Dagur - 16.12.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 16.12.1988, Blaðsíða 9
bœkur Tvær bækur um Depil Hjá Bókaforlagi Odds Björns- sonar á Akureyri eru komnar út tvær nýjar bækur fyrir yngstu les- endurna. Paö eru bækurnar Dep- ill fer í útilegu og Depill fer í sjúkravitjun. Bækur Eric Hill um hundinn Depil hafa verið mjög vinsælar meðal yngstu kynslóðarinnar, „enda prýddar litskrúðugum myndum og skýrum texta, og því auðveldar fyrir börn sem byrjuð eru að lesa og þá ekki síður fyrir foreldra til að íesa fyrir börnin á góðum samverustundum,“ eins og segir í kynningu frá Bókafor- laginu. í hvorri bók segir frá ævintýr- um Depils og vinanna Tomma, Helgu og Stebba. Bækurnar eru í sterku bandi og með hörðum spjöldum. (ÍIIIMIMHH IIIKklK K)KkllSSO\ Hestar »s; imimilíl' i Austur-Sknftafellssijslii I Jódynur - Hestar og mannlíf í A.-Skaftafellssýslu Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri hefur sent frá sér bók- ina Jódynur, hestar og mannlíf í A ustur-Skaftafellssýslu. í kynningu frá útgefanda segir m.a.: „Austur-Skaftafellssýsla er um margt sérstætt byggðarlag. Einangrun þess áður fyrr stafaði af sérstaklega erfiðum samgöng- um. Þeir sem tókust ferð á hendur, í kaupstað eða til ann- arra sveita, urðu að ríða straum- hörð vatnsföll eða eyðisanda á leiðum sínum. Hesturinn var því einn mikilvægasti þáttur í búskap Austur-Skaftafellssýslu. Milli hans og fólksins þar myndaðist þess vegna náið samband." í þessari bók, sem er fyrra bindi af ritverkinu Jódynur, er efnið að mestu leyti frá fyrri hluta 20. aldar. Egill Jónsson á Selja- völlum skrifar um ræktun hrossa á þeim tímum, ættir þeirra og erfðir og um Hrossaræktarfélag Hornfirðinga. Þorsteinn Jóhannsson á Svínafelli skrifar um hrossakyn í Öræfum og Anders Hansen um samofin örlög Hornafjarðarhrossa og Gunnars Bjarnasonar. Ferðalög yfir ár og vötn, í byggð og óbyggð, brúarsmíði og flutningar skipbrotsmanna til Reykjavíkur á hestum var hluti af daglegu lífi þar í héraði. Frá þessu segja 13 höfundar í þessu fyrra bindi Jódyns og varpar frá- sögn þeirra ljósi á þær miklu mannraunir sem þessi ferðalög höfðu oft í för með sér. Nuimur og hermenn Komin er út hjá Iðunni bókin Nunnur og hermenn, en hún er eftir Iris Murdoch, sem er meðal þekktustu og virtustu rithöfunda Breta á þessari öld. Hún hefur auk fjölda skáldsagna skrifað bæði leikrit og heimspekirit og hlotið ýmis bókmenntaverðlaun fyrir verk sín. Nunnur og her- menn er fyrsta bók hennar sem kemur í íslenskri þýðingu. í kynningu útgefanda á efni bókarinnar segir: „Nunnur og hermenn er saga sem lætur engan lesanda ósnortinn. Hún er spenn- andi og falleg ástarsaga en jafn- framt átakamikið skáldverk. Þeg- ar sagan hefst liggur Guy Open- shaw og bíður dauðans. Ættingj- ar og vinir safnast að banabeði hans og vilja hughreysta Gert- rude, eiginkonu hans. Áður en Guy deyr biður hann Gertrude að giftast aftur þegar liann er horfinn. í sömu mund birtist Anne, gömul vinkona Gertrude, fyrrverandi nunna sem snúið hef- ur baki við klausturlífinu. Þær endurnýja vináttuböndin og reyna að taka upp þráðinn þar sem hann slitnaði er Anne gekk í klaustur. Einn heimilisvinanna, sem kallaður er Greifinn, er ást- fanginn af Gertrude. Hann er pólskur að ætt og lifir alla harm- sögu Póllands í martröðum sínum. Þar er hann hermaðurinn sem tapaði frelsisstríði föður- landsins. Annar heimilisvinur er Tim Reede, misheppnaður mál- ari í stormasamri sambúð með listakonu. Fyrir tilviljun eru Tim og Gertrude samtíða í sumarhúsi í Frakklandi og þau verða ást- fangin. Þar með er þó víðs fjarri að sagan sé sögð og hamingjan tryggð.“ Sigurður G. Tómasson þýddi bókina. Súú Asxjtowt ot Svm ffcráqvisi Saoan tmségm ÞooUnnn frt lUíuri þýtUt Sagan um sögu - eftir Sun Axelsson og Sven Nordqvist Iðunn hefur gefið út barnabók eftir Sun Axelsson, skemmtilega myndskreytta af Sven Nordqvist, sem er íslenskum börnum að góðu kunnur fyrir bækur sínar, Pönnukökutertan, Hænsnaþjóf- urinn og Veiðiferðin. Þetta er hlý og falleg saga um vináttu og nærgætni. Þetta er sag- an um hana Soffíu litlu sem býr rétt utan við borgina með pabba og mömmu og fjórum systkinum. Það er stundum ntikið að gera á stóru heimili og þá getur verið býsna gott að hafa einhvern til að heimsækja. Það finnst Soffíu að minnsta kosti. Og Anna frænka er nú ekkert venjuleg. Hún