Dagur - 17.02.1989, Side 1

Dagur - 17.02.1989, Side 1
72. árgangur Akureyri, föstudagur 17. febrúar 1989 34. tölublað Konudagurhm er á sunnudagmn Opið í Hafnarstræti iaugardag frá kl. 09.00- 18.(K). sunnudag frá kl. 09.00-18.00, Sunnuhlíð, laugardag frá kl. 10.00-18.00. Blómabúöin Laufás Hafnarstræti 96 ■ Sími 242S0 Sunnuhlíð ■ Sími 26250. Fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra: Páll, Trausti og Þórður sækja - tveir óska Fimm hafa sótt um stöðu fræðslustjóra Norðurlands- umdæmis eystra, en umsókn- arfrestur rann út sl. miðviku- dag, 15. febrúar. Umsækjend- ur eru Páll Bergsson, ytírkenn- ari Glerárskóla á Akureyri, Trausti Þorsteinsson, skóla- stjóri Dalvíkurskóla og Þórður Gunnar Valdimarsson, upp- eldisfræðingur. Þá hafa tveir umsækjendur óskað nafn- leyndar. Akureyri: Kúnstugt innbrot Býsna kúnstugt innbrot var framið á Akureyri í gærmorg- un. Þar var um að ræða skip- verja á aðkomubát sem vildi komast í koju og fá sér lúr en kom að læstum dyrum og greip þá til þess ráðs að brjóta rúðu. Með honum voru tveir gestir. Vaktmaður tilkynnti lögregl- unni að brotist hefði verið inn í bátinn og stormaði hún að sjálf- sögðu á staðinn og raskaði svefnró mannsins. Þá kom í ljós að hér var ekki um eiginlegt inn- brot að ræða. Skipverjarnir voru allir farnir til síns heima nema þessi maður, sem búsettur er á ísafirði. Hann átti hvergi höfði sínu að halla og braust því inn í bátinn af illri nauðsyn. SS Sjóvá-Almennar tekur til starfa: Þórarinn B. umboðsmaður - á Akureyri Sjóvá-Almennar tryggingar hf. fékk í fyrradag leyfi trygginga- málaráðherra til vátrygginga- starfsemi. Nýja félagið tók til starfa í gær og tók þar með við öllum viðskiptum og skuld- bindingum Sjóvátryggingafélags Islands hf. og Almennra trygg- inga hf. Með sameiningu þessara félaga urðu miklar breytingar á umboðsmannakerfi þessara félaga úti á landi. Stærstu umboðin eru í Hafnarfirði, Keflavík, Sauðárkróki, Akureyri og Akranesi. Á flestum þessara staða hafa félögin haft umboðs- menn og á sumum þessara staða verða umboðsmennirnir tveir fyrst um sinn. Á Akureyri verður Þórarinn B. Jónsson umboðsmaður nýja tryggingafélagsins en hann var áður umboðsmaður Sjóvá. Umboðið verður staðsett þar sem umboð Sjóvá var áður. Ólafur Stefánsson sem verið hefur umboðsmaður Almennra trygg- inga lætur af störfum. JOH nafnleyndar Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, mun veita stöðu fræðslustjóra að fenginni umsögn fræðsluráðs Norðurlandsum- dæmis eystra. Staðan er veitt frá og með 1. júní nk. og því mun ráðherra ganga frá stöðuveiting- unni fljótlega. Þráinn Þórisson, formaður fræðsluráðs Norður- landsumdæmis eystra, sagðist í samtali við Dag fastlega gera ráð fyrir að fræðsluráð myndi fjalla um ráðningu nýs fræðslustjóra strax og staðfesting um umsækj- endur hafi borist frá ráðuneyti menntamála. Sigurður Hallmarsson hefur gegnt embætti fræðslustjóra frá I. september 1987. Áður sat Ólafur Guðmundsson í stóli fræðslustjóra, að ósk þáverandi menntamálaráðherra, Sverris Hermannssonar. Ólafur gegndi embættinu um þriggja mánaða skeið eftir að menntamálaráð- herra vék Sturlu Kristjánssyni úr embætti fræðslustjóra Norður- landsumdæmis eystra. óþh Hlíðarfjall skartaði sínu fegursta í sólinni í gær. Þrátt fyrir hörkufrost dreif fólk sig á skíði og naut útiveru. Þessir kappar voru að gera sig klára fyrir brekkurnar þcgar Ijósmyndari Dags átti leið um Hlíðarfjall. Þess má að lokum geta að fyrirhugað er að gangsetja „bannlyftuna“ seinnipartinn í dag eftir að öryggisráðstöfunum hefur verið fullnægt. Mynd: TLV Ágreiningur við uppfærslu Virginíu Wolf: Þrír aðstandendur óska eftir því að nöfíi þeírra birtíst ekki í leikskrá leikstjórinn fór frá Akureyri fyrir þremur vikum Ágreiningur hefur komiö upp milli aðstandenda að upp- færslu Leikfélags Akureyrar á leikritinu Hver er hræddur við Virginíu Wolf? með þeim