Dagur - 06.01.1989, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 6. janúar 1989
- Ottó Gottfreðsson, 75 ára gamall maður á Akureyri, hefiir ekki átt
„Margt er mannanna
bölið,“ kann einhver að
hugsa þegar hann les það
sem hér fer á eftir. Ottó
Gottfreðsson, 75 ára gam-
all maður á Akureyri, og
kona hans, Aðalheiður
Halldórsdóttir, hafa um
árabil mátt þola ótrúlegar
hrellingar og erfíðleika
sem rekja má til ofsókna
af hálfu fólks sem misnot-
ar áfengi. Ottó hefur nú
kosið að segja sögu sína
frammi fyrir alþjóð og
koma fram undir fullu
nafni í þeim tilgangi að
sýna hversu varnarlaust
fólk í hans aðstöðu er
gagnvart kringumstæðun-
um. Opinberar stofnanir
og yfírvöld hafa gert sitt til
að hjálpa þeim hjónunum
en af ýmsum ástæðum,
sem hér verða raktar,
virðist ekki vera hægt að
fínna varanlega lausn á
þeim mannlega harmleik
sem hér um ræðir, a.m.k.
hefur ekki verið fundin
nein viðunandi lausn
ennþá.
Ottó er hress miðað við aldur.
Hann vann um langt árabil hjá
Rafveitu Akureyrar og er því
mörgum Akureyringum kunnur.
Hann hætti störfum hjá rafveit-
unni fyrir tveimur árum og hugð-
ist eiga náðuga daga í ellinni, eins
og flestir sem lokið hafa löngu
ævistarfi. Hann hefur mörg
áhugamál og hefur t.d. málað
myndir og skilti. Þetta var þó
aðeins draumur því annar raun-
veruleiki blasti við heima. í tíu ár
hefur Ottó og konu hans, sem nú
er 77 ára gömul, rúmliggjandi og
veik, verið ógnað, stundum á
grófasta hátt, til þess að láta
drykkjusjúku fólki í té peninga
fyrir áfengi, auk þess sem hann
hefur verið neyddur til að skjóta
skjólshúsi yfir þetta fólk gegn
vilja sínum. Greiðann hefur það
iðulega þakkað með því að stela
mat frá heimilinu. Allt þetta hef-
ur Ottó mátt þola og oft hefur
drykkjufólkið ógnað honum á
ýmsan hátt og látið berlega skína
í að illa geti farið fyrir þeim hjón-
um ef hann hlýði ekki. Ottó er
nú, að eigin sögn, að þrotum
kominn vegna þess andlega álags
sem á hann hefur verið lagt í
mörg ár. Hann vill skýra frá
reynslu sinni af mörgum ástæð-
um, ekki síst til að sýna raun-
verulegt dæmi um hroðalegar
afleiðingar af misnotkun áfengra
drykkja og þau áhrif sem heimili
geta orðið fyrir af þeim sökum.
„Mér hefur jafnvel verið
gefíð í skyn að ég yrði
gerður höfðinu styttri“
Gefum nú Ottó orðið: „Mér hef-
ur verið hótað á margan hátt,
jafnvel gefið í skyn að ég yrði
höfðinu styttri ef ég ekki gerði
eins og þetta fólk vill. Jólin á
undanförnum árum, ef undan eru
skilin síðustu jól, hafa oft verið
hreinasta víti fyrir mig og konu
mína. Hér er um að ræða fyrrver-
Erfitt vandamál
og ekkert eínsdæmi
- segir Erlingur Pálmason yfírlögregluþjónn
Lögreglan á Akureyri hefur oft verið kölluð til aðstoðar við Ottó og konu
hans þegar um þverbak hefur keyrt vegna drykkju aðkomufólksins á heim-
ilinu, slagsmála og þjófnaða. Erlingur Pálmason, yfirlögregluþjónn, var
spurður álits á þessu máli.
Erlingur sagði að enginn efaðist um að áfengisneysla væri orsökin fyrir
þeim vanda sem hér um ræðir. Lögreglan getur ekki annað gert en að fjar-
lægja einstaklinga sem kvartað er yfir vegna ölvunar í heimahúsum. Við-
komandi eru sfðan settir í fangageymslu lögreglunnar og látið renna þar af
þeim.
