Dagur - 12.11.1988, Blaðsíða 13
barnasíðan
tfetfHWfelKdM# - 1.4
i
Umsjón: Stefán Sæmundsson.
Barnasíðan
og lesendur
Barnasíöan birtist í Helgarblaðinu
hálfsmánaöarlega. Viö viljum hvetja
börn á öllum aldri til að senda okkur
efni og biðjum foreldra að hjálpa
yngstu börnunum. (fyrsta lagi þurfa
þau að vita af þessum möguleika og
þá geta þau hafist handa við að
teikna myndir. í öðru lagi verða for-
eldrarnir að senda okkur myndirnar
og í þriðja lagi að sýna börnunum
blaðið þegar myndirnar birtast.
Efni barnasíðunnar er undir ykkur
komið. Við viljum ekki bara fá teikn-
ingar, heldur líka sögur, gátur, þraut-
ir, brandara og hvað sem ykkur dett-
ur í hug, börnin góð. Okkur finnst
eðlilegast að börnin hafi sem mest
áhrif á efni síðunnar.
Spurningaleikur
Hafa ekki allir gaman af spurninga-
leikjum? Hér koma nokkrar spurn-
ingar fyrir börn og unglinga. Reynið
að svara þeim áður en þið skoðið
svörin sem birtast hér á hvolfi.
1. Hvað hét landnámsmaður
Eyjafjarðar?
2. Hvaða danski poppari syngur
nú á Hótel íslandi?
3. Hvaða barnaleikrit ætlar Leik-
félag Akureyrar að sýna um
jólin?
4. Með hvaða liði leikur Alfreð
Gíslason handknattleik?
5. Nefnið konu sem er sprettharð-
ari en allir íslenskir karlmenn?
6. Hver er ritstjóri Dags?
7. Á hvaða vikudegi er aðfanga-
dagur jóla í ár?
8. Hvaða lið er efst í 1. deild ensku
knattspyrnunnar?
9. Tveir þingmenn á Norðurlandi
eru konur. Hvað heita þær?
10. Hvar er eina vélfrysta skauta-
svellið á landinu?
Svör:
uÁ0jn>|v y 'CH
J!Uopsuj0AS
jnQja6|EA 6o j|UopjBQjn6!S jnQjj^lui^iai ’6
LjOjAAJON g
!6spjB6nE-| l
uubuj6jss a iBbjs q
•jsuÁop-L);!guo sousjou g
U>f V
!l|OL|j}B>! j HLua e
ussjb-| LU!X z
•u6blu !6|sh ' I.
Litli grísinn
Teitur Þorbjörn Þorbjörnsson sendi
okkur ansi fjöruga sögu sem heitir
Litli grísinn. Teitur er 9 ára gamall og
býr að Sporði, Línakradal, (531
Hvammstangi). Við þökkum kærlega
fyrir sendinguna og hér kemur
sagan:
Einu sinni var stór og feit gylta.
Hún átti níu litla grísi. Eitt sinn var
geltinum, pabba þeirra, hleypt inn í
stíuna. Þá sparkaði einn grísinn í
göltinn, þá trylltist hann og beit alla
grísina nema einn. Grísirnir dóu,
hinn hljóp heim til bæjar og lét eins
og óður. Mennirnir náðu í göltinn og
fóru með hann í sláturhús.
Skyldi þetta vera sönn saga?
Grísirnir í sögu Teits voru 9, en hvað skyldu vera margir á þessari mynd?
Hver á hvaða hnykil?
Það er allt komið í flækju hjá þessum pottormum, sannkallaða garnaflækju. Spurningin er,
hver á hvaða hnykil? Á A hnykil númer 1,2, 3 eða 4? Reynið að fylgja garnspottunum eftir og
greiða þannig úr flækjunni.
Brandarar
Jóhann var með mömmu sinni í
dýragarðinum og voru þau að
skoða apana.
Jóhann: - Mamma, finnst þér
apinn ekki líkur Sveini frænda?
Mamma: - Uss, þetta máttu ekki
segja drengur.
Jóhann: - Það gerir ekkert til.
Apinn skilur ekki hvað ég er að
segja.
- Þjónn! Súpan er ísköld.
- Já, auðvitað. Við erum með
kalt borð í dag.
- Þjónn! Það er fluga í súpunni
minni.
- Æ, þetta er gömul lumma.
- Nei, þetta er ung fluga.
- Mér þykir þetta afskaplega
leitt, frú Guðfinna. Ein af hænun-
um mínum hefur sloppið inn í
garðinn til þín og gert usla í
blómabeðinu.
- Það er allt í lagi núna. Köttur-
inn minn át hana.
- Skelfing er að vita hvernig fólk
hagar sér í umferðinni.
- Nú?
- Já, ég var vitni að því að öku-
maður ók á ofsahraða eftir
hraðbrautinni. Það var rétt með
naumindum að mér tókst að
komast fram úr honum.
- Þjónn! Það er fiskifluga í súp-
unni minni.
- Þetta er líka fiskisúpa.
I