Dagur - 15.03.1989, Qupperneq 9
Miðvikudagur 15. mars 1989 - DAGUR - 9
sýningarinnar, t.d. er lifandi tón-
list í frumuppfærslunni og flautu-
leikari leikur ákveðið hlutverk í
sýningunni, músíkin gefur tóninn
og setur sterkan og ákveðinn blæ.
Það var frumsamin tónlist fyrir
sýninguna af Hróðmari Sigur-
björnssyni. Þetta þurftum við að
taka út því hljófæraleikarinn
komst ekki með, og við höfðum
músíkina á bandi sem er allt ann-
ar hlutur. Ég vil meina að sýning-
in hafi hlotið þessi verðlaun út á
frammistöðu leikaranna, þau
léku af svo miklum krafti og gleði
að Indverjarnir hrifust með og
undirtektir voru geysilega góðar.
Það voru í allt ellefu leikhópar
sem tóku þátt í hátíðinni, átta
erlendis frá og þrír indverskir.
Við sýndum á tveimur stöðum,
tvisvar í Chandigahr og einu sinni
í Ludhiana, höfuðborg Punjab-
ríkis.“
- Hvernig tilfinnig er það fyrir
íslending að koma á svona fjar-
lægar slóðir með verkið sitt?
„Þetta er nú ekki verkið mitt
eingöngu því leikendur eru fjórtán
talsins og allir leggja þeir sitt af
mörkum og þá átti búninga-
hönnuðurinn Alda Sigurðardóttir
ekki lítinn í þátt í að skapa yfir-
bragð sýningarinnar. En í fyrsta
lagi vorum við í góðri aðstöðu að
vera með þetta verk því indversku
áhorfendurnir sem komu á sýn-
ingar okkar virtust ágætlega vel
upplýst fólk og þeirra menntun er
svo ensksniðin að flestir eru að
einhverju leyti kunnugir Shake-
speare, þannig að margir þekktu
leikritið. Því vorum við í betri
aðstöðu en ef við hefðum komið
með íslenskt verk. En svo er
verkið svo lifandi og skemmtilegt
og svo grípandi; það er í sjálfu
sér jafnvel meiri farsi en Ærsla-
draugurinn, fullt af árekstrum og
uppákoinum og endalausum mis-
skilningi, enda er um tvenna tví-
bura að ræða og allt í vitleysu all-
an tímann. Það er auðvelt fyrir
áhorfendur að fylgjast með þó
þeir skilji ekki allt sem sagt er,
atburðarásin leiðir sig sjálf áfram
að miklu leyti. Engu að síður
vorum við hissa hvað fólkið var
geysilega vel með á nótunum.
Þessi ferð heppnaðist í alla staði
mjög vel og var mikið ævintýri.“
IM
Ólason, Þorkcll Björnsson, Sigríður Harðardóttir og Aldís Friðriksdóttir.
r í hlutverkum sínum.
Þorkell Björnsson og Sigríður
Harðardóttir.
Þau Iéku af miklum krafti
og gleði
- Unnuð þið ekki til verðlauna á
hátíðinni?
„Við hlutum tvenn verðlaun,
við fengum þriðju verðlaun fyrir
sýninguna og Björk Jakobsdóttir
hlaut verðlaun sem besta
leikkonan á hátíðinni. Ég var
mjög ánægður með að sýningin
skyldi fá þessi verðlaun því hún
var mjög breytt og einfölduð frá
því sem hún er í rauninni. Hún
var bæði stytt um vel góðan hálf-
tíma og teknir voru út hlutir sem
skipta miklu máli í yfirbragði
Texti og myndir: IM
Guðný Þorgeirsdóttir, Þorkell Björnsson og Sigríður Harðardóttir.
Sigríður Harðardóttir og Þorkell Björnsson.