Dagur - 04.01.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 04.01.1989, Blaðsíða 13
4. janúar 1989 - DAGUR - 13 kvikmyndarýni Umsjón: Jón Hjaltason Húsið á Jeff Daniels og Kelly McGillis. Borgarbíó sýnir: Húsið á Carrollgötu (The House on Carroll Street). Leikstjóri: Peter Yates. Helstu hlutverk: Kelly McGillis, Jeff Daniels og Mandy Patinkin. Orion Pictures 1988. Ekki verður annað sagt en að Borgarbíó hafi um þessi áramót gert vel við okkur bíófara. Fjórar myndir hafa svotil samtímis verið teknar til sýningar, tvær í léttum dúr heldur, ein svolítið blóðugri og meira í ætt við hroilvekju, en sú fjórða dregst á bás með spennumyndum. Akureyringar hafa því svo sannarlega átt völ- ina. Við skulum hyggja aðeins nánar að þeirri síðasttöldu. Sú heitir Húsið við Carrolgötu (The House on Carrol Street). Söguþráðurinn virðist flókinn og áhorfendur fá að grufla töluvert áður en samsærið, sem allt snýst um, er opinberað. Sögusviðið er New York. Seinni heimsstyrjöld- inni er lokið þó að ekki sé langt um liðið og bandarískir embættismenn búa sig fyrir þriðju heimsstyrjöldina, sumir með ákaflega umdeilanlegum hætti. í upphafi myndar er aðstoðar myndaritstjóri Life tímaritsins Emily Crane, sem Kelly McGillis leikur, tekin á beinið af bandarískri þingmannanefnd. Spyrjandinn er Ray Salwen (Mandy Patinkin). Sakargiftir eru heldur óljósar. Þeir vilja pína út úr henni nafnalista einhvers heimuglegs félags sem hún er meðlimur í. Þetta er þó einskært aukaatriði sem leikstjórinn, Peter Yates, notar til þess eins að koma McGillis á kaldan klakann. Og það tekst mætavel því í skjóli stjórnarskrárinnar neitar hún að láta nafnaskrána af hendi eða svara spurningum og í kjölfarið er henni sagt upp vinnunni og FBI-útsendarar byrja að gera henni lífið leitt. í öngum sínum verður henni það fyrir að sækja um vinnu hjá aldraðri og heldur þurrkuntulegri piparjómfrú. Starfið felst í því að lesa skájd- sögur fyrir gömlu konuna. En í nágrannahúsinu eiga sér ein- kennilegir atburðir stað. Fyrir hjartagæsku sína flækist Emily inn í heldur ógeðfellda atburðarás. En það verður henni til lífs að annar tveggja FBI- mannanna, sem sitja um hana samkvæmt skipunum, reynist hafa hjarta úr gulli. Á milli þeirra takast góð kynni sem verða báð- um til tímabundinnar farsældar. Samsærið í Húsinu á Carroll- götu gengur út á það að verið er að lauma þýskum stríðsglæpa- mönnum, læknum, inn í Banda- ríkin undir nöfnum látinna gyð- inga. Hugmyndin er vissulga góð en engu að síður mistekst Peter Yates að gera mjög sannfærandi mynd um þetta efni. Að gera Ray Salwen að höfuðpaur illu aflanna er slík einföldun að líkja má við afkáraskap. Og hver er Salwen í raun og veru? Hversu langt inn í bandaríska stjórnkerfið teygir hann anga sína? Og skyndilega er Salwen dauður og þá er málið leyst, að minnsta kosti hvað leikstjórann varðar. Eftir situr áhorfandinn langt frá því að vera ánægður með þennan málamyndaendi. Eftir útkomunni að dæma held ég að Yates hafi ginið yfir of miklu. í upphafi myndar tæpir hann á þeirri tilhneigingu banda- rískra stjórnvalda á árunum í kringum 1950 að setja einstakl- ingana á svartan lista þó að ekki væri fyrir annað en að sýna sig að óæskilegum hugrenningum. Síðan byggir hann söguna í kringum hina hliðina á þessum hugsunarmáta, nefnilega fyrir- gefningarhvöt sömu aðila ef þeir sáu hag sínum betur borgið á þann hátt. Mælikvarðinn sem réði því hvort viðkomandi fór á