Dagur


Dagur - 06.01.1989, Qupperneq 7

Dagur - 06.01.1989, Qupperneq 7
& janúar 1989 - DAGUR - 7 Af áramótabrennu á Sauðárkróki Áramótabrennan á Sauðárkróki, sem safn- að var í á síðustu stundu, brann glatt á gamlárskvöld að við- stöddu fjölmenni. Þrátt fyrir aðeins 3ja daga söfnun var brennan myndarleg á að líta og logaði vel og lengi í henni. Síðan horfði fólk á flugeldasýningu b j örgunarsveitarinnar frá brennunni, enda stutt á milli. Það voru vaskir menn sem unnu baki brotnu við að safna í brennuna og sáu til þess að Sauðárkróks- búar fengju að ylja sér við áramótabálköst. Á meðfylgjandi myndum sést árangurinn greini- lega. -bjb Byrjað var að safna í brennuna 29. desember. Þegar þessi mynd var tekin um miðjan dag, var söfnun búin að standa yfir frá því snemma um morgun- inn . . . . . . Um sólarhring síðar, 30. desember, var bálkösturinn orðinn myndarleg- ur . . . . . . og daginn eftir, gamlársdag, var allt tilbúið fyrir kvöldið . . . Myndir: -bjb Landssambandið gegn áfengisbölinu: Leggur áherslu á aukíð fræðslustarf um vímuefní Eftirfarandi tillögur voru sam- þykktar á 18. þingi Landssam- bandsins gegn áfengisböli 29. nóv. sl.: Þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu leggur áherslu á aukið fræðslustarf um vímuefni. Þingið telur að ríkissjóður verði að leggja fram á næsta ári að minnsta kosti 100 milljónir til áfengisvarna og bindindis- fræðslu. 18. þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu skorar á Alþingi að afnema öll fríðindi í sambandi við áfengiskaup. 18. þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu samþykkir að beina því til stjórnvalda að láta gera úttekt á þeim kostnaði sem neysla áfengis veldur í þjóðfélag- inu. Fram komi: 1. Kostnaður ríkissjóðs. 2. Kostnaður sveitarfélaga. 3. Annar kostnaður. 18. þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu beinir þeim eindregnu tilmælum til yfirvalda að veita aðeins óáfenga drykki í opinberum veislum. 18. þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu samþykkir að beina því til stjórnvalda að áfengi og tóbak verði tekið út úr vísitölu framfærslukostnaðar. Með því yrði unnt að beita virkari verð- stýringu í þeim tilgangi að draga úr tjóni af völdum neyslu þessara efna. HOTEL KEA óskar öllum Norðlendingum farsældar á nýju ári Fyrsti dansleikur ársins á Hótel KEA verður laugardaginn 7. janúar Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi Glæsilegur matseðill Borðapantanir í síma 22200 Auglýsing frá ríkisskattstjóra: VÍSITALA JÖFNUNAR- HLUTABRÉFA Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1989 og er þá miðað við að vísitala Ljanúar 1979 SÖ100. 1.janúarl980vísitala 156 l.janúarl981 vísitala 247 l.janúar!982vísitala 351 l.janúarl983vísitala 557 l.janúarl984vísitala 953 l.janúar!985 vísitala 1.109 l.janúarl986vísitala 1.527 l.janúar!987 vísitala 1.761 l.janúarl988vísitala 2.192 l.janúarl989vís‘itala 2.629 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu f rá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgun hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. Reykjavík 2. janúar 1989 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Gleymið ekki að gefa smáfuglunum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.