Dagur - 04.01.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 4. janúar 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON
(Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON,
FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Fækkum
umferðarslysum!
Nýliðið ár var mannskætt í umferðinni. Alls létust
33 íslendingar í umferðarslysum árið 1988 og eru
það mun hærri tala en árið áður en þá létust 26
íslendingar í umferðarslysum. Þessi aukning er
verulegt áhyggjuefni. Þótt bílum hafi fjölgað nokk-
uð hér á landi frá árinu 1987 er ekki nema að litlu
leyti hægt að rekja aukinn fjölda umferðarslysa til
vaxandi umferðarþunga. Eftir sem áður eru orsakir
flestra alvarlegustu umferðarslysanna of hraður
akstur miðað við aðstæður, óaðgætni og tillitsleysi
ökumanna og síðast en ekki síst ölvunarakstur.
Það liggur því í augum uppi að hægt væri að fækka
umferðarslysum hér á landi til mikilla muna með
bættri umferðarmenningu.
Það er hins vegar fátt sem bendir til þess að öku-
menn hafi almennt strengt þess heit um áramótin
að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að nýja
árið verði þeim farsælt í umferðinni. Þegar hefur
eitt banaslys orðið og mikið er um árekstra. Þá er
það umhugsunarvert að á nýársdag voru hvorki
fleiri né færri en 40 manns á landinu teknir fyrir
meinta ölvun við akstur. Sú staðreynd að akstur og
áfengi eiga enga samleið virðist ekki ljós miklum
fjölda ökumanna og því brýnt að gripið verði til
enn markvissari aðgerða en áður til að koma í veg
fyrir ölvunarakstur. Þetta er enn brýnna með tilliti
til þess að sala áfengs öl er heimil hér á landi frá 1.
mars n.k. en reynsla nágrannaþjóðanna hefur sýnt
að bjórneysla ýtir undir ölvunarakstur. Auka þarf
áróður gegn ölvunarakstri og enn fremur verður
lögregla að herða almennt eftirlit til mikilla muna.
Þótt slíkt átak kunni að kosta talsvert fjármagn má
fullyrða að það feli í sér sparnað fyrir þjóðina þegar
allt kemur til alls.
Dagur skýrði frá því í gær að sá einstæði atburð-
ur hefði átt sér stað á Akureyri aðfaranótt gamlárs-
dags að ekið var á gangandi vegfaranda á gang-
braut og stungið af frá slysstað. Bílstjórinn stöðv-
aði ekki einu sinni bílinn til að huga að hinum slas-
aða heldur hélt leiðar sinnar eins og ekkert hefði í
skorist. Sem betur fer er atvik þetta nánast eins-
dæmi í sögu umferðarslysa í bænum, en nokkur
hliðstæð tilvik hafa átt sér stað á höfuðborgar-
svæðinu undanfarin ár.
Þær fréttir sem borist hafa af umferðinni hér á
landi á fyrstu dögum hins nýja árs, gefa ótvírætt til
kynna að mikilvirkra aðgerða sé þörf til úrbóta. Það
er alls ekkert lögmál að 20-40 manns láti lífið í
umferðinni árlega, þótt það hafi gerst allan síðasta
áratug. Það er á okkar valdi, allra vegfarenda í
landinu, að minnka slysatíðnina í umferðinni til
mikilla muna. Það er verðugt viðfangsefni á nýju
ári - og auðvelt ef allir leggjast á eitt. BB.
\ DAGS-ljósinu
Sigurður G. Ringsted
tók við forstjórastarfinu
hjá Slippstöðinni hf. á
Akureyri um áramótin.
Sigurður þekkir vel til
hjá Slippstöðinni því
þar hefur hann unnið í
þrettán ár, eða frá árinu
1975. í tilefni af þessum
tímamótum ræddi
blaðamaður við hann
um nýja starfið, fyrir-
tækið og framtíð þess.
V
Framtíðarstefiia er nauðsynleg
fyrir innlendan skipasmíðaiðnað
- segir Sigurður G. Ringsted forstjóri Slippstöðvarinnar hf.
