Dagur


Dagur - 14.02.1989, Qupperneq 9

Dagur - 14.02.1989, Qupperneq 9
14. febrúar 1989 - DAGUR - 9 sins á nd: TLV [ lagnús- md: JÓH Ljónin skotin í síðarí hálfleik - Arsenal og Norwich sigra enn - Chelsea og Man. City auka forskot sitt í 2. deild Vegna undanúrslitaleiks West Ham og Luton í Deildabikarn- um á sunnudag var leikjum Liverpool og Luton annars vegar og West Ham og Middlesbrough í 1. deild frestað. En að öðru leyti var laugardagurinn ósköp venju- legur og hefðbundinn, Chelsea og Wolves unnu enn einu sinni, Steve Bull, Keith Edwards og Gordon Durie röðuðu inn mörkum og Wim- bledon missti mann út af. Það var þó ekki alvarlegt í þetta sinn, John Fashanu var vikið út af til að taka af sér hálsfesti og fékk að koma inná að því loknu. En þá eru það leikirnir. Leik Arsenal og Millwall f Ijónagryfjunni „The Den“ var sjónvarpað hér heima. Arsenal hefur sigrað í 8 af 12 útileikjum sínum og skorað 29 mörk í þeim. En lengi leit út fyrir að Millwall setti strik í þann reikning. Vendi- punktur leiksins kom um miðjan síðari hálfleik, Teddy Shering- ham skaut þá framhjá marki Arsenal eftir að hafa komist einn í gegn. í stað þess að Millwall kæmist tveim mörkum yfir tók John Lukic markvörður Arsenal markspyrnu, Alan Smith skallaði áfram til Brian Marwood sem jafnaði fyrir Arsenal með glæsi- legu skoti. Leikmenn Millwall misstu móðinn og 9 mín. fyrir leikslok skoraði Alan Smith sigurmark Arsenal eftir varn- armistök Millwall. Millwall lék mun betur framan af Ieiknum og náði forystu á 14. mín. er Jimmy Carter skallaði inn sendingu Staðan 1 . deild Arsenal 23 15- 5- 3 50:24 50 Norwich 24 13- 8- 3 36:25 47 Man.Utd. 24 10- 9- 5 34:19 39 Nott.Forest. 24 9-11- 4 34:26 38 Covcntry 24 10- 7- 7 33:25 37 Liverpool 23 9- 9- 5 30:20 36 Milhvall 23 10- 6- 7 35:30 36 Derby 23 10- 5- 8 26:18 35 Everton 23 8- 8- 7 28:25 32 Wimbledon 23 9- 5- 9 27:30 32 Middlesbro 23 8- 6- 9 30:35 30 Aston Villa 23 7- 9- 7 33:37 29 'lottenham 24 6- 9- 9 34:36 27 Southampton 24 6-10- 9 36:46 27 Luton 23 6- 8- 9 26:29 26 QPR 24 6- 7-11 24:24 25 Charlton 24 5- 9-10 26:35 24 Sheff.Wed. 23 5- 8-10 18:33 23 Newcastle 24 5- 6-13 21:43 21 West Hain 23 4- 5-14 20:41 17 2 deild Chelsea 27 15- 9- 4 59:29 54 Man.City 28 15- 8- 5 43:24 53 Watford 28 14- 6- 8 42:29 48 Blackbum 28 14- 6- 8 46:40 48 W.B.A. 28 12-10- 6 46:27 46 Bourncmouth 2813- 4-1131:3243 C.Palace 27 11- 9- 7 43:35 42 Barnsley 28 11- 9- 8 39:37 42 Leeds Utd. 28 10-11- 7 34:26 41 Stoke 2811- 8- 9 34:44 41 Ipswich 28 12- 4-12 42:39 40 Sunderland 28 10-10- 8 36:32 40 Portsmouth 28 10- 8-10 37:35 38 Hull 28 10- 8-10 39:39 38 Swindon 27 9-10- 8 38:35 37 Plymouth 28 10- 7-11 36:40 37 Leicester 28 9-10- 9 34:38 37 Oxford 28 9- 6-13 42:43 33 Bradford 28 7-11-10 28:34 32 Brighton 28 8- 6-14 39:46 30 Oldham 28 6-10-12 42:46 28 Shrewsbury 28 4-11-13 22:43 23 Birmiugham 28 4- 7-17 19:51 19 Walsall 28 