svarta listann eða var fyrirgefið kom að austan. Hræðslan við kommúnista reið þá húsum og það var vegna þeirra að banda- rískir ráðamenn gátu horft í gegnum fingur sér við þýska stór- glæpamenn og léð þeim aðstoð við að flýja réttláta refsingu. Yates tekst ekki að tengja þetta tvennt saman þrátt fyrir alvarlega tilraun. Og raunar er Húsið á Carrollstræti sama marki brennd og ótal aðrar kvikmyndir sem byggjast á sögulegum sannindum að sannindi hennar komast ekki til skila. Menn verða að vera nokkuð vel að sér um ástandið í Bandaríkjunum á eftirstríðsárun- um til þess hreinlega að skilja myndina. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 5. janúar 1989 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Freyr Ófeigsson og Sigurður Jóhannesson til viðtals á skrif- stofu bæjarstjóra, Geislagötu 9, 2. hæð. BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF Bifreiðaskoðun íslands hf. auglýsir eftir starfsmönnum í eftirtalin störf: ★ Verkstjóri í skoðunarstöð á Akureyri. ★ Skoðunarmaður í skoðunarstöð á ísafirði. ★ Skoðunarmaður í skoðunarstöð á Sauðár- króki. Umsækjendur þurfa að hafa sveinspróf í bifvélavirkj- un, réttindi til aksturs vörubifreiða og helst að hafa unnið við viðgerðir á vörubifreiðum. Upplýsingar um störf þessi veitir Jón Baldur Þor- björnsson, síma 91-626070. Umsóknir berist til Bifreiðaskoðunar íslands hf., Túngötu 6, 101 Reykjavík fyrir 15. janúar 1989. Laus pláss á dagheimili Dagheimilið Krógaból Löngumýri 16 á Akureyri, auglýsir laus pláss fyrir börn. Æskilegur aldur 3ja-5 ára. Upplýsingar gefur forstöðukona í síma 27060 allan daginn. r VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Öldungadeild Innritun í öldungadeild V.M.A. fer fram dagana 4.-11, janúar á skrifstofu skólans á Eyrariands- holti. Skrifstofan verður opin aukalega frá kl. 17-19 mánu- daginn 9. janúar og verður deildarstjóri þá til viðtals. viðtals. Námsgjald kr. 6.400.- greiðist við innritun. Skólameistari. V________________ J AKUREYRARBÆR Laust starf Laust er til umsóknar starf á bæjarskrifstofum Akureyrarbæjar, tölvudeild. Starfið er meðal annars fólgið í vinnslu verkefna á S-36 tölvu. Æskilegt er að umsækjendur hafi próf af við- skiptabraut eða hliðstæða menntun. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur- eyrarbæjar. Upplýsingar um starfið veitir starfsmannastjóri í síma 21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 6. janúar 1989. Bæjarritari. .t Ástkær eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi, BRYNJAR SÖRENSEN, Kringlumýri 9, Akureyri, lést í Borgarspítalanum aö kvöldi nýársdags. Jarðarförin veröur gerö frá Glerárkirkju föstud. 6. jan. kl. 14.00. Þeir sem vildu minnast hins látna eru beðnir aö láta Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri njóta þess. Ruth Sörensen, Dan Brynjarsson, Björk Guömundsdóttir, Elva B. Brynjarsdóttir, Hörður Líllendahl, Brynjar B. Brynjarsson, Ágúst Freyr Dansson. Faöir okkar, JÓN KRISTJÁNSSON, sem andaöist á Dvalarheimilinu Hlíö 27. des. sl., veröur jarö- sunginn frá Akureyarkirkju föstudaginn 6. jan. kl. 13.30. Guðrún Bjarnason, Herbert Jónsson, Baldur Jónsson, Lilly Andersen, Kristján Jónsson, Þorbjörg Bendtsen, Magnea Jónsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vin- arhug vegna andláts og útfarar, JÓNS BALDURS JÓNSSONAR, frá Stóruvöllum. Börn, tengdabörn, barnabörn, Dagrun Pálsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.