Dagur - 21.03.1989, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 21. mars 1989 - DAGUR - 9
Enski bikarinn:
Bíkarmeistarar Wimbledon úr leik
Everton, Liverpool og Nottingham For. áfram
Um helgina fór fram 6. umferð
í FA-bikarnum á Englandi og
mikið í húf! fyrir þau 8 lið sem
þátt tóku í leikjunum. Það var
enda hart barist og ekkert gef-
ið eftir eins og menn fengu að
Hörkutólið Terry Hurlock skoraði annað mark Millvall gegn Aston Villa.
Staðan
1 . deild
Arsenal 28 16- 7- 5 53:28 55
Norwich 27 15- 8- 4 40:28 53
Millwall 28 14- 7- 7 42:31 49
Liverpool 26 12- 9- 5 41:20 45
Nott.Forest. 26 10-12- 4 38:28 42
Coventry 28 11- 9- 8 36:28 42
Derby 27 12- 6- 9 31:25 42
Man.Utd. 26 10-10- 6 35:21 40
Wimbledon 2611- 5-10 32:31 38
Tottenham 29 10-10- 9 42:39 38
Everton 26 9- 9- 8 32:29 36
Middlesbro 28 8- 7-13 31:44 31
Aston Villa 28 7-11-10 35:44 31
QPR 27 7- 9-1126:25 30
Sheff.Wed. 28 7- 9-12 23:36 30
Luton 28 7- 8-13 28:39 29
Southampton 27 6-1M0 39:51 29
Charlton 28 6-10-12 31:43 28
Newcastle 26 5- 7-14 23:45 22
West Ham 25 4- 7-14 21:42 19
2. deild
Chelsea 34 19-11- 4 70:36 68
Man.City 35 19- 9- 7 58:33 66
W.B.A. 35 15-13- 7 53:32 58
Blackburn 35 17- 7-11 57:50 58
Ipswich 35 17- 5-13 56:45 56
Watford 33 15- 8-10 48:36 53
Bournemouth 34 16- 5-13 43:42 53
Swindon 33 14-11- 8 50:40 53
Stoke 33 14-10- 9 43:47 52
Leeds Utd. 35 12-14- 9 46:39 50
C.Palace 32 13-10- 9 49:40 49
Barnsley 34 12-12-10 46:45 48
Portsmouth 35 12-10-13 43:43 46
Sunderland 34 11-11-12 43:45 44
Leicester 35 10-13-12 43:50 43
Oldham 35 9-14-12 59:57 41
l'lymouth 34 11- 8-15 39:48 41
Oxford 35 10-11-14 47:49 41
Bradford 35 9-13-13 36:45 40
Hull 34 10- 8-16 42:54 38
Brighton 35 10- 7-18 45:52 37
Shrewsbury 34 5-14-15 27:51 29
Birmingham 34 5- 9-20 20:55 24
Walsall 34 4-11-19 29:57 23
sjá í sjónvarpinu í beinni
útsendingu frá leik Manchester
Utd. og Nottingham For. á
Old Trafford í Manchester.
Þetta var hörkuleikur og einn
sá besti sem sést hefur frá ensku
knattspyrnunni lengi. Gífurleg
barátta tveggja sterkra liða sem
lögðu allt í sölurnar.
Nottingham For. gerði sigur-
mark sitt og eina mark leiksins 2
mín. fyrir lok fyrri hálfleiks. Þá
lék hinn snjalli hægri útherji For-
est Franz Carr hinn unga vinstri
bakvörð Manchester Utd. Lee
Sharpe sundur og saman á kant-
inum, lék upp að endamörkum
og sendi fyrir mark Utd. þar sem
Gary Parker skoraði af stuttu
færi. Leikmenn Manchester liðs-
ins gerðu allt hvað þeir gátu til að
jafna í síðari hálfleik, en þá gerð-
ist umdeilt atvik er Gordon
Strachan tók hornspyrnu frá
hægri fyrir Utd. Paul McGrath
skallaði að marki og Brian
McClair klippti boltann áfram,
en á marklínu Forest var Steve
Hodge sem tókst að krækja í
knöttinn og spyrna frá. Margir
vildu halda því fram að boltinn
hefði verið kominn innfyrir þegar
Hodge náði til hans og svo virtist
vera af þeim myndum sem sáust,
en dómarinn var vel staðsettur og
dæmdi ekki mark.