3- 8-17 24:51 17 Hendrie og félagar hans hjá Newcastle unnu óvæntan sigur á Coventry. Tony Cascarino. Cascarubi fékk tvö ágæt færi í leiknum, en mis- tókst og síðan var mark dæmt af Arsenal eftir mikinn atgang á marklínu þar sem dæmt var á sóknarmenn Arsenal. Sigur Arsenal heldur liðinu áfram á toppi deildarinnar. Norwich fylgir Arsenal eins og skugginn, sigraði í heimaleik sín- um gegn Derby 1:0. Robert Fleck skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks, mikið heppnismark því sending Malcolm Allen vírtist ætla að fara aftan við Fleck, en einhvern veginn tókst honum að reka hælinn í boltann sem fór fram hjá Peter Shilton í netið. Andy Townsend og Andy Linighan léku mjög vel hjá Norwich sem átti sigurinn skilinn, en Derby fékk þó færi. Paul Goddard átti tvo hættulega skalla að marki Norwich og Ted McMinn fékk einnig gott tæki- færi, en mistókst að skora. Óvæntust urðu úrslitin í leik Coventry og Newcastle.. Prátt fyrir nokkra yfirburði Coventry mestan hluta leiksins kom slapp- leiki sóknarmanna og of hægur leikur tengiliðanna í veg fyrir að liðið ógnaði marki Newcastle að einhverju ráði. Newcastle tók síðan forystu á 5. mín. síðari hálfleiks er Steve Sedgley reyndi langa sendingu aftur til mark- varðar síns sem John Hendrie útherji Newcastle komst inní og skoraði í autt markið. Rétt á eftir jafnaði Coventry, Frank Pingel undir pressu frá Sedgley og Trevor Peake sendi þá boltann í eigið mark. Um miðjan hálfleik- inn fékk Newcastle annað mark á silfurfati, Brian Kilcline mið- vörður Coventry stökk þá upp til að skalla frá marki, en á óskiljanlegan hátt sló hann þess í stað boltann frá með hendi og vítaspyrna dæmd. Brasilíumað- urinn Mirandhinha skoraði úr spyrnunni með þrumuskoti og tryggði liði sínu óvæntan og óverðskuldaðan sigur. Ekki er lát á velgengni Man. Utd. um þessar mundir og liðið bætti sjötta sigri sínum í röð við á útivelli gegn Sheffield Wed. Pet- er Eustace sagði fyrir leikinn að ekkert væri athugavert við leik Sheffield Wed. þrátt fyrir slakt gengi að undanförnu, það eina sem vantaði væri sigur til að koma liðinu í gang. Ekki varð framkvæmdastjóranum að ósk sinni að þessu sinni, þrátt fyrir góða byrjun liðsins í leiknum virtust leikmenn þess falla saman er Manchester liðið tók forystuna rétt fyrir hlé. Leikmenn virtust sætta sig við tap, áhorfendur snerust gegn sínum mönnum og Eustace var eins og boltastrákur á hliðarlínunni, sækjandi knött- inn fyrir leikmenn sína. En lið Utd. var einfaldlega miklu betra, leikur góða knattspyrnu um þess- ar mundir, hefur skorað 16 mörk í síðustu leikjum gegn aðeins einu. Fyrra markið kom á 37. mín., eftir undirbúning Clayton Black- more og Ralph Milne skoraði Brian McClair. Áður átti Bryan Robson að fá vítaspyrnu, en dómarinn færði brotið út fyrir teig. Utd. bætti síðara markinu við eftir hlé, mistök Nigel Pear- son urðu til þess að Mark Hughes