Dagur - 22.02.1989, Blaðsíða 11
22. febrúar 1989 - DAGUR - 11
íþróttir
Daníel Hilmarsson sýndi það og sannaði að hann er enn í toppformi.
Mynd: TLV
Minningarmót í Ólafsfirði:
Daníel og Kristiim
unnu örugglega
Minningarmót um Björn
Brynjar Gíslason, sem lést í
bílslysi í Noregi árið 1987, var
haldið í Ólafsfirði á Iaugardag-
inn. Keppt var í svigi 15-16 ára
og svigi fullorðinna. Sigurveg-
arar voru þeir Daníel Hilmars-
son frá Dalvík og Kristinn
Björnsson frá Ólafsfirði.
Það var „gamla“ kempan Daníel
Hilmarsson frá Dalvík sem sigr-
aði í flokki fullorðinna og Krist-
inn Björnsson frá Ólafsfirði sigr-
aði með miklum yfirburðum í
flokki 15-16 ára.
Einungis 7 keppendur af 22
komust klakklaust í mark þrátt
fyrir að færið væri mjög gott og
veðrið eins og best verður á
kosið.
Keppendur voru frá Ólafsfirði,
Dalvík og Akureyri og var mikill
fjöldi manna að fylgjast með
keppninni á laugardaginn. Að
sögn heimamanna er talið að hátt
á annað hundrað manns hafi ver-
ið í fjallinu þegar mest var.
Það var verslunin Alsport í
Reykjavík sem gaf aukaverðlaun
í mótið. En lítum þá á þrjú efstu
sætin í hvorum flokki.
Flokkur fullorðinna:
1. Daníel Hilmarsson Dalvík 71.32
2. Jón I. Árnason Akureyri 72.77
3. Ingólfur Gíslason Akureyri 75.96
Flokkur 15-16 ára:
1. Kristinn Björnss. Ólafsfirði 72.68
2. Eggert Óskarss. Ólafsfirði 89.46
3. Ágúst Jóhannsson Dalvík 96.69
Körfuknattleikur yngri flokka:
Tindastóll kominn
í úrslit í 9. flokki
- Þór tapaði öllum sínum leikjum
Fjölliðamót b-riðils 9. llokks
Islandsmótsins í körfubolta fór
fram á Sauðárkróki um síðustu
helgi. Fimm lið mættu til leiks,
Tindstóll, Þór, USAH, KR og
ÍR. Það er skemmst frá því að
segja að TindastóII vann alla
sína leiki og er kominn í úrslit,
um Ieið og Þórsarar töpuðu
öllum sínum leikjum. Hún-
vetningar lentu í 3. sæti, unnu
tvo leiki af fjórum.
Þar með hefur Tindastóll eign-
ast tvo flokka í úrslitum yngri
Pétur Vopni Sigurðsson skoraði 70
stig fyrir UMFT.
flokka í körfubolta, 9. flokk og 6.
flokk, og verður það að teljast
mjög góður árangur.
Stigahæstu menn hjá 9.flokki
Tindastóls voru Pétur Vopni Sig-
urðsson með 70 stig í 4 leikjum,
Ingi Þór Rúnarson með 53 stig úr
4 leikjum, þar af tíu 3ja stiga
körfur, Stefán Friðriksson 46 stig
eftir 4 leiki, Lárus Pálsson 24 stig
úr 2 leikjum, Kristinn Kristján-
son 23 stig eftir 4 leiki og Arnar
Sæmundsson skoraði 12 stig í 4
leikjum. Aðrir skoruðu minna.
Úrslit leikja í mótinu:
Þór-USAH 47:60
UMFT-Þór 63:35
USAH-UMFT 40:49
KR-ÍR 35:69
Þór-ÍR 34:65
UMFT-KR 62:53
USAH-ÍR 44:65
Þór-KR 57:61
UMFT-ÍR 56:50
USAH-KR 50:42
Úrslitakeppni 9. flokks fer
fram dagana 11.-12. mars nk. í
Njarðvík og með Tindastóli munu
keppa UMFN, UMFG, ÍBK og
Haukar. 6. flokkur Tindastóls
keppir í úrslitum 4.-5. mars nk. í
Reykjavík. -bjb
Blak 1. flokkur:
Óðinn og Völsungur efst
- í Norðurlandsriðlunum
Þó nokkrir leikir hafa farið
fram í Norðurlandsriðli 1. flokks
í blaki að undanförnu. Sund-
félagið Oðinn á Akureyri hef-
ur forystu í karlaflokki og hef-
ur unnið alla 5 leiki sína. í
kvennaflokki eru Völsungur
og Óðinn jöfn að stigum eftir
þrjá leiki.
