Dagur - 16.12.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 16.12.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 16. desember 1988 Rangar getsakir vegna Hóla Vegna lesendabréfs sem birtist í Degi í fyrradag, þar sem býsnast var yfír því að hvorki prestar né prófastar af Norðurlandi eystra hafí mætt til hátíðarmessu að Hólum, utan einn, hafði Dagur sam- band við sr. Birgi Snæbjörns- son, prófast. Sr. Birgir: „Það er ekki rétt hjá bréfritara lesendabréfsins um Hóla að þar hafi farið fram endurvígsla kirkjunnar. Slík endurvígsia hefur aldrei verið boðuð en við vissum að til stóð að halda hátíðarmessu í tilefni af því að miklum endurbótum hefur verið lokið á kirkjunni. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, hringdi í prófast Eyfirðinga á þriðjudag eða miðvikudag, og í prófastinn í Þingeyjarsýslu á föstudag. Þegar skilaboðin bárust voru allir prestar búnir að gera ráð- stafanir. í Akureyrarprestakalli voru fjórar messur og aðventu- kvöld, ásamt ýmsum öðrum prestverkum. Það var því ómögulegt fyrir mig, eða aðra presta sem ég veit um, að mæta á Hólum á sunnudaginn. Sr. Pálmi Matthíasson var t.d. í Grímsey þennan dag. Þetta er einn anna- samasti árstími okkar prestanna. Ég vil að lokum beina því til bréfritara að hann hefði auðveld- lega getað aflað sér upplýsinga um þessar annir okkar prestanna með því að tala beint við okkur og tel ég að slíkt hefði verið heppilegra en að fara með rangar getsakir í blöðin." Hjólbarðaþjónusta Tómasar Eyþórssonar 20 ára Hjólbarðaþjónusta Tómasar Eyþórssonar að Hvaunavölluni 14b á Akureyri átti 20 ára afmæli fyrr í vetur. Tóm- as hefur einkaumboð fyrir Polaris vélslcða og búnað fyrir Island og eru vaxandi umsvif á því sviði. Á myndinni eru f.v.: Tómas Eyþórsson, Einar Gylfason, Egill Hermannsson og Eyþór Tómasson. Niðurskurðarhnífurinn við Austurvöll kemur víða við: vona að þurfi ekkí skerða þjónustuna - segir Guðmundur Steindórsson, ráðunautur hjá BSE E Guömundur Steindórsson, ráöunautur Búnaöarsambands Eyjafjarðar, segir að nokkurr- ar óvissu gæti með fjárhag Búnaðarsambandsins á kom- -andi ári. I frumvarpi til fjár- laga fyrir 1989 sem hæstvirtir alþingismenn karpa um þessa dagana er gert ráð fyrir lækk- uðum framlögum til Ieiðbein- ingaþjónustu í landbúnaði, þ.á m. starfsemi Búnaðar- sambands Eyjafjarðar. Tekjuliðir Búnaðarsambands- ins eru einkum tveir. Annars veg- ar framlög ríkisins á fjárlögum og hins vegar ákveðin gjöld sem bændur á sambandssvæðinu greiða til Búnaðarsambandsins. Bæði hlutur ríkis og bænda, sem að mestu géngur í gegnum Bún- aðarmálasjóð, hefur minnkað verulega á undanförnum árum. Minnkandi tekjur sambandsins hafa ekki leitt til umtalsverðs niðurskurðar á starfsemi þess enn sem komið er, en með frekari niðurskurði á næsta ári þykir sýnt að verulegá þurfi að hagræða í rekstri. Guómundur segist þó vona að ekki þurfi að koma til skertrar þjónustu tjögurra ráðu- nauta sambandsins. Hann segir að aðalfundur Búnaðarsam- bandsins verði að taka afstöðu til Akureyri og Eyjaíjörður: Gagnfræðaskólinn og Lundarskóli sigruðu - í sveitakeppni grunnskóla í skák Sveitakeppni grunnskóla a Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu í skák lauk á laugardaginn. 21 sveit tók þátt í keppninni sem var hin fjölmennasta sinnar tegundar sem haldin hefur verið, þátttakendur voru um 90 talsins. Keppt var í tveimur flokkum. í eldri flokki voru nemendur í 7. til 9. bekk og í yngri flokki voru nemendur úr 1. til 6. bekk. Úrslit í eldri flokki voru þessi: Gagnfræðaskóli Akureyrar, A- sveit, var í efsta sæti, fékk 28 vinninga af 28 og vann allar sínar skákir. í öðru sæti var B-sveit G.A., með 181/2 vinning, í þriðja sæti Hrafnagilsskóli með 16!h vinning, í fjórða sæti var C-sveit G.A. með 14!ó vinning, í fimmta sæti var D-sveit G.A. með 11V2 vinning og Glerárskóli og Síðu- skóli voru í sjötta sæti með 9Vi vinning hvor. Þess skal getið að A-sveit G.A. hefur frá upphafi unnið sveita- keppni grunnskóla á Akureyri. Sveitina skipuðu nú þeir Þórleif- ur Karlsson, Örvar Arngrímsson, Smári Teitsson og Júlíus Björns- son. Úrslit í yngri flokki voru mjög tvísýn því hörð barátta var milli A-sveita Lundarskóla og Barna- skóla Akureyrar. A-sveit Lund- arskóla fékk 45'/2 vinning af 48 mögulegum en A-sveit B.A. fékk 41 !