slapp í gegn, en skot hans var varið, boltinn barst til McClair sem skoraði sitt annað mark og Utd. er nú komið í 3. sæti deild- arinnar. Nottingham For. varð að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli gegn Q.P.R. Slæm úrslit fyrir liðið eftir mjög góða leiki að undanförnu. Fram- kvæmdastjóri Forest, Brian Clough var tekin á beinið hjá aganefnd í vikunni og dæmdur til að fara af varamannabekk liðsins. Hann fékk þó að sitja þar á laugardag og var mjög vel fagn- að af áhorfendum er hann gekk til sætis. John Fashanu skoraði eina mark leiks Wimbledon gegn Aston Villa í fyrri hálfleik og auk sigursins tókst Wimbledon að ljúka leiknum með 11 leikmenn. Paul Stewart jafnaði fyrir Tott- enham 13 mín. fyrir leikslok gegn Charlton, en Paul Williams hafði komið Charlton yfir í fyrri hálf- leik. Tottenham þarf að vara sig á fallinu og hefur ekki efni á að tapa stigum á heimavelli í leik sem þessum. Kevin Morre kom Southampton yfir á heimavelli gegn Everton í fyrri hálfleik, en í þeim síðari tókst Kevin Sheedy að jafna fyrir Everton og hvorugu liðinu hefur tekist að sigra í deildaleik á þessu ári. 2. deild • Man City virðist á leið upp í 1. deild, sigraði Ipswich sannfær- andi á heimavelli sínum 4:0. Tvær hornspyrnur Nigel Gleg- horn í fyrri hálfleik gáfu Brian Gayle og Wayne Biggins mörk. I þeim síðari bætti Biggins öðru marki sínu við og Trevor Morley fjórða marki liðsins. • Tennisstjarnan Steffan Edberg mætti á leik Watford og Leeds Utd., en hann hefur verið aðdáandi Leeds Utd. í 15 ár, en ekki séð liðið leika fyrr. Mikil barátta í upphafi leiks, en Paul Wilkinson náði forystu fyrir Wat- ford í fyrri hálfleik. í þeim síðari lék Leeds Utd. mjög vel og náði undirtökunum. John Pearson nýkominn inná sem varamaður skoraði og jafnaði fyrir liðið með sinni fyrstu snertingu við boltann eftir sendingu Vince Hilaire. Bæði liðin fengu tækifæri til að gera út um leikinn eftir það, en jafnteflið sanngjarnt. Deildabikarinn: Luton með annan fótinn á Wembley - sigraði West Ham 3:0 Á sunnudag léku Deildabik- armeistarar Luton og West Ham fyrri leik sinn í undan- úrslitum Deildabikarsins og fór leikurinn fram á Upton Park heimavelli West Ham. Luton sigraði örugglega í leiknum 3:0 og því allt sem bendir til þess að liðið leiki til úrslita í keppninni á Wembley annað árið í röð. West Ham náði ekki að sýna þá baráttugleði sem hefur fleytt liðinu svo langt í bikarkeppnun- um og var yfirspilað af Luton í ileiknum. Mick Harford og Roy Wegerle voru vörn West Ham til mikilla vandræða í leiknum, en Steve Foster miðvörðurinn sterki stöðvaði hins vegar sóknarmenn West Ham án mikilla vandræða. Luton skoraði fyrsta mark sitt rétt fyrir hlé, Alan McKnight markvörður West Ham lét send- ingu Danny Wilson fara fyrir mark sitt og Harford skallaði í netið. West Ham hóf síðari hálfleik- inn með nokkurri sókn, en á 55 mín. bætti Wegerle