Dagur - 06.01.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 06.01.1989, Blaðsíða 16
Haldið veisluna eða fundinn í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Öldruð hjón á Akureyri ofsótt af dryklqusjúku vandræðafólki Hjón á áttræðisaldri, búsett á Akureyri, hafa um langt árabil mátt þola miklar raunir sem rekja má til ágangs drykkju- sjúks fólks á heimili þeirra. Drykkjufólkið vílar ekki fyrir sér að þvinga 75 ára gamlan eiginmanninn til að afhenda peninga fyrir áfengi, með hót- unum af ýmsu tagi. Ottó Gottfreðsson á Akureyri lýsir í viðtali í Degi í dag hvernig drykkjusjúkt fólk hefur með ofstopa og misnotkun áfengis lagt líf hans og konu hans í rúst, hvað eftir annað, allar götur síðan 1976. Gömlu hjónin hafa nft ekki haft frið vegna áfloga og ónæðis sem fylgir drykkjunni í fólki sem treður sér inn í húsið án leyfis. Yfirvöld jafnt sem aðrir virðast standa ráðþrota gagnvart þessum vanda, og hefur lögreglan á Akureyri t.d. margsinnis þurft að hlutast til um þetta mál. Ottó hefur verið beittur líkam- legu ofbeldi á sínu eigin heimili auk þeirrar andlegu þvingunar sem hjónin hafa mátt þola. Þau hafa þurft að yfirgefa heimili sitt nokkrum sinnum vegna drykkju- fólksins, sem situr oft á tíðum færis við húsið til að þvinga pen- inga út úr Ottó. Hann er þrotinn Tap bankans er orðið mikið - segir bankastjóri Samvinnubankans vegna þrotabús KSP Svalbarðseyri „Við reiknum ekki með að fá neina peninga upp í aimennar kröfur og tap bankans er orðið mikið á þessu gjaldþroti,“ sagði Geir Magnússon, banka- stjóri Samvinnubankans, þeg- ar hann var spurður um gang mála vegna gjaldþrots kaup- félags Svalbarðseyrar. Geir hefur áður lýst því yfir að hann sé ósáttur við hvernig staðið hafi verið að ýrnsu varðandi málefni þrotabús kaupfélagsins og að bústjóri þrotabúsins, Haf- steinn Hafsteinsson, hefði ekki gengið frá lausum endum í þrota- búinu. „Það voru ýmsar athuga- semdir gerðar á fyrstu skipta- fundunum en ég hef ekki orðið var við að neitt hafi verið unnið síðan,“ sagði Geir. Samvinnubankinn á allmiklar eignir á Svalbarðseyri; frystihús, sláturhús og lóðina Svalbarðs- eyri. Geir sagði að þessar eignir væru í þokkalegu ásigkomulagi en óvíst væri um sölu þeirra með- an atvinnuástand í landinu væri eins óvíst og nú. Fram hefur komið að tap Samvinnubankans vegna gjaldþrots KSÞ nemur tug- um milljóna króna, í versta falli, þ.e.a.s. ef bankinn neyðist til að sitja uppi með eignirnar í langan tíma. Bankastjórinn er þó ekki svartsýnn vegna þessa: „Eg sé ýmsa möguleika á Svalbarðseyri, staðurinn er stutt frá Akureyri," sagði Geir Magnússon. EHB Fjögur kaupfélög sameinast um innkaupafyrirtæki á Akureyri: Takmarkið er að lækka vöruverð Sameiginleg vöruinnkaup kaup- félaga sem eiga aöild að Sam- landi sf., nýstofnuðu samvinnu- fyrirtæki á Akureyri, mun stuðla að lækkun vöruverðs, að sögn Magnúsar Gauta Gautasonar, aðstoðarkaupfé- lagsstjóra KEA. Minni kostn- aður vegna birgðahalds og aukinn innflutningur beint til Akureyrar eiga að leiða til lækkunar vöruverðs. Magnús Gauti sagði að stofnun Samlands sf. væri afleiðing af við- ræðum sem farið hefðu fram milli fulltrúa Kaupfélags Eyfirðinga, Kaupfélags Þingeyinga, Kaup- félags Langnesinga og Kaupfélags Norður-Þingeyinga á Kópaskeri á síðasta ári. Síðastnefnda kaup- félagið mun eiga aukaaðild að Samlandi sf. þar til staða þess skýrist síðar á árinu. Samland sf. verður til húsa í núverandi birgðastöð KEA að Hafnarstræti 99 á Akureyri. „Við munum reyna að kaupa minna af vörum gegnunt heild- sölurnar. Þetta er gert í samvinnu við birgðastöð Sambandsins í Reykjavík, við munum áfram kaupa vörur þar sem henta en flytja jafnframt inn sjálfir og auka innflutning eins og hag- kvæmt þykir. Þetta eru ákveðin tímamót í vöruinnkaupum kaup- félaganna og árangur af