Dagur - 17.02.1989, Page 9

Dagur - 17.02.1989, Page 9
17. febrúar 1989 - DAGUR - 9 Pjóðleikhúsinu: ir fyrir löngu sinn og gildi“ eikhússtjóri metnaðarfullar sýningar. Ég tel að Þjóðleikhúsið hafi fyrir löngu sannað tilverurétt sinn og gildi. Það er erfitt fyrir mig að meta stöðu Þjóðleikhússins í dag en ef ég lít á Þjóðleikhúsið sem eina af menningarstofnunum landsins sem starfað hefur í 30-40 ár þá stendur það vel. Sérstaklega finn- ur maður fyrir þessu núna þegar fólk gerir sér ljóst að Þjóð- leikhúsið hefur ekki fengið að þróast á eðlilegan hátt. Margir hringja til mín og úttala sig um þetta mál.“ Gísli segir að sér lítist alls ekki illa á þá hugmynd Svavars Gests- sonar að leggja sérstak gjald á hverja bjórdós og fá þannig fast- ar tekjur sem renna mættu til við- gerða á opinberum byggingum, t.d. Þjóðleikhúsinu. Hann segir hugmynd um að fá fastan tekju- stofn fyrir Þjóðleikhúsið ekki nýja af nálinni. „Fyrstu árin var Þjóðleikhúsið rekið með verulegum tekjuaf- gangi og á þessum árum rann skemmtanaskatturinn óskiptur til leikhússins í stað þess að vera á föstum fjárlögum eins og nú er. Ráðamönnum þótti það alltof mikil flottheit að láta Þjóð- leikhúsið hafa svona mikla pen- inga og svo fór að skemmtana- skatturinn var skorinn niður um helming. Síðan var skatturinn að fullu skorinn niður árið 1966 og Þjóðleikhúsið sett inn á fjárlög. Síðan hefur verið þrengt að leikhúsinu þannig að fjárhagshlið leikhússins hefur verið mjög erf- itt viðfangsefni, ekki síst vegna þess að þeir sem fjalla um fjár- veitingar til leikhússins vita fæstir hvernig leikhúsrekstur byggist upp. Og ef einhverjir öðlast loks- ins skilning á hvernig leikhús- rekstur er þá eru þeir strax hættir og aðrir komnir í þeirra stað. Maður þarf því stöðugt að byrja upp á nýtt,“ segir Gísli ákveðinn Gísli Alfreðsson, leikhússtjóri. Viðhald á Þjóðleikhúsinu hefur verið í lágmarki síðustu áratugina og nú er svo koniið að ráðast þarf í umfangsiniklar viðgerðir á húsinu. Haniarshöggin munu því dynja innan þcssara veggja næstu mánuðina. og bendir í framhaldinu á hvernig rekstur sambærilegra leikhúsa á Norðurlöndunum og í V-Evrópu er. Þar segir hann rekstur hús- anna styrktan af opinberum aðil- um um 85% á meðan Þjóð- leikhúsið fái 65% miðað við með- al rekstur. „Það skilur ekki nokk- ur maður sem til þekkir hvernig hægt er að reka leikhúsið. Þetta er eilíf barátta um fjármagnið.“ Látin gjalda fyrir góöærið Gísli segir æskilegasta formið það að Þjóðleikhúsið fái fasta tekjustofna eins og áður var. Víða sé einnig þekkt það fyrir- komulag að framlög til leikhúss sé föst prósenta sem miðuð er við miðasölu. Þannig fái leikhúsið meiri peninga ef vel gengur en minni peninga ef illa gengur og verði því sjálft að fleyta sér yfir erfiðleikatímabilin. „Hér hefur þetta kerfi verið öfugt. Ef leikhúsið gengur vel þá er það látið gjalda þess með minni fjár- veitingum en þetta leikhús á auð- vitað aldrei neinn afgang til að standa af sér samdráttartímabil- in. Ég veit ekki hvort búast má við að kerfi af þessu tagi komist á hér á landi. Tregðulögmálið á þessu sviði er ríkjandi og autvitað eru núna erfiðir tímar þannig að ólík- legt er að menn vilji ganga fram fyrir skjöldu og gera leikhúsinu hærra undir höfði en öðrum stofnunum í landinu. Ég veit að skilningurinn er fyrir hendi, víð- tækur pólitískur skilningur á því að vel á að gera við listir í land- inu. En það er erfitt að spá fyrir um hvernig þessi mál þróast. Aðstæður geta breyst frá ári til árs." Sýningar enda á öskuhaugunum Svo einkennilegt sem það kann að virðast þá er engin leiktjalda- geymsla til við Þjóðleikhúsið og leikmyndir því molaðar niður og keyrðar á haugana eftir sýningar. Jafnvel er aðstöðuleysið hvað varðar leikmyndirnar svo mikið í leikhúsinu að fyrsta verk smið- anna að lokinni leikmyndasmíð- inni er að saga hana í sundur svo flytja megi hana á málningar- verkstæðið. Á málningarverk- stæðinu er leikmyndin sett saman, máluð og síðan tekin enn í sundur fyrir flutninginn á sjálft leiksviðið. Þetta aðstöðuleysi segir Gísli að geri að verkum að Þjóðleikhúsið getur ekki átt leik- verk á „lager“. Árum saman hafa starfsmenn leikhússins bent á hagkvæmni þess að geta sett upp með stuttum fyrirvara sýningar sem örugglega ganga. „Við bendum á að skylda Þjóðleikhússins í sambandi við íslenskar leikbókmenntir er að hægt sé að eiga öll gömul íslensk stórvirki á