Erlingur sagði að maðurinn, sem hér um ræðir (heimilismaðurinn), hefði
oft verið sendur suður en það væri engin lausn á málinu nema um stundar-
sakir. Önnur ráð væru ekki fyrir hendi þegar viðkomandi drykkjumenn
vildu ekkert gera sjálfir til að hætta. Það væru auðvitað til stofnanir en þær
væru ráðafáar eins og aðrir í þessum kringumstæðum. „Gömlu hjónin hafa
mátt reyta af sér sinn síðasta eyri til að losna við þennan mann, þetta er
mikið vandamál og jafn hörmulegt fyrir lögregluna að horfa upp á þetta
eins og aðra. Þetta mál er ekkert einsdæmi hérna í bænum. Margir reyna að
leysa þessi mál af sjálfsdáðum en hér er um að ræða gömul hjón sem ráða
ekki við að koma þessu af sér.“
andi heimilismann hérna í húsinu
og tvo aðra menn. Annar þessara
manna hefur verið kærður fyrir
betl hér á Akureyri og fylgir eig-
inkona hans honum oftast eftir
hingað inn í húsið. Þriðji maður-
inn er þekktur fyrir langvarandi
misnotkun áfengis, hann kemur
hingað inn með heimilismannin-
um fyrrverandi, sem ég minntist
á. Auk þess hefur oft fylgt fleira
fólk með, allt að átta til níu
manns.
Þetta fólk svífst einskis þegar
það kemur hingað inn. Það tekur
frá okkur allan mat úr ísskápnum
og borðar í leyfisleysi. Eg vil
segja frá einu dæmi um þetta.
Á þeim tíma sem Ottó minntist
á, þ.é. fyrir tveimur árum síðan,
gerðist atburður á heimili hans
sem lýsir e.t.v. best aðstæðunum.
Ottó átti heimiliskött sem hann
hélt mikið upp á. Fólk, sem var
að drykkju í húsinu, tók köttinn
og fór með hann inn í þvottahús-
ið. Þar var saklaust dýrið hrygg-
botið með kústskafti. Síðan var
Ottó sýnt hræið og hann minntur
á að svona myndi verða farið
með hann sjálfan og konu hans ef
þau hlýddu ekki og létu af hendi
peninga og annað sem um var
beðið.
Frásögnin um köttinn er stað-
fest af fleiri vitnum, m.a. eldri
,Eg lét hann fá þúsund krónur til að fá frið.
Nýlega keypti ég fimm kíló af
kjöti sem ég ætlaði að hafa í mat-
inn um helgi og næstu daga. Þá
kom náunginn sem hefur verið
kærður fyrir betl og stal kjötinu
úr frystinum. Ég fann það úti á
stéttinni hér við húsið þegar ég
fór að leita að því.“
- Hvað hefur þú gert til að
kvarta vegna þessara mála?
„Þegar kjötinu var stolið þá
var allt það fólk sem ég minntist á
áðan statt hérna í húsinu. Ég
hringdi í lögregluna vegna þessa
máls og sá sem stal kjötinu var
yfirheyrður. En það var ekkert
hægt að gera, hann kom bara aft-
ur hingað. Það eru ótal dæmi um
atvik eins og þetta hjá mér.
Fyrir tveimur árum síðan
keyrði um þverbak hér á heimil-
inu. Ég hafði kvartað vikum sam-
an við lögreglu og aðra aðila en
ekkert var gert. Það var ekki fyrr
en ég var búinn að fá fleira fólk í
lið með mér að maður frá Félags-
málastofnun kom og sá um að
ákveðinn maður væri fjarlægður
úr húsinu.
Hroðalegur atburður
Ég er ekki að segja að opinberir
aðilar hafi staðið sig illa, lögregl-
an hefur t.d. alltaf komið þegar
ég hef hringt, fólk frá Félags-
málastofnun Akureyrar hefur
líka liðsinnt mér oftar en einu
sinni. Ég er þessum aðilum öllum
þakklátur en aðstoð þeirra nægir
þó ekki til að halda þessu
vandræðafólki frá heimili mínu.“
konu sem lenti í því að þrífa
blóðið í þvottahúsinu sem hafði
runnið úr dýrinu eftir þetta
mannvonskuverk. Ottó var lengi
niðurbrotinn eftir þetta atvik.
„Það hefur margoft verið sagt
við mig að léti ég ekki peninga af
hendi fyrir áfengi færi illa fyrir
mér. Ég hef oft neyðst til að láta
peninga til þessa fólks í slíkum
aðstæðum til að fá frið. Ég hef
verið neyddur til að keyra fólkið í
áfengisverslunina og einstaka
sinnum verið píndur til af fara
sjálfur að kaupa vfn fyrir það.