Á íslandsmóti 1. flokks er leik-
ið í tveimur riðlum, Norður-
lands- og Suðurlandsriðli. Tvö
efstu liðin úr hvorum riðli komast
í úrslitakeppnina, sem leikin
verður þannig að efsta liðið úr
Norðurlandsriðli leikur við lið
númer tvö í Suðurlandsriðli og
öfugt. Sigurliðin leika síðan til
úrslita og taplið keppa um þriðja
sætið. Úrslitakeppnin verður lík-
lega haldin helgina 18.-19. mars,
en ákvörðun um stað og stund
verður tekin síðar.
En lítum á þau úrslit sem okk-
ur hefur tekist að grafa upp:
Kvennaflokkur:
Eik-Völsungur 0:3
Völsungur-Öðinn 3:1
Eik-Óðinn 2:3
Óðinn-Völsungur 3:2
Karlaflokkur:
Völsungur-Óðinn 1:3
Skautar-Völsungur 2:3
Skautar-KA 1:3
Dalvík-Skautar 3:2
Óðinn-Dalvík 3:1
Skautar-Óðinn 0:3
Staðan í kvennaflokki:
1. Völsungur 4 stig
2. Óðinn 4 stig
3. Eik 0 stig
Staðan í karlaflokki:
1. Óðinn 10 stig
2. KA 6 stig
3. Dalvík 4 stig
4. Völsungur 2 stig
5. Skautaf. Ak. 2 stig
Karfa:
Tindastóll tapaöi naumt
gegn íslenska landsliðinu
Landsliðs íslands í körfuknatt-
leik átti í hinu mesta basli með
lið Tindastóls í æfíngaleik sl.
föstudagskvöld á Sauðárkróki.
Eftir að hafa verið undir meiri-
partinn af leiknum tókst lands-
liðinu að tryggja sér sigur á
lokamínútunum og lokatölur
urðu 88:83, því í vil. í hálfleik
var staðan 46:43 fyrir Tinda-
stól, sem lék með tvo
lánsmenn, þá Axel Nikulásson
og Sigurð Ingimundarson úr
ÍBK. Tæplega 600 áhorfendur
fengu að sjá stórskemmtilegan
leik og var gríðarleg stemmn-
ing á pöllum og svölum „krók-
ódílasíkisins“. Það þarf svo
vart að taka það fram að nýtt
aðsóknarmet var sett í íþrótta-
húsi Sauðárkróks.
Landsliðið byrjaði leikinn af
krafti og eftir 6 mínútur var kom-
inn 11 stiga munur, 18:7. En 4
mínútum síðar hafði Tindastóli
tekist að minnka þann mun í 4
stig, 29:25. Þá fóru hjólin að
snúast hjá heimamönnum, með
góðum liðsstyrk frá lánsmönnun-
um, sér í lagi frá Axel Nikulás-
syni sem sýndi ódrepandi baráttu-
vilja. Þegar þrjár mínútur voru til
hálfleiks tókst svo Tindastoli að
jafna, 39:39, og skömmu seinna
var staðan allt í einu orðin 46:39
fyrir Tindastól. Landsliðið
minnkaði muninn í 3 stig áður en
blásið var til hálfleiks, 46:43.
Tindastóll var ekkert á því að
láta undan í seinni hálfleik og
náði að halda forystunni lengst
af. Mestur var munurinn 9 stig,
66:57, þegar seinni hálfleikur var
hálfnaður. Upp frá því fór lands-
liðið að draga á heimamenn og
þegar 5 mínútur voru til leiksloka
tókst því að jafna, 78:78. Þar
með hafði landsliðið náð yfir-
Handbolti í 3. deild:
Stórt tap
Völsunga
Völsungar töpuöu stórt fyrir
FHb 32:20 á sunnudaginn á
Húsavík í 3. deildinni í hand-
knattleik.