sviði leikbókmennt- anna á „lager“ vegna þess að verk eins og t.d. Islandsklukk- una, Fjalla-Eyvind, Gullna hliðið, og Galdra-Loft er alltaf vcrið að lesa í skólum og þess vegna grundvöllur fyrir sýningum með stuttu millibili. Af slíkum verkum á að vera hægt að sýna 5- 10 sýningar á hverju leikári. Sama gildir um viðmiklar óperur. Allar þessar leikmyndir fara beint á öskuhaugana. Ég geri mér vonir um að við þá endurskoðun sem nú er að fara fram á starfsemi Þjóðleikhússins og aðstöðunni þá láti menn sann- færast um hve þetta er augljós hagræðing og sparnaður þegar til lengri tíma er litið. Þetta gerði allt skipulag mun auðveldara en eins og mál standa núna þá er hreinlega ekki hægt að skipuleggja starfsemina fram í tímann," segir Gísli Alfreðsson. JÓH Kraftmikil leiklistarstarfsemi á Norðurlandi I fréttabréfí MENOR, Menn- ingarsamtaka Norðlendinga, sem kom út í janúarmánuði er fyrir utan annað efni fróðleg samantekt á starfsemi leik- félaga á Norðurlandi um þess- ar mundir. Þar kemur m.a. fram að Leikfélag Dalvíkur er 45 ára á þessu ári, en það var stofnað 19. janúar 1944. Félag- ið varð til upp úr leikdeild Ungmennafélags Svarfdæla, sem lengi hafði verið starfandi í byggðinni. „Sögu leikstarfsemi á Dalvík má rekja allt til ársins 1895. Þá var sett upp leikritið „Gesta- koma“ eftir Kristján Jónsson, Fjallaskáld... Segja má, að saga leiklistarinnar á Dalvík hafi verið mikið til samfelld frá þessari upp- hafssýningu. Oftast voru sett upp eitt til tvö verk á hverju leikári segir í Fréttabréfi MENOR. Þar kemur einnig fram að aðsetur Leikfélags Dalvíkur er í „Ungó“, en það hús var vígt árið 1930. Nú er það eingöngu notað sem kvikmyndahús og leikhús. Dalvíkurbær eignaðist húsið fyrir þremur árum. Félagar í Leik- félagi Dalvíkur eru nú um sjötíu, en fimmtán til tuttugu virkir. Formaður félagsins er Guðlaug Björnsdóttir. Æfingar standa nú yfir hjá Leikfélagi Dalvíkur á verki Böðvars Guðmundssonar Úr aldamótaannál. Leikritið byggir á atburðum sem gerðust árið 1785 er þrjú ungmenni lögðust út og lentu í sakamálum. Það þykir spennandi og all rosalegt á köflum. Leikstjóri er Þráinn Karlsson en leikendur eru tíu. Gert er ráð fyrir að frumsýna Úr aldamóta- Leikfélag Dalvíkur 45 annál um mánaðamótin febrúar- mars. Blómleg leiklistarflóra Ólafsfirðingar eru að sýna leikrit- ið Ærsladraugurinn í félags- heimilinu Tjarnarborg. Leik- stjóri er Guðjón Sigurðsson en leikendur eru sjö. I Fréttabréfi MENOR kemur fram að treglega hafi gengið að fá karla í verkið, en tveir karlar og fimm konur fara með hlutverk í Ærsladraugn- um. Á Siglufirði standa yfir sýning- ar á Hótel Höfn á dagskrá úr verkum Jónasar Árnasonar. Flytjendur eru tíu og sér Stur- laugur Kristjánsson urn undir- leik, en mikið er um söng í dagskránni. Þá fyrirhugar Leik- félag Siglufjarðar að setja upp gamanleik síðar á leikárinu undir ára leikstjórn Carmen Bonitz. Húsvíkingar eru líkt og Ólafs- firðingar að setja upp Ærsla- drauginn. Leikstjóri er Hávar Sigurjónsson og frumsýning er áætluð um næstu mánaðamót. Leikklúbbur Kópaskers hyggst setja upp dagskrá úr verkum Páls J. Árdal og frumsýna hana fyrir páska í húsnæði Grunnskóla Kópaskers. Éeikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri er að æfa leikritið Erpington-búðirnar eftir Joe Orton. Leikstjóri er Pétur Eggerz og er frumsýning áætluð 20. febrúar í Freyvangi. Af leikfélögum vestan Trölla- skaga er það að frétta að Leik- félag Blönduóss hefur hug á því að setja upp leikritið Svartfugl, eftir skáldsögu Gunnars Gunn- arssonar, en ekki hefur tekist að ráða leikstjóra. Leikfélag Skagastrandar er að æfa farsa Ölafs Hauks Símonar- sonar; Ástin sigrar, og er gert ráð fyrir frumsýningu 25. febrúar. Leikstjóri er Hörður Torfason og eru níu leikarar í verkinu auk smærri aukahlutverka. Leikfélag Skagfirðinga sýnir Uppreisnina á ísafirði við mjög góða aðsókn um þessar mundir. Fullt hús hefur verið á flestum sýningunum í Miðgarði. Leikfélag Sauðárkróks mun setja upp Allra meina bót, eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni. Leikstjóri verður Sigurgeir Scheving og verkið verður vænt- anlega frumsýnt 9. apríl í tengsl- um við Sæluviku Skagfirðinga. Loks má nefna að Leikfélag Hofsóss hefur áformað að setja upp leikritið Leynimelur 13, létt- an farsa sem sýndur hefur verið víða við miklar vinsældir. SS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.