Dagur - 04.01.1989, Blaðsíða 10
>*< ...
4. janúar 1989 - DAGUR - 9
af erlendum vettvangi
Menn ættu ekki að láta sér koma til hugar að fá sér hlaupasprett strax eftir að þeir hafa verið að reykja, því að þá
valda citurefni í reyknum margföldum skaða á lungunum. Og í menguðu andrúmslofti stórborga verða eituráhrifin
enn meiri, ef inenn taka til fótanna.
Mikil hreyfing getur verið
hættuleg reyktagamönnum
Það er hættulegt að binda á sig
hlaupaskóna strax eftir að fólk
hefur lokið við að reykja. Köfn-
unarefnið, sem fólk andar að sér
frá vindlingnum, veldur skemmd-
um á lungunum, þegar mikið
reynir á þau meðan hlaupið er.
Aðrir þeir, sem verða fyrir því að
anda að sér köfnunarefni ættu
líka að gæta sín, til dæmis
slökkviliðsmenn, bændur og log-
suðumenn. Þetta er niðurstaðan
af rannsóknum tveggja eitrunar-
fræðinga í Nýju Mexíkó.
Þeir gerðu margar tilraunir með
rottur, sem þeir létu anda að sér
köfnunarefnis-menguðu lofti. Á
eftir var helmingnum leyft að
hvíla sig, en hinar látnar þræla
við að klifra upp á hjól, sem snér-
ist í sífellu. Niðurstaðan varð sú,
að lungun í þeim rottum, sem
hömuðust við kleppsvinnuna,
skemmdust fimmfalt á við lungun
í rottunum, sem fengu að hvílast.
Af þessu má draga þann lærdóm,
að það muni vera hættulegt
mönnum að hreyfa sig mikið,
þegar þeir eru nýbúnir að reykja,
ekki síst á það við um borgarbúa.
Það sama gildir um t.d. logsuðu-
menn, slökkviliðsmenn, sem
nýlega hafa verið inni í brenn-
andi húsi, og bændur, sem verið
hafa í nálægð við súrheysgeymsl-
ur, eru einnig í áhættuhópnum,
því að þeir anda að sér köfnunar-
efnisuppgufun.
Rannsóknum þessum er hvergi
nærri lokið, en eigi að síður hafa
vísindamennirnir, sem að þeim
standa, bent á, að svo kunni að
fara, að nauðsynlegt verði að
setja reglur um ákveðinn hvíldar-
tíma eftir að menn hafa verið í
snertingu við eiturefni. Svo mikið
er víst, að enginn ætti að reyna
að losa lfkamann við þau með því
að taka á sprett.
(III. Videnskab 2/88. - Þ.J.)
Aspirin gerir
pottaplöntum gott
Aspirin fer mikla sigurför um
heiminn um þessar mundir. Það
er nú talið til fleiri hluta gagnlegt
fyrir mannskepnuna en aðeins að
draga úr höfuðverk eða smávægi-
legum verkjum. Og nú er farið að
gefa það fleirum en mönnum.
Það þykir einkar heppilegt til
notkunar við blómaræktun.
Salicylsýra heitir efni það í
aspirini, magnyl og fleiri lyfjum,
sem dregur úr óeðlilega háum
líkamshita. En gagnstætt því,
sem gerist hjá mannfólkinu, þeg-
ar það innbyrðir efni þetta sem
verkjapillur, þá eykur það hitann
í ýmsum jurtum.
Undralaukur nefnist planta
ein, en latneska nafnið er saura-
matum guttatum. Salicylsýra
veldur því, að efsti hluti þessarar
jurtar hitnar um allt að 12 stig á
þeim degi, þegar að því er kornið
að blóm hennar springi út. Hitinn
veldur því, að lyktarsterk efni í
jurtinni gufa upp og laða skordýr
að til frjóvgunar.
Vísindamenn við háskólann í
Seattle í Bandaríkjunum og
starfsmenn du Pont-hringsins
urðu fyrstir til að einangra efni
það, sem veldur hitanum í undra-
lauknum. Efnið reyndist vera
salicylsýra.
Þeir reyndu síðan sjálfir að
gefa jurtinni efnið, og allt að
fimm dögum fyrir blómstrun
reyndist það fara að hafa áhrif á
hana. Hitinn reyndist alltaf hæstur
fjórum og hálfri klukkustund eft-
ir að plantan hafði verið sett í
birtu, og sýnir það, að dagsbirtan
hefur einnig áhrif á gang mála.
