Dagur - 16.12.1988, Blaðsíða 10

Dagur - 16.12.1988, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 16. desember 1988 l spurning vikunnar Hvaða matur er á borðum hjá þér á aðfangadagskvöld jóla? Spurt á Blönduósi Sigurður Kr. Jónsson: Það eru rjúpur með sósu, græn- meti, kartöflum og fleiru. Að ógleymdu maltinu sem alltaf verður að drekka með rjúpunni. Auðbjörg Pétursdóttir: Reykt svínslæri með rauðvíns- sósu, margs konar grænmeti og kartöflum. Annars hefðir þú frekar átt að tala við bóndann því hann sér um alla matargerð á aðfangadagskvöld. Hávarður Sigurjónsson: Það er bæði kjúklingur og reykt- ur svínahryggur með tilheyr- andi sósu og grænmeti og ekki má gleyma rabarbarasultunni. Gunnar Richardsson: Það eru rjúpur með sósu, græn- meti og brúnuðum kartöflum. Hrönn Helgadóttir: Það er reyktur svínshryggur með grænmeti, rauðkáli, anan- as og brúnuðum kartöflum. Lengi má manninn spjallað við Kristján Karl Kristjánsson kaupfélagsstjóra um bændur og bridds, mjólkurstöð, sögunarmylli „Það þótti mörgum það æði mikil fífldirfska af mér að taka þetta starf,“ sagði Kristján Karl Kristjánsson kaupfélags- stjóri Kaupfélags Langnesinga á Þórshöfn, en hann tók við stafinu af Þórólfi Gíslasyni í vor. Kristján Karl var þá nýútskrifaður úr Samvinnu- skólanum á Bifröst í Borgar- firði. Á ferð um Þórshöfn á dögunum komu Dagsmenn við hjá Kristjáni Karli og ræddu málin. Kristján Karl er fæddur í Borg- arfirði eystra, en hann hefur starfað víða um landið að ýmsum störfum og má þar nefna að hann vann hjá Kaupfélaginu Fram á Neskaupstað og síðasta sumar var hann rekstrarstjóri í Botns- skála í Hvalfirði. „Það gerði eig- inlega útslagið að ég tók stöðuna hér,“ sagði hann. „Mönnum þótti það nefnilega álíka mikil dirfska á sínum tíma að ég gerðist rekstr- arstjóri og nú að ég settist í kaup- félagsstjórastólinn. Ég hugsaði með mér að lengi mætti manninn reyna og sló til.“ Bátar bundnir við bryggju á Þórshöfn. í baksýn gnæfa tankar Fiskimjölsverksmiðjum í nógu að snúast Kaupfélag Langnesinga rekur umfangsmikla starfsemi á Þórs- höfn og má þar nefna verslun,- mjólkurstöð, bifvélaverkstæði, trésmiðju, útgerð og skipa- og bílaafgreiðslu. Að jafnaði vinna á milli 40 og 50 manns hjá kaup- félaginu, en þegar mest var í kringum sláturtíð voru rúmlega 130 manns í vinnu. Kaupfélagið er með stærstu atvinnurekendum í plássinu. Kaupfélagsstjórinn hefur því í nógu að snúast, en sagði að langmestur tími sinn færi í að garfa í fjármálum fyrirtækis- ins. „Rekstrarumhverfi fyrirtæk- isins,“ sagði kaupfélagsstjóri og glotti, „ er fjári strembið um þessar mundir. Reksturinn er afar þungur. En hann gengur samt. Við rétt skriðum yfir núllið á síðasta ári.“ Bændur ekki ofaldir Ekki sagði Kristján bændur í hér- aðinu ofalda og nefndi hann Skeggjastaðahrepp sem dæmi, en þar eru einungis þrír sauðfjár- bændur eftir, búið er að skera niður vegna riðu á öðrum bæjum. „Nú er stefnan sú að borga bænd- um meira fyrir að framleiða ekki heldur en ef þeir fá að framleiða. Þeir sitja því uppi með rándýrar fjárfestingar sem þeir ekki geta nýtt. Þetta kemur ekki bara niður á þeim sjálfum heldur líka slátur- húsinu hér á Þórshöfn. Sláturhús- ið verður hagstæðara eftir þvf sem hausafjöldinn er meiri,“ sagði Kristján og bætti því við að auk þess sem sauðfé hafi fækkað í héraðinu hafi um 700 líflömb verið seld frá svæðinu í haust. Viljum ekki missa mjólkurstöðina Þá nefndi Kristján að menn vildu undir engum kringumstæðum missa mjólkurstöðina úr bænum, en umræður um fækkun mjólkur- búa hafa nokkuð verið á dag- skránni. Hann benti á að á síð- asta vetri liafi verið ófært til Vopnafjarðar í þrjár vikur sam- fleytt og bærinn hefði því klár- lega orðið mjólkurlaus hefði mjólkurbúið ekki verið til staðar í bænum. Fyrir nokkrum árum var bændum sem hugðust fara út í kúabúskap synjað á þeim for- sendum að framtíð mjólkur- stöðvarinnar væri ótrygg. Hins vegar væri búið að endurbæta stöðina mikið og væri hún vel tækjum búin, mikið hefði verið lagt í hana á undanförum árum. Því væru menn alls ekki á því að hún yrði lögð niður. Það er ýmislegt á döfinni hjá KL á Þórshöfn; verið er að huga að endurnýjun tölvubúnaðar á skrifstofunni, farið verður af stað með kjötvinnslu í smáum stíl og afraksturinn lítur dagsins Ijós í kæliborði verslunarinnar. Þá stendur til að vera með jólatilboð á matvörum í versluninni. Sögunarmylla í gang í vetur Einnig sagði Kristján að mikill hugur væri í mönnum að koma starfsemi Sögunarmyllunnar hf. í gang nú í vetur. Myllan var keypt fyrir nokkrum árum frá Dan- mörku og er búið að byggja hús yfir starfsemina, en eftir er að ganga frá botnplötunni og stilla upp tækjunum. Ekki óttaðist hann skort á hráefni til vinnslu í myllunni, en verið er að skoða hvernig flutningi þess verður best háttað, en sækja þarf hráefnið um allt Langanes. Um 2-3 menn verða við vinnu í myllunni þegar hún fer af stað og auk girðingar- staura er fyrirhugað að framleiða einnig mótatimbur og uppistöð- ur. Verður tími fyrir briddsið? En nóg um kaupfélagið í bili, snúum okkur að Kristjáni og áhugamálunum. Vinnuha sagði hann taka mestan sinn tíma. „Ég er hérna á skrifstofunni frá klukkan hálf níu á morgnana og framundir kvöldmat. Svo er mis- jafnt hversu mörg kvöld ég mæti hér eftir fréttir í Sjónvarpinu." Kristján sagðist örlítið hafa mætt í blak í vetur, en það er stundað í félagsheimilinu. „Þegar fer að róast í vinnunni þá hef ég hugsað mér að fara að spila bridds aftur. Samvinnuskólanemar spila bridds Nýja heilsugæslustöðin á Þórshöfn verður teki um undanfarin ár. í Fiskimjölsverksmiðjunni hefur loðna verið fa Þarna stendur kaupfélagsstjórinn Kristján K myndlistarmaður á Akureyri málaði á kaupfél

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.