afleiðingum að leikstjóri, höfundur tónlistar og hönnuð- ur leikmyndar og búninga hafa óskað eftir því að nöfn þeirra verði ekki birt í sambandi við þessa sýningu. Þetta mál á sér nokkra forsögu sem vert er að skoða. Síðastliðinn þriðjudag barst formanni leikhúsráðs Leikfélags Akureyrar skeyti og vegna inni- halds þess hefur ráðið sent frá sér opinberlega tilkynningu. Arnór Benónýsson leikhússtjóri orðar þetta svo: „Sá aðili sem skráður var fyrir leikstjórninni, ásamt mér, hefur óskað eftir því að nafn hans verði ekki nefnt í opinberum kynning- um á verkinu eða í leikskrá og Bygging íþróttahúss í Ólafsfirði: Bæjarstjóm vill stefna að byggingu húss í fuliri lengd - vafasamt að fyrsta skóflustungan verði tekin á árinu Bæjarstjórn Ólafsfjarðar sam- þykkti á fundi í þessari viku að stefna að byggingu íþróttahúss með löggiltan völl fyrir hand- knattleik, þ.e. 40x20 metrar. Lengi vel var rætt um að vall- arstærð yrði 33x40 metrar en að fengnu áliti bygginganefnd- ar íþróttahússins ákvað bæjar- stjórn að stíga skrefið til fulls og byggja húsið í fullri lengd. Þrátt fyrir að þessi samþykkt liggi fyrir er ekki þar með sagt að bygging hússins hefjist í bráð. Bjarni Grímsson, bæjar- stjóri, segir að sökum tóma- hljóðs í bæjarkassanum sé eng- an veginn gefið að fyrsta skóflustungan verði tekin á þessu ári „Með þessari ákvörðun bæjar- stjórnar hefur íþróttahúsmálinu verið þokað áfram en í raun er málið líka snarstopp. Bæjar- stjórnarmenn eru sammála um að byggja hús í fullri lengd en jafnframt eru menn sammála um að viðbótarfé til byggingar þess þurfi að koma frá íþróttahreyf- ingunni eða félagasamtökum,“ segir Bjarni. „Bæjarfélagið sem slíkt rís ekki undir svo stórkost- legu húsi. Hins vegar viljum við halda uppi þróttmiklu íþrótta- starfi í bænum og til þess þurfum við góða aðstöðu og því teljum við eðlilegt að leita til félagasam- taka í bænum til að hjálpa okkur að byggja það,“ bætir hann við. Samkvæmt fjárlögum þessa árs er 500 þúsundum varið til bygg- ingar íþróttahúss í Ólafsfirði. Bæjarfélagið mun að öllum lík- indum veita sömu upphæð á þessu ári til byggingarinnar og þannig verði 1 milljón til ráð- stöfunar. Ekki hefur verið gengið frá fjárhagsáætlun Ólafsfjarðar- bæjar og því kann framlag til íþróttahússins að hækka eitt- hvað. Bjarni Grímsson telur þó að sú hækkun verði óveruleg vegna þröngrar fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. Hann bendir á að gerð íþróttavallar sé forgangs- verkefni á þessu ári í íþróttamál- um, en miðað við verðlagsbreyt- ingar má ætla að hann kosti full- búinn um 8 milljónir króna. óþh hið sama á við um höfund tónlist- ar og hönnuð leikmyndar og bún- inga. Vill leikhúsið að sjálfsögðu verða við þeirri ósk.“ Þeir aðilar sem hér um ræðir eru Inga Bjarnason, Leifur Þór- arinsson og Guðrún Svava Svavarsdóttir. Arnór Benónýs- son leikhússtjóri kom inn í æfing- ar fyrir fimm vikum sem aðstoð- armaður Ingu. Hún mun hafa farið frá Akureyri fyrir þremur vikum, fyrst tímabundið og síðan alfarin og hefur Arnór stjórnað æfingum síðan. Guðrún Svava lauk við hönnun leikmyndar og búninga en óskaði síðan eftir því að fá að hverfa frá Akureyri sem hún og gerði. Aðspurður sagðist Arnór ekki geta lagt mat á þann ágreining sem kom upp hjá aðstandendum sýningarinnar. „Ég vil bara segja að það ástand hafi komið upp í vinnunni að málin þróuðust svona. Ég vissi ekki annað en að þessi mál væru í bestu sátt milli allra þar til skeytið kom á þriðju- daginn,“ sagði Arnór. Umrædd átök leiddu m.a. til þess að frumsýningu á Virginíu Wolf var frestað um viku, en nú mun allt vera tilbúið fyrir frum- sýningu í kvöld. Arnór lagði áherslu á það að undangengnir atburðir hefðu engin áhrif á sýn- inguna. „Þetta verður heit sýning, ég stend ótrauður við það. Ég harma bara að svona skuli hafa farið,“ sagði hann að lokum. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.