Dagur - 16.12.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 16.12.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 16. desember 1988 viðtal dagsins ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (iþrótlir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavik vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRl'MANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Nafn með rentu Þjóðin hefur löngum verið gefin fyrir bækur og bókalestur. Af þeim sökum er mikil gróska í bókaútgáfu hér á landi. Það sem hins vegar einkennir þessa bókaútgáfu er að henni er nær allri stefnt á einn mánuð, þ.e. desember. Þá hefst það sem kallað hefur verið jólabókaflóð og teygir það anga sína inn á hvert heimili. í raun er það mikill galli að bókaútgáfa skuli ekki dreifast jafnar á árið. Fullyrða má að margar athyglisverðar bækur „týnist" í flóðinu mikla ár hvert, meðan aðrar ómerk- ari komast á metsölulistana með tilstyrk öflugrar auglýsingatækni. Hins vegar eru sjónarmið útgefenda vel skiljanleg, því bókapakki er algengasta jólagjöfin hér á landi og eðlilega seljast nýjar bækur best. Meiri og jafnari dreifing bókaútgáfunnar væri tvímælalaust æskilegri, því þar með myndi álagið dreifast á lengri tíma. Þetta kæmi lesandanum vel að því leyti að hann fengi meiri tryggingu fyrir hámarksgæðum þeirrar vöru sem hann fær í hendur. Stað- reyndin er nefnilega sú að allt of margar hinna svonefndu jólabóka eru flausturs- lega unnar vegna tímahraks. Það hefur gefið góða raun undanfarin ár að gefa út bækur um atburði líðandi stundar. Slíkar bækur seljast jafnan vel. En með tilliti til markaðssetningar og söluhorfa verða atburðirnir, sem fjallað er um, að vera almenningi í fersku minni. Slíkar bækur eru því skrifaðar í kappi við tímann og síðan sjá auglýsingarnar um afganginn. Þar er ekki alltaf spurt um gæði. Þrátt fyrir þessa annmarka er gleðilegt að svo mikil gróska sé í íslenskri bóka- útgáfu sem raun ber vitni. Margir óttuðust það á sínum tíma að myndbandavæðing heimilanna myndi ganga að bókinni dauðri en sá ótti hefur ekki reynst á rökum reist- ur. Og þótt sjónvarpsstöðvarnar séu nú tvær og sú þriðja í burðarliðnum, er jóla- bókaflóðið síst í rénun. Bókin ætlar greini- lega að standa fjölmiðlabyltinguna af sér. 2-300 nýir titlar líta dagsins ljós fyrir hver jól og seljast grimmt, enda eigum við heimsmet í bóksölu miðað við höfðatölu. Bókaþjóðin ber því áfram nafn með rentu. Vonandi höldum við því sæmdarheiti um ókomin ár. BB. r- Árni Huraldsson og Kaja Joensen í Shellstöðinni. Árni og Kaja á Shellstöðinni á Húsavík: „Finnst ég tölu- verður Þmgeyingur“ - en versla með úrvals vestfirskan harðfisk Kaja Joensen og Árni Har- aldsson tóku við rekstri Shell- stöðvarinnar á Húsavík um mánaðamótin. Kaja og Árni voru að flytjast til Húsavíkur af suðvesturhorninu. Þau eru Húsvíkingum og Þingeyingum að góðu kunn, þótt hann sé að vestan og hún frá Færeyjum bjuggu þau á Húsavík frá 1970- 1984. Þeir eru margir sem flutt hafa „suður“ á síðustu árum svo það er fróðlegt að heyra hljóðið í fólki sem kemur aftur til baka. Fyrst skulum við aðeins rifja upp j»amla daga, við hvað Kaja og Arni störfuðu á Húsavík á árum áður, og gefum Árna orðið: „Við fluttum hingað 1970 og þá kom ég sem lögregluþjónn. Svo fór ég að starfa við bólstrun og í tvö eða þrjú ár var ég fram- kvæmdastjóri við Öskju hf. Þá keyptum við prentsmiðjuna Örk og rákum hana þar til við fluttum suður 1984.“ En við hvað starfaði Kaja á þessum árum: „Fyrst var ég „bara“ húsmóðir en vann svo á næturvöktum á gamla sjúkra- húsinu sem notað var sem dvalar- heimili fyrir aldraða. Ég aðstoð- aði við bólstrunina og vann síðan á setningartölvunni í prentsmiðj- unni.“ - Nú eruð þið flutt norður aftur, berist svona á móti straumnum, var ekki gott að búa fyrir sunnan, Ámi? „í sjálfu sér er allt í lagi að búa fyrir sunnan og við kunnum í rauninni ágætlega við okkur, en segja má að það hafi alltaf legið í loftinu að koma aftur. Ég átti uppástunguna að því að flytja suður og einhvern veginn fann maður þetta ekki fyrr en við vor- um farin að það voru alltaf ein- hverjar taugar norður. Þótt ég sé Vestfirðingur þá finnst mér ég einnig vera orðinn töluverður Þingeyingur.“ „Það eina sem ég sé eftir, að sunnan, er vinnan, ég var í mjög góðri og skemmtilegri vinnu,“ svarar Kaja. - Fannst ykkur svipað hljóð vera í fleira fólki sem flutt hafði af landsbyggðinni? „Við umgengumst nú ekki marga burtflutta Húsvíkinga en mér fannst þeim sem ég hitti líka vel fyrir sunnan. Mér finnst ýmis- legt öðruvísi fyrir sunnan, miklu meira stress á fólki og samskipti verða ekki eins persónuleg og hérna þar sem allir þekkja alla. Ég var með atvinnurekstur og það var t.d. farið að færast í vöxt að fólk stæði ekki í skilum. Þegar við flytjum suður vorum við orðin vel fullorðin og það er einhvern veginn þannig að eftir því sem maður eldist á maður orðið erfiðara með að kynnast fólki þannig að það verði nánir vinir manns. Við söknuðum góðra vina héðan og ýmislegt svona togaði í okkur,“ segir Árni og Kaja segist vera sammála þessu. - Nú eruð þið að hefja rekstur hér þegar mjög er rætt um hart árferði fyrir atvinnurekendur. „Við skulum segja að við séum bjartsýnisfólk. Við höfum alltaf verið bjartsýn enda hefur maður fengist við ýmislegt. Þó alltaf sé verið að tala um slæmt ástand þá er þetta talsvert öðruvísi hérna, mér finnst ekki eins mikil óreiða á hlutunum," segir Árni og Kaja bætir við: „Það er engin ástæða til annars en vera bjartsýnn þegar maður fer út í rekstur, annars væri það alveg vonlaust." - Hvaða þjónustu verður boð- ið upp á hér á Shellstöðinni? „Við ætlum að reyna að veita ekki lakari þjónustu en boðið er upp á annars staðar. Hér er bensínafgreiðsla og það sem henni fylgir, skyndibitastaður og verslun með sælgæti, gos, mjólk- urvörur, mánaðarrit, vikurit og Dag,“ segir Kaja og hlær glað- lega en Árni bætir við: „Svo verslum við líka með úrvals vest- firskan harðfisk. Við viljum bjóða Húsvíkinga, Þingeyinga og aðra velkomna til viðskipta hing- að og vonum að við sjáum sem flesta.“ - Hvernig var tilfinningin að koma aftur til Húsavíkur? „Það var mjög góð tilfinning og maður finnur sig mjög vel- kominn,“ svarar Árni. „Mér lík- ar mjög vel að vera komin aftur en ég vildi náttúrlega aldrei fara héðan,“ segir Kaja að lokum. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.