Dagur - 12.11.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 12.11.1988, Blaðsíða 3
12. nóvember 1988 - DAGUR - 3 tónlist i Kammerhljómsveit Akureyrar: Tónleikar í Akureyrarkirkju Fyrstu tónleikar Kammer- hljómsveitar Akureyrar á þessu starfsári verða haldnir í Akureyrarkirkju sunnudaginn 13. nóvember kl. 17. Á tón- leikunum flytur hljómsveitin Flugeldasvítuna eftir Hándel, konsert fyrir tvo trompeta og hljómsveit eftir Vivaldi, hljómsveitarforleikinn Flóð og fjöru í Hamborg eftir Tele- mann og hljómsveitarsvítu nr. 3 eftir J.S. Bach. Tónverkin tilheyra þeirri glæsi- legu og skemmtilegu hljóm- sveitatónlist sem samin var á síð- asta hluta barokktímabilsins, þ.e. um eða eftir aldamótin 1700 og þau eru samin af meisturum þess tíma, sem hvað mestra vin- sælda njóta meðal tónlistarunn- enda í dag. Tvíburarnir Sveinn og Hjálmar Sigurbjörnssynir eru einleikarar á trompet í konsertverki Vivald- is. Þeir stunduðu nám við Tón- listarskólann á Akureyri og síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og þaðan luku þeir prófi. Sveinn og Hjálmar starfa báðir sem kennarar og hljóðfæraleikarar á Norðurlandi. Kammerhljómsveitin fær líka góða gesti að sunnan. Helga Ing- ólfsdóttir leikur á sembal, Lárus Sveinsson á piccolotrompet, Jos- eph Ognibene á horn, Ólafur Flosason og Sverrir Guðmunds- son á óbó og Pórir Jóhannsson á kontrabassa. Áhugi fyrir sembalkaupum Varðandi komu Helgu Ingólfs- dóttur semballeikara má geta þess að lengi hefur verið áhugi á því meðal tónlistarfólks á Akur- eyri að eignast sembal, en þetta stórmerka hljóðfæri er ekki til í bænum og hefur það verið flutt frá Reykjavík með tilheyrandi umstangi. Rætt hefur verið um að stofna sjóð í því skyni að kaupa sembal. Víkjum þá aftur að tónleikum Kammerhljómsveitar Akureyrar. Konsertmeistari er Lilja Hjalta- dóttir og stjórnandi hljómsveitar- innar er Roar Kvam. Tónleikar Kammerhljómsveitarinnar hafa átt vaxandi vinsældum að fagna og um eitt þúsund áheyrendur sóttu tónleika hennar sl. vetur. Þann 16. október var stofnað áhugafélag um rekstur Kammer- hljómsveitar Akureyrar og er mikill áhugi ríkjandi fyrir því að starf hljómsveitarinnar verði bæði öflugt og áhrifaríkt. Bráða- birgðastjórn félagsins skipa: Ein- ar S. Bjarnason og Valgerður Hrólfsdóttir fyrir hönd áhuga- manna, Ólöf Jónsdóttir og Örnólfur Kristjánsson fyrir hönd hljómsveitarinnar og auk þess er vænst að Akureyrarbær tilnefni einn fulltrúa. Unnt er að skrá sig sem stofn- félaga á tónleikunum á sunnu- daginn og aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. SS Styrkir til háskólanáms í Finnlandi og Noregi 1. Finnsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa íslendingum til háskólanáms eöa rannsóknarstarfa í Finnlandi námsáriö 1989-’90. Styrkurinn er veittur til níu mánaða dvalar og styrkfjárhæðin er 2.200 finnsk mörk á mán- uði. 2. Norsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa íslenskum stúdent eöa kandídat til háskólanáms í Noregi námsár- ið 1989-’90. Styrktímabiliö er níu mánuöir frá 1. sept- ember 1989. Til greina kemur aö skipta styrknum ef henta þykir. Styrkurinn nemur um 4.740 n.kr. á mánuði. Umsækjendur skulu vera yngri en 35 ára og hafa stundað háskólanám í a.m.k. tvö ár. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Fteykjavík, fyrir 31. desember nk. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást, og fylgi staöfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytiö, 8. nóvember 1988. leyndardóma kvöldvorrósarolívuinar! Indíánar Norður-Ameríku voru einna fyrstir til að uppgötva undramátt kvöld- vorrósarolíunnar. Þetta voru engin hindurvitni því að vísindamenn hafa nú staðfest að kvöldvorrósarolía býr ein- mitt yfir hinni sjaldgæfu GLA, gamma- línólensýru. Með hjálp línólsýru úr fæðu gegnir hún mjög mikilvægu hlut- verki í framleiðslu líkamans á prosta- glandínum, en þau hafa áhrif á nær alla þætti líkamsstarfseminnar. Framleiðsla líkamans á GLA og þar með á prostaglandínum getur raskast af ýmsum orsökum, t.d. óæskilegu matar- æði, ofhitun olíu eða feiti við mat- reiðslu, áfengisneyslu, kvefi og streitu. Allir þessir þættir geta skert hæfni lík- amans til að umbreyta línólsýru í GLA. Skammtur af Magna-kvöldvorrósar- olíu tryggir líkamanum hæfilegt magn af línólsýru og GLA til að hann geti starfað eðlilega. Magna-kvöldvorrósarolían kemur líkama þínum í jafnvægi!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.