öðru marki Luton við eftir einleik og skot úr þröngri stöðu sem McKnight hefði átt að ráða við. 15 mín. fyr- ir leikslok braut síðan Julian Dicks á Wegerle innan vítateigs og Wilson skoraði úr vítaspyrn- unni. Luton ætti örugglega að komast í úrslit, West Ham getur tæplega unnið þennan mun upp á plastvelli Luton. Mótherjar liðs- ins þar verða annað hvort Nott- ingham For. eða Bristol City. West Ham hins vegar missti hér sennilega af besta tækifæri sínu til verðlauna í vetur, liðið er að vísu enn með í FA-bikarnum, en staða þess í 1. deild er slæm þar sem liðið situr á botni deildarinn- ar. Þ.L.A. • Chelsea er efst í 2. deild, sigr- aði Swindon 3:2 þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálf- leik. Gordon Durie skoraði fyrst fyrir Chelsea, Jon Gittens og Ross McLaren leikmenn Swindon gerðu báðir sjálfsmörk. Paul Bodin skoraði í rétt mark fyrir Swindon, en Joe McLaughlin gerði sjálfsmark hjá Chelsea. • W.B.A. gerði aðeins jafntefli á heimavélli gegn Barnsley, Don Goodman skoraði mark W.B.A., en Steve Lowndes skoraði fyrir Barnsley. • Mark Newson skoraði sigur- mark Bournemouth gegn Birm- ingham. • Keith Edwards skoraði tvö af mörkum Hull City gegn Shrews- bury. • Les Phillips gerði mark Oxford gegn Portsmouth. • Óvæntust úrslit í 2. deild urðu í leik Sunderland á heimavelli gegn Walsall. Sunderland hafði ekki tapað heima í vetur, en ekk- ert gengið hjá Walsall sem sigraði í leiknum 3:0 og gerði Stuart Rimmer öll mörkin. • Wolves er efst í 3. deild með 61 stig, Port Vale hefur 48 ásamt Bury. • í 4. deild er Crewe efst með 51 stig, en Scunthorpe hefur 48 stig. Á botni 4. deildar er Colch- ester með 17 stig. Þ.L.A. ✓ Urslit 1. deild Coventry-Newcastle 1:2 Liverpool-Luton frestaft Millwall-Arsenal 1:2 Norwich-Derby 1:0 Nottingham For.-Q.P.R. 0:0 Sheffield Wed.-Manchcstcr Utd. 0:2 Southampton-Everton 1:1 Tottenham-Charlton 1:1 West Ham-Middlesbrough frestað Wimbledon-Aston Villa 1:0 2. deild Bimtingham-Boumemouth 0:1 Bradford-Plymouth 1:1 Brighton-Leicester 1:1 Chelsea-Swindon 3:2 Crystal Palace-Blackbum 2:2 Hull City-Shrewsbury 3:0 Manchester City-Ipswich 4:0 Oxford-Portsinouth 1:0 Stoke Cilv-Oldham 0:0 Sunderland-Walsall 0:3 Watford-Leeds Utd. 1:1 W.B.A.-Barnsley 1:1 3. deild Bolton-Swansea 1:0 Brentford-Chcster 0:1 Brisiol City-Gillingham 1:0 Cardiff City-Sheffield Utd. 0:0 Chesterfield-Notts County 3:0 Huddersficld-Port Vale 0:0 Mansfield-Southend 4:0 Northampton-Blackpool 4:2 Prcston-Bristol Rovers 1:1 Reading-Bury 1:1 Wigan-Aldershot 2:1 Wolves-Fulham 5:2 4. deild Cambridge-Hartlcpool 6:0 Colchester-Bumley 2:2 Darlington-Leyton Oricnt 1:3 Hereford-LÍncoln 3:2 Rochdale-Grimsby 0:2 Rotherham-Carlisle 2:1 Scunthorpe-Exeter 2:0 Stockport-Crewc 0:1 Torquay-Scarborough 0:1 Tranmere-Halifax 2:0 Wrexham-Doncaster 1:1 York City-Peterborough 5:1

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.