Lið Utd. var óheppið að ná
ekki jafntefli úr leiknum, en það
hefði verið sanngjarnt, en Nott-
ingham For. stefnir nú í sinn
þriðja úrslitaleik á Wembley í
vor. Liðið er þegar komið í úrslit
Deildabikarsins þar sem það
mætir Luton og liðið er einnig í
úrslitum Simod bikarsins sem er
bikarkeppni fyrstu og annarrar
deildar liðanna. Þar verða mót-
herjar Forest lið Everton.
West Ham og Norwich gerðu
markalaust jafntefli í leik sínum
á heimavelli West Ham. Norwich
átti mun meira í leiknum, en
tókst ekki að koma boltanum f
mark. West Ham fær því annað
tækifæri á miðvikudaginn á
heimavelli Norwich og mikið í
húfi fyrir liðið að sigra því allt
bendir til þess að West Ham
muni falla í 2. deild í vor og bik-
arkeppnin er því eina von liðsins
um velgengni í vetur.
3. deildar lið Brentford hefur
komið verulega á óvart í bikarn-
um í vetur, en mætti ofjörlum
sínum á Anfield leikvelli Liver-
pool á laugardaginn. Sigur Liver-
pool var þó ekki eins auðveldur
og 4:0 markatalan gefur til
kynna. Steve McMahon skoraði
fyrsta markið fyrir Liverpool
snemma í leiknum og það var
ekki fyrr en á 65. mín., sem John
Barnes skoraði annað mark liðs-
ins. Peter Beardsley bætti síðan
Liam Brady og félagar í West Ham
fá annað tækifæri gegn Norwich.
við tveimur mörkum fyrir Liver-
pool undir lok leiksins og Liver-
pool þykir nú ásamt Nottingham
For. líklegast til sigurs í keppn-
inni.
Á sunnudaginn fór síðan fram
leikur Everton á heimavelli gegn
bikarmeisturum Wimbledon.
Um 25.000 áhorfendur urðu vitni
að þeim leik sem var hvorki fagur
né drengilega leikinn, gífurleg
harka á báða bóga og aðeins
hugsað um að ná góðum úrslit-
um.
Deildakeppnin:
Sheffleld W. færðist ofar
- sigraði Luton óvænt
Vegna bikarkeppninnar var lít-
ið um að vera í 1. deild um
helgina. Aðeins fjórir leikir
fóru fram og mörkuðu þeir
ekki djúp spor í stöðu deildar-
innar, þó lið Sheffield Wéd.
kæini skemmtilega á óvart og
lagaði yerulega stöðu sína í
fallbaráttunni.
Coventry og Tottenham áttust
við þar sem Gary Bannister náði
forystu fyrir Coventry í fyrri hálf-
leik. Chris Waddle náði að jafna
leikinn fyrir Tottenham í þeim
síðari og þar við sat.
Sheffield Wed. náði óvæntum,
en dýrmætum sigri á gervigrasinu
í Luton. Eina mark leiksins skor-
aði David Hirst fyrir Sheffield í
síðari hálfleik og fallvindarnir
blása nú ekki eins napurt um
Sigurð Jónsson og félaga hans í
Sheffield og áður.
Millwall hefur komið verulega
á óvart í vetur og liðið situr nú í
3. sæti 1. deildar. Millwall fékk
Aston Villa í heimsókn á laugar-
dag og sigraði 2:0. Kevin O’Call-
aghan skoraði strax á 3. mín., en
það var ekki fyrr en undir lok
leiksins sem Terry Hurlock bætti
síðara markinu við og gulltryggði
sigur liðsins.
Þá tókst Derby að leggja
Middlesbrough að velli með einu
marki gegn engu á útivelli. Ted
McMinn skoraði mark Derby í
fyrri hálfleik.
2. deild
Það var leikin heil umferð í 2.
deild um helgina þar sem barátt-
an er mjög hörð.
Chelsea og Manchester City
hafa til skiptis verið í efsta sæt-
inu, en liðin eru langefst í deild-
inni og virðast örugg um að end-
urheimta sæti sín í 1. deild. Þessi
lið mættust í Manchester og hafði
Chelsea betur í þeirri viðureign,
sigraði 3:2 eftir að hafa komist í
3:0. Chelsea er því efst með 68
stig, tveimur stigum á undan
Man. City.