viðræð- um sem hafa staðið yfir frá því á síðasta vori um samvinnu þessara félaga með hagræðingu í huga,“ sagði Magnús Gauti. EHB að kröftum vegna þess álags sem á honum hvílir sífellt og hefur nú tekið það ráð að lýsa högum þeirra hjóna opinberlega. Til- gangurinn er sá að sýna fram á hvernig vandamál sem þetta get- ur þróast á heimilum og, síðast en ekki síst, að hann sjálfur jafnt sem opinberir aðilar virðast standa ráðþrota. Frásögnin sem I hér birtist nefnist „Ég hef oft ver- ið rændur allri lífshamingju," og er, því miður, ekki einsdæmi um atburði í heimahúsum á Akur- eyri. Sjá nánar bls. 8-9. EHB Á morgun verða þeir aðeins askan ein, því þeir eru eldiviður í brennu Þórsara í kvöld. Mynd: TLV „01íugasið“ í Öxarfirði kallar á frekari rannsóknir: Engir peningar á fjárlögum til „olíuleitar“ á þessu ári Ekki er Ijóst hvort Orkustofn- un mun á þessu ári rannsaka frekar fyrirliggjandi gögn um „olíusetlögin“ í Oxarfjrði. Eins og kunnugt er hefur Olaf- ur Flóvenz hjá Orkustofnun greint frá því að gasmyndun í borholum í Öxarfirði sé af svipuðum toga og á olíusvæð- um. Þessar niðurstöður hafa velt upp mörgum spurningum sem menn vilja fá svar við. Stærsta spurningin er auövitaö sú hvort einhvern tímann í fjarlægri framtíð geti hafist olíuvinnsla í Öxarfirði. Innst inni vilja hvorki leikmenn né vísindamenn trúa því en hins vegar hefur það komið fram í samtölum, sem Dagur hefur átt við heimamenn í Öxarfirði og vísindamenn á Orkustofun, að ástæða sé til að skoða þetta dæmi í kjölinn. Ólafur G. Flóvenz áætlar að þurfi um 3 milljónir króna til þess að ljúka athugunum sem skorið geta úr um hvort ástæða sé til að leggja út í fjárfrekar bergmáls- mælingar í Öxarfirði. Slíkar mælingar segja til unt hvar hugs- anleg olía liggur í setlögunum. Samkvæmt fjárlagafrumvarp- inu, sem að öllum líkindum verð- ur afgreitt sem lög frá Alþingi síðar í dag, verður ekki veitt nauðsynlegum fjármunum til þessara rannsókna á þessu ári. Hins vegar hefur Dagur fyrir því heimildir að iðnaðarráðherra hafi sýnt þcssu máli mikinn áhuga og muni leggja á það áherslu að taka 3 milljónir króna til rannsókn- anna af öðrum skildum liðum á fjárlögum. í því sambandi er litið vonaraugum til fjárlagaliðar sem ber heitið „ýmis orkumál“. Til þess liðar er varið tæpum fimm milljónum króna. í tillögum fjárveitinganefndar til þriðju umræðu fjárlaga, sem hófst síðdegis í gær, er nýr liður sem er uppgjör við Orkustofnun vegna rannsókna í Öxarfirði. Þessi liður er upp á 1,15 milljónir króna. óþh Dýpka Fiskihöfnina sjálfir - framlög til nýframkvæmda við höfnina voru skert Nú er orðið ljóst að starfsmenn Akureyrarhafnar munu sjálfir sjá um að dýpka nýju Fiski- höfnina og verður moksturs- krani hafnarinnar notaður til verksins. Guðmundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri, sagði að eftir við- ræður við Dýpkunarfélagið hf. hefði verið ákveðið að höfnin framkvæmdi verkið sjálf með sín- um eigin tækjum og mannskap. Ástæðan er fyrst og fremst sparn- aður en framlag ríkisins til Fiski- hafnarinnar á þessu ári var skorið niður úr 26 milljónum króna í 14,4 milljónir. Reiknað er með að vinna við að dýpka höfnina standi fram á næsta haust. í vor verður steypt- ur kantur ofan á stálþilið. Því næst verða lagðar lagnir fyrir raf- magn og vatn og raflýsingu kom- ið upp. Vinnu við lagnir og annað þeim tengt mun ljúka síðari hluta sumars ef allt gengur eftir áætlun. Ljóst er að Sanavöllurinn fær að halda sér enn um hríð því uppfyllingin úr höfninni verður líkast til flutt burt jafnóðum að verulegu leyti, í stað þess að safn- ast upp. Þetta er mögulegt vegna þess að framkvæmdahraðinn er minni þegar krani er notaður til verksins. Höfnin verður 7 metra djúp á stórstraumsfjöru eftir dýpkunina. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.