á alltaf eitthvert góðgæti - en hún líka ýmislegt annað í pokahorninu sem Soffía kann að meta og til eru gjafir sem glatast aldrei. Þorsteinn frá Hamri þýddi bókina. í flæðaimálinu Iðunn hefur gefið út nýja bók eft- ir Njörð P. Njarðvík og nefnist hún / flæðarmálinu. í flæðarmálinu er æskusaga þar sem segir frá uppvaxtarárum drengs í sjávarplássi. Bókin er byggð upp á nokkrum þáttum og lesa má hvern þeirra sem sjálf- stæða frásögn, en þættirnir tengj- ast þó innbyrðis og skapa heil- steypta mynd af aðalsögupersón- unni, drengnum, og því umhverfi sem hann lifir og hrærist í. En j kynningu forlagsins segir svo: „í fáguðum og drátthreinum svipmyndum kynnumst við því hvernig hann vaknar til vitundar um sjálfan sig og umhverfið. Fjörðurinn er sá ytri veruleiki sem markar sögusviðið og í bókarlok þegar drengurinn hverfur á braut verður fjörðurinn innri veruleiki hans, hluti af hon- um sjálfum. Þannig eru þessir þættir ritaðir í senn úr fjarlægð og innan frá, eins og gerist um góðar minningabækur. Undir kyrrlátu yfirborði frásagnarinnar vakir næm tilfinning og ýmsar persónur sem hér bregður fyrir verða lesanda minnisstæðar. í eftirmála segir höfundur að hann láti sér „detta í hug að einhverjir ísfirðingar þykist kannast við suma atburði og ef til vill ein- hverjar sögupersónur líka. Hins vegar er svo frjálslega með efnið farið á stundum að ekki er skynsamlegt að líta á bókina sem sjálfsævisögulega nema að litlu leyti.“ Sáð í sandinn Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ur gefið út smásagnasafnið Sáð í sandinn eftir Agnar Þórðarson í tilefni af sjötugsafmæli hans í fyrra. Flytur það níu sögur, og hafa þrjár þeirra ekki birst áður. Útgefandi kynnir höfund og bók þannig á kápu: „Agnar Þórðarson er kunnast- ur af leikritum og skáldsögum, en einnig sérstæður smásagnahöf- undur. Sa'ð í sandinn er fyrsta bók hans þeirrar gerðar og flytur níu sögur ritaðar á löngu ára- skeiði. Bera þær glöggan svip af leikritum höfundar, segja annars vegar frá yfirlætislausu hvers- dagsfólki og hins vegar grátbros- legum broddborgurum. Agnar rekur atburðaþræði af hófsemi og alúð, en varpar gjarnan einkenni- legri birtu á frásagnarsvið og sögupersónur. Stundum beitir hann skopi og ádqilu, einkum þegar hann túlkar smæð þeirra sem hreykja sér og þykjast yfir aðra hafnir, en eru tæpir ef á reynir." Sögurnar bera eftirtaldar fyrir- sagnir: Spáð í veikleika, Bréfið sem kom of seint, Litla-Blá, Hjúkrunarkonan góða, Þjófur- inn, Kata - Mrs. Baden-Smith, Mikið voðalega á fólkið bágt, Gróðrarskúr, Aðmírállinn. Sum- ar þeirra hafa unnið til verðlauna og verið þýddar á erlend mál. Sáð í sandinn er 118 bls. að stærð. Kápu gerði Margrét E. Laxness. 68{>r -!9tím929b .3r - H'JOAG - 8 16. desember 1988 - DAGUR - 9 VERSL UNARMIÐSTÖÐ ÞINGEYINGA SPARIÐ YKKUR SPORIN • HJÁ OKKUR ER ÚRVALIÐ MATBÆR Rúmgóð og þægileg matvöruverslun . . . Úrvals kjötborð, ávaxtaborð, grænmetistorg. . . VEFNAÐARVÖRU- VERSLUN GARÐAR Ritföng, skólavörur, leikföng, bús- áhöld, gjafavörur. . . BYGGINGA VÖRUR Efni til nýbygginga, viðhalds, endur- bóta. Úrval raftækja .. . Hljómflutn- ingstæki, sjónvörp, hljómplötur, geisladiskar. . . Vandaður fatnaður og skór.... Allt til sauma og á prjónana .... Rúm- fatnaður, gluggatjöld, handklæði, snyrtivörur, skartgripir.... SÖLUDEILD KONDITORI Ljúffeng brauð og kökur .... Hér geta menn tyllt sér niður og fengið sér hressingu og Ijúffengt meðlæti í þægilegu umhverfi.... NAUSTAGIL Söluskáli og bensínafgreiðsla. Opið frameftir á kvöldin .... Ýmsar nauðsynjar auk gosdrykkja og sæl- gætis .... Frí afnot af þvottaplani, ryksugu, olíusugu.... Bensínoggos af sjálfsölum allan sólarhringinn . . . (þróttavörur, léttur sportfatnaður. . . Allt fyrir veiðimanninn . . . . Úr, tölvur, reiknivélar, Ijósmyndavörur, framköllunarþjónusta .... FOSSHÓLL CLJÚFRABÚ LAUGAR REYKJAHLÍÐ í útibúunum færðu það sem þarf til daglegra nota auk ýmiss konar sérvoru. VÉLADEILD Allt frá handverkfærum upp í dráttar- vélar .... Hjólbarðar, rafgeymar, varahlutir, reiðtygi, öryggisvörur, alls kyns aukahlutir f bílinn .... HUGSAÐU UM EIGIN HAG TIL OKKAR Á TT ÞÚ ERINDI KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA S 41444 a nyjum og niðursoðnum ávöxlum. Kynnið ykkur verðið sem er það hagstœðasta á félagssvœðinu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.