En aðalbaráttan stendur um
næstu 4 sæti og þar með auka-
keppni í vor þar sem eitt af þeim
4 liðum færist upp í 1. deild.
Blackburn og W.B.A. hafa
bæði 58 stig eftir sigra á laugar-
dag, Blackburn sigraði Hull City
4:0 og W.B.A. lagði Brighton
1:0. Ipswich sigraði Shrewsbury
2:0 og hefur 56 stig. Önnur lið
sem standa vel í baráttunni eru
Watford, Bournemouth, Swind-
on og Stoke City. Bournemouth
hefur þó tapað tveimur síðustu
leikjum sínum og Watford tapaði
gegn Bradford á laugardag 2:1
eftir að hafa komist í 1:0. Swind-
on sem lék í 3. deild í fyrra hefur
sótt mjög á að undanförnu og
með heppni gæti liðið leikið í 1.
deild að ári.
Barnsley og Leeds Utd. gerðu
jafntefli 2:2 í leik sínum á sunnu-
dag. Þ.L.A.
Eina mark leiksins kom á 59. mín., eftir þunga sókn Everton þar sem boltinn hafði lengi þvælst í vítateig Wimbledon tókst Kevin Sheedy að senda til Stuart McCall sem sendi boltann í netið. Enginn varð markinu eins feginn og Graeme Sharp sem lát- ið hafði Hans Segers markvörð Wimbledon verja frá sér víta- spyrnu á 9. mín. leiksins, eftir að boltinn fór í hendi John Fashanu eftir sendingu Sheedy. Wimble- don sótti mjög eftir markið og leikmenn Everton drógu lið sitt í vörn, en þeim tókst að halda fengnum hlut og eru því komnir í undanúrslit, en bikarmeistarar Wimbledon eru úr leik. Þrátt fyr- ir að Everton hafi tekið bikarinn frá Wimbledon er ólíklegt að lið- inu takist að halda honum ef ekki verður breyting til batnaðar á leik liðsins. Þ.L.A.
Úrslit
FA-bikarinn 6. umferð
Evcrtun-Wimbledun 1:0
Liverpoul-Brentfurd 4:0
Manchestcr Utd.-Nott. For. 0:1
West Ham-Norwich 0:0
1. deild
Coventry-Tottenham 1:1
Luton-Shelfield Wed. 0:1
Middlesbrough-Derby 0:1
Millwall-Aston Villa 2:0
2. deild
Barnsley-Leeds Utd. 2:2
Birmingham-Walsall 1:0
Blackbum-Hull City 4:0
Bournemouth-Swindon 2:3
Bradford-Watford 2:1
Crystal Palace-Sunderland 1:0
Ipswich-Shrewsbury 2:0
Manchester City-Chelsea 2:3
Oxford-Oldham 1:1
Piymouth-Leicester 1:1
Portsmouth-Stoke City 0:0
W.B.A.-Brighton 1:0
3. deild
Aldershot-Chesterfield 2:0
Blackpool-Chester 1:1
Bolton-Southend 0:0
Bristol City-Notts County 0:4
Fullham-Cardiff City 2:0
Northampton-Mansfield 2:1
Port Vale-Preston 1:1
Sheffield Utd.-Reading 1:0
Wolvcs-Bury 4:0
Swansea-Giilingham 3:2
4. deild
Crewe-Lincoln 2:0
Doncaster-Colchester 3:1
Grimsby-Scunthorpe 1:1
Hartlepool-Torquay 0:1
Hereford-Leyton Orient 1:1
Peterborough-Darlington 1:1
Rochdale-Scarborough 2:1
Wrexham-Rotherham 1:4
York City-Bumley 0:0
Úrslit í vikunni
1. deild
Liverpool-Luton 5:0
Nottingham For.-Newcastle 1:1
2. deild
Hull City-Leeds Utd. 1:2
Ipswich-Bourneinouth 3:1
Oldham-Portsmouth 5:3
Sundcrland-Manchester City 2:4
Bradford-Oxford 0:0
Brighton-Chelsea 0:1
Lcicester-Shrewsbury 1:1
W.B.A.-Blackburn 2:0