Dagur - 04.01.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 4. janúar 1989
2. tölublað
Filman þin
á skiliö þaö
besta!
w Hrað-
framköllun
Nýja Filmuhúsið
Hafnarstræti 106 Sími 27422 • Pósthólf 196
Opiö á
laugardögum
frá kl. 9-12.
Páll Bergþórsson spáir
í veðrið 1989:
„Hafíss getur
orðið vart í
tvo mánuði“
- spáir hitastigi svipuðu
og var á síðasta ári
„Síðasta ár var almennt á land-
inu í kaldara lagi sé miðað við
hlýindaár á öldinni. Hins vegar
held ég að segja megi að á
landinu öllu hafi verið nær
sami meðalhiti eins og frá upp-
hafi mælinga í Stykkishóími
sem byrjuðu 1846 og að því
lcytinu til hafí það verið
meðalár,“ segir Páll Bergþórs-
son veðurfræðingur á Veður-
stofu íslands um nýliðið ár.
Páll spáir að hafíss geti orðið
vart hér við land í allt að tvo
mánuði á þessu ári. Hann segir
að vissulega geti sá tími sem íss
verður vart við landið orðið
styttri en sýnilega verði hann
ekki lengri en tveir mánuðir.
Pessa hafísspá sína byggir Páll
meðal annars á hitastigi við Jan
Mayen á haustmánuðum.
„Það er alls ekki hægt að búast
við aftakaísári. En líklega verður
hér heldur meiri ís en við höfum
almennt séð og jafnframt þessu
verður kuldi í sjónum sem er
bending um að næsta árið verði
hiti sjávar við landið heldur í
lægra lagi. Sjávarhitinn ræður
aftur á móti nokkru um hitastigið
á landinu og því á ég von á að
hitastigið á árinu í heild verði líkt
og var á síðasta ári, jafnvel lítið
eitt lægra,“ segir Páll.
JÓH
Á ellefta tímanum í fyrrakvöld komu tvær Fokker vélar Flugleiða til Ákureyrar, en er leið að flugtaki var Ijóst að
Reykjavíkurflugvöllur var lokaður vegna snjókomu. Vélarnar urðu að hafa næturdvöl á Akureyrarflugvelli. Þessi
mynd er tekin í gærmorgun en þá hafði þriðja vélin bæst í hópinn en hún hafði nýlega lent á Ak. á leið suður.
Mynd: GB
Raufarhöfn:
Aflaverðmæti
Rauðanúps ÞH
101 milljón
- heildaraíli 3.100 tonn
Togarinn Rauðinúpur ÞH-160,
sem Jökull hf. á Raufarhöfn
gerir út, veiddi tæplega 3.100
tonn á síðasta ári og var verð-
mæti aflans í kringum 101
milljón króna, að sögn Hólm-
steins Björnssonar fram-
kvæmdastjóra.
Hólmsteinn sagði að þessi afli
væri í fullu samræmi við það sem
kvótinn hefði gefið tilefni til, en
Rauðinúpur var á sóknarmarki á
síðasta ári. Hólmsteinn kvaðst
bærilega ánægður með útgerðina
á árinu, miðað við aðstæður, sem
ekki voru hliðhollar sjávarútveg-
inum. SS
Fjármálaráðherra segir eftir 4% gengisfellingu í gær:
Hagræðing í útflutningsgreinum áfram
lykilþáttur að árangri í efiiahagsmálum
- frekari efnahagsaðgerða að vænta á næstu dögum
Ríkisstjórnin heimilaði Seðla-
bankanum í gær að lækka
gengi krónunnar um 4% frá
því gengið var síðast skráð.
Forsætisráðherra segir gengis-
fellingu nú tilkomna vegna
óróleika á gjaldeyrismörkuðum
að undanförnu og vísar í því
sambandi til falls dollarans um
síðustu helgi. Hann segir að
með gengisfellingunni verði
lagfærð skekkja á gengi sem
orðið hafi frá því stjórnin tók
við í september og eftir gengis-
fellinguna standi útflutnings-
greinarnar í svipaðri stöðu og
þær voru á þeim tíma.
Ólafur Ragnar Grímsson,
fjármálaráðherra, segir að sú
gengisfelling sem gerð var í haust
hafi leitt til raunverulegrar geng-
islækkunar án þess að koma fram
Norðurlandsumdæmi eystra:
Fræðslustjórastaðan verður
auglýst laus til umsóknar
Ákveðið hefur verið að aug-
lýsa stöðu fræðslustjóra
Norðurlandsumdæmis eystra
lausa til umsóknar. Að sögn
Guðrúnar Ágústsdóttur,
aðstoðarmanns menntamála-
ráðherra, hefur ekki verið tek-
in ákvörðun um hvenær aug-
Atvinnutryggingarsj óður:
UndimeM skoðar umsókn
ólfirsku fiystihúsanna
Gunnar Hilmarsson, formaður
stjórnar Atvinnutryggingar-
sjóðs, segir að sameiginleg
umsókn frystihúsanna í Olafs-
firði verði að öllum líkindum
rædd á stjórnarfundi þann 10.
eða 11. janúar næstkomandi.