Það þýðir oftast ekkert fyrir mig
að neita, ég er svo hræddur við
að vera beittur ofbeldi eða þá að
þessi ósköp gangi frá konunni
minni, sem er alvarlega veik og
mædd af elli. Þetta verð ég að
gera þrátt fyrir að ég hafi ekki
aðra peninga en ellistyrkinn og
eitthvað smávegis sem ég fæ úr
lífeyrissjóði."
Hringdi í lögreglu
klukkan þrjú á jólanótt
vegna slagsmála
- En átt þú ekki einhverja sök á
þessu sjálfur, Ottó, t.d. hverjum
þú hleypir hérna inn?
„Sannleikurinn er sá að heima-
maðurinn fyrrverandi ræður því
sem hann vill hérna. Iðulega hef-
ur það komið fyrir að dyrabjöll-
unni er hringt og ég sé engan
annan en hann fyrir utan. Ég fer
til dyra og opna en þá birtast
fleiri og ég get ekkert gert eftir
það, þeir fara bara inn. Heima-
maðurinn fyrrverandi er búinn að
flytja heimilisfang sitt til Hafnar-
fjarðar fyrir nokkrum árum og
segist kannski bara ætla að vera
hjá mér í einn eða tvo daga. Þessi
tími teygist þó oftast upp í að
verða mánuður til fimm sex
vikur.
Meðan þetta stendur höfum
við ekki nokkurn frið, hvorki á
nóttu né degi. Konan mín er búin
að vera ákaflega veik eins og ég
sagði áðan. Hún þolir illa hurða-
skelli og hávaða og hrekkur við í
hvert. sinn sem hún heyrir hljóð,
hún er orðin svo hrædd við þetta
allt saman.
Mér eru jólin 1986 minnisstæð
því þá gátum við hjónin ekki haft
fataskipti á aðfangadag eða jóla-
dag. Við komumst ekki einu
sinni í bað fyrir hátíðina því
drykkjufólkið lét okkur ekki fá
neinn frið.
Um jólin og nýárið lá þetta
fólk dauðadrukkið í herbergi hér
í húsinu. Ég náði ekki að sofa
neitt á nóttunni því sífellt var
bankað á hurðina og ég beðinn
um eitt og annað. Ég varð að
sækja lögregluna klukkan þrjú á
jólanóttina fyrir tveimur árum.
Þá logaði allt í slagsmálum hérna
inni.
Ég hef alltaf viljað frið og hef
margoft keypt mér frið. Þessi
undanlátsemi hefur orðið mér
dýrkeypt því ég er búinn að láta
þetta fólk fá stórar upphæðir
gegnum tíðina. Það skiptir ekki
nokkru máli hvort er nótt eða
dagur, þetta drykkjufólk kemur á
öllum tímum sólarhringsins.“
„Ég læsti mig inni
í stofunni en hurðin var
brotin upp“
- Hefur þér verið ráðlagt að gera
eitthvað af opinberum aðilum
eða fólki sem þekkir aðstæður
þínar?
„Já, mér hefur verið uppálagt
að hleypa fólki ekki inn og marg-
ir eru búnir að ráðleggja mér
heilt. En mótstöðuaflið er búið,
ég fæ hjartslátt þegar ég heyri
bankað á hurðina og mér er hót-
að öllu illu ef ég opni ekki
dyrnar. Ég óttast að gluggar
verði brotnir hjá mér og að fólkið
fari bara inn þá leiðina ef ég ekki
hlýði. Ég geng um gólf heilu næt-
urnar til að hafast við vegna ótta
og oft hef ég orðið að sækja
lækni.
Heimilismaðurinn fyrrverandi
er fluttur héðan en hann er upp-
alinn hjá okkur. Hann hefur farið
á Vog og Staðarfell til meðferðar
en meðferð virðist ekki duga,
hann dettur í það daginn eftir að
hann kemur út. Ég hef reynt að
útiloka manninn héðan en það
gengur ekki.
Drykkjukonan, sem ég minnt-
ist á að hefði verið í slagtogi með
mönnunum hérna, kom einu
sinni hingað og fór rakleitt inn
því hún var með lykil á sér að
húsinu. Hvernig hún fékk lykil-
inn veit ég ekki en inn fór hún og
var með son sinn með sér, mann
á tvítugsaldri. Pilturinn tók á mér
hérna frammi á ganginum en þau
voru bæði mikið drukkin. Ég