Dagur - 04.01.1989, Blaðsíða 16
FJARMAL ÞIN - SERGREIN OKKAR
FJARFESTINGARFELAGID
Ráðhústorgi 3, Akureyri
s Vinnueftirlit ríkisins á Norðurlandi eystra:
Ástandið miög mis-
jafnt hjá fyrirteekjum
- vinnuslys þó færri vegna eftirlits og minni streitu
„Það eru nokkur fyrirtæki á
svæðinu sem eru alveg til fyrir-
myndar, en síðan eru önnur
sem maður vildi helst gleyma
að eru til. Ástandið er
misjafnt. En vinnuslys voru
óvenju fátíð á síðasta ári og við
viljurn kannski þakka okkur að
einhverju Ieyti fyrir það,“
sagði Helgi Haraldsson,
umdæmistæknifræðingur hjá
Vinnucftirliti ríkisins á
Norðurlandi eystra.
Helgi sagði að ástæðuna fyrir
fækkun vinnuslysa á árinu 1988
mætti líka rekja til minnkandi
þenslu í þjóðfélaginu. Hraðinn
væri minni og þar af leiðandi
minna um streitu hjá starfsfólki
og vinnubrögð öruggari.
Aðbúnaður á vinnustað er mis-
jafn eftir fyrirtækjum en
aðspurður sagði Helgi að Vinnu-
eftirlitið hefði ekki enn farið út í
það að verðlauna fyrirtæki fyrir
góðan aðbúnað og öruggt starfs-
umhverfi. Hins vegar væri hug-
myndin góð og mörg fyrirtæki í
umdæminu, sem nær frá Ólafs-
firði austur að Þórshöfn, ættu
skilið að fá viðurkenningu.
Starfsmenn Vinnueftirlits
ríkisins fylgjast líka með farand-
vinnuvélum einu sinni á ári, en
nokkur brögð hafa verið að því
að stjórnendur slíkra vinnuvéla
séu réttindalausir og það sama
gildir stundum um ökumenn lyft-
ara í fyrirtækjum. Þá eru lyftur
skoðaðar og prófaðar einu sinni á
ári.
Helgi sagði að á síðasta ári
hefði verið gert átak í málmiðn-
aði og á þessu ári væri á döfinni
svipað átak í prentiðnaði. Þá er
útgáfustarfsemi nokkur hjá eftir-
litinu og má nefna bækling sem
nefnist Rétt líkamsbeiting og
fréttabréfið Vinnuvernd.
Vinnueftirlit ríkisins á
Norðurlandi eystra er til húsa að
Glerárgötu 20 á Akureyri. Fyrir
einu og hálfu ári var aðeins einn
starfsmaður en nú er 2Vi stöðu-
gildi við stofnunina og starfs-
menn þrír, þannig að nú er
hægara um vik að fylgjast með
fyrirtækjum í umdæminu.
Úmdæmiseftirlitsmaður er Sig-
mundur Magnússon. SS
Verðgildi krónunnar að verða það sama
og var fyrir myntbreytinguna 1981:
Um áramót stóðu
eftir 14,8 prósent
- og gengisfelling nú tók 4% af því
Mikil hálka var á götum og gangstéttum Akureyrar í gær en á siysadeild
Sjúkrahússins fengust þær upplýsingar að ekki hefði verið meira um bein-
brot en vanalega. Þess má og geta að rólegt var á slysadeildinni um áramótin
og greinilegt að fólk hafði farið gætilega með flugelda. Mynd: tlv
Kjarasamningaviðræður:
Ekkí á næsta leiti, en
þreifingar eru byijaðar
Þegar gjaldmiðillinn sem
nefndist nýkróna við upphaf
gildistíma síns árið 1981 varð
til þá hrundi verðskyn íslend-
inga endanlega. Þá urðu
hundrað krónur að einni
krónu, hundrað þúsundin urðu
að einu þúsundi og það sem
verst var að ein milljón króna
sem þótti nokkuð stór fjárhæð
var allt í einu bara orðin tíu
þúsund kall og þar með fauk
það síðasta af verðskyni fólks
út í veður og vind.
En það er svolítið fróðlegt að
fylgjast með heilsufari „nýkrón-
unnar“ frá því að hún leit dagsins
ljós. Þegar það er kannað kemur
í ljós að á nýliðnu ári hefur hún
rýrnað um 14,7% ef vísitala
byggingarkostnaðar er höfð til
viðmiðunar en vísitalan hækkaði
á sama tíma um 20,7%.
Frá því að myntbreytingin varð
Kaldbakur EA 301 varð afla-
hæstur togara Útgerðarfélags
Akureyringa hf. á síðastliðnu
ári. Heildarafli Kaldbaks EA
varð 4528,6 tonn, aflaverð-
mæti liðlega 109 milljónir
króna.
Harðbakur EA 303 varð annar
í röðinni með 4235 tonn að verð-
mæti kr. 104,9 milljónir. Þriðji
varð Svalbakur EA 302 með 3981
tonn, aflaverðmæti 99,4 milljón-
ir. Hrímbakur EA 306 lenti í
fjórða sæti með 3213 tonn að
verðmæti um 87 milljónir kr. og
Sólbakur EA 305 rak lestina með
árið 1981 hefur krónan rýrnað
um hvorki meira né minna en um
85,2% fram til síðustu áramóta ef
miðað er við byggingarvísitölu.