ó vinning. í þriðja sæti varð B- sveit Lundarskóla með 30V2 vinning, í fjórða sæti varð B-sveit Laugalandsskóla með 26 vinn- inga, í fimmta til sjötta sæti urðu B-sveit Síðuskóla og C-sveit Lundarskóla með 24Vi vinning. Skákfélag Akureyrar hafði umsjón með keppninni nú eins og áður, og var hún háð í hús- næði félagsins við Þingvallastræti á Akureyri. Keppnin stóð yfir undanfarnar tvær helgar. EHB þess hvort framlög bænda eigi að hækka til að mæta niðurskurði ríkisvaldsins á fjármunum til leiðbeiningaþjónustunnar. Á fyrstu dögum desembermán- aðar skilaði nefnd, sem Jón Helgason þáverandi landbúnað- arráðherra skipaði til þess að gera úttekt á leiðbeiningaþjón- ustunni, lokaskýrslu til Stein- gríms J. Sigfússonar. Þar eru lagðar til mjög róttækar breyting- ar á skipan leiðbeiningaþjónust- unnar í þá veru að gera hana sjálfstæðari en áður, m.ö.o. að færa hana í ríkara mæli út í hér- uðin. Tillögur þessa efnis hafa lengi verið uppi á vettvangi bændasamtakanna. Meðal ann- ars fjallaði Búnaðarþing á sl. vetri um þær. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að færa leiðbeiningaþjónust- una út í héruðin. Það er þó hald forsvarsmanna bænda, sem Dag- ur hefur rætt við, að með tíð og tíma verði þetta skref stigið. Jafnframt verði uppstokkun á tekjustofnum búnaðarsamband- anna í því skyni að tryggja betur en nú fjárhag þeirra. Það kemur í hlut landbúnaðarráðherra, Stein- gríms J. Sigfússonar, að taka endanlega ákvörðun um það hvort farið verður eftir tillögum nefndrar skýrslu um leiðbein- ingaþjónustuna. Ekki tókst að ná tali af ráðherra í gær til þess að bera þetta undir hann en búast má við að ákvörðun Steingríms liggi ekki fyrir fyrr. en að aflok- inni rækilegri umfjöllun Búnað- arfélags íslands og Búnaðarþings um málið. óþh Sveinn Hauksson slær á létta strengi í „bongoblíðu11 við útimarkaðstjaldið. Húsavík: Vorboði í skammdeginu? Útimarkaðurinn á Húsavík verður opnaður í dag föstudag og þar verða jólatré og grein- ar, ásamt ýmsu smávegis til jólanna, á boðstólum. Mark- aðurinn verður síðan opinn næstu daga eða framundir jól. í sumár sem leið starfrækti Sveinn Hauksson .útimarkað á þakj Vísisliús.sips t miðbæ Húsa- víkur óg verslaði þar m.a. með suðræna ávexti og vestfirskan harðfisk. Nú hefur Sveinn fengið jólatré og grenigreinar í umboðs- sölu frá skógræktarstöðinni á Vöglum. Hann ætlar að setja upp hið hringlaga útimarkaðstjald, og það mun líklega virka sem nokk- urs konar vorboði á Húsvíkinga, nú í svartasta skammdeginu. Auk jólatrjáa og greina ætlar Sveinn að versla með eitthvað fleira af jólavarningi en aðspurð- ur sagðist hann hvorki verða með ávexti né vestfirskan harðfisk á þessum vetrarútimarkaði. IM Sauðárkróksbær: Utsvarsprósentan hækkuð úr 6,7% í 7,5% Bæjarstjórn Sauðárkróks sam- þykkti á fundi sínum sl. þriðju- dag að útsvarsprósenta Sauð- árkróksbæjar fyrir árið 1989 verði hækkuð úr 6,7% í 7,5%, sem er hæsta leyfílega útsvars- prósenta. Með hækkuninni er talið að tekjur bæjarins aukist um 12 milljónir króna. Hún þýðir að einstaklingur sem er með eina milljón króna í árs- tekjur þarf að greiða 8 þúsund krónum meira í útsvar á næsta an. „Við teljum okkur þurfa meiri peninga, það er alveg ljóst. Reksturinn hefur tekið allar okk- ar tekjur, við höfum ekkert átt eftir til neinna framkvæmda. Það er svo margt sem á eftir að gera, að við þurfum að ná okkur í allar þær tekjur sem við mögulega getum,“ sagði Snorri Björn Sig- urðsson bæjarstjóri í samtali við Dag, aðspurður af hverju útsvarsprósentan hafi verið hækkuð. Bæjarstjórn samþykkti einmg hvernig álagning fasteignagjalda verður fyrir árið 1989. Þar er um óbreytta álagningu að ræða, nema hvað lóðaleiga og sorp- gjöld munu hækka um 25%. Þá var samþykkt að fjölga gjalddög- um í fimm, þ.e. 15. jan.-15. maí. Fasteignaskattur A-flokks verður áfram 0,625%, svo og fasteigna- skattur B-flokks, eða 1,25%. Þá verður holræsagjald áfram 0,12%. Lóðaleiga íbúðarhúsa- lóða hækkar í 1,56 kr., lóðaleiga atvinnuhúsnæðis fer í 6,75 krón- ur og lóðaleiga ræktunarlands verður 15 aurar. Þá mun sorp- gjald hækka í 2025 krónur og fyr- ir þá sem eru með fleira en eitt sorpílát hækkar viðbótargjaldið í 1350 krónur. Þá samþykkti bæjarstjórn einnig að breyta opnunartíma á bæjar- skrifstofu við Faxatorg. Frá og með 1. janúar 1989 verður skrif- stofan opin frá kl. 12.30 til kl. 15.00. -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.