Sigurður sinnti almennum
verkfræðistörfum hjá Slippstöð-
inni til að byrja með en fór síðan
út í sérhæfðari störf. Hann var
t.d. verkefnisstjóri við fram-
kvæmdir Slippstöðvarinnar hjá
Kröfluvirkjun 1976-78. „Við
unnum mikið starf þarna við
röra- og pípulagnir og ýmislegt
fleira. Arið 1980 tók ég við starfi
yfirverkfræðings og var í því
starfi til síðustu áramóta.
Pað er ekki auðvelt að lýsa því
nákvæmlega hvað felst í forstjóra-
starfinu. Pað felst m.a. í því að
sjá um daglegan rekstur, afla
verkefna sem henta fyrirtækinu,
vinna að framtíðarmálum og
aðlaga reksturinn að aðstæðum
hverju sinni. Slippstöðin hefur
einnig ákveðið forystuhlutverk í
skipasmíðum og þjónustu við
útgerðina sem lang stærsta fyrir-
tækið sinnar tegundar á landinu
og hefur þar af leiðandi talsverð
áhrif á framtíð þess iðnaðar hér-
lendis," sagði Sigurður, þegar
hann var spurður um eðli
starfsins.
Voru ekki spurðir um verð
- Mikið hefur verið rætt um sam-
keppnisaðstöðu íslensks skipa-
smíðaiðnaðar og margir útgerð-
armenn hafa sagt að þeir hefðu
ekki ráð á að láta smíða skip
hérlendis vegna kostnaðar.
Nýjasta dæmið er samningur
Samherja hf. við skipasmíðastöð
á Spáni um nýjan togara sem þeir
hafa hug á að láta smíða.
„Það er staðreynd að skipa-
smíðaiðnaðurinn er niðurgreidd-
ur víða um heim, t.d. í Noregi,
Svíþjóð, Spáni, Portúgal, Frakk-
landi og víðar, og við slíkar nið-
urgreiðslur getur Slippstöðin
ekki keppt. Hins vegar vorum við
ekki inni í myndinni þegar Sam-
herji var að leita tilboða í smíð-
ina og forsvarsmenn þess fyrir-
tækis vita því ekki hvað smíðin
hefði kostað hjá okkur. Ég er
fullviss um að verðmunurinn er
minni en þeir telja. Við erum
alltaf að smíða eitt og eitt skip í
einu og aldrei tvö eins. Það næst
því ekki sama hagkvæmnin hjá
okkur og skipasmíðastöðvum
erlendis sem smíða kannski fimm
til tíu eins skip. Síðan bera menn
saman okkar verð og verð á
erlendum raðsmíðaskipum sem
auk þess eru niðurgreidd.
Auk þess getur verið gæða-
munur á skipum eftir fram-
leiðslulöndum. Ég er auðvitað
ekki hlutlaus þegar ég ræði þessi
mál en þó tel ég að það hafi
stundum háð okkur hversu mikið
við höfum vandað til smíði skip-
anna gegnum árin. Pau verða
óneitanlega dýrari fyrir vikið.
Það er álit fleiri aðila að hér séu
smíðuð skip í hæsta gæðaflokki."
Á móti beinum ríkis-
styrkjum til skipaiðnaðar
- Finnst þér koma til greina að
hið opinbera beiti sér fyrir ein-
hverjum aðgerðum til að bæta
samkeppnisaðstöðu íslensks
skipasmíðaiðnaðar, t.d. með því
að styrkja iðnaðinn með fjár-
framlögum eða niðurgreiðslu?
„Ég hef sagt það áður að mér
finnast beinir ríkisstyrkir ekki
vera af hinu góða í þessu efni. Ég
hef líka sagt áður að útgerðar-
menn eigi að láta smíða skipin
þar sem það er hagstæðast. Það
er ekki hægt að ætlast til að
útgerðin greiði þann verðmismun
sem er á milli innlendrar og
erlendrar framleiðslu, vegna
niðurgreiðslna. Það er mál iðnað-
arins sjálfs og stjórnvalda að
skapa þau skilyrði að það verði
hagstætt að láta smíða skip á
íslandi. Þessu má m.a. ná með
markvissri stefnumörkun fyrir
þennan iðnað þannig að hægt sé
að vinna að hagræðingu og skipu-
lagningu fyrirtækjanna í sam-
ræmi við framtíðarstefnu og fá
þannig fram lækkun framleiðslu-
kostnaðar. Mér finnst að oft hafi
ekki verið horft nægilega mikið
til framtíðar að þessu leyti.“
- Hvað er að frétta af nýsmíða-
verkefnum hér?
