraper ekki alls fyrir löngu. Sú
plata er nú að koma út aftur, í
breyttri mynd.