Á þeim átta árum sem liðin eru
frá gjaldmiðilsskiptunum hefur
byggingavísitalan hækkað um
577,1% miðað við sama tíma.
Frá því að núverandi gjald-
miðill varð til hefur hann staðið
sig hvað best á nýliðnu ári miðað
við byggingarvísitölu. Sá ljóður
er á að fiskvinnslan og fleiri
útflutningsgreinar telja svo mikla
skekkju á skráðu raungengi
krónunnar að varla muni nú duga
að fella hana um þau 14,8% sem
eftir standa af þeim gjaldmiðli
sem varð til við útstrikun tveggja
núlla fyrir átta árum. Nú er kom-
ið nýtt ár og þegar búið að fella
gengið um 4% til viðbótar svo
enn nálgast krónan okkar sama
verðgildi og var fyrir myntbreyt-
inguna 1981. fh
2997 tonn sem voru 81 milljón kr.
að verðmæti.
Heildarafli þessara fimm
togara varð 18955 tonn. Verð-
mæti þess afla var liðlega 482
milljónir króna. Alls fóru togar-
arnir 123 veiðiferðir á árinu.
Frystitogarinn Sléttbakur hef-
ur sérstöðu og er því ekki talinn
með hér að ofan þar sem hluti
afla hans er ennþá óseldur og því
ekki hægt að gefa aflaverðmæti
nákvæmlega upp. Heildarafli
Sléttbaks var 4151 tonn á árinu
sem leið, þar af voru 1133 tonn af
þorski en 1601 af karfa. EHB
Þrátt fyrir þær aðgerðir stjórn-
valda að afnema samnings-
bann, hefír lítið verið gert
vegna komandi samningavið-
ræðna. Þó eru samráðsfundir
væntanlegir fljótlega hjá mörg-
um af stærstu samböndunum.
Á morgun kemur miðstjórn
ASÍ saman til fundar, þar sem
kjaramálin verða rædd og vænt-
anlega hvernig staðið verður að
samningaviðræðum. Samningar
hjá þeim félögum sem stóðu að
Akureyrarsamningunum eru
lausir 10. apríl. Sævar Frímanns-
son formaður Einingar sagðist
vonast til að um heildarsamflot
verði að ræða. ,,Ég held að það sé
farsælla að ASÍ beiti sér fyrir að
samræma kröfur sem gætu komið
sér jafn vel fyrir alla. Það er ekki
heillavænlegt ef samtökin tvístr-
ast og klofna innbyrðis.“
Ögmundur Jónasson nýr for-
maður BSRB sagði að málin
verði reifuð á fundi formanna
aðildarfélaga 9. janúar. „Þetta er
allt á byrjunarstigi. Á fundinum
munu menn bera saman bækur
sínar og kanna stöðuna, en ég á
ekki von á að línur verði lagðar
strax,“ sagði hann. Um áramótin
voru samningar lausir hjá ríkis-
starfsmannafélögunum og hið
sama gildir um Reykjavík, Siglu-
fjörð og Akranes. Önnur bæjar-
starfsmannafélög á landinu sem
sömdu í samfloti við Starfs-
mannafélag Akureyrar, eru með
bundna samninga út árið en þó
með uppsegjanlegum kaupliðum.
Þau félög munu því væntanlega
skoða hvort þeim liðum verður
sagt upp. „Við munum því byrja
á að örva umræðu í félögunum og
Fyrsta sambýlið fyrir geðsjúka
hefur verið tekið í notkun á
Akureyri. Sambýlið var stofn-
að með samvinnu milli Svæðis-
stjórnar málefna fatlaðra á
Norðurlandi eystra, heilbrigð-
isráðuneytisins og Geðvernd-
arfélags Akureyrar, og er það
til húsa að Álfabyggð 4.
Bjarni Kristjánsson, fráfarandi
framkvæmdastjóri svæðisstjórn-
Sambýli fyrir geðsjúka að Álfa-
byggð 4. Mynd: TLV
kanna hvernig landið liggur áður
en ákvarðanir um viðræður verða
teknar," sagði Ögmundur að
lokum. VG
ar, sagði að hér væri um að ræða
sambýli fyrir fólk sem á við lang-
varandi geðræn vandamál að
stríða, og verður það rekið í sam-
vinnu við geðdeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri. Nú
þegar hafa tveir menn flutt inn í
sambýlið en gert er ráð fyrir að
þar verði pláss fyrir 5 til 6 ein-
staklinga, með 2-3 manna starfs-
liði. Starfsemin hófst formlega
um áramótin.
Geðverndarfélag Akureyrar
keypti Álfabyggð 4 á sínum tíma
en ríkið mun yfirtaka eignina um
leið og reksturinn er kominn á
rekspöl. Svæðisstjórn málefna
fatlaðra ber ábyrgð á rekstrinum
í faglegu samstarfi við geðdeild
FSA. Framlög hafa fengist úr
Framkvæmdasjóði fatlaðra til
Álfabyggðar 4 og er húsið bein-
línis keypt í þessum tilgangi.
Félagið hafði forgöngu um að
kaupa húsið en ríkið mun yfir-
taka eignina um leið og rekstur-
inn er kominn á rekspöl. EHB
Togarar Útgerðarfélags Akureyringa:
Kaldbakur EA
varð aflahæstur
Akureyri:
Fyrsta sambýlið
fyrir geðsjúka