„Við skiluðum síðasta skipinu
í mars 1987. Nú er verið að vinna
við skip sem er langt komið í
skemmunni, það er annað
tveggja skipa sem við höfum leyfi
til að smíða. Stærð þess er svipuð
og Oddeyrarinnar EA, 250 til 260
rúmlestir. Ég er bjartsýnn á að
geta selt þessi skip því verðið er
sambærilegt við nýsmíðaverð
skipa sem hingað til lands hafa
komið á undanförnum mánuð-
um.“
- Hafa útgerðarmenn þá
almennt ekki leitað tilboða hjá
ykkur eða kynnt sér verð á ný-
smíði innlendra skipa?
„Ég get fullyrt að enginn þeirra
aðila sem hafa verið að kaupa ný
skip erlendis frá, bæði hingað á
Eyjafjarðarsvæðið og víðar, hafa
talað við okkur um verð eða
annað. Það ríkir auðvitað ákveð-
in óánægja með þetta hér í fyrir-
tækinu."
Framtíðarhlutverk
Slippstöðvarinnar
Á árunum fyrir 1975 var rað-
smíðaverkefni í gangi hérna sem
gafst mjög vel, þetta voru 105 til
150 t bátar. Þetta sýndi okkur að
raðsm.íði minnkar kostnað veru-
lega. Síðan þetta var hefur engin
raðsmíði verið í gangi hér nema
ef vera skyldu þessi tvö skip sem
við smíðuðum á fimm árum en
það var ekki eiginleg raðsmíði
heldur kom þetta til af verkefna-
leysi og var alls ekki hagkvæmt.
Kanadatogararnir fimm, sem
breytt var hérna, sýndu einnig
fram á hagkvæmni raðsmíða því
frá 1. til 5. skips lækkuðu vinnu-
stundir um 30%.
í sambandi við þetta vil ég
segja að það er mat okkar að
jafnvel þótt allar innlendar skipa-
smíðastöðvar væru stanslaust í
nýsmíði þá tækist þeim ekki að
halda í við eðlilega endurnýjun
fiskiskipastólsins þegar litið er til
langs tíma.“
- Hvernig sérð þú hlutverk
Slippstöðvarinnar í framtíðinni?
„Á næstu árum er fyrirsjáan-
legt að nýsmíðar verða í lágmarki
og því verður þjónustuhlutverk
stöðvarinnar við útgerðina meira
áberandi. Þeir munu koma með
skip til viðhalds og endurbóta
eins og verið hefur. Varðandi
hlutverk fyrirtækisins almennt þá
er það einn af stærstu vinnu-
stöðunum á Akureyri og gegnir
mikilvægu hlutverki í bæjarlífinu
sem slíkur. Það væri slæmt, að
mínu mati, ef samdráttur yrði
meiri en orðið er. Starfsmönn-
um hefur fækkað úr liðlega
300 manns niður í 200 á fimm
árum. Það er hægt að reka Slipp-
stöðina á minni mannskap,
kannski 100 til 150 manns, en
æskileg og hagkvæm stærð er
ekki innan við 250 manns.“
Við látum þessu spjalli við
Sigurð G. Ringsted lokið og ósk-
um honum heilla í nýju starfi á
nýbyrjuðu ári. EHB
Nafn: Sigurður Gísli Ringsted.
Fæddur: 1. mars 1949
Starf: Forstjóri Slippstöðvar-
innar hf.
Menntun: Stúdent frá M.A.
1969, fyrri hluta próf í verk-
fræði frá Háskóla íslands árið
1972, próf í skipaverkfræði frá
Danmarks Tekniske Höjskole í
Kaupmannahöfn árið 1975.
Foreldrar: Sigurður Ringsted,
fyrrv. bankaútibússtjóri Iðnað-
arbankans á Akureyri og
Hulda Haraldsdóttir.
Maki: Sigrún Skarphéðinsdótt-
ir, dóttir Skarphéðins Halldórs-
sonar sparisjóðsstjóra og konu
hans Kristínar Sigurbjörnsdótt-
ur.
Börn: Hulda Sigríður, f. 1967,
og Sigurður Jóhann, f. 1978.
Áhugamál: Golf og stangveiði.