Að undanförnu hefur svoköll-
uð undirnefnd, sem yfirfer allar
umsóknir um fyrirgreiðslu úr
Atvinnutryggingarsjóði, kannað
ýmis atriði er lúta að frystihúsun-
um í Ólafsfirði. Gunnar segir að
áður en til endanlegrar afgreiðslu
sjóðsins komi þurfi að liggja fyrir
allar niðurstöður úr athugun
undirnefndar. í henni eiga m.a.
sæti fulltrúar Fiskveiðisjóðs,
Landsbanka íslands og Byggða-
stofnunar en hugsanleg samein-
ingin frystihúsanna snertir allar
þessar þrjár stofnanir með einum
eða öðrum hætti. óþh
lýsingin verður birt. Hún taldi
þó líklegt að það yrði gert
innan tíðar.
Við það er miðað að Sigurður
Hallmarsson gegni starfi fræðslu-
stjóra til loka maí 1989 en eins og
kunnugt er hefur hann gegnt því
starfi um skeið.
Guðrún Ágústsdóttir segir að
menn telji eðlilegast að nýr
fræðslustjóri taki við þegar skóla
lýkur í vor. Undir það tekur Þrá-
inn Þórisson, formaður fræðslu-
ráðs Norðurlandsumdæmis eystra.
Hann segir fræðsluráð hafa á
fundi sínum síðari hluta desem-
bermánaðar ákveðið að mæla
með því við menntamálaráðherra
að auglýsa stöðu fræðslustjóra.
Sú niðurstaða hafi verið kynnt
ráðherra bréflega. „Ég vonast til
að Sigurður gegni stöðu fræðslu-
stjóra þar til annar maður hefur
verið settur í stöðuna,“ sagði
Þráinn. óþh
í verðlagi. Hann segir að svipuð
leið sé farin nú og geti hún skilað
lireytingu á raungengi án þess að
skila sér að fullu út í verðlagið.
Aðgerðir til hagsbóta verslun-
inni, s.s. samræming á uppgjörs-
dögum söluskatts og greiðslu-
korta og ný heimild til innflytj-
enda til að notfæra sér greiðslu-
fresti erlendis, eigi að gera hana
betur í stakk búna að taka á sig
hluta gengisbreytingarinnar.
„Við höfðum þann möguleika
að fara stóra gengisfellingarkoll-
steypuleið eins og sumir hafa
óskað eftir. í stað þess var haldið
áfram á sömu braut og við leggj-
um ríka áherslu á að hagræðing
og skipulagsbreytingar í útflutn-
ingsgreinunum verði lykilþáttur
til að ná árangri í efnahagsmál-
um. Þannig á þessi aðgerð að
stuðla áfram að áframhaldandi
skipulagsbreytingum og stöðug-
leika í atvinnulífinu," segir Ólaf-
ur Ragnar.
Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra, segir að vissu-
lega hafi gengisfellingin áhrif á
slæma skuldastöðu margra fyrir-
tækja. „Við erum nú með
aðgerðir sem breyta þessari
skuldastöðu, þ.e. atvinnutrygg-
ingasjóðurinn, og ennfremur
erum við með víðtækari aðgerðir
í skoðun sem ætlað er að bæta
skuldastöðu fyrirtækja,“ segir
Steingrímur.
Jaframt heimild til lækkunar
gengis var Seðlabankanum veitt
heimild til að skrá daglegt gengi
krónunnar innan marka sem eru
1,25% upp eða niður frá hinu
ákveðna meðalgengi. Þessu svig-
rúmi er ætlað að jafna sveiflur á
raungengi krónunnar vegna
óvæntra beytinga á gengi helstu
gjaldmiðla. JÓH
Ráðgj afadeild félagsmálastofnunar:
Uggur í mörgum
en ekki bein neyð
Þrátt fyrir krepputal, uppsagn-
ir og samdrátt aö undanförnu
hefur beiðnum um fjárhagsaö-
stoð til Félagsmálastofnunar á
Akureyri ekki fjölgað að ráði.
„Það hefur áður verið meiri
sveifla en var í ár. í jólamánuðin-
um er alltaf aukning, en við höf-
um gjarnan þurft að fá aukafjár-
veitingu sem við þurftum ekki
núna,“ sagði Jón Björnsson
félagsmálastjóri í samtali við
Dag. „Það er þó ekki endilega
mælikvarði á ástandið, en okkur
gekk a.m.k. betur að áætla nú en
áður.“
Guðrún Sigurðardóttir á ráð-
gjafadeild sagðist sömuleiðis ekki
finna merkjanlegan mun. „Hjá
okkur hefur a.m.k. ekki komið
fram bein neyð, en við finnum
hins vegar fyrir ótta hjá fólki.
Sumir hafa uppsagnir yfir höfð-
inu og vita af samdrætti hjá fyrir-
tækjum auk alls krepputalsins
svo það er uggur í mörgum, sér-
staklega þar sem ekkert má útaf
bera,“ sagði hún. VG