Pálmi Pálmason þjálfari
Húsvíkinganna var óhress með
leikinn og sagði að alla baráttu og
vilja hefði vantað í lið sitt. „Þetta
var botninn,“ sagði hann og vildi
greinilega sem minnst um leikinn
tala.
höndinni og knúði það fram sigur
á lokamínútunum.
Bestu menn Tindastóls voru
Eyjólfur, Axel og Valur, auk
þess sem Björn átti góða spretti,
sérstaklega í vörninni. Þá voru
Sverrir, Kári og Haraldur sterkir.
Hjá landsliðinu bar mest á Birgi
Mikaelssyni, Guðjóni Skúlasyni
og Jóni Kr. Gíslasyni. Dómarar
þessa leiks voru félagarnir Indriði
Jósafatsson og Pálmi Sighvats-
íslandsmótiö í lyftingum fór
fram í Laugardalshöll um helg-
ina. Akureyringar sendu sex
keppendur á mótið og stóðu
þeir sig mjög vel og komu
heim með þrenn gullverðlaun
og Snorri Arnaldsson setti tvö
íslandsmet drengja.
Haraldur Ólafsson lyftinga-
kappi setti íslandsmet í jafnhend-
ingu og lyfti 178 kg. Gamla metið
átti hann sjálfur. Honum gekk
hins vegar ekki eins vel í snörun
og lyfti ekki „nema“ 125 kg, en
það dugði samt í 1. sætið í hans
flokki.
Aðalsteinn Jóhannsson keppti
í 56 kg flokki og lenti þar í 1.-2.
sætinu en þar sem hann var örlít-
ið þyngri en hinn keppandinn var
hann settur í 2. sætið. Aðalsteinn
lyfti 40 kg í snörun og 50 kg í
jafnhendingu.
Snorri Óttarsson tók þátt í sínu
fyrsta móti og stóð sig ágætlega í
son.
Stig Tindastóls: Eyjólfur Sverrisson
21, Axel Nikulásson 20, Valur Ingimund-
arson 14, Sigurður Ingimundarson 9,
Björn Sigtryggsson 8, Haraldur Leifsson
6, Sverrir Sverrisson 4 og Kári Marísson
I.
Stig íslands: Birgir Mikaelsson 19, Jón
Kr. Gíslason 17, Guðjón Skúlason 13,
Matthías Matthíasson 12, Guðni Guðna-
son 9, Tómas Holton 6, Pálmar Sigurös-
son 4, Teitur Örlygsson 4, Falur Harðars-
son 2 og Jón Páll Haraldsson 2.
60 kg flokki. Hann lyfti 40 kg í
snörun og 50 kg í jafnhendingu.
Snorri Arnaldsson stóð sig
mjög vel á mótinu. Hann lyfti
65,5 kg í snörun og er það nýtt
íslandsmet drengja. Hann lyfti
síðan 76 kg í jafnhendingu og
samanlagður árangur hans, 140,5
kg, er nýtt íslandsmet.
Tryggvi Heimisson keppti í
65,5 kg flokki og sigraði í þeim
flokki. Hann lyfti 80 kg í snörun
og 97,5 kg í jafnhendingu. Þetta
er persónlegt met hjá Tryggva og
hefur hann bætt sig mikið að
undanförnu.
„Guðfaðirinn“ sjálfur, Harald-
ur Ólafsson, sigraði í 82,5 kg
flokki, eins og áður sagði og er er
til alls líklegur á Norðurlanda-
mótinu í apríl.
Það voru 30 keppendur frá
fimm félögum, Ármanni, ÍR,
KR, UMSB og LFA, sem þátt
tóku í mótinu að þessu sinni.
Keppendur LFA á Islandsmótinu í lyftingum um siðustu helgi.
-bjb
íslandsmótið í lyftingum:
Þijú gufl tfl LFA