Dagur - 21.03.1989, Blaðsíða 15

Dagur - 21.03.1989, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 21. mars 1989 - DAGUR - 15 I dag, föstudag, var tekin um það ákvörðun í ríkisstjórn að heimila stofnun sjávarútvegsbrautar við Háskólann á Akureyri. Ég heyrði ávæning um að frá því hefði verið skýrt í fréttum útvarpsins kl. 15. Ég gerði mér því sérstakt far um að missa ekki af svæðisfréttum RÚVAK kl. 18, til þess að heyra „Tilkoma Háskólans á Akureyri markar tímamót í byggðaþróun í landinu,“ segir Pétur m.a. í grein sinni. Pétur Bjarnason: Skiptir Háskólinn á verður haldið í KA-heimilinu miðvikudaginn 22. mars n.k. ki. 20.30 Vinningar eru veglegir: Kjötskrokkur, tískufatnaður, fótbolti, ullarteppi, drykkjarvörur, bækur, kvöldverður fyrir 2 á Hótel KEA og fjöldi aukavinninga. Bingóinu stýrir Sveinn Kristjánsson af gamallfunnri snilld og Ámi Ingimundarson laðar íram ljúfa tóna úr nvja píanómu sem KA eignaðist á 60 ára afmælinu. KA-fólk og íuiiiíið sóniafólk! Látið ekki happ úr hendi sleppa. Nefiidin. Akureyri engu máli? nánar um þessa ákvörðun. Ég átti von á því að málið yrði skýrt ýtarlega, viðtal yrði haft við Har- ald Bessason rektor Háskólans og hugsanlega aðra starfsmenn, greint frá hve stefnumarkandi ákvörðun þetta væri, þar sem þarna er í reynd verið að deila verkefnum á milli Háskóla Is- lands, sem gjarnan vill taka þetta að sér, og Háskólans á Akureyri, og fjallað um þau miklu áhrif sem Háskólinn á Akureyri mun hafa á þróun byggðar og atvinnu á Ak- ureyri, í Eyjafirði og á lands- byggðinni allri. En vonbrigði mín urðu mikil. Ákvörðun um stofn- un sjávarútvegsbrautar á Akur- eyri var ekki nógu fréttnæm til þess að komast í svæðisfréttir RÚVAK. Á þessa ákvörðun var ekki minnst einu einasta orði. Áhrif Háskólans á Akureyri Þetta sinnuleysi um málefni Háskólans á Akureyri, sem þessi viðbrögð (?) fréttastofu RÚVAK sýna, kemur því miður ekki á óvart. Það er hreint ótrúlegt hve lítið frumkvæði bæjaryfirvöld og aðrir málsmetandi aðilar hér í bæ hafa haft til þess að greiða götu Háskólans á Akureyri. Það er hreint ótrúlegt vegna þess að það er ekkert fyrirbæri til, sem getur haft jafn mikil og jákvæð áhrif á eitt bæjarfélag eins og háskóli. Ég er þess fullviss að ef rétt er á málum haldið þá getur tilkoma Háskólans á Akureyri og sú áhersla sem þar verður lögð á sjávarútvegsfræði, sbr. ákvörðun ríkisstjórnarinnar í dag, leitt til þess að á Akureyri verði miðstöð allrar fræðslu, rannsókna og stjórnunar í sjávarútvegi í fram- tíðinni. Háskólinn á Akureyri mun sjálfur dafna og stækka. Hann mun verða fjölmennur vinnustaður, bæði vísindamanna og annars starfsfólks. Hann og starfsemi hans mun leiða af sér að fjölmörg störf ríkisins, sem annars yrðu unnin í Reykjavík, verða unnin á Akureyri. Stofnan- ir sjávarútvegsins munu efla starfsemi sína á Akureyri og jafn- vel flytjast hingað. Starfsemi skólans mun leiða til þess að fjöl- mörg smærri og stærri fyrirtæki í framleiðslu, ráðgjöf og annarri þjónustu við sjávarútveg munu taka til starfa á Akureyri. Hann mun tengja landshlutana saman Pétur Bjarnasun. með því að dreifa starfseminni, og hann mun verða almennur tengipunktur aðila í sjávarútvegi. Síðast en ekki síst mun tilkoma sjávarútvegsbrautar stuðla að bættu skipulagi og bættri starf- semi í atvinnugreininni sjálfri. Tímamót Tilkoma Háskólans á Akureyri markar því tímamót fyrir Akur- eyri, og tilkoma hans markar einnig tímamót í byggðaþróun í landinu, því stofnun hans er alvarlegasta og mikilvægasta til- raun, sem gerð hefur verið til þess að snúa við blaðinu í byggðamálum. Þessi tilraun verð- ur að takast, en til þess að svo verði má enginn heimamaður vera stikk frí. Við verðum öll að leggjast hér á árar svo um muni. Þverpólitískur stuðningur Og ég sé ekki annað en að öll skilyrði séu til þess að um Há- skólann á Akureyri ætti að nást full eining. Háskólinn hefur haft þverpólitískan stuðning. Stofnun hans var baráttumál framsóknar- mannsins Ingvars Gíslasonar í mörg ár. Sjálfstæðismennirnir Sverrir Hermannsson og Birgir ísleifur Gunnarsson tóku mikil- vægar ákvarðanir vegna Háskól- ans í sinni menntamálaráðherra- tíð og voru fullir áhuga á því að hann dafnaði. Og ég hef sjálfur kynnst því að Svavar Gestsson núverandi menntamálaráðherra er áhugasamur um Háskólann hér og það sem hér er unnið, eins og ákvörðun ríkisstjórnarinnar ber vitni um. Og þótt ég hafi ekki séð mikið haft eftir Alþýðu- flokksmönnum um Háskólann á Akureyri, þá hef ég ekki ástæðu til þess að ætla annað en að þeir sem í þeim hópi hafa áhyggjur af byggðaþróun styðji Háskólann á Akureyri fulls hugar. Samhengi hlutanna Það var sýndur þáttur um Menntaskólann á Akureyri í sjónvarpi fyrir skemmstu. Þar var m.a. viðtal við Stefán Reykjalín, sem sá ástæðu til þess að minnast á Háskólann á Akureyri. Eins og svo oft áður sá Stefán hlutina í réttu samhengi og benti á mikil- vægi þess sem verið er að gera. Við þurfum að eignast fleiri menn eins og Stefán bæði á fréttastofur og annars staðar. Þeirra er þörf. Akureyri, 17. mars 1989, Pétur Bjarnason. FJORÐUNGSSJUKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Deildarstjóri Staða deildarstjóra á gjörgæsludeild FSA er laus frá 1. júní 1989. Við leitum að hjúkrunarfræðingi með reynslu í gjör- gæsluhjúkrun og stjórnunarstörfum. Æskileg menntun: Sérnám í gjörgæsluhjúkrun og stjórnun. Umsóknarfrestur: Til 30. apríl n.k. Upplýsingar veitir: Svava Aradóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 96-22100 alla virka dag kl. 13.00-14.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.