En salicylsýra hefur mikil áhrif
á fleiri jurtir en undralaukinn. Til
dæmis flýtir hún fyrir blómstrun
hjá þeirri alþekktu pottaplöntu,
sem nefnd hefur verið iðna lísa.
Þá er það einkar skemmtilegt,
að svo virðist sem salicylsýra tefji
fyrir myndun etylens í jurtum.
En það er hormón, sem jurtirnar
láta frá sér í loftkenndu formi og
hann flýtir fyrir fræmyndun og
lauffalli og veldur því í skemmstu
máli sagt, að jurtirnar fá á sig elli-
svip. Það er t.d. etylen, sem veld-
ur því, að blóm visna fyrr, ef þau
standa í nálægð við epli.
Það væri kannski margt vit-
lausara en að láta eina höfuð-
verkjatöflu detta niður í vatns-
könnuna, næst þegar pottaplönt-
urnar verða vökvaðar. Svo mikið
er víst, að vísindamenn hafa
mikla trú á salicylsýrunni og telja
hana hafa miklu stjórnunarhlut-
verki að gegna á æviskeiði jurt-
anna.
(111. Videnskab 2/88. - Þ.J.)
Ef undralauknum (1) er gefin salicylsýra vex hitinn í blóminu. Litaskiptin á
hitamyndinni (2) sýna einnar gráðu hitamun hver. Efsti toppur blómsins er
níu gráðum heitari en meginkjarni jurtarinnar.
Auglýsing
um mat á umsóknum um leyfi til að
kalla sig tæknifræðing.
í lögum um rétt manna til að kalla sig verkfræð-
inga, húsameistara, tæknifræðinga eða bygging-
arfræðinga frá 5. september 1986 segir svo í 5.
og 6. grein:
5. gr.
Rétt til að kalla sig tæknifræðing eða heiti, sem
felur í sér orðið tæknifræðingur, hafa þeir menn
einir hér á landi, sem fengið hafa til þess leyfi
ráðherra.
6. gr.
Engum má veita leyfi það er um ræðir í 5. gr.
nema hann hafi lokið fullnaðarprófi í tæknifræði
frá Teknískum æðri skóla sem T.F.Í. viðurkennir
sem fullgildan skóla í þeirri grein. Þeir menn, sem
fullnægja skilyrðum þeim, sem sett eru í 1. mgr.
þessarar greinar eiga rétt á, að þeim sé veitt leyfi
til að kalla sig tæknifræðinga.
Iðnaðarráðuneytið og Tæknifræðingafélag ís-
lands (T.F.Í.) hafa komið sér saman um að miða
við eftirfarandi reglur við mat á umsóknum um
leyfi til að kalla sig tæknifræðing:
1. Umsækjandi er hlotið hefur grunnmenntun í
tæknifræði og eina eða fleiri prófgráður því til
staðfestingar skal öðlast leyfi til að kalla sig
tæknifræðing ef öllum eftirfarandi atriðum er
fullnægt:
a) Námið skal vera heilsteypt tæknifræðinám,
sem TFÍ viðurkennir.
b) Próf sé frá skóla eð skólum, sem TFÍ telur
færa um að veita fullnægjandi tæknifræði-
menntun.
c) Námslengd sé minnst 107 einingar þar sem
hver námseining (c) svarar til einnar viku í
fullu námi (próftími ekki meðtalinn). Samsetn-
ing námsins uppfylli þar að auki eftirfarandi
skilyrði. (lágmörk):
Stæröfræöi
Eðlisfræöi
Aðrar undirstöðugreinar
Tæknilegar undirstöðugreinar
Rekstrargeinar
Tæknigreinar
Valgreinar
10 einingar
6 einingar
5 einingar
20 einingar
7 einingar
41 eining
18 einingar
Samtals: 107 einingar
d) Skilyrði þau sem Tækniskóli íslands setur
hverju sinni um verklega þjálfun og verk-
skólun skulu vera uppfyllt. Miðað er við að
þessar kröfur samsvari 35 einingum.
Reglur þessar taka gildi 1. janúar 1989 og skulu
auglýstar í Lögbirtingablaði, dagblöðum og sér-
staklega kynntar nemendum í tæknifræði.
Reglur þessar gilda þar til annað verður ákveðið
og auglýst með sama hætti.
Ákvæði til bráðabirgða
Umsóknir manna sem hafa byrjað samfellt nám í
tæknifræði fyrir 1. janúar 1987 og ekki geta að-
lagað nám sitt ofangreindum reglum skulu metn-
ar eftir þeim reglum sem notaðar hafa verið að
undanförnu.
Reykjavík, 19. desember 1988
Iðnaðarráðuneytið,
Tæknifræðingafélag íslands